Morgunblaðið - 28.07.1957, Síða 7

Morgunblaðið - 28.07.1957, Síða 7
Sunnudagur 28. júlí 1957 MORGVISBI AÐIÐ 7 íslendingar athygli en segir sœnskt blað um ÍR-flokkinn vöktu ekki minni Bandaríkjamenn Mjölby, 24. júlí ’57. NÚ ERUM við komnir til Mjöl- by eða Mjölbæjar eins og flestir okkar kalla þennan vinalega 10 þúsund manna bæ, sem er ca. 250 km. frá Stokkhólmi. Við kom- um hingað klukkan 7 í gærkvöldi og fengum ágætar móttökur. Bær þessi minnir okkur mjög mikið á Akureyri eða Hafnarfjörð, nema það að skógur er töluvert meiri. Á mótinu hér í kvöld keppa margir af beztu frjálsí- þróttamönnum Svía og Banda- ríkjamaðurinn Bob Appelman, sem fylgir okkur eins og skugg- inn. ★ í Malmö á- Snúum okkur nú að keppn- inni í Malmö, en þangað var komið á laugardagskvöldið um sjöleytið. Malmö er þriðja stærsta borg Svíþjóðar, íbúar um 200 þús und. Dvalarstaður flokksins var íþróttasalur MFF-félagsins, sem er ei.tt ríkasta og stærsta knatt- spyrnufélag Svíþjóðar, fór mjög vel um okkur þar, það væri ekki dónalegt að eiga jafnstóran og glæsilegan sal heima, því að á veturna er keppt þarna í stngar- stökki, 60 m hlaupi og 60 m grindahlaupi. Á mótinu í Málmey kepptu auk okkar Bandaríkjamenn, Danir, Norðmen, Þjóðverjar og svo auð vitað Svíar. Meðal áhorfenda voru nokkrir íslendingar, sem hvöttu strákana óspart og einnig afhenti íslenzk stúlka verðlaun fyrir stangarstökkið og var henni fagnað mjög, enda falleg. ★ Fyrstu greinarnar ic Fyrstu greinarnar, sem land- arnir tóku þátt í voru 100 m. hlaup B-flokkur, en þar keppti juniorinn Unnar Jónsson, há- stökk Ingólfur Bárðarson og kúlu varp Skúli Thorarensen. Unnar var mjög taugaóstyrkur, sem von var, mótvindur var töluverður og varð hann fjórði í sínum riðli og komst ekki í úrslit, tíminn var 12,0 sek. Svipuð umsögn gild- ir um Ingólf, hann fór mjög hátt yfir 1,70, næst var hækkað í 1,80, hann var mjög stífur og mistókst í öll þrjú skiptin, Ingólfur var í 6—8 sæti með 1,70 m. Skúli var heldur ekki í „stuði“, enda bólg- inn á fæti, hann náði ekki 15 m varð fjórði með 14,94 m. Björgvin Hólm tók þátt í 110 m grindahlaupi og stóð sig vel þrátt fyrir mótvindinn, fyrstur varð Svíinn Lennart Karlsson á 15,6 en Björgvin varð annar með 16,2 sek. Rétt þegar Björgvm hafði nýlokið keppni komu mikl- ar þrumur og skýfall strax á eftir, en um daginn var hiti óvenju- lega mikill í Málmey enda um 30 stig í skugganum. Stangarstökkvararnir áttu í miklum erfiðleikum í rigning- unni og mótvindinum. Valbjörn sigraði með miklum yfirburðum, fór yfir 4,00, 4,10, 4,20 og 4,30 í fyrstu tilraun, en mistókst við 4,42 enda var þá farið að skyggja. Lennart Lind stóð sig vel fór yfir 4,20 í fyrstu tilraun en átti enga möguleika að fara yfir 4,30. Heiðar átti í harðri baráttu við Appelman hinn bandaríska og Rinaldo hinn sænska, sem hafa stokkið 4,22 og 4,17. Röðin var Appelmann 3,90 (fór yfir þá hæð í 3. tilraun, annars hefði Heiðar orðið 3ji), Heiðar varð fjórði með 3,80 og Rinaldo fimmti með 3,80. ★ Öruggur sigur ★ Atrennubrautin í langstökki var slæm og auk þess mótvind- ur, Vilhjálmur sigi'aði með mikl- um yfirburðum, stökk lengst 7,02 m, annar var Þjóðverjinn Hajek með 6,52, en hann hefur stokkið yfir 7 m í sumar, þriðji Svíinn Mánsson 6,41 m. ★ Metið ★ 3000 m hlaupið var skemmti- legt, en þar voru með margir af beztu langhlaupurum Norður- landa, alls voru keppendur 10, meðal keppenda var Daninn Thyge' Thögersen. Kristján hélt sig í miðjum hópnum allt hlaup- ið, en