Morgunblaðið - 25.08.1957, Síða 2

Morgunblaðið - 25.08.1957, Síða 2
2 MOTtOVJKTtl Afílf) Sunnudagur 25. ágöst 1957 *. Náið samstarf NATO-ríkjanna á efnahags- og félagsmálasviði h myndi efla varnamátt þeirra Er Keldnoskáli irá jóðveldisöld? HÉR Á LANDI hefur dvalizt að undanförnu fulltrúi samtaka um eflingu samstarfs NATO-þjóð- anna á sviði stjórnmála, efna- hagsmála og félagsmála. Maður þessi nefnist Walden Moore og kemur frá Bandaríkjunum. Hef- ur hann rætt við ýmsa mikils- metna forustumenn hér á landi um eflingu þeirra hugsjóna, sem eru grundvöllur Atlantshafs- bandalagsins. Héðan ætlaði hann að halda för sinni áfram til Evrópu og beita sér m.a. fyrir þátttöku Luxemborgar, Portgais, Grikklands og Tyrklands í um- ræddum samtökum. Þegt fréttamaður Mbl. átti stutt samtal við Walden Moore á Hótel Borg í gær greindi hann svo frá: — Samtök þau sem ég starfa fyrir voru stofnuð í október 1954 með því að 30 nafnkunrtir banda- rískir forustumenn undirrituðu yfirlýsingu um að þeir vildu stefna að aukinni samvinnu þátttökuríkja Atlantshafsbanda- lagsins á sviði stjórnmála, efna- hags og félagsmála. Síðan hefur hugmynd þessi breiðzt út og henni vaxið fylgi í flestum þátt- tökuríkjunum. Nú þegar hafa stjórnmálalegir og aðrir andlegir forystumenn í 11 þátttökuríkj- um undirritað samstarfsyfirlýs- inguna. — Eru fslendingar orðnir þátt takendur í samtökunum? — Já, þeir gerðust það sl. vet- ur Alexander Jóhannesson próf- essor hefur beitt sér fyrir mál- inu á íslandi og fengið í lið með sér þá Bjarna Bendiktsson rit- stjóra, Jóhann Hafstein banka- stjóra, Gylfa Þ. Gíslason mennta- málaráðherra, Harald Guðmunds son sendiherra og Hauk Snorra- son ritstjóra. Hef ég í heimsókn minni hingað rætt við þessa menn um ýmís málefni Atlantshafs- bandalagsins. — Með hvaða ráðum hyggjast samtökin einkum vinna að auk- inni samvinnu? — Ég vildi minna á, að þessi samtök áttu mikinn þátt í að farið var að halda þingmannaráð stefnur Atlantshafsbandalagsins. Sú fyrsta var haldin 1954, en önnur I nóvember sl., og mættu þar tveir íslenzkir fulltrúar þeir Jóhann Hafstein og Benedikt Gröndal. Næsta þingmannaráð- stefna verður haldin í nóvember næstkomandi. Þá vildi ég nefna eitt helzta áhugamál samtakanna nú, en það er að efna til ráðstefnu forsæt- isráðherra allra þátttökuríkjanna á 10 ára afmæli Atlantshafs- bandalagsins í apríl 1959. Samtök in hafa ritað bréf um þetta til ríkisstjórna allra þátttökuríkj- anna og nú þegar hefur t.d. hinn nýi forsætisráðherra Kanada, John Diefenbaker, lýst sig mjög hlynntan þeirri hugmynd. Þetta gæti orðið þýðingarmikið fyrir framtíðar-samstarf NATO-ríkj- anna og stuðlað að raunhæfri samvinnu á ýmsum sviðum. — Finnst yður nú stefna í átt- ina til aukins samstarfs NATO á stjórnmála og efnahagssvið- inu? — Jú, og það hlýtur að gera það. Það er nauðsynleg þróun til að efla mátt Atlantshafsbanda- lagsins og auka öryggi hinna einstöku þjóða í því. Eitt stigið 1 þessari þróun var álit hinna vísu þremenninga, Langes, Mart- inos og Pearsons, sem hvöttu ein- dregið til aukins samstarfs víðar en á hermálasviðinu. — Hvað segið þér um þá túlkun sem heyxzt hefur á áliti þremenninganna, að efnahagssam starfið sé nú orðið mikilvægara en landvarnarsamstarfið í NATO? — Það get ég að sjálfsögðu ekki fallizt á, enda er ekki hægt réttilega að túlka álitið þannig. 