Morgunblaðið - 10.09.1957, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 10.09.1957, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 10 sept 1957 MOPCT'lVRT 4fí!Ð Pétur Benediktsson bankastjóri: Flagð undir fögru skinni EITT af því, sem mest áhrif hef- ir á alla afkomu almennings, eru verðbreytingarnar. Það má hugsa sér margvíslegar afstöðubreyt- ingar verðlags á mismunandi varningi, og jafn margbreytileg verða áhrifin. Meðal þeirra til- vika, sem fyrir geta komið, er það sem nú skal lýst. Verðið á öllum innfluttum vör- um hækkar dag frá degi, en þó er ennþá örari hækkunin á því verði, sem fslendingar fá fyrir varning sinn á erlendum mark- aði. Eftirspurnin eftir íslenzkum afurðum eykst, allt selst fljótt og vel, vinnuafl og tæki nýtast betur en nokkru sinni fyrr. Út- flytjendur og atvinnurekendur, sem starfa að útflutningsfram- leiðslu, græða stórfé. Léttbrýnn og broshýr sér fjármálaráðherr- ann peningana flæða í ríkissjóð í stríðum straumum, án þess að hann hafi þurft að leggja á nýja tolla eða skatta af nokkru tagi. En launþegarnir búa við kjara- samninga, sem miðaðir voru við allt annað verðlag, óbreytt frá því sem var, áður en þessi undur fóru að gerast. Það er ekki aðeins, að þetta geti gerzt, — það hefir gerzt hér á landi á þeim áratug, sem var næstur á undan þeim, sem nú er að líða. Þegar svona er í pottinn búið, er engin furða, þótt launþegarnir fari að íhuga, hvort þeir séu ekki uppi enn, þessir kunningjar Bólu-Hjálmars, sem safna auð með augun rauð, er aðra brauðið vantar. Réttilega neita launmenn að una slíku ranglæti, og allir sanngjarnir menn vilja veita þeim stuðning. Eins og á stend- ur eru og allar líkur á því, að atvinnurekendur séu viðmælan- legir. Þeir hafa af nógu að taka. Vandinn er því hlutfallslega auð- leystur í bili með beinum samn- ingum beggja aðila um kjara- bætur. En til hvers er verið að semja um kjarabætur, þegar verðhækk- anirnar halda stöðugt áfram? Það, sem náðist við samninga- borðið, kemur ekki að nema hálfu gagni, vegna nýrra verðhækkana, sem hafa orðið, áður en blekið þornaði á undirskriftunum undir samningana. Væri ekki meira vit í því að leita að allsherjarlausn, sem gerði það unnt að leiðrétta misréttið jafnóðum og það verð- ur til? Góðgjarnir menn tóku að svip- ast um eftir slíkri lausn, og brátt þóttust þeir hafa komið auga á hana. Það var vísitala fram- færslukostnaðar. Hvað gat verið sanngjarnara en það, að launa- stéttirnar fengi allar sjálfkrafa og jafnóðum bætta þá hækkun, sem varð á framfærslukostnað- inum? Þarna mátti leysa við- kvæmt vandamál með vísinda- legri nákvæmni, án þess að nokk- ur hlutdrægni gæti komið til greina. Þennan lið mátti fram- vegis taka af dagskrá í viðræð- um um launakjör, þótt launþeg- um og atvinnurekendum væri enn frjálst að bítast um það, hve stóran skerf til viðbótar hin al- menna velmegun skyldi veita hvorum um sig. — ★ — Þannig hófst ævintýri visitöl- unnar. Hingað til höfðu hagfræð- ingarnir notað hana í snatt og snúninga, en ýmsir þeirra höfðu þó ekki haft allt of miklar mæt- ur á henni, þótt hún pasturslítil og ákaflega hneigð til ósannsögli. En nú hækkaði hagur Strympu. Hún var sótt í öskustóna, og hver einn af stjórnmálamönnunum, sem fylgdi henni þaðan í ráðs- konustöðuna, sá sjálfan sig í hlut- verki kóngssonarins í ævintýrinu af öskubusku, sem nú var að endurtaka sig á sviði stjórnmál- anna. Nú gekk allt vel um stund. Grein þessi, eftir Pétur Benediktsson bankastjóra, birtist í „Nýju Helgaíelli", sem kom út í síðustu viku. Þar sem hér er um að ræða mjög athyglisverða grein um málefni, sem snertir alla landsmenn, fékk Mbl Ieyfi ritstjórnar