Svíinn Jönsson hafði for- ystuna lengst af. Millitíminn á 1500 m var 4,07,0 á fyrsta manni en 4,15 á Kristjáni. Kristján hljóp síðasta hringinn vel, en tvö enda- mörk voru og á því tapaði hann um 1 sek. Svipað kom fyrir Guð- mund Lárusson í úrslitum 400 m hlaupsins á EM í Briissel 1950. Þrjár klukkur voru á Kristjáni og sýndu allar 8:37,5 mín. Krist- ján fékk sérstök aukaverðlaun fyrir metið og var einn af vin sælustu keppendunum. Höskuldur keppti í A-flokki 100 m. hlaupsins og auðvitað í sama mótvindinum sem aðrir. Hann fékk allgott viðbragð, en tími hans hefði átt að vera betri, því að hann var aðeins um meter á eftir þriðja manni, sem fékk tímann 10,8, fyrstur varð Svíinn Malmroos á 10,7, annar Jan Carls son 10,8 og þriðji Lövgren 10,8, fimmti Ove Johnsson 11,3, sjötti Þjóðverjinn Kron 11,4. Daníel Halldórsson hljóp 400 m., en meðal andstæðinga hans var boðhlaupsheimsmethafinn Maiocco frá Bandarikjunum Mai- occo sigriði á 48,6 og Daníel varð annar með 50,0, en þó tapaði hann nokkrum sek.brotum, þar sem hann hægði aðeins á' sér þegar hann hafði hlaupið ca. 5 m vegna kalla hlauparana til baka vegna þjófstarts. Sigurður Guðnason stóð sig vel í 1500 m. hlaupinu, en meðal keppenda var Daninn Benny Stender, sem sigraði í 1500 m. hlaupinu í landskeppni Dana og íslendinga 1. og 2. júlí s. 1. Stend- er hafði forystuna allt hlaupið en Sigurður var í 2—3 sæti fyrstu 800 m., þá fór einn Svíi framúr. Þegar 400 m. voru eftir var Sig- urður orðinn 30—40 metra á eft- ir þriðja manni ,en tók mjög glæsilegan endasprett og á síð ustu metrunum tókst honum að fara framúr Svíanum við mikil fagnaðarlæti og varð þriðji á sín um bezta tíma í sumar 3:57,8, fyrstur varð Stender á 3:51,7 og annar Svíinn Bengtson á 3:53,5. Alls voru keppendur 10. ★ Hylltir ★ Nú er aðeins eftir að geta um boðhlaupið, sem var 4x100 m. 3 sveitir tóku þátt, ÍR-sveitin, sænsk sveit og úrvalssveit (2 Bandaríkjamenn og 2 beztu Sví- amir), var þvi ekki hægt að bú- ast við íslenzkum sigri. Höskuld- ur hljóp fyrsta sprettinn mjög vel og skilaði til Vilhjálms, þá var ÍR-sveitin jöfn úrvalssveitinni, Daníel hljóp þriðja sprettinn á móti Pearman hinum Bandaríska og vann af honum nokkra metra, Valbjörn hljóp síðasta spölinn á móti Maiocco og þar sem skipting hans og Daníels mistókst algjör- lega var íslenzkur sigur vonlaus, því að Maiocco hefur hlaupið á 10,5 eða 10,6. Frammistaðan var samt mjög góð, úrvalssveitin sigr aði á 42,9, ÍR-sveitin hljóp á 43,5 og sænska sveitin á 44,5. ÍR -ingarnir unnu mjög hylli áhorfendanna eins og sést á þess- inn, enda sigruðu þeir í nokkr- um greinum. Stangarstökkið var glæsilegast með methafann Þor- láksson sem sigurvegara, en hann stökk 4,30. Mettilraunin á 4,42 heppnaðist þó ekki vegna bleytu og myrkurs. Samt var sett eitt íslenzkt met, og vakti það mesta hrifningu áhorfenda þegar til- kynnt var, en það var 3000 m. met Kristjáns Jóhannssonar. Þekktasti gestur keppninnar var íslendingurinn V. Einarsson, sem tók verðlaunin í Melborne. Hann um blaðaummælum úr „Syd- svenska Dagbladet": „Hinn glæsi legi og þokkafulli íslenzki flokk-j keppti í ró og næði og stökk 7,02 ur vakti eins mikla hrifninguj þrátt fyrir hina slæmu langstökks áhorfenda og bandaríski flokkur-' braut í Malmö“. Uppruni, aldur og jbýðing glímunnar Austurriskur prótessor flytur hér fyrirlestur um Jbað efni HINGAÐ til lands er kominn próf. dr. Erwin Mehl. Prófessor- inn starfar við háskólann í Vín. Hann hefur um langt skeið