Morgunblaðið - 28.07.1957, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.07.1957, Blaðsíða 1
44. árgangur. 167. tbl. — Sunnudagur 28. júlí 1957. Prentsmiðja Morgunblaðsin* Verkfall bílstjóra á strætisvögnum og Iangferðabifreiðum í Englandi hefur mjög víðtæk áhrif þar í landi, því að samgöngur hafa teppzt milli landshluta. Verkfallið kemur einkum illa við þær milljónir manna, sem áætlað höfðu að fara í sumarfrí eða vanir eru að fara út í sveitirnar um helgar. Mynd þessi var tekin við Viktoría-stöðina í Lundúnum. Þar eru langar biðraðir fólks, sem veit ekki sitt rjúkandi ráð, hvernig það fær komizt út á landsbyggðina. Hörmungarastand vegna flóöa i Japan Enn er ekki vitað hve margir tórust, en víst er að þeir skipta hundruðum TOKYO, 27. júlí. — Mikið ófremdarástand er nú á syðsta hluta Japanseyja. Flóð hafa grandað mörg hundruð manns — og enn er talin hætta á að flóðin aukist. Stjórnarvöldin ráðgera að flytja fólk brott af a.m.k. einni eyju þar sem flóð hafa lagt nær alla byggð í rúst. Þar hafa yfir 50 lík fundizt, en óttazt er að enn fleiri hafi látið lífið. Þar liggja og skrokk- ar dýra eins og hráviði um allt. Enn hafa stjórnarvöldin enga hugmynd um hve margir hafa látið lífið. Margir eru mikið særðir — og hefur fjölmennt björgunarlið verið hvatt á vett- vang. Skip og flugvélar flytja nú lyf og matvæli til eyjanna, sem verst hafa orðið úti, en sennilegt er, að í dag verði ekki náð til --------------------------3> allra þeirra, sem hart hafa orðið úti vegna þess að allar samgöngu leiðir á landi eru lokaðar og einnig hefur símasamband rofn- að. Þyrilvængjur koma að miklum notum — og hafa þær bjargað mörg hundruð manns í morgun. Flestir þeir, sem bjargað var hafa hafzt við á umflotnum hæðum eða þökum rammbyggðra húsa. Á einum stað höfðust um 400 manns við á þökum járn- brautarlestarvagna, sem stöðváð- ist fyrir tveim dögum. Þyril- vængjur björguðu fólki þessu í morgun — og hafði það verið matarlaust allan tímann. Á morgun er áætlað, að jap- anska stjórnin fljúgi yfir flóða- svæðið, en á eftir munu ráðherr- ar fara í vitjun til sjúkrahúsa, sem hýst hafa fjölda þessa bág- stadda fólks. Þessi flóð eru hin verstu og mestu í Japan um ára- bil. Nasser kvartar sáran Enginn hefur afhjúpað kommúnismann eins herlega — segir Crankshaw um bók Djilasar NEW York: — Innan skamms mun koma á markaðinn bók eftir einn af fyrrum fremstu kommún- istaforingjum Júgóslavíu, Milov- an Djilas. Áður hefur verið skýrt frá því, að Djilas hafi tekizt að smygla handritinu af bókinni út úr fangelsi sínu í Júgóslavíu, en þar situr hann nú og afplánar þriggja ára fangelsisdóm. Djilas var um árabil hægri hönd Titos, forseti þingsins í Júgóslavíu með meiru, en í desember sl. var hann dæmdur fyrir starfsemi „fjand- samlega hagsmunum ríkisins'". Sök hans var sú, að hann hafði ritað grein um uppreisnina í Ungverjalandi í vestræn blöð. Tók hann eindregna afstöffu gegn valdamönnum í Kreml og vítti harðlega þjóðarmorðiff i Ungverjalandi. Komst hann aff orffi á þá leiff, aff uppreisnin í Ungverjalandi hefði veriff upp- hafiff aff endalokum kommúnism- ans. Hinn frægi Rússlandssérfræð- ingur Edward Crankshaw hefur komizt yfir handritið aff þessari nýju bók — og segir hún, aff Djilas afhjúpi kommúnisman þar — jafnvel meira en nokkur ann- ar hafi gert. Segir Crankshaw, aff afstaffa Djilasar sé sú, aff hiff kommúniska skipulag skapi nýja yfirstétt og arffræningja. Þetta séu helztu sköpunarverk komm- únismans. Hann heldur áfram á þá leið, að hin nýja yfirstétt hafi risið upp í ríkjum kommúnismans til að efla iðnaðinn. Lönd A-Evrópu hefðu staðið öðrum löndum langt að baki á iðnaðarsviðinu — og þeim hefði verið lífsnauðsynlegt að efla iðnaðinn. Þetta hefur kommúnisminn gert — og ekkert annað — segir Djilas. Þegar iðnvæðingunni lauk var yfirstéttin orffin þaff föst í sessi, aff hún settist ein- aff því, sem þjóffirnar höfðu byggt upp — og hélt áfram aff þrælka þjóffirnar. Crankshaw kvcffur bók þessa vera eitt helzta sönnunargagn, sem komið hafi fram gegn ágæti kommúnismans. Enginn hafi af- hjúpaff kommúnismann eins ber- lega. Ýmsa furðar ef til vill á því, að Djilas skuli hafa þorað að leggja út á þessa braut þar sem hann er nú þegar kominn í ónáð. Þau orð munu hafa fylgt hand- ritinu vestur um haf, að honum stæði alveg á sama um afleiðing- arnar. Bókin yrði að komast út. Útkoma hennar væri takmark, sem hann hefði lengi stefnt aff. Tveir skotnir BERLÍN — A-þýzkt blað skýrir svo frá, að á mánudag hefðu and- kommúnistiskir A-Þjóðverjar gert árás á þrjá a-þýzka lögreglu menn á götu úti. Höfðu árásar- mennirnir skotið tvo þeirra til bana, en sá þriðji særðist. Vilja að V-Þjóð- verjar fari lir Nato BERLÍN, 27. júlí. — A-þýzka stjórnin hefur gert það að til- lögu sinni, að fyrsta skrefið til sameiningu Þýzkalands verði stofnun ríkjasambands milli Austur- og Vestur-þýzkalands. Tillaga þessi var birt í formi yf- irlýsingar frá a-þýzku stjórninni — og hét yfirlýsing sú: Vegur þýzku þjóðarinnar til öryggis. Lögð er rík áherzla á það, að Þýzkaland verði ekki háð „heims valdasinnunum" og það verði „friðelskandi". Kveður þar á um, að flytja beri erlendan her úr Þýzkalandi og að V-Þýzkaland segi sig úr Nato — og A-Þýzka- land úr Varsjár-bandalaginu. Konungur í bifreiðaslysi í annað sinn ÞANNIG leit bifreið Leopolds fyrrum Belgíukonungs út, eftir að hann ók henni á miklum hraða út af fjallvegi á Norður-Ítalíu. Með Leopold sat í bifreiðinni eig- inkona hans Liliane de Rethy prinsessa. Hjónin sluppu með lítilsháttar meiðsl, en mikið lán er talið að þau skyldu ekki stór- slasast eða láta lífið. Leopold var sjálfur við stýri bifreiðarinnar, en það var hann einnig árið 1935, þegar hann lenti í bílslysi með þeim afleiðingum að fyrri kona hans Ástríður drottning lét lífið. Ætluðu að ráSa Hussein af döaum AMMAN, 27. júlí: — í Amman fara nú fram réttarhöld í máli allmargra herforingja og fyrrver- andi stjórnmálamanna. Eru menn irnir sakaffir um aff hafa ætlaff að ráða Hussein konung af dög- um og taka stjórn landsins í sín- ar hendur. Segir í áærunni, aff 13. apríl sl. hafi samsærismennirnir gert tilraun til þess aff kveðja her á vettvang til þess aff koma á- formum sínum í framkvæmd. Ætluðu þeir aff umkringja kon- ungshöllina og binda síðan endi á lífdaga Husseins. Hinir ákærðu eru 20 talsins, en affeins 14 þeirra koma fyrir rétt þar sem hinir eru flúnir til Sýr- Iands. Þeirra á meðal eru tveir fyrrum foringjar herráðsins og fyrrverandi utanríkisráðherra. Ef hinir ákærðu verffa fundnir sekir munu þeir sennilega verffa líflátnir. — en Menzies neitar LONDON, 27. júlí: — Menzies, forsætisráðherra Ástralíu, hefur neitað því harðlega að hafa ógn- að Nasser, er hann ræddi við hann á fyrra ári og reyndi aff miðla málum í Súez-deilunni. — Nasser hefur hins vegar staðfest, að Menzies hefi verið hinn dólg- legasti og hótað honum — og lagt til, að Súez-skurðurinn yrði þjóðnýttur á ný. í yfirlýsingu Menzies um mál þetta segir, að því fari fjarri, að hann hafi ógn- að Nasser, enda hafi hinn síðar- nefndi aldrei séð ástæðu til þess að kvarta yfir slæmri framkomu hans á meðan á fundunum stóð. Ef staðhæfing Nassers væri á rökum reist hefði hann áreiðan- lega ekki geymt að upplýsa það þangað til nú. Þessi mynd var tekin, þegar Leopold og kona hans komu heim til Belgíu eftir slysiff. Baudouin núverandi konung- ur Belga tekur innilega á móti stjúpmóður sinni, Rethy prinsessu. — Sárabindi eru bundin um báða fótleggi hennar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.