Morgunblaðið - 25.08.1957, Page 9

Morgunblaðið - 25.08.1957, Page 9
Sunnudagur 25.Sgúst 1957 MORGVNBLÁÐIÐ 9 REYKJAVIKURBREF Laugard. 24 ágúst Höfuðborga- ráðstefnan höfuðborgahAðstefna Norðurlanda, sem haldin var hér í Reykjavík 16.—20. ágúst, fór í alla staði vel fram. Hinir erlendu þátttakendur rómuðu mjög, hversu vel ráðstefnan hefði verið undirbúin. Töldu þeir, að þar hefði i engu verið áfátt og allt farið eins vel og bezt mátti verða. Þær raddir heyrast, að Reykja- vík hafi ekki mikið sameiginlegt með hinum höfuðborgunum, og sé því í rauninni verið að tylla sér á tær með þátttöku í þvílíkri ráðstefnu. Mikils misskilnings gætir hjá þeim, sem þessa skoðun hafa. Aðstæður eru að 'vísu ólík- ar um margt, en eðli verkefn- anna er að mestu hið sama. Sjálfstæði íslands gefur íslend- lngum aðstöðu til jafnræðis við aðrar miklu stærri þjóðir. Þá möguleika eigum við að nota okkur til hins ýtrasta og skilja, að þeir geta orðið okkur til fram- dráttar með margvíslegu móti. Þess vegna megum við ekki láta smæð þjóðarinnar draga kjark úr okkur. Lok síldveiðaima ÞA er síldarvertiðinnl lokið að þessu sinni. I upphafi gætti mik- illar bjartsýni um góða veiði. Endalokin eru þó svipuð og verið hafa undanfarin ár. Flestir, sem þátt hafa tekið í veiðunum, hvort heldur á sjó eða landi, bera lít- inn hlut frá borði. Bjartsýnin reyndist ekki raunhæf. Ef bát- arnir hefðu ekki farið óvenjulega snemma til veiða að þessu sinni, þá hefði niðurstaðan orðið enn aumlegri. Hið háa verðlag, sem ríkis- stjórnin ákvað á síldinni, langt umfram raunverulegt verðmæti, varð ýmsum hvatning, sem ella hefðu sinnt öðrum þjóðnýtum störfum, til þátttöku í síldveið- unum. Hér er vandrataður með- alvegurinn. Því mikilsverðara er, að þau stjórnvöld, sem úrslita- ráðin hafa, beiti þeim af hófsemi og skynsemd. Síldveiðarnar hafa nú brugðizt svo oft og eftirminni- lega, að hæpið sýnist vera að hvetja menn með óeðlilegum hætti til að hverfa frá öðrum störfum þeirra vegna. 300 milljónir, sern Lúðvík .spilaði úr4 AUÐSÆTT er, að ríkisstjórnin hafði fyrirhugað að halda hinu raunverulega ástandi í gjaldeyr- ismálunum leyndu fyrir þjóðinni. Yfir það átti að breiða með aukn- um lántökum. Annaðhvort stóra láninu að austan, sem Einar Ol- geirsson bauð strax í fyrrahaust, eða með peningum, sem fengnir væru hjá lýðræðisríkjunum, und- ir því yfirskini, að ótækt sé að festa okkur alveg á rússneska klafann. Ekki er þó um að villast, hver er vilji viðskiptamálaráðherrans, Lúðvíks Jósefssonar. Þjóðviljinn, málgagn hans, segir berum orð- um 22. ágúst s.l.: „Viðskipti okkar við Bretland Og Bandaríkin eru einnig slík, að þau .eiga að nægja til að bæta upp það, sem enn kann að vera áfátt um vöruframboð í sósíalist- ísku löndunum.“ Hér er ekki verið að skera ut- an af því: Viðskiptin við Bret- land og Bandaríkin eiga aðeins að vera til „uppbótar" á meðan sósíalísku löndin geta „enn“ ekki séð fyrir öllum okkar þörfum. Þegar þessi ráðagerð er höfð í huga, verður skiljanlegt, af hverju Lúðvík Jósefsson segir þjóðinni, að við höfum haft „úr að spila jafnmiklum gjaldeyri" á þessu ári eins og á árinu næsta áður, þegar sannleikurinn er þessi: 1 valdatíð Lúðvíks hefur m. a. verið „spilað úr“ 118 mill- jónum, sem fengust með skulda- aukningu erlendis, beinum gjald- eyrislánum. Úr 110 milljónum króna, sem fengust vegna þess, hversu innlendar vörubirgðir eru minni en fyrir ári. Úr mörgum milljónatugum, sem náð hefur verið með því að ganga á birgðir erlendra vara í landinu. Þegar allt þetta er haft í huga, er ljóst, að ekki fer fjarri, að aðstaðan út á við sé nú að þessu leyti um 300 milljónum kóna lakari en hún var fyrir ári. A valdaárum stjórnar Ólafs Thors var fyllilega haldið í horf- inu að þessu leyti. Samt fáraðist Tíminn þá sí og æ yfir hversu