rann- sakað þau fornu fangbrögð, sem enn eru til meðal þjóðanna víða um heim. Hingað kemur prófess- orinn til þess að kynnast nánar glímunni, og þar sem hann er sér- stakur fyrirlesari, hefur þess ver- ið óskað, að hann flytti hér fyrir- lestur um þetta hugðarefni sitt. Fyrirlesturinn verður fluttur á dönsku, og jafnframt sýr.ir dr. Mehl skuggamyndir og kvik- myndir af ýmsum þeim fang- brögðum, er hann hefur kynnzt. Hér birtist í styttri þýðingu úr- dráttur úr efni svipaðs fyrir- lestrar og hann mun flytja hér þriðjudaginn 30. júlí. Þar sem fjöldi manns hér á landi hefur áhuga á glímu, mun mörgum leika forvitni á því að kynnast öðrum fangbrögðum eft- ir frásögn manns, sem hefur kynnt sér þau sérstaklega. Þorst. Einarsson. UM UPPRUNA, ALDUR OG ÞÝÐINGU GLÍMUNNAR Glíman, þjóðariþrótt íslend- inga, er grein af hinum mikla meiði fangbragða, þar sem tökum er tekið á klæðnaði, eða svo- nefndum fata-fangbröðum. En þau eru nefnd svo til aðgrein- ingar frá þeim fangbrögðum, sem einungis leyfa tök á ákveðn- um líkamshlutum, svo sem grísk- rómversk glíma. Fata-fangbrögð skiptast svo aftur eftir því, hvort um alíata- fangbrögð, þar sem tök eru leyíð alls staðar á fötunum, eða þar sem tökin eru bundin við eitt- hvað takmarkað svæði. Skiptast þau eftir því í stakktök, buxna- tök eða beltistök. Tökin í is- lenzku glímunni eru endurbætt buxnatök, þvi að glímubeltið kemur i stað glímubrókarinnar. Ólafur Davíðsson rekur sögu glímunnar í meginatriðum aftur til Víkingatímans í formála sín- um að „íslenzkar gátur, þulur og skemmtanir". Skipar hann henni andspænis hryggspennu. Sé það svo, hafa landnámsmennirnir flutt kjarna glímunnar með sér frá meginlandinu, en hún síðan þróazt áfram á sinn sérstaka hátt hér á landi. Slíkt er og senni- legt, því að Gotlund (Nordisk Kultur, Stokkhólmi 1933, 246, bls. 16) telur sig hafa fundið ýmsar leifar fata-fangbragða á Norðurlöndum, bæði buxnatök og kragatök (stakktök). Lappar iðka einnig skyld fangbrögð, en allar líkur benda til þess, að þau séu til þeirra komin frá hinum Norðurlandaþjóðunum. Jóhannes Scheffer bendir á þetta í bók sinni Zappór.ía þegar á 17. öld (Frankfurt) Það má því finna menjar um fata-fang- brögð allt frá Lapplandi til fs- lands. Þessi mikla útbreiðsla ein bendir á háan aldur, því að þjóð- legar íþróttir, sem þessar, flytjast ekki á milli nú til dags á sama hátt og þær alþjóðlegar íþróttir, sem iðkaðar eru og hæst ber nú. í Olpunum er svo annað svæði, sem svarar til norræna fang- bragðasvæðisins. Þar er frægast Schwingen Svisslendinga, en það er buxnaglíma, sem hefst með sömu tökum og sú íslenzka. í Austurríki eru tvö önnur af- brigði, Ringeln og Fusseln, hið fyrrnefnda er alfata-fangbrögð en hið síðarnefnda stakk-fangbrögð. Bæði eru þau þreytt við upp- skeruhátíðir og fara fram uppi á háfjöllum, oftast yfir 2000 m hæð og eru nátengd fornum helgisið- um. Að vísu eru engin fata-fang- Framh. á bls. 10 Hvers vepa eru BAKAIHAR fæða öllum mönnum? BANANAR innihalda mikið af alhliða auð- meltanlegri fæðu, sem fullnægir fljótt orku- þörf likamans og byggir upp mótstöðuafl gegn sjúkdómum. BANANAR innihalda A, B, C, G-fjörefni ávaxtasykur, steinefni og fjölda annarra nauð- synlegra næringarefna. Hvenær eru bananar beztir til neyzlu? Þegar komnir eru brúnir þroskablettir á gult hýðið. Ávöxturinn er þá tuiiþroskaður og beztur á bragðið og að nœringargildi Vr MJ0LNISH01TI 12 SÍMI' I 98 90

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.