Morgunblaðið - 10.09.1957, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.09.1957, Blaðsíða 12
12 MOKUUNBL AÐIÐ !>riðjuclagur 10. sept. 1957 A uslan Edens eftir John Steinbeck 127 —□ slcjðr sem skrækti s.f skyndilegri hræðslu. Kornhani sem rak upp hvellt aðvörunargarg og korn- hæna sem svaraði lágt, einhvers staðar á næstu grosum. í hænsna- húsinu var allt á ferð og flugi, -út af einu eggi og fyrirferðarmikil Rhode Island-hæna, sem vó sín tvö kíló, gerði sér upp h-æsnisfulla reiði yfir því að vera klesst og hnoðuð í gólfið af lostafullum, litlum hanaræfli, sem hún hefði getað sópað frá sér með öðrum vængnum. Murrið í dúfunum, kailaði minn ingarnar fram ; hugann. Dessie minntist þess að faðirinn hafði sagt, eitt sinn er hann sat við borðendann: — „Ég sagði "Rahbit frá því, að ég hefði í hyggju að koma upp dúfum og vitið þið hvað hann sagði þá? Hann sagði: Ekki þó hvítum dúfum? Hvers vegna ekki hvítum? spurði ég hann þá og hann sagði: — Þær færa manni alitaf óhamingju. Ef þú eignast hóp af hvítum dúfum, þá færa þær þér sorgir og dauða. Hafðu þær heldur gráar. - Já, en mér þykja hvítar dúfur fallegastar, sagði ég. — Láttu þær vera grá- ar, endurtók hann. En ekkert get- ur breytt þeim ásetningi mínum að eignast hvítar dúfur. Og Liza sagði: — „Hvers vegna ertu allt- af að freista forsjónarinnar, Samúel? Gráar dúfur eru eins bragðgóðar og þær eru stærri". Þýðing Sverrii Haraldsson □---------------------□ „Ég læt ekki stjórnast af hjá- trú og ævintýrum", sagði Samúel. Og Liza sagði með sínu óhagg- andi hispursleysi: — „Þú hefur látið stjórnast af þinni eigin þvermóðsku. Þú ert þrárri og þver ar; en nokkur múlasni". „Einhverjir verða að nota vit- ið“, sagði hann. — „Annars hefðu mennirnir búið í trjánum, allt til þessa dags“. Og auðvitað fékk hann sér hvít ar dúfur og beið vígreifur eftir sorgum og dauða, þar til hann hafði sannað málstað sinn. Og nú murruðu barna-barna-börn hvítu dúfnanna þarna í morgunsárinu og flugu um í vagnskýlinu. Dessie mundi eftir orðunum og röddunum og allt í einu var því líkast sem húsið fylltist af ölium þeim sem í því höfðu búið áður. „Sorg og dauði", hugsaði hún með sér. — „Dauði og sorg“ og það fór einhver ónotatilfinning um hana alla. — „Bíði maður aðeins nógu lengi, þá kemur það“. Hún heyrði blásturinn í stóra fýsibelgnum úti í smiðjunni og fyrstu hamarshöggin á steðjanum. Hún heyrði Lizu opna ofninn og hnoða brauðdegið á borðinu. Svo fór Joe að rápa um og leita að skónum sínum, á ólíklegustu stöð- um og fann þá að lokum, þar sem hann hafði sett þá kvöldið áður, undir rúminu. Hún heyrði mjúka og viðfeldna rödd Mollie frammi í eldhúsinu, þar sem hún las texta dagsins upp úr biblíunni og rólega rödd Unu, þegar hún leiðrétti hana. Og Tom hafði skorið sundur tunguhaftið í Mollie og svo látið algerlega hugfallast á eftir, þegar hann gerði sér fullkomlega grein fyrir dirfskuverki sínu. „Oh, kæri Tom“, sagði hún og varir hennar bærðust. Hún var enn magnlítil eftir kvalakastið og lá áfram í hálf- gerðu móki, meðan birtan óx úti fyrir giugganum. Hún mundi að Mollie átti að ganga í fararbroddi skrúðgöngunn ar, hinn fjórða júlí, með ekki minni manni en sjálfum Harry Forbes, þingmanninum. Og Dessie hafði enn ekki lokið við að leggja borða og blúndur á kjólinn henn- ar. Hún varð að drífa sig á fætur. Kjóllinn þurfti svo mikillar lag- færingar við og hér lá hún í leti. „Ég skal ljúka við kjólinn, Mollie“, kallaði