Morgunblaðið - 24.07.1957, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.07.1957, Blaðsíða 16
2-24-80 2-24-80 163. tbl. — Miðvikudagur 24. júlí 1957. Þór og landhelgisgœzlu- flugvélin eltu belgiskan fogara 75 sjó- *: . , ,. 0 darnnmgaiundir mílur á haf út I farmannadeilunni Dómur kveðinn upp á Norðfirði í FYRRINÓTT þurfti landhelgisgæzlan að láta elta erlendan togara, sem staðinn hafði verið að landhelgisbroti lengra á haf út en nokkru sinni hefur fyrr þurft, eða 75 sjómílur suður af íslandsströnd. Loks náðist togarinn, fyrir ágæta samvinnu flugvélar landhelgisgæzlunnar, varðskipsins Þórs og stjórnar gæzlunnar hér í Reykjavík. Var það belgiski togarinn Massabielle, frá Ostende 0-228, sem var að veiðum mílu fyrir innan landhelgislínuna við Tvísker, við Ingólfs- höfða er flugvélin Rán kom að honum þar í fyrradag um kl. 5 e. h. FÖSTUDAGINN 19. júlí frá kl. 6—10 síðd. voru samninganefndir yfirmanna og útgerðarfélaganna seinast samtímis á fundi í Al- þingishúsinu ásamt sáttanefnd- inni. Voru deiluatriði þá rædd á venjulegan hátt fyrir hennar milligöngu. Tilkynning samninga nefndar farmanna um, að útgerð- armenn hafi ekki mætt til samn- inga er því með öllu óskiljanleg. (Frá Vinnuveitendasambandi ís- lands og Vinnumálasambandi samvinnuf élaganna). HÉLT TIL HAFS Hafði flugvélin verið á gæzlu- flugi við Ingólfshöfða, er hún sá togarann og tók mið á hann. — Þegar belgiski togarinn, sem er fremur lítið skip, varð var við ferðir flugvélarinnar tók hann þegar vörpuna inn og lagði sam- stundis af stað til hafs. Rán gerði þá strax landhelgisgæzlunni að- vart og var sent boð til varð- skipsins Þórs. Það var þá statt við Kambanes, milli Stöðvai- íjarðar og Breiðdalsvíkur fyrir austan. Var Þór þar að draga dýpkunarskipið Gretti áleiðis til Hornafjarðar. Sleppti Þór strax Gretti og hélt af stað í eltingar- leikinn við togarann. Á meðan sveimaði flugvélin sífellt yfir togaranum og skaut ljóssprengjum að honum sem stöðvunarmerki, en allt kom fyr- ir ekki. Þór náði togaranum kl. 1 í fyrrinótt 75 mílur frá landi Gafst hann þá skilyrðislaust upp og sýndi enga mótspyrnu. ENGINN TÚLKUR Hafði þá Rán verið 12 tíma á flugi, og átti eftir benzín til 3 stunda. Sneri vélin til Egilsstaða og lenti þar klukkustundu síðar. Þór fór með togarann í gær til Eskifjarðar, en þegar þangað kom fannst enginn túlkur, sem túlkað gæti við réttarhöldin yfir skipstjóranum. Var því farið með togarann til Norðfjarðar og komu skipin þangað í gærkvöldi. Þar hófust réttarhöld strax, og var búizt við að dómur yrði kveðinn upp í dag. Það er af Gretti að segja að annað varðskip var sent til þess að aðstoða hann í gær og kom skipið til Hornafjarðar í gær- morgun. Skipherra á Þór er hinn gamalkunni landhelgisgæzluskip- stjóri Eiríkur Kristófersson, en skipstjóri á Rán Guðmundur Kjærnested, og flugstjóri Guð- jón Jónsson. Þetta er sjöundi togarinn sem tekinn er fyrir landhelgisbrot í ár. Aður hafa skip og flugvélar landhelgisgæzlunnar þurft að elta togara lengst á haf út 60 sjómílur. Losoð úr Hamra- fellinu FARMENN hafa samþykkt að losa megi úr Hamrafellinu, þar sem það nú liggur, til flutnings út á land til þeirra þarfa sem þar njóta undanþágu um olíuflutn- inga. AKRANESI, 23 júlí. — Reknetja- bátarnir tveir sem úti voru í nótt komu ekki inn í dag vegna þess að þeir fengu enga síld Þriðji báturinn, Ásmundur, fór út á veiðar í dag. — Oddur Reytingssíldveiði í gær REYTINGSSÍLDVEIÐI var í gær á miðunum fyrir öllu Norður- landi en þoka var allvíða á austurmiðunum og heldur slæmt veður. Síldin er nær landi en áður, stór og feit sú