Morgunblaðið - 25.08.1957, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 25.08.1957, Qupperneq 1
44. árgangur. 190. tbl. —■ Sunnudagur 25. ágúst 1957- Prentsmiðja Morgunblaðsin*- 50 Pólverjar leita hælis í Danmörku ffftRaðí Olíuskipið World Solondour sökk á föstudaginn skammt austur af Gibraltar. Hafð'i eldur logað í skipinu í fjóra daga. Sýnir myndin skipið er það stóð í björtu báli. Dönsk mótmœli gegn ungverskum dauðadómi KAUPMANNAHÖFN, 24. ágúst:^ Sterk öfl innan dönsku þjóðkirkj unnar bafa nú í undirbúningi mót mæli, sem þau vona að bjarga muni lífi ungverks prests, sem dæmdur hefur verið til dauða. Búizt er við, að málið verði tekið til íhugunar á næsta fundi danskra biskupa. Öflin, sem standa að mótmæl- unum, hafa fengið nákvæmar upplýsingar um prestinn, sem heitir Lajos Gulyas. Hann er í reformeruðu kirkjunni og var dæmdur til dauða 11. júní sl. á þeim forsendum, að hann hefði látið mjög til sín taka í Györ, meðan á þjóðaruppreisn Ung- verja stóð í fyrrahaust. Fimm aðrir Ungverjar fengu dauða- dóma fyrir sömu sakir. Bar ekkl vopn. Það er sannað mál, að Lajos Gulyas bar ekki vopn í uppreisn- inni. „Glæpur" hans er í því fólg. inn, að hann talaði gegn komm- únismanum. Fyrir það verður hann að borga með lífi sínu. Búizt er við, að danska kirkj- an snúi sér til norsku og sænsku kirkjunnar, þannig að ógnar- stjórn Kadars fái samtímis mótmæli allra þriggja Norður- landanna. Kóngar hittast ANKARA, 24. ágúst. — Feisal konungur í írak og Hussein kon- ungur í Jórdaníu, sem eru báðir í sumarleyfi í Tyrklandi, áttu með sér stuttan fund í gær á skemmtisnekkju Tyrklandsfor- seta í Bosporos. Þeir munu hitt- ast aftur innan skamms. Rússi lalar á fundi íhaldsmanna KENT, 24. ágúst. — f gær gerð- ist sá fáheyrði atburður í þorpi nokkru í Kent, að þriðji sendi- sveitarfulltrúi Rússa í Lundún- um, Semjenov, talaði á fundi ungra íhaldsmanna þar. Sagði hann frá lífinu í Rússlandi og æskuárum sínum og talaði í heila klukkustund. Síðan svaraði hann íyrirspurnum um ýmis mál, t.d. um Sýrland, Ungverjaland, afvopnunarmál o. fl. Þetta mun vera í fyrsta skipti, sem rúss- neskum embættismanni er leyft að taka til máls á stjórnmálafundi í erlendu ríki. Henderson í Ankara WASHINGTON, 24. ágúst. — Bandaríkin hafa sent Henderson aðstoðarutanríkisráðherra til landanna við austanverbMiðjarð- arhaf. Kemur hann til Ankara á morgun. Formælandi utanrík- isráðuneytisins sagði, að Hender- son mundi eiga viðræður við bandaríska sendiherrann og for- sætisráðherra Tyrklands, Men- deres. Hann mun sennilega ekki heimsækja Sýrland. För Hender- sons hafði verið ákveðin fyrir nokkru, en henni var flýtt vegna atburðanna i Sýrlandi. Hender- son er fyrrverandi sendiherra í Indlandi og fran og var áheyrn- arfulltrúi Bandaríkjanna á fundi Bagdad-bandalagsins í vor. Israelsmenn kæra Egypfa NEW YORK, 24. ágúst. — ísrael hefur kært það fyrir Öryggisráði S.Þ., að Egyptar hafa haldið norsku skipi, sem þeir stöðv- uðu í Súez-skurði, dögum saman. Skipið var á leið frá Filippseyj- um til ísraels. Fulltrúi ísraels sagði í bréfi sínu til ráðsins, að þetta væri nýtt dæmi um yfir- gang og óbilgirni Egypta í skipt- um sínum við ísraelsmenn. Fleiri Rússar lil Sýrlands AÞENU, 24. ágúst. — 27 Rússar, þeirra á meðal konur og börn, komu við á flugvellinum í Aþenu í morgun á leið sinni til Damask- us í Sýrlandi. Hollenzka flug- vélin, sem þeir ferðuðust með, kom frá Sofiu í Búlgaríu. Sam- kvæmt blaðafréttum var hér um að ræða rússneska tæknisérfræð- inga, sem eiga að vinna í Sýr- landi. — Reuter. Rússar keppa við Brefa LONDON, 24. ágúst. — Þessa dagana stendur yfir frjálsíþrótta keppni milli Rússa og Breta í London. í dag stóðu leikar þann- ig, að í greinum karla höfðu Rúss ar 58 stig, en Bretar 48; í kvenna greinum höfðu Rússar 37 stig, en Bretar 25 stig. KAUPMANNAHÖFN, 24. ágúst.