ískyggilega horfði. A fyrsta ári stjórnar Hermanns Jónssonar, V-stjórnarinnar, sem vinstri flokkarnir fullyrtu, að myndi kunna ráð við öllum vanda, bregður svo við, að aðstaðan á einu ári versnar um 300 milljón- ir króna. Þessum staðreyndum verður ekki neitað. Þær eru að- mynd af ástandinu. Ekki þarf að taka nema eitt dæmi til að sanna þetta. Bakaraverkfallið og vísitalan í REYKJAVÍK hefur bakara- verkfall nú staðið svo mánuðum skiptir óátalið af yfirvöldunum. Að því, er næst verður komizt, strandar lausnin á því, að ríkis- stjórnin neitar um sams konar hækkun vegna aukins tilkostnað- ar hjá bökurum og hún hefur leyft í mörgum sams konar til- fellum. Gott er, ef brauðverðinu er hægt að halda niðri. En sann- girni verður að ráða og engin skýring hefur fengizt á því, af hverju þessi stétt er ein tekin út úr. Nema ef það skyldi talið til skýringa, sem stjórnarblöðin héldu í fyrstu fram, að húsmæð- urnar hefðu gott af því að baka sjálfar brauðin. „Farinn her er |)á hér4 Alþýðublaðið, málgagn utanríkisráðherra, hefur enn ekki birt þessar myndir, sem Morgunblaðið birti sl. þriðjudag, frá yfirmannaskiptunum á Keflavíkurflugvelli. — Stjórnarblaðið „Þjóðviljinn’’ sagði hinn 21. ágúst í tilefni birtingar myndanna: „Morgunblaðið birti í gær mynd af Guðmundi f. Guðmundssyni utanríkisráðherra, þar sem hann er að bjóða velkominn til landsins hernáms- stjórann nýja, Henry G. Thorne, og má glöggt sjá á myndinni hvor teiur sig yfirboðara hins“. — eins enn nýtt dæmi þess, sem stjórnarblöðin hafa þagað um og telja ganga landráðum næst að skýra satt frá. „Óheiðarleikinn“ fyrir austan í GREIN um lífskjörin í Póllandi, sem Magnús Kjartansson birti fimmtudaginn 22. ágúst í Þjóð- viljanum, segir m. a.: „Þá gripu stjórnarvöldin til þess óyndisúrræðis að falsa tölur og halda því fram í ræðu og riti að lífskjörin bötnuðu samkvæmt áætlun.... Fátt held ég, að pólsk um verkalýð hafi sárnað jafn- mikið og þessi óheiðarleiki, að verða að hlusta á það í ræðum og lesa það í blöðum, hvernig lífskjörin færu síbatnandi á sama tíma og hver maður fann það á sjálfum sér og nágrönnum sín- um, að lýsingarnar stóðust engan veginn, enda sannar fátt betur hversu mjög stjórnarvöld lands- ins höfðu fjarlægzt alla alþýðu." Sízt skal vefengt, að þessi lýs- ing sé rétt um ástandið í Pól- landi. En hún á sannarlega ekki síður við hér á landi. í vetur fullyrtu ráðherrarnir, að verðlag mundi lítt eða ekki hækka vegna „bjargráða" þeirra um áramótin. Auðvitað gaf auga leið um það, að ekki væri hægt að leggja 300 milljón króna skatta á landslýð- inn án þess, að þeir segðu til sín. Vegna stórkostlegrar fölsunar á vísitölunni hefur hún sjálf raun- ar ekki hækkað nema uip 4—5 stig. En hver einasti maður veit, að nú orðið gefur hún alranga Ef tilætlunin er að halda vísi- tölunni niðri með þessu móti, verður að hugleiða, að flatkök- urnar og brauðsnúðarnir, sem flestir leggja sér nú til munns í stað hins venjulega brauðs, er hvorttveggja selt með svo háu verði, að ef talið væri í vísitölu, mundi hún hækka úr 191 stigi í 202—306 stig. Eigin raun segir til SEGJA má, að ef húsmæðurnar fylgdu því vinsamlega ráði Hann- esar á horninu og málgagns mannsins, sem sagði að „betra væri að vanta brauð“, að bæta heilsu sína með heimabakstri, þá þurfi heimilin ekki að verða fyr- ir útgjaldaauka, sem þessu svar- ar. Sannleikurinn er og sá, að visitalan er komin svo gersam- lega úr tengslum við hið raun- verulega ástand, að allur tölu- samanburður í sambandi við hana er orðinn tiltölulega þýðingar- lítill. Vissulega er það rétt, sem maðurinn sagði: „Fátt held ég að íslenzkum verkalýð sárni jafnmikið og þessi óheiðarleiki, að verða að hlusta á það í ræðum og lesa það í blöðum, hvernig dýrtíðinni sé haldið í skefjum á sama tíma og hver maður finnur það á