sem veiðist norðan Langaness en lélegri sunnan nessins. Búizt var við sæmilegri veiði í gær á Raufarhöfn ef upp birti. f gær komu nokkur skip til Siglufjarðar með síld til söltunar en aflamagnið var minna en í fyrradag. Veiðiútlit var talið gott á Siglufirði í gærkvöldi. Alls hefur þar nú verið saltað í 36.820 tunnur en í 24.330 tunnur á Rauf- arhöfn. Um 30 skip komu með síld til Siglufjarðar til söltunar í fyrra- dag. Var saltað í tæpar 5000 tunnur þann dag. Síldin veiddist á vestúrsvæðinu út af Siglnfirði og fengu öll skip er þar voru dágóðan afla, en mörg fóru erindisleysu austur. í gær lönduðu þessi skip á Raufarhöfn: Huginn 100 tunnur, Stella 130, Þorlákur 260, Þor- björn 40, Ásgeir 100, Víðir II. 250, Hrafn 30, Erlingur III. 120, Hilm- ir 100, Helga, Reykjavík 520, Júlíus Björnsson 70, Guðmundur Þorlákur 700, Hafdís 70, Grund- firðingur II. 600, Stígandi 200 Flóaklettur 200, Svanur 200 Trausti 150, Bjarmi 90, Hrönn 300, Svalan 300, Svanur, Ke. 70, Baldvin Þorvaldsson 70, Sjö- stjarnan 350, Frygg 100, Mummi 200, Kópur, Ke. 200, Höfrungur 100, Sigurður 200, Ólafur Magnús son 60, Hafrenningur 200, Garð- ar 800. í gærkvöldi voru allmargir bátar að koma að landi með slatta í bræðslu og söltun. Áætlað var að af þessu verði saltaðar 5000 tunnur en afgangurinn fari i bræðslu. Sátfanefndin ber fram fillögu um gerðardóm í farmannadeilunni SÁTTAFUNDUR með farmönn- um og útgerðarmönnum stóð yfir frá kl. 5—7 í gær. Sáttanefndin hefur komið fram með tillögu um að deilan verði lögð i gerð. Hafa stýrimenn, vél- stjórar og loftskeytamenn nú boð að til sameiginlegs fundar í Iðnó kl. 3 í dag og á þar að taka af stöðu af hálfu farmannanna. til hinnar framkomnu tillögu um gerðardóm. Tilætlunin mun vera sú. að gerðardómurinn sé bundinn þannig, að lágmark sé sáttatillag- an, sem felld var á dögunum, að viðbættum nokkrum hækkunum og friðindum, sem siðan hefur verið talað um. Hámarkið er svo siðustu kröfur farmanna. Þora ekki að rainnast á gjald- eyrisbrask koraraúnista ÞÁÐ hefur vakið mikla athygli, að ekkert stjórnarblaðanna hef- ur minnzt á grein Mbl. á sunnu- dag um hið stórfellda gjaldeyris- svindl kommúnista í sambandi við hið svonefnda Moskvumot Blað kommúnista, Þjóðviljinn. hefur ekki einu sinni treyst sér til að svara þessari frétt Mbl, sem hefur mikið verið rædd. í henni var bent á eftiríarandi þrjú atriði: 1) Kommúnistar seldu íslenzku þátttakendunum a Moskvumót- inu gjaldeyri á svörtum markaði og nam álagningin um 100%. — Gátu menn iengið 50—500 d.kr. í vasapeninga á kr. 4.50, en danska krónan kostar á gengi kr. 2.36. 2) Kommúnistar nvöttu unga fólkið til að taka með sér eins mikla ísl. peninga og það gæti, því að auðvelt væri að selja þá í Moskvu. Þar væri nægur mark- aður fyrir ísl. peninga, en eins og kunnugt er þá er bannað að fara með ísl. peninga úr landi. hvað þá að selja þá. 3) Kommúnistar fengu ekki nema um 1000 króna yfirfærslu í ferðakostnað á mann, en þurftu að greiða um 4800 krónur í gjald- eyri á mann til að standa straum af öllum kostnaði erlend- is. Augljóst er þvi, að erlendur aðili hefur greitt þær kr. 3800, sem á vantar, en þá er spurning- in: Hvert hafa þessar 3800 ísl. krónur runnið? A fimmtudaginn var sagt frá því í frétt hér í blaðinu, að fyrsta stóra Iangferðabifreiðin hefði komið til Látrabjargs 15. júlí s.l. Bifreiðarstjórinn var Hafsteinn Sölvason, en með honum ferð- uðust 29 farþegar, félagar úr KFUM og KFUK. Fararstjóri var Bjarni Eyjólfsson. Myndin er tekin af bílnum, þegar verið er að búa hann til heimferðar skammt frá Hvallátrum. 