Morgunblaðið - 25.08.1957, Side 11
Sunnudagur 25. ágífet 1957
MORGVNBLAÐ1Ð
11
— Utan úr heimi
Frh. af bls. 8
1952, en svo ákvað hann, að betra
væri að ’hrifsa völdin í sínar hend
ur með tilstyrk hersins, og það
gerði hann 10. marz 1952. Hann
gaf þá yfirlýsingu, að hann
mundi aðeins sitja við völd stutt-
an tíma, en við kosningarnar 1.
nóvember 1954, var hann kosinn
forseti aftur.
í valdatíð Batista hefur Kúba
átt sívaxandi velgengni að fagna.
Iðnaður hefur stóraukizt og er-
lend fjárfesting skapað nýja
möguleika. Glæpamannastjórn-
in, sem ríkti í valdatíð fyrirrenn-
ara hans, Grau San-Martin og
Prio Socarras, var svo til þurrk-
uð út, og í nokkur ár voru lög
réttur í heiðri höfð. En undir
hinni spilltu og veikburða stjórn
fyrrennaranna var Kúba þó
frjáls. Eftir 10. marz 1952 hætti
hún að vera frjáls. Baráttan
stendur nú um það að vinna aftur
frelsið, sem Batista rændi Kúbu-
menn fyrir 5 árum. Einræðisherr
ar Mið- og Suður-Ameríku hafa
sömu reglu og aðrir einræðisherr
ar, þegar þeir vilja tryggja sér
völdin: þeir taka í sínar hend-
ur stjórn hersins, herlögreglunn-
ar, leynilögreglunnar og lögregl-
unnar auk þess sem þeir hafa
heilan her af hálaunuðum flugu-
mönnum, sem Kúbumenn kalla
„chivatos“ (geitur).
Vel þjálfaðir upp-
reisnarmenn
Batista jós fé í herinn, hækk-
aði laun óbreyttra hermanna,
byggði nýtízku herbúðir, sjúkra-
hús, skóla og leikvelli fyrir þá.
Það gekk ver með herforingj-
ana; hinir heiðarlegri voru and-
vígir einræði Batista, svo hann
varð að losa sig við þá; hinir
sátu sífellt á svikráðum, svo
hann varð að gæta þeirra vand-
lega. f apríl 1956 komst upp um
víðtækt samsæri meðal liðsfor-
ingja, og voru samsærismenn
sendir í alræmdar fangabúðir á
Pines-eyju.
Meginvandamál Batista núna,
er aftur á móti hin vel skipulagða
uppreisn undir stjórn Fidel
Castro, en hann hefst við með
stóran her skæruliða í fjöllun-
um í Sierra Maestra, fæðingar-
héraði Batista. Hefur hánn unnið
sér fylgi stúdenta og annarra
ungra hugsjónamanna, og má bú-
ast við, að fyrr en seinna vinni
hann Kúbu úr höndum Batista.
Fidel Castro gerði fyrstu upp-
reisnartilraun 26. júlí 1953, og
er sá dagur hátíðisdagur meðal
margra Kúbumanna.
Batista kann að lafa í valda-
stóli enn um sinn, en endirinn
er óumflýjanlegur. Hann hefur
misst allt samband við þjóð sína,
en lifir enn 1 þeirri barnalegu
trú, að hún standi með honum.
Á sínum tíma sýndi hann hug-
rekki, staðfestu og mikla pólit-
íska kunnáttu, þegar hann á ung
um aldri gerðist hinn sterki
maður í Kúbu, ættsmár og lítt
menntaður. En eins og einvöldum
er títt, hefur hann spillzt af völd-
um sínum og velgengni, svikið
hugsjónir æskunnar og gerzt sinn
eigin böðull. Hann er farinn að
finna það núna, að „Nessos-
skyrtan” hefur ekki týnt sinni
fornu náttúru.
Aflahæsti Akra-
nesbátur með 70 tn.
Akranesi, 23. ágúst.
SJÖ reknetjabátar héðan voru á
veiðum í nótt'. Aflahæstir voru
Ásbjörn með 70 tunnur, Ásmund-
ur með 52 tunnur og síðan hver
af öðrum með allt niður í 20
tunnur.
