Morgunblaðið - 10.09.1957, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.09.1957, Blaðsíða 2
2 MORCVNBL 4ÐIÐ Þriðjudagur 10. sept. 1957 * v Fjölmenni skólanum EINS og áður hefir verið skýrt, hófust á laugardaginn byrjunarframkvæmdir við kirkju byggingu Háteigssafnaðar í Reykjavík. Á sunnudag var guðsþjónusta í Hátíðasalnum kl. 2, svo fjölsótt sem húsrúm leyfði. Séra Bjarni Jónsson, vígslubiskup, prediv ði. en í messulok flutti biskup ís- lands, Ásmundur Guðmundsson, ávarp og árnaði söfnuðinum heilla. Hafði biskupinn komið aðfaranótt sunnudagsins úr för sinni til Ameríku, þar sem hann sat alheimsþing Lútherstrúar- manna. Loks talaði sóknarpresc- urinn, séra Jón Þorvarðsson. Á eftir höfðu kvenfélagskonur Kynning skákmanna Stahlberg Á fimmtudaginn hefst á vegum Taflfélags Reykjavíkur stórmót mikið — hið mesta í sögu fé- lagsins. Keppendur verða þrír erlendir menn, 2 stórmeistarar og 1 alþjóðlegur meistari. — Við hefjum hér kynningu þátttak- enda og byrjum á Svíanum Gideon Stahlberg, en næstu daga fylgir kynning hinna skákmann- anna 11. STÓRMEISTARINN Gideon Stáhlberg, er fæddur 1908. — Stáhlberg náði snemma miklum skákstyrkleika, því 19 ára að aldri varð hann skákmeistari Sví þjóðar og hélt þeim titli um 12 ára skeið. Hann náði góðum á- rangri á ýmsum skákmótum fyr- ir stríð, og það gefur góða hug- mynd um styrkleika hans, að rétt fyrir síðari heimsstyrjöldina hélt hann jöfnu í einvígi við P. Keres, sem þá var þegar orðinn einn af .kæðustu stórmeisturum heims. Stáhlberg tók þátt í hinu mikla Olympíuskákmóti í Buenos Aires 1939, en meðan það mót stóð yfir brauzt stríðið út og ílentist Stáhlberg þar ásamt ýmsum öðr- um skákmeisturum frá Evrópu og dvaldist þar allt til 1948. Á þeim tíma tók hann þátt í fjöl- mörgum skákmótum í Suður- Ameríku, oftast með góðum á- rangri. Varð hann meðal annars efstur á þremur stórmótum í Mar del Plata 1941 og Buenos Aires 1941 og síðar 1947. Stáhlberg vann sér rétt til þátt töku í kandídatamótunum í Búda pest 1950 og Zúrich 1953 og tók þátt í báðum þeim mótum. A skákþinginu í Búdapest 1952 varð Stáhlberg nr. 3—5 ásamt þeim Botvinnik og Smyslov. Ker- es varð þar-'sigurvegari. — A Olympíumótinu í Helsingfors 1952 náði Stáhlberg næsthæstu vinningatölu á fyrsta borði, eða 77% vinninga. Á skákþingi Norð- urlanda, sem nýlokið er, náði hann, sem kunnugt er, öðru sæti á eftir landa sínum Sterner. kaffiveitingar til fjáröflunar. — Streymdi til þeirra fjöldi fólks og rómuðu menn hinar góðu veitingar. Kom glöggt fram al- mennur áhugi á kirkjubygging- armálinu. Vitað er, að ýmsir safnaðar- menn hafa hugsað sér að gefa vinnu við bygginguna. Einn safn- aðarmanna tilkynnti þegar eftir Skoðaði afréttalönd Dr. Hammond gerði för sína fyrst til Borgarfjarðar um Uxa- hryggi og gerði þá í leiðinni at- huganir á heiða- og afréttalönd- um. Hann skoðaði tilraunabúið á Hesti, kom að Hvanneyri og hélt þaðan til Akureyrar. Skoðaði hann fé á leiðinni. Hann ferð- aðist um allan Eyjafjörð og út í Svarfaðardal, þar sem hann skoðaði nautgripi. Um Suðurland Hér á Suðurlandi hefur dr. Hammond verið viðstaddur af- kvæmasýningu á Lága- felli, kynnt sér starfsemina á Keldum og rætt þar við forráða- menn. Þá ferðaðist hann austur um sveitir og kom að Laugar- dælum, á einn bæ í Flóa og skoð- aði sandgræðsluna í Gunnars- holti