1 baksýn er Brunnanúpur, en handan við hann liggur Látrabjarg. (Ljósm. Gunnar Andersen) 4—500 manns á mjög ánœgjulegu héraðsmóti Sjálfstœðismanna í Vestur-lsafjarðarsýslu Fjölmennasta samkoma, sem haldin hefir verið í Súgandafirði UPP úr hádeginu s. 1. sunnudag tók fólk að streyma til Súganda- fjarðar hvaðanæva úr Vestur- ísafjarðarsýslu á héraðsmót Sjálf stæðismanna í kjördæminu, sem boðað var þennan dag. Þegar héraðsmótið var sett, kl. 4 e. h., var svo margt fólk sam- an komið að það rúmaðist ekki í hinum nýju og stóru salarkynn- um félagsheimilisins, sem nýlega hefur verið tekið í notkun. Var það mál manna, að aldrei hefði jafnfjölsótt samkoma verið haldin i Súgandafirði, og jafn- framt þótti þetta mót fara í alla staði mjög virðulega og vel fram. Sóknarvilji og samhugur ein- kenndu þessa samkomu Sjálf- stæðisfólks í Vestur-ísafjarðar- sýslu. Óskar Kristjánsson, frkvstj., setti mótið og stjórnaði því. Jóhann Hafstein alþm., hélt fyrstu ræðuna. Vék hann m. a. að úrslitum síðustu alþingiskosn- inga, sem hefðu sýnt að Sjálf- stæðisflokkurinn væ; stöðugt vaxandi flokkur og xangsterk- ustu stjórnmálasamtök fólksins í landinu. Andstæðingar Sjálf- stæðismanna telja nú, að þeim hafi tekizt að hefta áhrif flokks- ins. Rétt er að þeir auka sjálfir embætti sín og bitlinga. En, sagði ræðumaður „áhrif Sjálf- stæðisflokksins eru í atkvæðum fólksins". Réttmæt áhrif fólksins sjálfs á stjórnarfarið í landinu og áhrif Sjálfstæðisflokksinsj munu fara saman. Hann gerði jafnframt glögga grein fyrir því, hvernig núverandi stjórnarflokk- ar hefðu í öllum veigamestu atriðum brugðizt fyrirheitum sínum. Þorvaldur Garðar Kristjánsson, frambjóðandi Sjálfstæðismanna í kjördæminu, tók næstur til máls Sýndi hann m. a. fram á rök- villurnar og blekkingarnar, sem í því fælust er núverandi ríkis stjórn kenndi sig við hinar „vinn- andi stéttir". Hverjir eru það, sem ekki vinna í þessu landi? spurði ræðumaður. Eru það Sjálf- stæðismenn, sem eru nær helm- ingur allrar þjóðarinnar? Þor- valdur Garðar sýndi fram á, hvernig ríkisstjórnin hefði reynzt vanmegnug að ráða við viðfangs- efnin, og hversu ráðstafanir henn ar hefðu beinlínis leitt til þess að skerða kjör almennings í land- inu. Voru ræður beggja, Jóhanns og Þorvaldar, mjög ýtarlegar og yfir gripsmiklar, og var þeim mjög vel fagnað af samkomugestum. Að ræðunum loknum var sýnd- ur söngleikurinn „Ást og and- streymi" við mjög mikla hrifn- ingu áheyrenda. Með hlutverkin fóru hinir ágætu leikarar og söngfólk, Þuríður Pálsdóttir, Guðmunda Elíasdóttir og Guð- mundur Jónsson, en undirleik- inn annaðist Fritz Weishappsl. Þessu listafólki var mjög vel fagnað. enda leysti það hlutverk sitt af hendi með einstakri vand- virkni og prýði. Þegar hér var komið var gert hlé á samkomunni til kl. 8 um kvöldið, en þá hófst dansinn, sem stóð til kl. 1 eftir miðnætti. Kvenfélagið „Ársól“ sá um all- ar veitingar af mikilli rausn og myndarskap, en formaður þess félags er frú Lovisa Ibsen. Samkomusalurinn í hinu nýja félagsheimili er mjög glæsilegur, og salarkynni önnur munu verða hin vistlegustu, en ekki er enn fulllokið við þau. Er nú unnið af kappi að því að fá lokið að fullu þessu myndarlega félags- heimili, en forustumaður þessara framkvæmda er Hermann Guð- mundsson, símstjóri, sem er form. hússtjórnar. Allan sunnudaginn var unaðs- legt veður og logn og blíða, þegar leið fram á kvöld og nótt. Upp úr miðnætti fóru þeir að halda heim, sem um lengri veg þurftu að fara. Voru þá firðir spegilsléttir á bjartri sumarnótt, svo sem bezt gerist á Vestfjörð- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.