hún. — „Hann skal verða tilbúinn á réttum tíma“. Hún skreið fram úr rúminu, brá morgunsloppnum yfir axlirn- ar og gekk beifætt í gegnum hús- ið sem var troðfullt af litlum og stórum Hamiltonum. Þegar hún kom fram r. ganginn, voru þeir all ir farnir inn í svefnherbergin. í svefnherbergjunum stóðu rúmin snyrtilega uppbúin, en þá voru þeir allir íeldhúsinu. Þar hurfu þeir og komu ekki aftur. — Sorg og dauði. — Raddir hins liðna fjarlægðust og hljóðn- uðu og þarna stóð hún í eldhúsinu, ein og glaðvekandi. Húsið var hreint, skúrað og flekklaust, gluggatjöldin þvegin, giuggarnir málaðir — en allt bar þess merki að karlmaður hefði leyst það af hendi. Nýstrokin gluggatjöldin héngu ekki alveg beint niður og það voru rákir í gluggunum og ef maður færði bók úr stað, sást ferhyrntur blettur eftir hana á borðinu. Það hafði verið kveiktur eldur í ofninum og eldhúsklukkan sveifl aði pendúlnum, innan við glerhlíf- ina og ganghljóð hennar var lík- ast því sem litlum tréhamri væri barið í tóma tréöskju. Úti heyrðist blístur, hátt og hvellt, eins og í klarinettu. Svo heyrðist fótatak Toms úti á tröpp- unum og nann kom inn með svo háan hlaða af brenni í fanginu, að hann sá ekki yfir hann. — Hann fleygði viðnum í eldiviðarkassann. „Þú ert bara komin á fætur svona snemma“, sagði hann. „Ann ars átti þetta að vekja þig, ef þú hefðir enn sofið“. Það var létt- ur gleðisvipur á andliti hans. — „Morgunninn er hreinn og tær eins og glitrandi vín og það er helgi- brot að liggja í rúminu og sofa“. „Þú talar alveg eins og pabbi“, sagði Dessie og fór að hlæja með honum. Allt í einu varð hann alvarleg- ur: — „Já“, sagði hann ákafur. „Og nú skal allt verða eins og þegar hann var hér. Ég hef dreg- izt hér um í eymd og Vesældómi, eins og hryggbrotin slanga. Það er ekki að furða þótt Will héldi að ég væri orðinn eitthvað undarleg- ur á geðsmunum. En nú, þegar þú ert komin aftur, skal allt breyt as^ til batnaðar. Ég skal blása lífi í lífið aftur. Heyrirðu það? Þetta hús skal aftur öðlast líf og tilbreytingu". „Mér þykir vænt um að ég skyldi koma“, sagði hún og hugs- aði um leið til þess með hryggð hversu viðkvæmur hann var, hversu auðvelt var að særa hann og hversu mjög hún myndi þurfa að vernda hann og verja. „Þú hlýtur að hafa unnið dag og nótt, til þes að húsið yrði svona hreint og þriflegt", sagði hún. „Þetta tók engan tíma“, sagði hann. — „Ég var að dunda við það svona í frístundunum". „Ég veit alveg hvers konar dund það er“, sagði hún. — „Og ef þú ert ekki búinn að finna upp ráð til þess að gera það með hænsnakrafti eða vindmyllu, sem verkar eins og ryksuga, þá hef- urðu orðið að liggja á hnjánum klukkustund eftir klukkustund og hamast, svo að svitinn bogaði af þér, með skúringafötu, skrúbb og þvottatusku". „Nei, ég hef haft öðrum hnöpp um að hneppa. Ég er búinn að finna upp lítið verkfæri, sem smeygir hálsbindinu á einu and- artaki inn í harðan flibba“. „En þú notar aldrei harða flibba". Öll fjölskyldan verzlar í fgils-kjör Sími: 2 3 4 5 6 Kjötvörur, nýlenduvörur, grænmeti, hreinlætisvörur o. fl. Soðinn matur. Sendum heim [gils-Kjiir Laugaveg 116 Fyrirliggjandi: Barnakot barnabuxur Kr. Þorvaldsson & Co. heildverzlun — Þingholtsstræti 11 sími 24478 MARKCS Eftir Ed Dodd I THINK 1 HAVE A * GOOD IDEA ... AND AS SOON AS IVE AN OPPORTUNITY, T'M RIDING OVER TO THE LEEDS RANCH 1) — Þú ættir að lara að sofa, Sirrí. Ég skal vaka yfir Bangsa. — Nei, ég er ekkert orðin syfjuð. 