3500 ára gamlar memiingarleifar BAGDAD, 24. ágúst. Danskur leiðangur í írak hefur fundið leif ar menningar, sem talin er hafa verið í blóma um 1500 árum fyrir Krist. Var þjóð þessi þekkt und- ir nafninu Harrats eða Harrians. Mikilvægustu fornleifafundirnir eru hof og rúmar hundrað leir- töflur þaktar myndletri, sem gef- ur til kynna þjóðfélagshætti á þeim tíma. Landvarnarsamstarfið er að sjálf sögðu meginkjarni Atlantshafs- bandalagsins og bentu þremenn- ingarnir m.a. á það að einn meg- intilgangurinn með auknu sam- starfi á öðrum sviðum væri að efla varnarmátt NATO. Þannig var skoðun Walden Moores, og hann bætti við: — Samstarf NATO-þjóðanna í efnahags- og félagsmálum getur þó fengið víðtækari þýðingu í framtíðinni. Það kæmi t.d. fram ef þær vonir rættust, sem ég sé því miður ekki líkur á sem stendur, að samkomulag næðist milli austurs og vesturs um af- vopnun. Ef svo yrði, mætti hugsa sér að Atlantshafsbandalagið starfaði áfram og þá aðallega sem samtök á sviði stjórnmála, efna- hags og félagsmála. Þjóðirnar sem í því starfa eiga svo margt sameiginlegt, menningu og þjóð- skipulag. Atburðir sem gerast í einu landi geta haft víðtæk á- hrif í öllum hinum. Á þessu er vaxandi skilningur og þá um leið á því, að vandamálin yrðu ætíð • auðleystari með sameigin- legu átaki. Olíusamningur í íran TEHERAN, 24. ágúst. — Öldunga deild persneska þingsins sam- þyklcti í dag samninginn milli hins þjóðnýtta ítalska olíufélags og ríkisolíufélagsins í fran. Sam- kvæmt samningnum, sem nú verð ur að fá samþykki konungs (shah), munu olíufélögin vinna olíuna saman i nýju félagi „SIRIP“ og skipta með sér á- góðanum, eftir að þau hafa greitt íransstjórn 50% af honum. — Reuter. EG HEF verið að lesa fslands- sögu dr. Jóns Jóhannessonar, Þjóðveldisöldin, er ég fékk rétt fyrir jól 1956. Er það mikið og merkilegt rit, enda var prófessor- inn einhver kunnugasti maður í fornsögu vorri. Rit þetta geym- ir margan fróðleik írá þessu tíma bili, og af vísindarannsókn fræði- mannsins er þar ýmsu hnekkt, sem kunnir fræðimenn hafa hald- ið fram fyrr. Vísindarit þetta geta allir notfært sér á bezta hátt, sem sögunum unna, svo vel er það ritað frá höfundarins hendi. Það er ritað af einurð vís- indamannsins, þó af sérstakri góðvild til manna og málefnis, eftir því sem tilefni standa til, — er það lofsvert. Hafði ég mikla ánægju af að lesa bók þessa. — Færi eg hinum mikilsvirta höf- undi sérstakar þakkir fyrir það og þann mikilsverða skerf, sem hann á sjálfstætt í riti þessu. Þó er þar eitt atriði, sem gaf þar átyllu til, að ég stakk niður penna, af því ég gat ekki sætt mig við að það yrði