Morgunblaðið - 25.08.1957, Side 8
MORGVNBTAÐIÐ
Sunnudagur 25. ágúst1957
rogtitifrlðfrifr
Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Aðairitstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Bjarni Benediktsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Einar Asmundsson.
Lesbók: Arni Óla, sími 33045
Auglýsingar: Arnj Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og aígreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargjald kr. 30.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu kr. 1.50 eintakið.
ÞAÐ, SEM BLASIR VIÐ
UTAN IIR HEIMI
Batista og „Nessos-skyrtari'
SÚ staðreynd blasir nú við,
að ríkisstjórnin hefur
ekki getað leyst neitt af
þeim höfuðverkefnum, sem fyrir
liggja. Nú steðja að hin alvar-
legustu vandræði í fjárhagsmál-
um þjóðarinnar. Um leið og
eyðslan vex dregst aflinn sam-
ann. Við höfum aldrei lifað svo
freklega „um efni fram“, eins og
nú. Á síðasta ári, síðan ríkis-
stjórnin tók við völdum, heíur
hag okkar hrakað stórlega. Þar
munar upphæð, sem telst í
hundruðum milljóna. Hvað hef-
ur ríkisstjórnin gert til að af-
stýra því, sem við blasir. Svarið
er stutt: Alls ekkert. Það er að-
eins ein önnur staðreynd, sern
er jafnvís og þessi og hún er sú,
að þessi ríkisstjórn, sem leit.t
hefur öngþveiti yfir okkur, mun
ekki leiða okkur út úr því aftur.
★
Upphafið að þeim vandræðum,
sem nú steðja að, má finna í hin-
um miklu verkföllum, . sem
kommúnistar komu af stað með
aðstoð nokkurs hluta af Fram-
sóknarflokknum undir forustu
Hermanns Jónassonar, vorið
1955. Þá sagði Eysteinn Jónsson
fjármálaráðherra réttilega að nú
væri „brotið blað“ í fjármálum
landsins. Allur vandi, sagði hann,
hefði verið tiltölulega auðleyst-
ur, ef þessi verkfallaalda hefði
ekki komið til. Það er rétt að þá
hafði að undanförnu verið spyrnt
við fótum. Efnahagsmálin voru
á góðri leið að komast í rétt horf.
Það var auðséð, að búskapur
okkar var að rétta sig úr kútn-
um eftir andstreymi langra
hafta. Alls staðar blasti við
mikil bjartsýni og framkvæmda-
hugur var vaxandi. Fjárhagur
landsins fór batnandi. En þegar
verkfallsaldan skall yfir, fór allt
úr skorðum, sem að undanförnu
hafði leitað jafnvægis og verð-
bólgualdan tók að rísa á ný, með
vaxandi hraða líkt og óstöðv^ndi
flóðbylgja.
★
Þegar kommúnistum hafði tek-
izt að koma ár sinni fyrir borð
á þennan hátt, hafði jarðvegur-
inn fyrir þá batnað að mun Þeir
tóku nú höndum saman við Her-
mann Jónasson, sem raunar hafði
stutt þá með ráðum og dáð í
verkfallinu, og nokkra svanga og
viljalitla menn úr Alþýðuflokkn-
um, sem töldu sig of lengi hafa
verið utangarðs. Nú hófst hið
mikla tafl. — Sezt var við að
reikna út hvernig unnt væri að
ná meirihluta á Alþingi, þó at-
kvæðamagnið væri takmarkað.