2) — Ef Bangsi deyr, þá vil ég vera hjá honum. 3) — Hvernig heldurðu að Bangsi hafi komizt í eitrið, Sirrí? — Ég hef nokkurt hugboð um { það, Strax og ég fæ tækifæri til þess, þá ætla ég að fara yfir á bú- garðinn hennar Lovísu og spyrja nokkurra spurninga. „Jú, ég var með einn í gær og það var einmitt þá sem uppfinn- ingin varð til. Og hænsnin — ég ætla að koma mér upp risastóru hænsnabúi — með litlum hænsna- húsum um allt. Og á þaki hvers húss á að vera sterkur hringur, svo að hægt sé að lyfta því í heilu lagi, með hjólvindu og dýfa því niður í stóran kaíkvatnsgeymi. Og eggin eiga að koma veltandi út á færibandi. — Sko, ég ætla að teikna það fyrir þig, svc að þú fáir hugmynd um hvernig það á að vera“. „Gætirðu ekki heldur teilcnað einhvern ofurlítinn morgunverðar bita?“ sagði Dessie. — „Manstu hvernig steikt egg er í laginu? Og hvernig myndirðu hafa svínsflesk ið á litinn?" „Bíddu bara róleg og þá skaltu fá að sjá það“, hrópaði hann. Svo tók hann hringina ofan af elda- vélinni, og skaraði í eldinn með járnskörungnum, þangað til hár- i' á höndunum sviðnaði. Að þvi loknu bætti hann bi nni á eldinn og fór aftur að blístra, hátt og skerandi. „Maður gæti haldið að þú vær- ir einn af þessum kiðfættu náung um, sem blása í hljóðpípur á hæð- unum í Grikklandi", sagði Dessie. „Hvað heldurðu eiginlega að ég sé?“ hrópaði hann. „Hvers vegna get ég ekki verið glöð eins og hann?“ hugsaði Dessie með sér, döpur í skapi. —- „Hvers vegna get ég ekki losað mig við allt sem angrar og þjá- ir? Ef hann getur það, þá skal ég líka gera það, hvað sem það kostar". „Tom“, sagði hún. „Já“. „Mig langar í purpura-rautt egg“. — 33. KAFLI. I. Hæðirnar héldu græna litnum langt fram í júní, áður en grasið byrjaði að gulna. öxin á villihöfr- unum voru svo þung, að þau héngu niður með stilkunum. Litlu lækirnir runnu og sytruðu langt fram eftir sumrinu. Nautgripirn- ir voru spikfeitir og það gíjáði á húðir þeirra. Þetta var eitt af þeim árum, þegar fólkið sem byggði Salinas-dalinn, gleymdi þuri-kasumrunum og óárunum. —■ Bændur keyptu meira land, en efni þeirra stóðu til og reiknuðu út væntanlegan hagnaó sinn, á káp- um sparisjóðsbókanna. SHÍItvarpiö Þriðjudagur 10. september: Fastir liðir eins og venjulega. 19.30 Þjólög frá ýmsum löndum (plötur). 20.30 Erindi: Upphaf stjórnfrelsisbaráttu íslendinga á 19. öld (Bergsteinn Jónsson kand. mag.). 20,55 Tónleikar (plötur). 21.20 fþróttir (Sigurður Sigurðs- son). 21.40 Tónleikar : Banda- rískar og franskar hljómsveitir leika tónverk eftir Ravel (plöt- ur). 22.10 Kvöldsagan: „Graeska og getsakir" eftir Agöthu Christ- ie; III. (Elías Mar les). 22.30 „Þriðjudagsþátturinn". — Jónas Jónasson og Haukur Morthens sjá um flutning hans. 23.20 Dagskár- lok. Miðvikudagur 11. september: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50—14,'.0 Við vinnuna: Tónleik ar af plötum. 19,30 Lög úr óper- um (plötur). 20,30 Upplestur: Giordano Bruno á banadægri, — bókarkafli eftir Gunnar Dal (Er- lir.gur Gíslason leikari). — 20,50 Tónleikar (plötur). 21,20 Upplest- ur: „Sprengingin", smásaga eftir John Pudney (Halldór G. Ólafsson kennari þýðir og les). 21,45 Tón- leikar: Hljómsveitin Philharmonia í Lundúnum leikur vinsæl lög eft- ir Saint-Saens; George Weldon stjórnar (plötur). 22,10 Kvöldsag an: „Græska og getsakir" eftir Agöthu Christie; IV. (Elías Mar les). 22,30 Létt lög (plötur). — 23.30 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.