Morgunblaðið - 10.09.1957, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.09.1957, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 10. sept- 1957 MOFGVNRT 4 Ð 1Ð 3 ‘ Myndirnar eru af 9 keppendanna í fegurðarsamkeppninni. — Þorsteinn Löve lengst t. v., Haukur H. Claessen næstur honum. Mikil naufgripasýning á Lágafelli Austri heitir bezti kynbótatarfurinn Fegurðar- samkeppnin ALLMIKILL mannfjöldi var sam Vangamynd af höfffi Austra, hins mikla tarfs ingastöð búnaðarsambandsins og veitir henni forstöðu Pétur K. Hjálmsson, búfræðikandidat. Er þetta þriðja sæðingastöðin á landinu. Það var fjölmennt á þessan sýningu, sem sérfræðingarnir kalla afkvæmasýningu, og meðal gesta voru velflestir ráðunautar Búnaðarfél. fslands og einnig gest ur þess dr. Hammond. Nautin þrjú eru Austri frá Bollastöðum í Hraungerðishreppi, Máni frá Melum í Melasveit og Grettir úr Mýrdal. Austri fékk 1. verðlaunin, en Ólafur Stefáns- son nautgriparæktarráðunautur Búnaðarf. dæmdi. Dr. Hammond var spurður um álit hans á dómi Ólafs og kvað hann réttan. — Máni hlaut II. verðlaun og Grett- ir III. — Sagði dr. Hammond að Grettir væri tilvalinn til undan- eldis fyrir holdakýr. En Grettir sem nú er 7 ára verður felldur í haust. Á sýningunni voru sýndar 15 dætur verðlaunagripsins Austra. Þær eru aliar ýmist betri mjólk- urkýr en mæður þeirra eða fylli- lega jafngóðar. — Þóttu þær mjög samstæður hópur bæði á vöxt og lit og jafnbyggðar, rým- ismiklar með góða malarbygg- ingu. Voru þessar dætur Austra greinilega beztu kýrnar í þess- um hópi. Dætur Mána voru 17. Það var að dætur Austra eru í Mosfells- sveit, suður í Hafnarfirði og í Garðahreppi, einnig á Kjalarnesi og Kjós. Kynbótanautin eru hofð í húsi allt árið um kring, og eru stöðugt á heygjöf, og fá fóðurbæti að auki. Engar girðingar halda þess- um stóru þungu gripum, ef þeir®- itirt tíðarfar AKUR.EYRI, 9. sept. — Tíðar- far hefir verið fremur stirt hér á Norðurlandi að undanförnu. Hefir verið norð-austan kaldi með rigningu af og til. Víða hefir snjóað í fjöll. Ekki hafa þó enn verið teljandi næturfrost og mun kartöflugras ekki hafa fallið enn- þá. Lauf á trjám er byrjað að sölna og haustlitur að færast yf- ir landið. Víðasthvar er heyskap að ljúka hér í Eyjafirði og er sumsstaðar lokið. Heyfengur er góður og víða mikill, þótt kalt væri í vor og seint sprytti. Menn eru byrjaðir að taka upp kart- öflur og er útlit fyrir ágæta upp- skeru. Nú líður ’óðum að göngum og haustverk eru að hefjast af full- um krafti. Væri óskandi að tíð spilltist ekki á meðan á þeim stendur. Mun þá sumarið reynast gott að þessu sinni og bændur og búalið vel undir veturinn búið. —vig. Sigurvegarinn Helgi V. Ólafsson hefir lagt stund á hiff svokallaða Atlaskerfi og stælt vöffva sína á því. Tvítugur maður, Helgi Viðar Ólafsson hreppti titilinn lang- þráða og þar að auki ferð til Lundúna og vikudvöl þar. Þor- steinn Löve, kunnur íþróttamað- ur, varð annar og hlaut föt að launum. Haukur H. Claessen varð þriðji og fékk í verðlaun frakka. Austri, hinn 8 ára gamli kynbótatarfur Búnaffarsambands Kjalnesþings. — Þaff er Pétur K. Hjálmsson búfræðikandidat, sem heldur í keöjuna í nefhringnum. (Ljósm. Mbl. G. R. Ó.) Reykjum, Mosfellssveit. Á FÖSTUDAGINN var, fór fram nautgripasýning að Lágafelli í Mosfellssveit, en þar voru sýnd- ar í húsi Ræktunarsambands Kjalarnesþings 46 kýr dætur þriggja kynbótanauta sem eru eign Búnaðarsambands Kjalarnes þings og höfð eru í einu fjós- anna sem Thor Jensen stórbóndi byggði á sínum tíma undir tún- fæti Lágafells. Er þar nú sæð- sameiginlegt með þeim að flestar voru þær rauðar, kollóttar og mjög fínbyggðar. Húðin ágæt en útlögur litlar og fremur grunn- ar, en bolur langur og virtust vera mjólkurlegar. Dætur Grettis voru 14 og þóttu þær misjafnar. Komið var með kýrnar á bíl- um að Lágafelli, en þær voru úr mörgum hreppum og misjafnlega langt að komnar. Geta má þess ætla sér að komast í gégnum þær. Pétur Hjálmsson sagði að Grettir væri mannýgur, en Austri á slíkt ekki til. — Hann