Hingað kom togarinn Bjarni
Ólafsson um hádegi í dag af veið-
um við Vestur-Grænland. Hefur
togarinn haft hálfsmánaðar úti-
vist. Aflinn er um 280 lestir og
eingöngu karfi. — Oddur.
Kjarakaup
Seljum á morgun og næstu daga, lítið eitt
af smávegis gölluðum karlmannasokk-
um og barna- og unglingapeýsum. —
Athugið, að þessi sala stendur yfir að'
eins fáa daga.
Verzlunin Garbasfræti 6
Framtíðaratvinna
Laghentur piltur sem vill læra fatapressun,
getur fengið atvinnu frá 1. september. — Tilboð
merkt: „Fátapressa — 6243“ sendist blaðinu fyrir
mánudagskvöld.
Kvikmyndasýningavélar
(samstæða 2 vélar) með sýningartjöldum og ðllu
tilheyrandi í góðu ásigkomulagi
T I L SÖLU
með tækifærisverði.
Hentugar fyrir félagsheimili og önnur samkomuhús.
Uppl. gefur Haraldur Böðvarsson,
Bíóhöllin á Akranesi.
það er cfblúlon FISHING NET að þakka
Því:
1. Þau eru veiðnarl en venjulegar gerðir neta.
2. Þau eru sterk og endingargóð og lækka því við-
haldskostnað.
3. Þau eru öllum netum lévtari.
4. Þau ganga seint úr sér, eru afar endingargóð.
5. Þurrkun eða sérstök meðferð óþörf. Spara þvi
alla vinnu þar að lútandi. Varanet næstum óþörf.
6. Stöðugar veiðar eru mögulegar netanna vegna.
Heimsins bezta vinna svo og áðurnefndir koslir
þessarra heimsþekktu „Amilan Fishing Net“. Þau
bera ávallt merlcið, sem sýnt er að ofan.
an“ er vörumerki okkar nælons. Toyo Ttayon Co.,
Ltd., du Pont's einkaleyfi í Japan á nælon fram-
leiöslu.
Bæklingur um „Amalian Fishing Net“ er fáanleg-
ur og verður sendur væntanlegum viðskiptavinum.
Aðalframleiðendur ncelons í Japan
@ Toyo Royon Ce., Ifdi
No. 5, 3-chome, Nakanoshima, Kita-ku, Osaka, Japan
Cable Address : *cTOYORAYON OSAKAr
Frá Skósölunni
Snorrahraut 36
Seljum á morgun (mánudag)
150 pör af kvenskóm með fylltum hæl
fyrir aðeins kr. 95.00 parið.
Háhælaða spænska kvenskó
rússkinn og leður. Stærðir 35—38. Kr. 95.00 parlð.
á 1—3ja ára fyrir kr. 5,00 parið og margt fleira.
Ennfremur harnaskó úr leðri
Skósalan Snorrabraut 36
Stúlkca
helzt vön fatapressun, óskast nú þegar.
Efnalaug Reykjavíkur
Laugaveg 32B
Einaitcjriiviarkorkur
nýkominn. — Pantanir sækist sem fyrst.
JÓNSSON & JÚLÍUSSON
Garðastræti 2,
sími 15430 og 19803.
Odýrar 3ja herbergja íbúðir
Hafnar eru framkvæmdir við 8 hæða fjölbýlishús
við Ljósheima, í þeim tilgangi að byggja ódýrar og
hagkvæmar íbúðir af hóflegri stærð.
Einstaklingar og félagssamtök er áhuga kynnu
að hafa á því að tryggja sér íbúðir í húsinu, hafi
góðfúslega samband við skrifstofu vora.
Upplýsingar ekki veittar í síma.
Fjölvirki sf.
Laugavegi 27, II. hæð
Takið eftir hinum gullfallegu kvikmynda-
stjörnum, heillandi dansmeyjum og hrífandi
tizkusýnum. Sjáið hve hárið er mikill feg-
urðarauki. Og flestar þeirra velja DRENE
-shampooið, sem gerir hárið silkimjúkt og
auðvelt við að eiga. Hár. yðar getur orðið
eins undurfagurt . . . ef þér notið DRENE
og auðvelt við að eiga.
DRENE SHAMPOO
gerir hárið silkimjúkt
SHAMPOO.
...veljo Dtene shompoo
Fegurstu konur heims