Morgunblaðið - 25.08.1957, Page 6
6
MORGVNBLAÐÍÐ
Sunnudagur 25. ágúst 1957
Norðlendingar fagna hjörg-
unarskútunni Albert
Hátiðleg móttaka á Akureyri
Akureyri, 23. ágúst.
í GÆRKVÖLDI var mikið um dýrðir hér á Akureyri. — Albert,
björgunarskúta Norðurlands lagðist hér að Torfunessbryggjunni í
fyrsta sinn. Laust fyrir kl. 5,30 hafði mikill mannfjöldi safnazt sam-
an niðri við höfnina, sem var fánum prýdd. Lúðrasveit Akureyrar
lék er Albert lagðist að bryggju fánum skreyttur stafna á milli
klukkan 5,30. —
Frk. Sesselja Eldjárn, formað-
ur slysavarnadeildar kvenna hér
á Akureyri, flutti ávarp og bauð
hið kærkomna skip velkomið, enn
fremur forstjóra Landhelgisgæzl-
unnar, Pétur Sigurðsson; skip-
stjóra og skipshöfn og aðra þá
gesti er með skipinu voru. Bað
hún Albert, hinu langþráða óska-
barni Norðlendinga farsældar og
blessunar um ókomin ár og
kvaðst eiga því þá ósk heitasta,
að með stjórnendum þess mætti
sá standa við stýrið er eitt sinn
hefði lægt bæði sjó og vind. —
Þakkaði hún loks öllum, jafnt
lífs og liðnum, er veitt hefðu
þessu mikilvæga slysavarnamáli
stuðning.
Þessu næst söng kór slysa-
varnakvenna undir stjórn Jakobs
Tryggvasonar, ljóð er ort hafði
verið í tilefni þessarar hátíðar.
Pétur Sigurðsson sjóliðsforihgi
ávarpaði mannfjöldann úr lyft-
ingu skipsins og þakkaði hlýjar
móttökur svo og öllum þeim er
lagt hefðu fram mikið og óeigin-
gjarnt starf til þess að draumur-
inn um þetta góða skip mætti
verða að veruleika. Að síðustu
lék lúðrasveitin á ný.
Björgunarskútan Albert hafði
í gær komið frá Sigiufirði en þar
tók það fyrstu höfn á Norður-
landi. Var það vígt þar af séra
Sigurði Stefánssyni, prófasti
Eyjafjarðarprófastsdæmis. Síðan
hélt skipið til Ólafsfjarðar, Dal-
víkur og Hríseyjar og var því
Pétur Sigurðsson forstjóri
Landhclgisgæzlunnar ávarp-
ar Akureyringa úr lyftingu
skipsins. Við hlið hans eru
Júlíus Havsteen og Guðbj.
Ólafsson.
Lífeyrissjóðsréttindi farmanna í þjón-
ustu Hf. Eimskipafélags Islands
1 SAMBANDI við farmannadeil-
una, var oft minnzt á lífeyris-
sjóðsréttindi farmanna, og á sum-
um blöðum mátti skilja, að Eim-
skipafélag Islands væri eina fyr-
irtækið, sem ekki veitti starfs-
mönnum sínum lífeyrissjóðsrétt-
indi á borð við þau, sem S.Í.S. og
Skipaútgerð ríkisins veitti sínum
starfsmönnum, og jafnvel að fé-
lagið tefði lausn deilunnar með
því að neita að láta farmenn
njóta slíkra réttinda. „Þjóðvilj-
inn“ komst t. d. þannig að orði
í blaðinu 2. ágúst, þegar skýrt
var frá lausn farmannadeilunnar,
og feitletrar blaðið setninguna:
„Verður Eimskip því að koma
upp sambærilegum lífeyrissjóði
fyrir sína starfsmenn" o. s. frv.
Er þannig beinlínis gefið í skyn
að Eimskipafélagið hafi engan
lífeyrissjóð handa starfsmönnum
sínum. Þetta er fjarri sanni, með
því að einmitt Eimskipafélag ís-
lands mun fyrst allra hérlendra
fyrirtækja hafa komið upp líf-
eyrissjóði fyrir starfsmenn sína,
ekkjur þeirra og börn. Á Aðal-
fundi félagsins árið 1917, var
stofnaður eftirlaunasjóður með
framlagi frá félaginu og á þeim
40 árum, sem liðin eru frá stofn-
un sjóðsins hefur félagið lagt
fram samtals 11 millj. 530 þús.
kr. í sjóðinn, síðustu 5 árin 1
millj. 200 þús. kr. á ári, en starfs-
menn félagsins hafa hins vegar
ekki lagt neitt í sjóðinn af laun-
um sínum. Hafa tryggingafróðir
menn reiknað það út, að þessi
hlunnindi svari til um 6% launa-
uppbótar.