er sonur Baulu 17 á Bollastöðum og Repps frá Kluftum, sem er landskunnugt kynbótanaut og verðlaunahafi. Á slíkum sæðingastöðvum sagði Pétur Hjálmsson, er sæðið tekið að morgni dags, það er svo bland að með eggjarauðu og natrium citrat, og er síðan sett í kæli og geymt við 4 stiga hita, í mesta iagi 2—3 daga. Sýningin þótti takast mjög vel. Sýningargestum gafst ágætt tæki færi til þess að gera samanburð á hinum einstöku systrahópum frá Lágafelli, enda var það óspart gert. ankominn í Tívolí á sunnudaginn þegar efnt var til fyrstu fegurð- arsamkeppni karla hérlendis. — Keppendur um titilinn „íslend- ingurinn 1957“ voru 10 talsins, flestir um og rétt yfir tvítugt að því er virtist, en tveir, sem fyrir löngu hafa slitið barnsskón- um. Þrátt fyrir kuldagjóstur virtust áhorfendur skemmta sér vel meðan á fegurðarsýningunni stóð. STAK8TEII\IAR Hræðsla kommúnista yið gjaldeyrisaðstöðuna. „Allar horfur eru á því aff á þessu ári verffi gjaldeyrisfram- leiðsla atvinnuveganna svipuð og hún hefur orffiff mest áður, þrátt fyrir lélegt aflamagn á vetrar- vertíff og síldveiffum“. Þannig kemst málgagn viff- skiptamálaráðherra kommúnista aff orði s. 1. sunnudag. Jafnframt fullyrffir þaff, aff gjaldeyrisaff- staða bankanna sé „betri en á sama tíma í fyrra“. Svo hræddir eru kommúnistar nú orðnir við það öngþveiti, sem vinstri stjórnin og viðskiptamála- ráffherra þeirra hefur leitt yfir þjóffina í gjaldeyrismálunum, aff þeir grípa til svo fáránlegrar staff hæfingar, aff gjaldeyrisaffstaffan sé „betri“ nú en á sama tíma í fyrra. Hvernig stendur þá á þeim vandræffum, sem nú steffja aff og ekki gerffu vart við sig í fyrra? Nei, kommúnstar hafa enn einu sinni lent í andstöðu viff sann- leikann og staffreyndirnar. Þaff er rétt, sem Mbl. hefur skýrt þjóðinni frá, aff þegar tillit er tekiff til eyffslulánanna, sem stjórnin hefur tekiff þá hefur gjaldeyrisaffstaffan versnaff um 300 millj. kr. á einu valdaári vinstri stjórnarinnar. Níú stýra þeir viðskipta- málunum. Þaff er furffulegt gort þegar blaff kommúnista þrástagast á því, aff fyrst eftir aff kommún- isti varff sjávarútvegsmálaráff- herra hafi vetrarvertíff hafizt strax upp úr áramótum. Sann- leikurinn er auffvitaff sá, aff ver- tíff hefur svo aff segja alltaf byrjaff fyrstu dagana í janúar, ef ógæftir hafa ekki hamlaff róffr- um. Svo á þaff aff vera eitthvert sér- stakt afrek sjávarútvegsmálaráff- herra kommúnista, að s. 1. vetr- arvertíff viff Faxaflóa gat hafizt strax upp úr áramótunum!! Svona einstakt er raup og yfir- læti kommúnista á öllum svið- um. Blaff þeirra gengur jafnvel svo langt, aff staðhæfa, á sama tíma, sem gjaldeyrismál þjóffar- innar eru komin í algert öng- þveiti, aff gjaldeyrisaffstaðan sé ekki verri en á s. I. ári. Kommúnistar hafa á undan- förnum árum kveðiff upp harffa dóma um stjórn viffskipta- og verfflagsmála. Nú stýra þeir þeim ráðuneytum sjálfir, sem þessi mál heyra undir, Lúffvík viðskipta- málunum, og „seminaristinn frá Jonstrup“ verðlagsmálunum. Árangurinn af stjórnkænsku kommúnistanna lætur ekki standa á sér. Þrátt fyrir furffu- legustu skriffinnsku nefnda og ráða, hækkar verðlagið stöff- ugt og gjaldeyrisaðstaðan verður æ vonlausari. Framsókn mistókst hrekkvísin. Fyrir alllöngu höfffu Sjálf- stæðismenn í AustUr-Húnavatns- sýslu auglýst hiff árlega héraffs- mót sitt aff Blönduósi sunnudag- inn 8. september. Framsóknar- broddum. hér syffra eru þessar vinsælu samkomur Sjálfstæðis- manna þyrnir í auga. Gripu þeir nú til þess bragffs aff aug- lýsa samkomu sína kvöldið áffur á öðrum stað í héraffinu til þess aff freista þess aff draga úr aff- sókn aff héraffsmóti Sjálfstæðis- manna á Blönduósi. En þessi hrekkvísi Framsókn- ar bar lítinn og lélegan árangur. Þeir fengu aff vísu töluvert af utanhéraffsfólki á samkomu sína. En héraffsmót Sjálfstæffismanna daginn eftir varff fjölmennara en oftast áður. Voru margir liffs- oddar Framsóknar í Austur- Húnavatnssýslu framlágir yfir þessu tiltæki sinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.