Morgunblaðið - 10.09.1957, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.09.1957, Blaðsíða 6
6 MORGUD/BT 4Ð1Ð Þriðjudaeur 10. ?ept. 1957 Einræðisherronn fær loks ró í fjölskyldugrafreitnum FYRIR 12 árum var ítalski einræðisherrann Benito Mussolini skotinn og lík hans hengt upp til sýnis á aðal- torgi Milanó borgar. Að aflok- inni þeirri sýningu tóku ítölsk yfirvöld likið í sina umsjá og földu það. Þýzki einræðisherrann Hitler gerði eitt gott verk. Hann bjó svo um hnútana, er hann framdi sjálfsmorð í stríðslok, að jarð- neskum leifum hans yrði ger- samlega eytt. Skv. skipun hans var hann brenndur upp úr benz- íni, svo aðeins fíngerð aska varð eftir. Með þessu hefur hann losað umheiminn við það umstang að þurfa að fela hann tryggilega. ★ ítalir voru ekki svona heppn ir með sinn einræðisherra, Þeir hafa því orðið að fela leifar hans. I fyrstu tókst hvorki betur né ver en svo, að samsærismönnum fasista tókst að finna felustaðinn þar sem lík Mussolinis var geymt. Og þeir tóku sig meira að segja til og rændu því. Meðal hinna kaþólsku ftala, er mjög mikið lagt upp úr slíkum jarðnesk- um leifum. Fyrir áhrif frá trú- arbrögðunum munu margir gamlir fasistar hafa litið á leif ar Mussolinis sem helga gripi, sem myndu færa stefnu þeirra styrk og útbreiðslu. ítalska stjórnin lagði áherzlu á það að fasistahreyfing fengi ekki að rísa upp að nýju. Var því eitt fremsta stefnumál henn- ar, að hindra andlega uppvakn ingu kringum bein einræðis- herrans. ★ Þegar fasistum tókst að ræna leifum Mussolinis árið 1946 komst allt í uppnám í stjórnarherbúðun um. Fjölmennar sveitir leynilög- reglunnar fengu það hlutverk, að finna leifarnar hvað sem það kostaði. Fór leit þessi fram eins og í æsilegustu leynilögreglu- sögu. Grunaðir forsprakkar fas- ista voru eltir á röndum, símtöl hleruð og eftirlit haft með kirkju görðum. Eftir víðtæka leit og yf- irheyrslur tókst loks að hafa aft- ur upp á kistunni og var hún nú falin að viðhöfðum öllum hugs anlegum varúðarráðstöfunum, ek ið með hana á laun eftir hinum furðulegustu krókaleiðum. Þess vandlega gætt, að enginn gæti veitt flutningnum eftirför. Fengu aðeins um 10 manns að vita um felustaðinn, þeir sem nauðsyn bar til að framkvæmdu flutning- inn og í þann hóp trúnaðarmanna voru menn valdir nákvæmlega, eftir því hvers trúnaðartrausts menn þóttu verðir. Það er vitað, að á þessum árum hafa hópar fasista enn verið að reyna að þefa felustað- inn uppi, en nú var svo tryggi- lega um hnútana búið, að eftir- grennslanir beirra urðu árangurs lausar. ★ Nú hagar svo til á Ítalíu, að enn er á lífi Rakel, ekkja Musso- linis og nokkur börn þeirra. Fjölskyldan nýtur samúðar margra ítala, jafnvel þótt þeir aðhyllist ekki fasisma. Hefur það því verið almannarómur, að þessi feluleikur með lík Mussolinis væri harmsaga fyrir fjölskyldu hans. Hagsmunir fjölskyldunnar yrðu máske að víkja fyrir hagsmunum ríkisins um stund- arsakir, en að því hlyti að koma, að ekki yrði ástæða til að beita ástvini einræðisherrans slíkri harðýðgi. í samræmi við þetta ákvað nú- verandi ríkisstjórn Adone Zolis að afhenda Mussolini fjölskyld- unni líkið. Var það einnig gert að því athuguðu, að ekki væri leng- ur talin hætta á því að fasismi risi upp að nýju á Ítalíu. Það kom nú í ljós, að líkið hafði verið falið í klausturgraf- reit einum skammt suður af Róm. j Þann 30. ágúst sl. tilkynnti ítalska j innanríkisráðuneytið Rakel Mussolini, að þann dag yrði