Og nú var hafinn þessi áróður,
sem nefna mætti „betra-að-
vanta-brauð“-áróðurinn. — Tími
hins mesta valdabrölts, sem ís-
lenzk þingsaga kann frá að segja,
rann nú upp. Ekki var þess svif-
izt að draga hin örlagaríkustu og
viðkvæmustu utanríkismál þjóð-
arinnar inn í þessa baráttu. Af-
leiðingin var sú, að við glötuðum
trausti vestrænna þjóða og mun-
um eiga erfitt með að ná því aft-
ur. Hér kann einhver að benda
á, að núverandi ríkisstjórn hafi
fengið hvert stórlánið á fætur
öðru erlendis og beri það ekki
vott um glatað traust. En hér er
rétt að segja afdráttarlaust að
þær lánveitingar hafa ekki
sprottið af því, að lánbeiðendur
hafi haft traust þeirra, sem féð
létu af hendi. Hér var einungis
um kaupskap að ræða, þar sem
hönd seldi hendi. Öðrum megin
voru samningar um áframhald-
andi veru varnarliðsins í land-
inu, hins vegar voru dollararnir
handa vinstri-stjórninni.
★
Miðdepill alls þessa mikla
valdabrölts var Framsóknarflokk
urinn. Hermanni Jónassyni, sem
haft hafði samspilið við komm-
únista í verkföllunum, tókst að
leiða flokk sinn inn í hina svo-
nefndu vinstri-fylkingu, þar sem
kommúnistar lögðu til það fylgi,
sem vantaði á hjá Hræðslubanda-
laginu. Eysteinn Jónsson varð
allt í einu harðskeyttasti tals-
maður samvinnu við kommún-
ista, sem hann hafði mest for-
dæmt á árinu áður. Ríkisstjórn
var mynduð, stærsti flokkur
landsins með yfir 42% allra
atkvæða, gersamlega sviptur öll-
um áhrifum á stjórn landsins. Nú
var líka horfið frá þeirri stefnu
sem fylgt hafði verið síðustu 5
árin í átt til meira frjálsræðis í
atvinnumálum og viðskiptum.
Skattastefnan var rekin harðlcg-
ar en nokkru sinni fyrr og lögð
á þyngstu gjöld, sem landsmenn
hafa fengið að kynnast. Með því
var raunverulega framkvæmd
mikil gengislækkun og kjör
manna á flestum sviðum tóku að
versna. Afleiðingin varð svo sí-
felldur ófriður á vinnumarkaðn-
um, sem reynt var að kenna öðr-
um. Hið síðasta, sem sést er svo
gjaldeyrisöngþveitið, en afleið-
ingar þess eru enn aðeins að litlu
leyti komnar í ljós.
Sá gífurlegi halli, sem orðinn
er á g j aldeýrisbúskapnum, er
áhyggjuefni hverjum hugsandi
manni. Ríkisstjórnin hefur ekki
reynzt megnug að forða frá þeim
vandræðum fremur en öðrum. _____
Hér er ekkert annað aðhafzt en
að þegja um það, sem gerzt hef-
ur. Þegar Morgunblaðið birti
tölulegar staðreyndir um það,
hve fjármálaaðstaðan hefði versn
að stórlega á undangengnu ári,
þögðu öll stjórnarblöðin. Það liðu
dagar án þess að nokkuð heyrð-
ist frá þeim, en þá birtu þau
ekki h^dur neinar upplýsingar
fyrir lesendur sína um þetta al-
vörumál, heldur einungis skæt-
ing i garð Sjálfstæðismanna og
vandræðalegar afsakanir. Stjórn-
arliðum kom ekki saman um.
hverjar væru orsakirnar, en þeg-
ar það frumatriði liggur ekki
einu sinni ljóst fyrir, hjá þessum
herrum, hvernig skyldi það þá
vera með úrræðin?
Menn munu spyrja að hverju
muni nú fara. Sennilegast er að
ríkisstjórnin leiti enn til Banda-
ríkjanna um nýtt lánsfé og verð-
ur þá vafalaust spilað enn á hern
aðarþýðingu landsins, líkt og var
gert við hinar lántökurnar. Þjóð-
viljinn segir, að unnt sé að fá
stórlán austan við járntjald og
mun ríkisstjórnin ekki láta þess
ógetið við bandamenn okkar í
vestri til þess að „örva“ þá til
sem mestrar rausnar. Það má vel
vera að unnt verði að fleyta
stjórnarskútunni áfram með
þess háttar meðölum um sinn. En
sannarlega horfir sú sigling til
vaxandi ógæfu fyrir þjóðina.