og búfénað þar. í fyrradag ferðaðist hann um Hreppana, Var hann viðstaddur hrútasýn- ingu í Hrunamannahreppi og skoðaði einnig nautgripi. Á þess- um ferðum sínum hefur hann einnig skoðað mjólkurbú og slát- urhús og kynnt sér framleiðslu- vörur á þessum slóðum. Eitt bezta gras í Evrópu Dr. Hamomnd leizt vel á tún hér á íslandi og taldi meira að segja íslenzka grasið á túnum og nýrækt hér vera eitt bezta gras í Evrópu. Taldi hann að með þeirri nýrækt og framræslu, sem hér væri, opnuðust nýir mögu- íeixar til aukinnar grasræktar, sem ættu að geta leitt til stór- aukinnar búfjárframleiðslu á næstu 10 árum. Afrétti má ekki ofbeita Dr. Hamrriond kvað bændur þó mega gæta þess vel með aukinni sauðfjárrækt, að ofbeita ekki af- rétti sveitanna og heiðalönd. Væri nú þegar farið að bera á því, til dæmis væri Öxnadals- heiði þegar ofbeitt, en annars staðar mætti þó fjölga fé á af- rétti. Með aukinni heyöflun bændur myndu fjölga fé sínu svo mjög, að þeir mættu ekki reka það allt á afrétt. Yrðu þeir í því tilfelli, að taka upp sama fyrir- komulag og gert hefur verið á Nýja Sjálandi, að beita hluta af fé sínu á ræktað land, til dæmis tvílembdum ám og framleiða með því betra kjöt til útflutnings en nú er fyrir hendi. Dilkaskrokkarnir of stórir fyrir heimsmarkað Hann kvað íslenzka sauðféð á- ágætlega fallið til að lifa við þau lífsskilyrði, sem hér eru fytir hendi. ísl. kindakjöt væri gott, en dilkarnir væru of stórir fyrir heimsmarkaðinn eða stærri en óskað væri nú eftir. Væri því nauðsynlegt, að rækta hér lág- athöfnina á kirkjulóðinni á laug- ardag, að hann ætlaði að gefa 10 dagsverk. Háteigssókn er fjölmenn. Hún nær yfir byggðina í Hlíðum og Holtum frá Suðurlandsbraut á Golfskálahæð og frá Rauðarár- stíg austur í Kringlumýri. í sóknarnefnd Háteigssóknar eru: Þórður Jasonarson, bygg- ingameistari, formaður, Hjálmar Vilhjálmsson, ráðuneytisstjóri, Marteinn Gíslason, verkstjóri, Sesselja Konráðsdóttir, frú, fyrr- verandi skólastjóri og Sveinbjörn Jónsson, framkv.stj. fættara fé, a. m. k. á láglend- inu. Hér væru möguleikar til þess að rækta úrvalsfé og hefði hann séð á hrútasýningu í Hruna mannahreppi, hrúta sem hæfðu ágætlega til framleiðslu úrvals- diikakjöts. Hann kvað íslenzka bændur hafa fullkomnara skýrslu hald um fjárrækt sína en þekkt- ist annars staðar í Evrópu, en það auðveldaði fjárræktina á hverj- um tíma. Góðar afurSakýr Viðvíkjandi nautgriparækt hér komst dr. Hammond svo að orði, að þótt íslenzkar kýr væru ekki fallegar fyrir augað, mjólk- uðu þær vel og mikið fiftumagn væri í mjólkinni. íslendingar myndu þó eiga erfitt með sölu mj ólkurafurða á heimsmarkaði t. d. osta, vegna mikillar sam- keppni. Stæðu þeir betur að vigi með útflutning á kjöti, bæði dilka- og nautakjöti. Taldi hann rétt að stefna að því, að fram- leiða nautkjöt til útflutnings með þvi að nota naut af holdakyni handa mjólkurkúm sem ekki ærti að ala undan til að viðhalda mj ólkurkúastofni. Mætti ala þá kálfa til tveggja ára aldurs. Kvaðst hann hafa séð kynblönd- uð holdanaut í Gunnarsholti, sem álcjósanleg væru til slíkrar framleiðslu. Taldi hann að slíkt kjöt mvndi hæfa vel núverandi heimsmarkaði. Með aukinni rækt un á láglendi væri hægt að fá ágæt beitilönd til að fita holda- naut, sem að nokkru leyti mætti beita á uppþurrkuð beitilönd. Litlir möguleikar á