líkið flutt til Predappio, fæðingar- borgar Mussolinis, sem er um 200 ■ Benito Mussolini km. norður af Róm. Hélt hún þangað þegar í stað frá Róm, en þar hefur hún dvalizt að undan- förnu. Var hún viðstödd sálu- messu í San Casciano-kirkjugarð inum í Predappio. ★ Rakel Mussolini er 67 ára og guðhrædd kona. Hún kraup í bæn við kistu Mussolinis í meira en eina klukkustund. Líkið var geymt í járnsleginni kistu, sem var aðeins einn metri á lengd og einn metri á breidd. Prestarnir í Predap- pio spurðu Rakel, hvort hún vildi ekki láta leggja líkið í venjulega kistu, en hún hafn- aði því. Stóð þessi litla kista því uppi í kirkjunni. Var hún skreytt ítalska fánanum og blómsveigum. Fregnin um afhendingu líksins barst fljótt út og safnaðist stór hópur fasista að kirkjunni. Þeir voru sumir hverjir klæddir í gamla fasistabúninginn, í leður- stígvél, svarta skyrtu og axlaról. Fengu nokkrir þeirra að standa heiðursvörð við kistuna. Lög- reglusveitir voru á verði í kring- um kirkjuna. Þrátt fyrir það ruddist um 100 manna hópur fas- ista inn í kirkjuna og var með háreysti. Þeir voru einnig klædd- ir í svartar skyrtur og heilsuðu að fasista-sið með uppréttum handleggjum. Orsakaði þessi innrás í kirkjuna nokkuð skark, sem ekkjunni gramdist mjög. Hún stóð upp sneri sér að manns- söfnuðinum og sagði með ein- beittum svip: — Hættið þið þessum lát- um. Að þið skulið leyfa ykk- ur jafnvel fyrir framan lík- börur hans að halda áfram rifrildinu. Lét hún það ákveð- ið í Ijós, að henni hugnaðist ekki að þessum æsingum. Það er álitið að um 700 manns,' að líkindum flestir þeirra fasistar hafi komið til Predappio til að ganga að kistu Mussolinis. Þótt nokkur hávaði og hark yrði þarna, mun þessi tala jafnvel hafa verið lægri en búizt var við. ★ Sjálf útförin fór fram sunnu- daginn 1. september. Þá gengu lögreglusvéitir um kirkjuna og ruddu hana. Þegar því verki var lokið gengu Rakel og tvö börn hennar Edda Ciano og Romano Mussolini og voru viðstödd síð- ustu helgiathöfnina. Var það kyrrlát stund og helgi yfir henni. Síðan var kistan flutt í grafhýsi það sem Mussolini hafði látið reisa í Predappio, þegar Bruno sonur hans fórst í flugslysi á styr j aldarárunum. Þessir dagar reyndu mjög á ekkjuna og er skýrt frá því, að hún hafi lagzt veik daginn eftir með háum hita. Og allt virðist nú benda til þess að fasistasam- tökin geti ekki gert sér neinn verulegan mat úr atburðinum. Fagnaðaralda fasistanna varð minni en búizt var við, og það lítil sem hún var, er hún þegar farin að fjara út. Sænskur skógræktar- maður telur ísienzka skógrækt efniiega SÆNSKUR skógræktarfræðing- ur, prófessor doktor fil. Bertil Lindquist, forstöðumaður grasa- garðsins í Gautaborg, var hér á ferðalagi mánaðartíma um land- ið og hafði þar tækifærj til að ferðast allvíða um skógræktar- héruðin. Aðalerindi hans hingað var að fá sem nánust kynni af birkigróðri og skógræktinni hér. Hann er forstöðumaður grasa- garðsins í Gautaborg, sem er öflug stofnun og merk og á yfir að ráða 150 hekturum lands. Áður en hann fór heimleiðis hafði hann tal af ritstjórn Morgunblaðsins og var það fastmælum bundið að hann skyldi skrifa blaðinu um hugleiðingar sínar og það merk- asta sem hann hafði að segja úr ferðinni. Þetta bréf barst blaðinu fyrir nokkrum dögum og er meginefm þess svohljóðandi: Erindi mitt til íslands var segir Lindquist að fá tækifæri tii að kynnast íslenzka birkinu. í yfir 20 ár hefi ég lagt