tekin sem jákvæð fullyrðing, án mótmæla, því að miklar líkur benda og á, að fái heldur ekki staðizt. Því hafði eg þessa fyrirsögn. I sögunni bl. 401 segir: „Eng- in hús eru til á Islandi frá þjóð- veldisöld". Þetta er fullyrðing, máske of mikil, sem ekki er hægt að sanna, og kanske heldur ekki hægt að fortaka. En rétt er þó að láta eftirfarandi tala sínu máli um þetta, svo það komi fram, sem óefað er til stuðnings frek- ar enn hitt, um að Keldnaskál- inn sé frá þjóðveldisöld. Keldnaskálinn er talinn elzta hús landsins og form hans og stíll haldizt svipað frá fyrstu gerð og þá tekin til Sturlungaöld, máske fyrir 1200? Fræðimenn telja suma viði Keldnaskálans æva gamla, þótt það máske ekki verði rökstutt frekar. Jón Loftsson, hinn kunni bændahöfðingi, býr hér 10—20 síðustu ár ævi sinnar og hér deyr hann 1197. A þessum árum bygg- ir hann kirkju á Keldum og reis- ir klausturhús, sem hann ætlaði að ganga í, en entist ekki aldur til að láta vígja það. Sæmundur í Odda, sonur Jóns, fékk Pál biskup í Skálholti (1195—1211), bróður sinn, til að vígja bæði klaustur og kirkju, svo hélt Sæ- mundur hvorutveggju við um sína daga (d. 1222). En hann átti Keldur og hafði yfirumsjón með búi Keldna-Valgerðar, frillu sinn ar, sem var hið mesta rausnarbú. Hér í uppblástursrofi Keldnatúns fannst signet, sem að líkindum hefur átt einhver Sveinn Pálsson, príor, bendir það til klausturs- lifnaðar hér. Annars er ekkert kunnugt um þetta klaustur og hefur það lagzt af með dauða Sæmundar. Nú er það svo, að sumir af þeim, sem um þetta hafa fjallað, telja að klausturhús Jóns Loftssonar hafi einmitt verið reist þar sem núverandi skáli er, og sé með svipuðum stíl og formi og frá fyrstu gerð. Vitanlegt þó, að margoft er búið að gera við skálann á þessum mörgu öldum, eins og gefur að skilja. Eftir dauða Sæmundar, hætti Keldna-Valgerður búskap hér og við tók 1223, Hálfdán, sonur Sæ- mundar og býr hér til þess hann deyr 1265. Óstaðfest munnmæli herma, að skálinn hafi verið helmingi lengri en nú, sem sé náð austur fyrir allar skemmur. Bræður tveir, ónefndir þó, hafi skipt honum á milli sín, sem erfðahlut sinum. Fór annar að búa á Eyvindar- múla í Fljótshlíð og fór með við- ina að sínum hluta skálans þang- að. Sögn þessi er rétt að því leyti, ef á við bræður þessa, að Hálfdán á Keldum býr hér, en bróðir hans Andrés í Eyvindarmúla, meira er ekki hægt að staðfesta um sögn þessa, má vera að hún sé þó sönn. Jarðgöng voru eigi óalgeng í fornöld og eins á Sturlungaöld, er allt logaði í ófriði. Hér fund- ust jarðgöng 1932, sem hafa náð úr lækjarbrekkunni og inn í skál ann. Óvíða — ef nokkurs staðar — hefur verið jafnhentugt að grafa jarðgöng og hér, né betur undankomu auðið ef með þurfti. Þau náðu úr skálanum niður í lækjarbrekkuna, svo ruðningur- inn úr þeim var afar handhægur, lækurinn tók við honum, vegs- ummerki því engin hið ytra, og dyrnar ekki auðfundnar, máske í skógarbrekku? Hafi jarðgöngin verið gerð til öryggis af ófriðarhættu, sem