sjálf- um sér og nágrönnúm sínum að lýsingarnar standast engan veg- inn, enda sannar fátt betur hversu mjög stjórnarvöld lands- ins hafa fjarlægzt alla alþýðu". Afsakið. Það var ekki um ís- lendinga, sem Magnús Kjartans- son var að tala. Það voru ein- ungis hans pólsku flokksbræður, sem hann var að lýsa. En hverj- um getur dulizt að lýsing hans á nákvæmlega við um ástandið á íslandi? Myndir, sem ekki mátti birta ÞAÐ eru ekki orðin ein, sem stjórnarliðið óttast. Myndum af alkunnum atburðum er einnig reynt að stinga undir stól. Fyrir rúmri viku urðu skipti á yfir- mönnum á Keflavíkurflugvelli. Af því tilefni var haldin hersýn- ing og annar fagnaður þar suður frá. Með eðlilegum hætti tók ut- anríkisráðherra þátt í hátíða- höldum þessum af hálfu íslend- inga. Ef Gylfi Þ. Gíslason hefði átt hlut að rnáli mundi Alþýðu- blaðið venju samkvæmt ekki hafa látið hjá líða að skýra frá þátttöku ráðherrans, bæði í orð- um og myndum. Fram á þennan dag hefur Alþýðublaðið hins vegar látið hjá líða að birta- þá mynd af utanríkisráðherranum, sem endurprentuð er á þessari síðu. Hún var hvergi birt fyr en Morgunblaðið gerði það s.l. þriðjudag. Fyrst daginn eftir sýndi Tíminn ráðherranum þá virðingu að birta þessa eða aðra svipaða mynd frá þessum atburði. Þjóðviljinn gat um það, sem gerzt hafði, með þeim orðum, sem prentuð eru undir myndunum hér að ofan. Alþýðublaðið eitt hefur aftur á móti reynt að gera sem minnst úr öllu saman og al- veg skotið undir stól þeim mynd- um, er því hafa vafalaust borizt frá þessari virðulegu athöfn. enn ALLT lýsir þetta hinum einstaka fláttskap stjórnarflokkanna. Jó- hann Hafstein vék að þessum óheilindum þeirra í þingvísum, er hann fór með í þingveizlunni í vor og Tíminn hefur ekki náð upp í nefið á sér af gremju yfir, að birtar skyldu vera. Þar sagði: „Herinn fer, hann fór og er farinn her er ennþá hér.“ Fyrirbærið að „farinn her er enn- þá hér“ verður ríkisstjórninni og stuðningsmönnum hennar stöð- ugt erfitt skýringarefni. Van- sæmd stjórnarinnar af því að skjóta sér undan framkvæmd þingsályktunartillögunnar frá 28. marz 1956 gegn því, að fá nokkra milljónatugi króna að láni, hverf- ur sízt af öllu við þá hlálegu til- burði, sem hafðir eru í þessum efnum. Enginn veit, hver stefna stjórn- arinnar í þessu nú er, og sjálfa greinir hana eða að minnsta kosti helztu stuðningsmenn hennar á um, hvort yfirlýsingin frá 28. marz s.l. sé enn í gildi eða ekki. Þjóðviljinn eykur einungis óvirð- ingu sina og forystumanna flokks síns með árásum og lítilsvirðing- arorðum um Guðmund í. Guð- mundsson. Ómótmælanlegt er, að Guðmundur í. hefur mjög leikið tveim skjöldum í málinu. Það bætir ekki hlut kommúnista. Tví- veðrungur þeirra er sízt minni. Þeir bera í senn ábyrgð á hrá- skinnaleik Guðmundar í. og sín- um eigin svikum. Kadars-aðferS Tímans FYRIR nokkru var frá því skýrt hér í blaðinu, að Tíminn hefði tekið upp orð, sem Morgunblaðið prentaði í vetur upp eftir Al- þýðublaðinu og kennt Morgun- blaðinu um. Sú ásökun Tímans var ekki gerð einu sinni heldur dag eftir dag. M. a. s. var svo langt gengið, að vitnað var til þess, að þegar „kunnur bóndi“ hefði lesið þessi ummæli Morg- unblaðsins í vetur, hefði hann fyllzt slíkri gremju, að hann smsri baki við Sjálfstæðisflokkn- um! Fræddi Tíminn lesendur sína á því, að margir fleiri mundu fara eins að. Allur var þessi sögu- burður uppspuni frá rótum. Aldr- ei var um að villast, að Morgun- blaðið hafði einungis vitnað til orða Alþýðublaðsins og lét þegar uppi í sama aálki frá eigin brjósti þveröfugar skoðanir við það. Eftir að á þetta hafði verið bent með óyggjandi rökum, hefði mátt ætla að Tíminn, málgagn sjálfs forsætisráðherra landsins, sæi sóma sinn í því að skýra frá Framh. á bls. 10

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.