stund á að kynna mér skandinaviska fjalla- birkið og náskyldu ættingja þess í Rússlandi og Norður-Ameríku. Til þess að geta bundið endahnút á þessar athuganir mínar var mér nauðugur sá kostur að kynna mér rækilega íslenzku birkiskóg- ana. Þar er nefnilega lykilað- staða í því flókna vandamáli, er oft hefur verið talað um, að þrátt fyrir fátæka flóru íslands sé gróðurríki þess útvörður hins norður-evrópska svæðis. Ég hefi nú um mánaðartíma ferðast um íslenzka birkiskóga. í því ferða- lagi hefur einka vinur minn og kollega, Níels Dungal, prófessor, veitt mér margskonar aðstoð og einnig skógræktarstjórinn Hákon Bjarnason, sem ég kynntist fyrst, t þegar við vorum á unga aldrí við nám í Skandinavíu. Samtímis sem þessi kynni mín hafa verið mikils virði fyrir mig og sýnt mér, að margvíslegt álit manna á hinum íslenzku birki- skógum, sé ekki allt á rökum reist, þá hefi ég orðið gagntekinn af því, sem ég hefi fengið að sjá af íslenzkri skógrækt og því fram taki og dugnaði sem íslenzkir skógræktarmenn vinna af alhug. „Skógrækt ríkisins" hefur á síð- ustu 20 árum framkvæmt braut- ryðjandastarf. Eins og öllum ís- lendingum er kunnugt eru fram- leiddar um 1 milljón skógarplönt ur á hverju ábi. Það hefur komið í ljós að skógræktarstjórinn Há- kon Bjarnason hefur sjaldgæfa hæfileika og glöggt auga fyrir því sem bezt hentar hinu erfiða og sérstæða loftslagi íslands. Hefur hann á undanförnum árum út- vegað sér viðskiptasambönd bæði í Alaska og Austur-Síberíu svo góð og trygg að sérhver skóg- ræktarmaður hefur ástæðu til þess að öfunda hann af. Á þessum skógræktarstjóra hvílir mikil og sérstök ábyrgð. Skógræktarreitir hans mega ekki mistakast. Og þykist ég mega fullyrða að meginhluti þeirra komi að tilætiuðum notum. Is- sferifar úr daglega lifínu Dæmafáar móttökur. SEINT í sumar var ég á ferð um Borgarfjörð — á heimleið, í eigin bíl með fjöl- skyldu mína. Ók ég sem leið liggur að Hvítárbrú. Benzín- mælirinn sýndi,að benzín á bíln- um var orðið lítið, og þar sem ég óttaðist að það myndi ekki nægja heim, ákvað ég að koma að Ferjukoti og fá þar benzín. Þegar þangað kom, var klukkan liðlega 12 (að kvöldi) Nú var það ekki meining mín, að raska ró fólksins þar á bæ, ekki vekja upp, ef ég yrði þess áskynja að heimafólk væri gengið til náða En nú sá ég ljós í gluggum, bæði uppi og niðri, datt því í hug, að enn væri fólk á fótum. Ég nam því staðar við annan benzín-geyminn (af tveimur) og flautaði, en sá engan mann. „Sjálfsagt er fólkið sofnað“, hugsaði ég, „ég reyni í skálanum (hinum megin brúarinnar). Þar var allt uppljórftað og ég sá fólk á gangi í veitingasalnum. Taldi ég nú víst að mér væri borgið með benzínið. Ég sendi dóttur mína (14 ára) heim að skálanum og bað hana að skila, að vinsamlegast bæði ég að selja mér benzín á bílinn. Hún stóð nú góða stund við dyr skálans og barði, en enginn kom tii dyra. Kallaði ég þá til hennar og bað hana að koma, ég vildi aftur reyna í Ferjukoti. Ef til vill væri einhver á fótum þar, sem myndi fúslega greiða úr íyrir mér. Ók ég nú aftur yfir brúna. Þegar að Ferjukoti kom, voru enn ljós í gluggum, og við loftglugga, er veit út að veginum, sá ég mann sitja. Flautaði ég enn. Lítill áhugi TIMAÐURINN leit upp, en virtist ekki hafa mikinn áhuga á mér. Loks tókst mér þó að fá hann til að opna gluggann og tala við mig. Bar ég nú upp erindi mitt, en hann tók því mjög fjarri og sagði, stuttur í spuna, að búið væri að loka. Sagði