eðli- legast er að álykta, er þó ekki ástæða að ætla þau yngri en frá Sturlungaöld, og er þá helzt nefnt til nafn Hálfdánar á Keldum, að hann hafi þau gera látið. Frið- samur var hann að vísu sjálfur, en hann átti fyrirferðarmikla mága, Kolbein unga Arnórsson, sem krafði hann liðveizlu með allan sinn afla í herferð mikla. En Hálfdán neitaði þótt Kolbeinn sýndi honum banatilræði, sem þó Hálfdán fékk afstýrt af sínum miklu kröftum. Gisti Kolbeinn þá á Keldum með hundrað manna flokk. Setti húsbóndann (það er Hálfdán) í stofufangelsi, ásamt fleiri heirftamönnum, og rændi er hann fór burt, vopnum öllum og hestum mörgum. Þórður Sighvatsson kakali, mágur Hálfdánar, kvaddi hann til liðveizlu tvisvar eða máske oftar, er Þórður var að fá upp- reisn og ná ríki því er Sighvat- ur faðir hans átti nyrðra, og að hefna föður og bræðra þeirra Steinvarar, konu Hálfdánar, er féllu í örygsstaðabardaga 1238, en Hálfdán hummaði £tf sér alla liðveizlu við Þórð. Þá má vel vera — og liggur beinast við að halda —■ að Hálfdán hafi látið gera leynigöng þessi fyrir öryggis sak- ir við aðrar slíkar heimsóknir. Getið hefur þess verið til, að jarðgöngin hafi verið gerð vegna vatnsburðar. En það hefur yfir- leitt engan byr fengið, og fáir talið það trúanlegt. Stutt er í vatn, vatnið frýs aldrei, hér er snjólétt, svo sízt er ástæða að gera þau vatnsburðar vegna í bse aðeins en fjós hefur sjálfsagt ætíð verið langt frá bæ, sem það er nú. —. Þessar stiklur sem hér hefur verið stiklað á, eru allar frá þjóð- veldisöld, og þeim öllum verður að hnekkja fyrst, áður en Keldna skálinn er afsagður frá þeim tíma. Guðmundur Skúlason. Veiða má 600 hreindýr í sumar í LÖGBIRTINGI, sem út kom í gær, er tilk. frá menntamálaráðu- neytinu, þar sem gefið er út leyfl til þess að fella alls 600 hreindýr, á þessu sumri, en hreindýraveið- ar eru leyfðar í Múlasýslum á tímabilinu 17. ágúst til 20. sept, Flest dýr má veiða í Fljótsdals- hreppi 150, í Jökuldalshreppi 130, Fellahreppi 80, og Tunguhreppi 70. Hreindýraveiðarnar skulu fram fara undir eftirliti hreindýra- eftirlitsmanns. Hann skal gæta þess vandlega að eigi séu veidd hreindýr á þeim slóðum, sem dýrin eru að nema ný lönd. Kynna sér lestrar- kennslu í Svíþjóð FYRIRHUGAÐ er að sex kennar- ar frá barnaskólum hér í Reykja- vík fari utan, til Svíþjóðar, til að kynna sér þar byrjunar- kennslu í lestri. Hefur bæjarráð samþykkt að veita 11.000 kr. styrk til þessa gegn jafnháu fram lagi úr ríkissjóði. í þessum stellingum sat bandariski herlæknirinn David G. Simons í 32 tírna, þegar hann fór í loftbelg nær 40 kílómetra upp í gufuhvolfið, hærra en nokkur annar maður hefur nokk- urn tíma komizt. Hefur hann unnið einstætt afrek og mikið brautryðjandastarf með þessu. Þegar niður kom, kvað hann sér minnisstæðust einmanakenndin, sem kom yfir hann uppi í háloftunum. Ilún hefði gert út af við mig, ef ég hefði ekki verið í sambandi við jörðina, sagði hann. > v

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.