Fulgencio Batista Zaldivar
hershöfðingi og einræðisherra á
Kúbu, stærstu eyjunni í Karíba-
hafi, hefur setið við völd tæpan
aldarfjórðung. Nú eru dagar hans
brátt taldir. Andstaðan gegn hon
um magnast með degi hverjum,
og þess verður tæplega langt að
bíða, að þessi grimmi og valda-
sjúki harðstjóri falli eins og svo
margir af kollegum hans. Batista
hefur raunar sjálfur sagt, að
hann langi að draga sig í hlé,
þegar kjörtímabili hans sem „for-
seti“ lýkur 1. febrúar 1959, en fá-
ir ætla honum svo langan tíma
við völd.
Batista hefur verið á leiðinni
til glötunar síðustu 5 árin. Hann
hefur orðið æ óvinsælli með
hverju ári, sem liðið hefur síðan
10. marz 1952, þegar hann gerði
byltingu í miðri kosningahríð-
inni, þegar honum varð ljóst, að
hann mundi gkki ná kosningu til
forsetaembættisins. Hann naut
stuðnings hersins í Havana. Síð-
an hefur Batista verið alger ein-
ræðisherra. Öll stjórn hans hef-
ur verið gerspillt. Hann hefur
beitt skefjalausri grimmd og ógn-
um til að berja niður uppreisnir
andstæðinganna.
En allt kemur fyrir ekki. Kúbu-
búar hafa orð fyrir að láta ekki
kúga sig mótmælalaust. Nú er
uppreisnin gegn Batista orðin svo
víðtæk, að hann ræður ekkert
við hana.
Tvennir tímar
Gestir, sem heimsækja Batista
núna, bera þá sögu, að bæði „for-
setinn" og umhverfi hans séu
gerbreytt. Áður fyrr var höll
hans opin öllum og venjulega
yfirfull af alls konar fólki. Þar
voru fáir verðir og engar sér-
stakar varúðarráðstafanir. Nú
eru göturnar kringum höllina
hins vegar lokaðar allri umferð.
Þykkar stálslegnar hurðir eru í
öllum dyrum. HBllin er nærri
mannlaus þegar frá er talinn mik
ill fjöldi hermanna og liösfor-
ingja. Maðurinn í höllxmi hefur
elzt mikið síðustu árin; hann hef-
ur þungar áhyggjur.
Úr bændastétt
Batista er hraustur og mikill
að burðum, enda er hann kom-
inn af bændum og vandist
snemma erfiðisvinnu. Hefur
haldið spengilegum vexti sínum
og líkamskröftum fram á þennan
dag. En fjör hans og eldur hafa
dvínað. Áhyggjurnar íþyngja
honum mjög. Bæði hann og synir
hans lifa í stöðugri lífshættu —
það hefur þeim orðið Ijósara en
nokkru sinni fyrr eftir banatil-
ræðið í forsetahöllinni 13. marz
sl., en þá munaði minnstu, að Bat-
ista væri komið fyrir kattarnef
af stúdentum.
Eigi að síður getur Batista ver-
ið mjög geðþekkur maður, segja
þeir sem til þekkja; hann er
mjög litríkur persónuleiki, enda
væri óhugsandi, að hann hefði
komizt til valda á Kúbu án þess.