Árið 1933 var fyrst byrjað að
greiða eftirlaun úr sjóðnum, og
sá starfsmaður, sem þá lét af
störfum vegna aldurs, er enn á
lífi, og hefir því notið eftirlauna
úr eftirlaunasjóði félagsins í 24
ár. Til ársloka 1956 hefur alls
verið greitt í eftirlaun til aldr-
aðra starfsmanna, ekkna þeirra
og barna 6 millj. 428 þúsund kr.
Eftirlaunin hafa verið greidd 18
starfsmönnum af skipum félags-
ins, 16 ekkjum skipsmanna, en
af starfsmönnum í landi hafa 7
menn notið eftirlauna er þeir létu
af störfum og 5 ekkjur starfs-
manna í landi hafa fengið eftir-
laun eftir' lát eiginmanna sinna.
Þá hafa og ekkjur starfsmanna
fengið framfærslustyrki fyrir 21
barn innan 16 ára, sem þær höfðu
á framfæri sínu. Samtals hafa
þannig 67 manns notið eftirlauna
úr sjóðnum á þessu tímabili.
Það hlýtur því að stafa af
ókunnugleika aðila um starfsemi
Eftirlaunasjóðsins, þegar gefið er
í skyn, að lífeyrissjóðsréttindi
starfsmanna á skipum Eimskipa-
félagsins séu lakari en hjá öðr-
um fyrirtækjum eða jafnvel eng-
in, svo sem skilja má af grein
„Þjóðviljans“. Hingað til hafa
það a. m. k. varla verið talin
lakari kjör, að þurfa ekki að
greiða neitt af launum sínum til
þess að tryggja sér eftirlaun,
heldur fá þau greidd án þess að
leggja neitt af mörkum til þess
að njóta þeirra réttinda. Má ætla
að það sem m.a. muni hafa vakað
fyrir farmönnum, er þeir fóru
fram á að fá að greiða af laun-
um sínum til Eftirlaunasjóðs fé-
lagsins, hafi verið, að þeir fengju
þá jafnframt rétt til bygginga-
lána úr sjóðnum, en þetta er al-
veg óskylt mál sjálfum lífeyris-
sjóðsréttindunum.
(Frá H.f. Eimskipafélagi íslands
20/8—57).
Milljón ára fílar
PRAG, 24. ágúst. — Tékkneskir
vísindamenn hafa fundið leifar
af risafílum, sem eru taldir hafa
farizt fyrir um milljón árum.
Hafa m.a. fundizt skögultennur,
sem eru nær fjórir metrar á
lengd, og jaxlar sem eru á stærð
við múrsteina.
alls staðar fagnað af miklum
mannfjölda.
í gærkvöldi efndi slysavarna-
deild kvenna og sjómannadags-
ráð til hátíðahalda í heimavistar-
húsi Menntaskólans hér í bænum.
Var þar mikill fjöldi fólks sam-
ankominn, m. a. margir fulltrúar
hinna ýmsu slysavarnadeilda við
Eyjafjörð. Guðmundur Guð-
mundsson, forstjóri Útgerðarfé-
lags Akureyringa, setti hófið og
bauð gesti velkomna. í hófinu
voru haldnar margar ræður:
Þorsteinn Stefánsson hafnarvörð-
ur, afhenti skipinu af hálfu sjó-
mannadagsráðs, 500 kr. peninga-
gjöf er verja skyldi- til vísis að
bókasafni um borð í skipinu, enn
fremur afhenti hann litmynd af
Akureyri. Jón Jónsson skipherra
veitti gjöfunum móttöku og þakk
aði. Þá töluðu Steindór Hjalta-
lín formaður björgunarskúturáðs,!