ég honum þá, að ég byggist við því að ég kæmist ekki heim vegna benzín- leysis og væri með ungbörn í bíin um. Hann lét sem það kæmi sér ekkert við. Spurði ég hann þá, hvort ekki væru fleiri á fótum, sem ég gæti haft tal af. Svaraði hann því fáu, en á þá 'lund, að mér kæmi það ekki við. Ekki gat ég heyrt á mæli mannsins annað, en að hann væri ódrukkinn, ?n málfar hans var þannig, að ég gat mér til að hann væri af erl. bergi brotinn. Eftir þessar við- tökur snéri ég aftur til skálans. Þar voru ljós sem fyrr og fólk á gangi. Fór ég nú sjálfur og knúði dyra. Stúlkur tvær og piltur, sáu mig standa við dyrnar, en sinntu mér ekki frekar lengi vel. Loks tókst mér að fá aðra stúlk- una fram að dyrunum, hún opn- aði þó ekki og talaði ég við hana í gegnum rúðuna á hurðinni. Bar ég upp fyrir henni benzínvand- ræði mín — og hvað gerðist? Ókurteisi sómir engum VIÐTÖKURNAR alveg þær sömu og hjá manninum í Ferjukoti, svörin ótrúlega lík, nema hvað mér fannst hún enn merkilegri, blessuð stúlkan, og óaðgengiiegri, en nágranninn, og fannst mér þó nóg um með hann. — Mér finnst, að frá slíku sem þessu eigi að segja upphátt og opinberlega, og því bið ég yður, Velvakandi, að ætla þessum lín- um rúm. Ég efa ekki, að umgetn ar persónur, sín hvorum megin við Hvítárbrúna, hafi mælt rétt, að lokunartími væri kominn, er mig bar að garði. En ókurteisin sómir engum, og ekki þeim, er við alfaraleið eiga heima. Ég er ekki að ráðast á húsbændurna á hin- um tveimur umgetnum stöðum, það er fjarri mér, og enginn skilji orð mín á þá lund> Heimilisföður- inn í Ferjukoti þekki ég persónu- lega að öllu góðu. En gott er þeim að vita hvers konar fólk þeir hafa í þjónustu sinni. Sem betur fer heyrir framkoma hjúanna við Hvítárbrú til undan- tekningunni. Víðast hvar hefði verið reynt a.m.k. að greiða fyrir, eins og á stóð. Svo er fyrir þakkandi, að enn á gestrisnin öndvegi með þjóð okkar, löngunin að verða öðrum til góðs og hjálpar, á nóttu ^em degi. Ég vona, að svo verði einn- ig eftirleiðis beggja vegna Hvítár brúar í Borgarfirði. J. M. G. Prófessor Bertil Lindquist lendingar fá í þeim fyrsta sinn tækifæri til að sjá verulega skóga, sem að gagni mega koma. Það er skoðun mín, að enda þótt skógræktin hafi mistekist í gamla daga í íslandi fyrir van- kunnáttu á lífseðlislegum lög- málum og bæri ekki jákvæðan árangur, sem eðlilegt var, þá eru þeir tímar nú liðnir. En íslenzk skógrækt er nú byggð á vísinda- legum grunni. Ég varð hrifinn af lerkilundi í 'l Hallormsstaðaskógi, sem minnti mig fullkomlega á danskan eða sænskan lerkiskóg. Slíkur árang- ur gefur góðar vonir um glæsta framtíð íslenzkrar skógræktar. Annað mál vakti athygh og samtímis ótta hjá mér þegar ég sá og kynntist hinum ægilega uppblæstri, sem spannar iandið svo gífurlega, að þess eru ekki dæmi að ég veit, í Norður- eða Mið-Evrópu. Það fer ekki hjá því að maður verður að kenna sauðbeitinni það, hve illa er kom- ið af völdum uppblástursins bæði á fyrri öldum og í nútíðinni. Er það hin brýnasta nauðsyn fyrir þjóðina að með árvökum augum verði fylgzt með uppblæstrinum í landinu, einkum í þeim héruð- um, þar sem beitin er mest. Alltaf er það hæpið þegar menn láta hafa eftir sér ákveðnar skoð- anir um ákveðin lönd og lands- hagi, eftir að þeir hafa verið í landinu í stuttan tíma. Og því fremur ef þeir ætla að gefa góð ráð. Landbúnaður skógrækt og Framh. á bls. 11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.