< — Fimmtíu pólskir ferðamenn á pólska skemmtiferðaskipinu „Batory“ hafa leitað hælis í Dan- mörku sem pólitískir flóttamenn. Skipið sigldi á fimmtudag, en ekki var þá fullkunngt um tölu flóttafólksins. Flestir flótta- mannanna gáfu sig ekki fram við lögregluna, fyrr en skipið var farið, vegna orðróms um, að þeir kynnu að verða sendir aftur um borð í skipið. Nú hefur lögregl- an tilkynnt, að þeir séu 50. Búizt er við, að flestir Pól- verjanna muni síðar meir reyna að flytjazt til Kanada eða Banda ríkjanna. Á mánudaginn á „Ba- tory“, sem er 14.287 tonn, að sigla frá Póllandi til Montreal í Kanada. „Baltika" fær skrúfu LONDON, 24. ágúst. — Rúss- neska farþegaskipið „Baltika“, sem áður hét „Molotov", fékk í gær nýja skrúfu úr sérstakri nýrri blöndu í Lundúnum. Skips- skrúfur úr þessari málmblöndu tærast síður og þykja hafa reynzt mjög vel. Skipið er i ferðum milli Leningrad, Kaupmannahafnar og Lundúna. Flugslys í Alsír ALGEIRSBORG, 24. ágúst: . Frönsk herflugvél fórst í dag 20 kílómetra frá Teniet el Haab ná- lægt Algeirsborg: Áhöfnin, sem var 2 menn, fórst. Stjórnin í Singapore sýnir vinstri öflunum hörku Rússnesk vopn til Afganistans KABUL, Afganistan, 24. ágúst. — Rússar hafa veitt Afganistan- búum 60 milljón dollara lán til kaupa á rússneskum herbúnaði, samkvæmt áreiðanlegum heimild um. Nokkur hluti af þeim orr- ustuþotum, brynvÖgnum og þungavopnum, sem Afganistan hefur pantað, er þegar kominn til landsins. Lánið á að greiðast á mörgum árum með hráefnum, i samræmi við samning, sem gerð- ur var snemma á þessu ári. Með rússneska láninu mun her- styrkur Afganistans geta orðið jafnöflugur og herir frans og Pakistans, en þeir eru búnir bandariskum vopnum. Holland og Svíþjóð deila um slúlkubarn HAAG, 24. ágúst. — Alþjóða- dómstóllinn í Haag hefur ákveðið að taka fyrir mál, sem Hollend- ingar hafa höfðað gegn Svíum vegna 12 ára gamallar hollenzk- ar stúlku, sem nú dvelst í Sví- þjóð. Stúlkan, sem heitir Elizabeth Boll, er dóttir 54 ára gamals Hollendings, Hans Boll, en er nú hjá móðurforeldrum sínum í Svfþjóð, Lindwall-ihjónunum í Norrköping. Eftir að hin sænska móðir stúlkunnar lézt, ákváðu sænsk stjórnarvöld, að móðurforeldrarn ir skyldu vera lögráðendur henn- ar, en hollenzk yfirvöld álíta það vera í mótsögn við alþjóða- samþykktina um fjárhaldsmál frá 1902. SINGAPORE, 24. ágúst. — For- sætisráðherrann í Singapore, Lin Yu Hok, ræddi ástandið í Singa- pore eftir að 35 verkalýðsleiðtog- ar og foringjar róttækra flokka, sem sakaðir voru um kommún- ískan undirróður, voru handtekn ir. Hann sagði, að ríkisstjórnin væri reiðubúin að reka alla er- Ienda undirróðursmenn úr landi og halda pólitískúm föngum und- ir lás og slá eins lengi og þörf krefði. Ráðherrann sagði, að hver sem bæði um farmiða til Kína, en héti að koma ekki aftur, mundi fá hann. Kirkjuráð mótmœla gerrœði í Ghana LONDON, 24. ágúst. — Kirku- legir leiðtogar og ættarhöfðingj- ar í Ghana hafa mótmælt brott- rekstri tveggja leiðtoga Múham- edstrúarmanna úr landinu. Hélt stjórnin því fram, þegar hún fyr irskipaði brottreksturinn í síð- asta mánuði, að dvöl þeirra í landinu væri ekki til almennings heilla. Mennirnir mótmæltu þessu fyrir dúmstóli og bentu á, að ekki væri hægt að reka borg- ara landsins burt á slíkum for- sendum. En í gær samþykkti þing ið í Ghana með 61 atkvæði gegn 27, lög, sem heimiluðu brott- rekstur þeirra og bönnuðu þeim áfrýjun. Þeir hafa nú farið til Nígeriu. Kirkjuráðið í Ghana og tvö ráð 100 ættarhöfðingja hafa skorað á forsætisráðherrann, dr. Nukr- uma, að ógilda þessi lög og taka aftur boð sitt um brottflutning tvímenninganna. Fyrir skömmu hóf Stokkhólms-lögreglan allsherjarleit að morð- ingja sem gekk laus í skógunum fyrir norðan borgina. 400 lögreglumenn tóku þátt í leitinni og notuðu þeir fjölda blóð- hunda. Morðinginn fannst loks og hafði hann sjálfur stytt sér aldur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.