Edda Eiríksdóttir fulltrúi slysa-j
varnakvenna í Hrafnagilshreppi
og Guðbjartur Ólafsson forseti
Slysavarnafélags íslands. Þessu
næst söng kór slysavarnadeild-
arinnar nokkur lög undir stjórn
Jakobs Tryggvasonar, frú Mar-
grét Eiríksdóttir annaðist undir-
leik. Frk. Sesselja Eldjárn af-
henti skipherra peningaupphæð
er safnazt hafði í Glerárþorpi og
óskaði eftir að henni væri einnig
varið til bókasafns skipsins. Þá
afhenti hún einnig innrammað
og skrautritað kvæði það er
kvennakórinn söng #við komu
skipsins. Ennfremur las hún
heillaskeyti sem borizt höfðu í til
efni hátíðarinnar. Þá flutti Pétur
Sigurðsson sjóliðsforingi ræðu,
Þorsteinn Stefánsson hafnarvörður (t. h.) afhendir Jóni Jóns-
syni skipherra peningagjöf til bókasafns ásamt mynd af Akur-
eyri. Var gjöfin afhent í fjölmennu hófi, er haldið var í tilefni
komu skipsins.
síðan séra Sigurður Stefánsson,
Jón Stefánsson bóndi á Hallgils-
stöðum og Júlíus Havsteen fyrrv.
sýslumaður, þá Sesselja Eldjárn,
síðan Egill Júlíusson útgerðar-
maður á Dalvík og.loks Þórarinn
Björnsson skólameistari.
Hrópuð voru mörg húrrahróp,
bæði fyrir skipinu, skipshöfninni,
Slysavarnafélagi íslands og kon-
um, eftir að sungið hafði verið
Fósturlandsins freyja, og körlum,
eftir að sungið hafði verið Táp
og fjör og frískir menn. Þá var
hrópað tólffalt húrra fyrir frk.
Sesselju Eldjárn, en hún hefur
lengst af staðið í broddi fylking-
ar þessa björgunarskútumáls. Þá
var hrópað húrra fyrir íslenzku
sjómannastéttinni, ennfremur
var flutt kveðja frá forseta ís-
lands, Ásgeiri Ásgeirssyni, og því
næst sungið fsland ögrum skorið
og hrópað ferfalt húrra fyrir
fósturjörðinni. Almennur söngur
var milli ræðuhalda.
Lauk þessu skemmtilega hófi
undir miðnætti og þótti í einu og
öllu hafa myndarlega og vel tek-
izt.
í dag kl. 10.30 fór björgunar-
skipið héðan áleiðis til ýmissa
hafna í Þingeyjarsýslu, þar sem
því verður fagnað og það skoðað.
Ýmsum gestum frá Akureyri var
boðið að sigla með skipinu i dag
og stigu þeir flestir á land á Sval-
barðseyri og héldu þaðan með
bílum til Akureyrar. Allir ljúka
upp einum munni um, að skipið
sé hið vandaðasta að öllum frá-
gangi og taka undir það sann-
mæli, að það sé óskabarn Norð-
lendinga. —vig.
sbrifar ur
daglega lífinu
Viðeyjarferð
VELVAKANDA hefur borizt
eftirfarandi bréf:
„Ég hef ávallt álitið það mikla
og góða fyrirgreiðslu, sem fólgin
er í starfsemi ferðaskrifstofanna.
Þessi fyrirgreiðsla gerir mörgum
kleift að sjá merka og fagra staði
um land allt. Að vísu er ekki
alltaf heiglum hent að taka þátt
í þessum ferðum, þegár gengið
er á fjöll og jökla. En það eru
líka margir staðir, sem næstum
því hver og einn getur tekið þátt
í að heimsækja og skoða, þar á
meðal má nefna Viðey, sem mik-
ið hefur verið sýnd í sumar.
Ég hef lengi haft áhuga á að
koma á þetta söguríka og merka
höfuðból. Sunnudaginn 11. ágúst
sl. fór ég því niður á Ferðaskrif-
stofu ríkisins og keypti mér far-
miða út í Viðey. Afgreiðslustúlk-
an á skrifstofunni upplýsti, að
farið yrði kl. 2.30 e. h. og með
bátnum yrði leiðsögumaður, sem
segði farþegum sögu staðarins og
sýndi þar mannvirki öll. Þegar
út í bátinn kom, var þegar svo
margt fólk um borð, að vart varð
stigið niður fæti. Hafði skipstjór-
inn orð á því, að búið væri
að selja miklu fleiri farmiða en
handa þeim fjölda, sem leyfilegt
væri að-flytja í einni ferð. Var
þó látið við svo búið standa. —
Ekki var neinn sýnilegur um
borð, sem líklegur væri til að
vera leiðsögumaður, enda gaf
enginn sig fram. Lent var við
austurenda eyjarinnar og varð
fólkið, ungir sem gamlir, að
klifra upp snarbratta kletta frá
bátnum. Sennilega er engin land-
göngubrú á eynni.