hrossarækt Á hrossarækt taldi dr. Hamm- ond litla möguíeika hér aðra en þá, að framleiða blóðvatn úr fylfullum hryssum sem notað yrði í stórum stíl til að auka frjósemi sauðfjár. Á síðasta ári hefði þegar verið svo mikil eftir- spurn eftir blóðvatni þessu frá Nýja Sjálandi og Ástralíu, að Bretland hefði ekki getað full- nægt henni vegna þess hve hross eru þar fá. ísland hefði sérstöðu í þessu efni, því hross væru hér mörg og menn virtust ógjarnan vilja fækka þeim mikið. Þau gerðu þó það gagn sums staðar, að þau bitu niður gróft gras svo önnur verðmæt grös yxu þar sem sauðfé ætti auðveldan aðgang að, en á öðrum stöðum væri aug- ljóst, að hrossin væru einungis til óþurftar, því þau bitu gras frá fénu og öðrum arðsamari skepn- um. Dr. Hammond var mjög ánægð ur með ferð sína um landið og dvölina alla. Bað hann blöðin að flytja öllum þeim, sem greitt hefðu för hans hér, og þó sér- staklega Búnaðarfélagi íslands, þakkir sínar. Dr. Hammond er nú á förum héðan heim aftur. í Sjémanna- á sunmidag H eibalönd og afrétti má ekki ofbeita hér DR. HAMMOND, hinn víðfrægi brezki vísindamaður á sviði bú- fjárræktar, sem dvalizt hefur hér á landi undanfarið á vegum Búnaðarfélags íslands, átti í gær viðtal við fréttamenn. Hann var þá nýkominn úr ferðalagi austur um sveitir, þar sem hann kynnti ser þessi mál. Þá hefur dr. Ilammond einnig, ásamt Halldóri Páls- syni sauðfjárræktarráðunaut, héraðsræktunarráðunautum og starfs- mönnum frá atvinnudeild Háskólans, ferðazt um Norðurland og Borgarfjörð í sama tilgangi. Þing kvenfélagasam bandsins sett í gær 1 GÆR hófst hér í Reykjavík 12. þing Landssambands kvenfé- laganna. Mun það standa í fjóra daga. Rúmlega 40 fulltrúar sækja það. í Kvenfélagasambandinu eru núna eitthvað á þriðja hundrað kvenféíaga með rúmlega 12 þús. meðlimi. Þingið var sett í Tjarnarcafé í gær kl. 2. Hófst það með guðs- þjónustu, þar sem sr. Árelíus Níelsson prédikaði. Viðstaddar setninguna voru forsetafrú og kona félagsmálaráðherrans. Guðrún Pétursdóttir, formað- ur sambandsins setti þingið með ræðu. Talaði hún um störf Kven félagasambandsins síðan síðasta þing var’haldið 1955. Hún minnt- ist m. a. á ferð 60 ísl. húsmæðra á mót norræna kvenfélagasam- bandsins, sem haldið var á Jót- landi í sumar. Þá skýrði hún frá því að sambandið hefði nú ráðið Steinunni Ingimundardóttur sem fastan starfsmann eða ráðunaut, Auk Guðrúnar eiga sæti í stjórn sambandsins Aðalbjörg Sigurðardóttir og Rannveig Þor- steinsdóttir og í varastjórn: Helga Magnúsdóttir á Blikastöðum, Jón ína Guðmundsdóttir og Guðlaug Narfadótíir. Það er ráðgert að þingið standi í fjóra daga, eða fram á fimmtu- dagskvöld. Verða fjölmörg mál rædd. Á dagskrá þingsins er m. a. getið eftirfarandi atriða: Or- lof húsmæðra, aðild sambands- ins að Alþjóðasambandi hús- mæðra, garðyrkjunámskeið, heim ilisiðnaðarmál og tillögur um Húsmæðrakennaraskóla íslands, skóla og vinnuheimili fyrir stúlk- ur og útrýmingu sorprita. I gær voru nefndir skipaðar, en 10 nefndir starfa á þinginu og skipta með sér verkum. f dag hefst fundur áð nýju kl. 10 árd. En#kl. 4 síðd. verður farið í kaffi boð hjá forsetafrúnni að Bessa- stöðum og síðar í kvöld mun Steinunn Ingimundardóttir hinn nýi ráðunautur sambandsins flytja fyrirlestur um húsmæðra- fræðslu, þar sem hún mun einn- ig skýra nokkuð frá því, hvernig hún