En hann er hataður af öllum
þeim mörgu fjölskyldum á Kúbu,
sem eiga um sárt að binda vegna
grimmdar hans, sem hafa misst
feður, syni, eiginmenn af völd-
um hans. Batista hefur þetta sér
kennilega sambland af þokka og
skefjalausri grimmd, sem ein-
kennir svo marga Suðurlanda-
búa. Hann er ekki talinn gæddur
mikilli skynsemi, en þeim mun
meiri slægð og frumstæðu hug-
rekki, sem er þess valdandi að
hann heldur áfram að berjast,
þótt barátta hans sé dauðadæmd-
Hann hlustar ekki á aðra en
tungulipra skjallara og getur
ekki skilið það, að uppreisnin
gegn honum er ekki aðeins öflug
og víðtæk, heldur og sprottin af
einlægum hugsjónum. Þegar
Batista getur ekki beitt mútum
eða bitlingum, eins og hann hef-
ur gert undanfarin 24 ár, grípur
hann til mórða. •
„Nessos-skyrtan“
Þessi háttur flestra einræðis-
herra eridar venjulega með skelf
ingu. Hann vekur upp öfl, sem
á endanum tortíma þeim, sem
beita honum. Mussolini, sem hélt
lengi vel, að hann slyppi, nefndi
þetta „Nessos-skyrtuna", eftir
klæðinu í grískum goðsögnum,
sem á endanum tortímdi þeim,
er báru það.
Erfið byrjun
Batistá á að baki viðburðaríka
ævi. Hann fæddist 16. janúar
1901, og í æðum hans rennur
blandað blóð. Foreldrar han»
voru fátækir, og hann eyddi
bernsku sinni og æsku við hörð
kjör daglaunamannsins. Hann
vann á búgörðum og sykurmill-
um, var járnbrautarverkamaður,
rakari, klæðskeri og margt fleira.
Árið 1921 gekk hann í herinn sem
óbreyttur liðsmaður. Þar lærði
hanni hraðritun, og það réði ör-
lögum hans, þótt undarlegt megi
virðast. Vegna kunnáttu sinnar
í hraðritun, var hann gerður að
yfirliðþjálfa, og hærra gat ó-
breyttur hermaður ekki komizt.
Árin 1928—33 voru ár mikillar
ógnarstjórnar á Kúbu. Þá ríkti
hinn grimmi harðstjóri Gerardo
Machado, og þá skall heimskrepp
an á. Landslýður tók upp hraust-
lega baráttu gegn ógnarstjórn-
inni. Foreldrar ungu mannanna,
sem nú berjast gegn Batista,
börðust þá við hlið hans gegn
Machado. Batista átti ekki mik-
inn þátt í að steypa Machado af
stóli. Það voru liðsforingjar í
hernum, sem ráku hann frá völd-
um 13. ágúst 1933. En í ringul-
reiðinni, sem kom í kjölfar bylt-
ingarinnar, skipulagði Batista
hina frægu „liðþjálfauppreisn“,
sem færði honum völdin 4. sept-
ember.
Næstu 7 árin, frá 1933 til 1940,
var Batista hinn sterki maður á
Kúbu og stóð á bak við hvern
forsetann og hverja ríkisstjórnina
eftir aðra. Hann hafði hin eigin-
legu völd. Þegar honum fannst
tími til kominn að gerast for-
seti, skipulagði hann samstarf
nokkurra stjórnmálaflokka —
þeirra á meðal kommúnista, sem
hann fordæmir nú — og var kos-
inn forseti. Samkvæmt stjórnar-
skránni mátti hanun ekki vera
forseti tvö kjörtímabil í röð, svo
hann sendi fram annan mann.
En sá tapaði kosningunni, og Bat-
ista sá þann kost vænstan til að
forða lífi sínu og auðæfum, að
setjast að í Daytona Beach á Flor
ida-skaga. Þar bjó hann fram á
árið 1948, en þá var hann kosinn
á þing í fjarveru sinni, og gat
snúið heim óhultur um líf sitt.
Hrifsaði völdin
Næstu 2% ái' notaði hann til að
undirbúa sigur sirm í væntanleg-
um íorsetakosningum 1. júní
Framh. á bls. 11
Fidel Castro — leiðtogi uppreisn-
armanna, sem hafast við á aust-
anverðri eyjunni.
Nýleg mynd af Fulgencio Batista, umkringdum skjólstæðingum
sínum og skósveinum.