Það var löng leið að ganga
vestur að höfuðbólinu. Þegar á
staðinn kom, var enn engan leið-
sögumann að sjá, eins og maður
hafði þó gert sér vonir um, er
maður hafði gefið upp vonina
um, að hann væri með bátnum.
Fólkið ranglaði um staðinn leið-
sögulaust og gat engar upplýs-
ingar fengið. Spjald gaf þó til
kynna, að bannað væri að ganga
á grasinu. En í Viðey eru allar
götur grónar, ekki er einu sinni
sjáanleg kúagata, og tröðin heim
að húsinu er grasi gróin. Þetta
spjald var einasti votturinn um
það, að búizt væri við ferða-
mönnum út í Viðey. Nokkrir
gestanna spurðu heinfamenn,
hvort þeir mættu ganga í húsið
og skoða það, og var þeim svarað
neitandi. Aðrir gerðust þá svc
djarfir að leggjast á glugga, ef
þeim gæti með því móti tekizt að
sjá, þótt ekki væri nema einn
vegg eða þilju af elzta húsi lands
ins, sem Skúli fógeti hafði látið
reisa af sínum mikla stórhug. og
athafnasemi. Enn aðrir voru svo
háttvísir að spyrja, hvort þeir
mættu líta inn um gluggana, og
var svar húsráðanda: „Ef þið
getið fundið ykkur í því“, og var
það ekki neitt sérlega hvetjandi
eða uppörvandi svar, enda hefur
heimafólki sennilega ekki borið
nein skylda trl að greiða fyrir
ferðafólki. Að svo búnu fór fólk-
ið að tínast burt af staðnum, von-
svikið og litlu fróðara en þegar
það kom þangað.
Fannst mörgum, að í þessu til-
felli hefði fjárgræðgi Ferðaskrif-
stofunnar verið meiri en áhuginn
á að fræða ferðafólkið um
þennan söguríka stað. Einnig
mun þjóðarmetnaður margra
hafa verið djúpt særður yfir að
sjá þennan niðurnídda sögustað,
sem er nú þannig útleikinn, að
hann er alls ekki sýningarhæfur.
Fæ ég ekki skilið, hvernig á
því stendur, að þessi staður skuli
vera einstaklingseign. Þennan
fræga stað á enginn að eiga nema
ríkið, og það á að viðhalda hon-
um þannig, að þjóðin þurfi ekki
að skammast sín fyrir hann. Það
þarf að gera staðinn þannig út-
lítandi, að hægt sé að sýna hann
jafnt erlendum sem innlendum
gestum kinnroðalaust.
Farþegi".
FERÐASKRIFSTOFA ríkisins
hefur sannarlega leikið Við-
eyjarfarana grátt. Velvakandi
þekkir ekki til aðstæðna í Við-
eyjarstofu og veit því ekki, hvort
hún er enn með gömlu sniði inn-
andyra og hvort hægt er að sýna
hana hópum manna, án þess að
óþægindi séu að fyrir heimafólk.
Hann hefur þó samúð með far-
þega, því að þeir, sem eiga heima
á sögustöðum, hafa óneitanlega
skyldur gagnvart almenningi og
þurfa að gera sitt til, að menn
geti þar gengið á vit sögunnar —
skoðað sig um og rifjað upp í
friði liðna tíma.
Hitt er svo annað mál, að það
nær ekki nokkurri átt að leggj-
ast á glugga, þó að menn fái ekki
að ganga um hús, sem þá langar
til að skoða — jafnvel þó að þeir
séu í Viðey og í vondu skapi!
Og að lokum nokkur orð urn
niðurlag bréfsins. Velvakandi er
ekki á sama máli og bréfritari
um það, að merkir sögustaðir
eigi almennt ekki að vera í ein-
staklingseign. Um Viðey sérstak-
lega vill hann segja þetta: Hvað
er á móti því, að búið sé í Við-
eyjarstofu, ef því verður við
komið, án þess að stórbreytingar
séu á henni gerðar. Ef ekki er
unnt að halda húsinu í gamla
horfinu eða eigandinn treystir
sér ekki til þess, er kominn tími
til að aðrir láti málið til sín taka.
Hið opinbera hefur tekið að sér
að halda við nokkrum fornum
byggingum, og til greina kæmi
að húsin í Viðey bættust þar við.
En heldur er leiðinlegt til þess að
vita, að alltaf þurfi að leita til
hins opinbera, þegar vel vakandi
og áhugasamt fólk bendir á eitt-
hvað, sem gera þarf. Eru ekki til
einhver samtök, sem geta athug-
að málið?