hugsar sér að haga starfi sínu sem ráðunautur sambands- ins. 85 ára i gær: Frú Geirþrúður Zoega ÁTTATÍU og fimm ára var í gær. þann 9. sept., merkiskonan frú Geirþrúður Zoega. Margir munu þeir hafa verið vinir og kunn- ingjar, sem renndu hlýjum huga til þessarar öldruðu sæmdar- konu, sem lifir nú í hárri elli meðal barna sinna og barna- barna, en þó enn síung og síkát, ávallt jafn bjartsýn og æðrulaus, sem ung stúlka á tvííugsaldri. Frú Geirþrúður Zoega fæddist 9. sept. 1872 og var alin upp hjá frú Jósefínu Thorarensen í Stykkishólmi. Árið 1902 giftist hún Helga Zoega kaupmanni í Reykjavík. Brúðkaup hans og Geirþrúðar var gert í Stykkis- hólmi en að því búnu fluttusí ungu hjónin til Reykjavíkur þar sem þau settu á stofn bú sitt. Helgi Zoega varð brátt lands- kunnur maður fyrir framtak sitt og þjóðkunna athafnasemi. Heimili þeirra hjónanna varð stórt og börnin mörg, og lifa sjö þeirra. Hjá þeim frú Geirþrúði og Helga varð snemma gest- kvæmt og mikil rausn ríkti á heimilinu. Húsfreyjan var þar hrókur alls fagnaðar' og veitti öllum hinn bezta beina. Og mað- ur hennar var henni mjög sam- hentur í allri bústjórninni og svo hafði gæfan hagað því að hann gat látið konu sinni í té næg efni til þess að gera vel við alla sem til þeirra hjóna sóttu. Heimili þeirra Zoegahjónanna var rómað fyrir gestrisni og var það að sönnu. Það fundu allir sem þangað komu. Hin glaðsinna húsfreyja sat þar i öndvegi fyrir stórum barnahópi og mannvæn- legum og urðu þeir margir sem af fundi þeirra hjóna komu bjart- sýnni og glaðari en fyrr. En þótt I marga gesti bæri að garði og þá * ekki síður marga erlenda menn, sem erindi áttu við húsbóndann og annríki væri mikið og í mörgu að sýsla, brást húsfreyj- una aldrei hógværðin einstaka og Ijómandi góðvildin til allra, sem á hennar fund leituðu. Því er frú Geirþrúðar enn þann dag í dag auðug kona, því hana hafa alla ævi, allt frá þeim árum fyrir aldamótin, er hún var ung stúlka og hvers manns hugljúfi í Hólm- inum, prýtt þau auðæfi hjartans, sem mölur og ryð fá ekki grand- að. — Nú er hún enn lifir síhress í hárri elli getur hún litið yfir langan, íarinn veg og minnst góðrar ævi, sem varið var til þjónustu öllum þeim sem í kring um liana voru, vandabundnum og vandalausum. Og á slíkum tíma- mótum er gott að vita til þess að hafa aldrei áreitni sýnt eða á hlut nokkurs manns gert en ef það er unnt að segja um nokk- urn mann, þá á það við um frú Geirþrúði Zoega. Megi ókomin ár verða hinni öldruðu sæmdarkonu farsæl og björt, ekki síður en þau árin, sem gengin eru. Vinur. Góð biáberjaspretla STYKKISHÓLMI 2. sept. — Fremur lítið er um ber hér í ná- grenninu og það sem sést eru aðallega bláber. Aftur á móti er talsvert af berjum í Dalasýslu og í Hrappsey og Purkey hefur fólk héðan úr Stykkishólmi farið að undanförnu og fengið sæmi- legt magn af berjum. Eru þau stór og vel þroskuð. — Árni. Siórfelidur koparvírs sfuldur SIGLUFIRÐI, 9. sept. — Um helg ina var framinn sá þjófnaður hér að stolið var 2—300 kg rúllu af háspennuvír frá Rafveitu Siglu- fjarðar. Er hér um að ræða sveran kop- arvír, sem geymdur var inn við Lambanesreyki í Fljótum. Var vírinn, sem er mjög verðmætur þarna miðsvæðis og átti að nota hann, ef bilanir yrðu á línunni vestan Siglufjarðarskarðs. —G.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.