Helgafelis og höfundar hennar til þess að endurprenta hana hér í blaðinu. tölunni hjálparstörf á vinnustof- um sínum og í handbókum, gátu innblásið hana vissum heiðar- leika, en hún hafði sannarlega ekki gott af samverunni við stjórnmálamenn og forustumenn hagsmunasamtaka. Annarleg sjónarmið fóru nú að hafa áhrif á það, hvernig fjölskyldan, sem aldrei var til, eyddi tekjunum, sem hún aldrei hafði milli handa. Það var þó ekki nema upphaf- því engin furða, þótt hændur leggði við hlustirnar, þegar þeir fréttu, að nú hefðu þeir í kaup- staðnum fundið ráð til þess að vernda menn gegn öllum illum afleiðingum verkhækkananna. ,,So ein Ding muss Ich auch haben“, sagði bóndinn (og talaði þýzku, til þess að kavpakonan skildi hann). Þessu var fljótlega komið í kring, eins og lauslega hefir verið drepið á hér að fram- ið. Vörurnar, sem hinni frægu j an. Síðan vega bændur og launa- Meðan nóg voru efnin, skammt- aði nýja ráðskonan hverjum sitt. Hún varð vinsæl, því að hún hét launþegunum því, að hvernig sem allt veltist, skyldu kjör þeirra þó aldrei versna. Fyrir hvert vísitölustig, sem viðurvær- ið hækkaði í verði, fengi þeir samsvarandi kauphækkanir. Aðr- ar stéttir komu brátt auga á þessa dásamlegu úrlausn, og þannig varð t. d. landbúnaðar- vísitalan til, og enn fylgdu fleiri tekjutryggingar í kjölfarið. En einn góðan veðurdag hafði hjól lukkunnar snúizt. Tekjur útflutnings-framleiðslunnar ent- ust ekki lengur til þess að gjalda hið sama kaupgjald sem fyrr. ís- lenzkar vörur urðu of dýrar til þess að þær gætu selzt á erlend- um markaði, ef þær áttu að bera það kaupgjald, sem vísitalan sagði til um. Eitthvað hlaut und- an að láta. Eðlilegt hefði mátt virðast að segja vísitölunni, þess- ari nýju viðbót við hagkerfið, upp vistinni. Hún hafði verið ráðin til starfa undir vissum for- sendum, og nú voru þær brostn- ar. Þótt hún væri meinlaus, með- an verðhækkanir — og kaup- hækkanir — innanlands höfðu ekki við verðhækkunum ís- lenzkra afurða á erlendum mark- aði, var ekki þar með sagt, að hún væri til nokkurs nýt, þegar þetta hafði snúizt við. Þessa leið mátti ekki fara. Nú hafði skapazt eins konar átrún- aður á vísitöluna sem verndara launþeganna, árás á hana var orð- in hið sama og árás á velmegun alþýðu landsins. Mönnum gleymdist það, sem þó hlýtur að vera grundvöllurinn fyrir öllum kaupgreiðslum, að peningarnir eru aðeins ávísanir á verðmæti. Einstaklingur, sem gefur út ávís- un, sem engin innstæða er fyrir, fer strax að hlusta eftir því, hvort ekki sé farið að marra í tukthús- dyrunum. Verði hinu opinbera peningavaldi hin sama yfirsjón á, þarf það ekki að óttast neina hegningu. Hún lendir á þeim, sem taka við ávísununum. Verðmæti þeirra verður þeim mun minna, sem innstæðan er minni. Á þetta hefir áður verið bent bæði af mér og mörgum öðrum á undan mér, en það verður að halda áfram að hamra á því, þangað til allir kunna það eins vel og faðirvorið, eða betur. Verðþenslan, sem þjakað hefir fjármálum þjóðarinnar síðan á ófriðarárunum, á sér margar orsakir, og til þess að lækna hana þarf ekki að stinga á einu kýli, heldur mörgum. Einn öflugasta bandamann sinn á hún í vísitölu- átrúnaðinum. Vorið 1950 var reynt að taka djarflega á þessum vanda með gengisfellingunni, en brátt sótti í sama horfið. Vísi- tölubinding kaupgjaldsins átti ekki hvað minnstan þátt í að koma í veg fyrir, að gengislækk- unin næði tilgangi sínum. Til þess að þurfa ekki að horf- ast í augu við staðreyndirnar um raunverulegt gengi krónunnar og til þess að komast hjá því að stugga við vísitölunni, hefir styrkjaleiðin verið valin. En styrkirnir þýða nýja skatta, skatt arnir þýða aukna dýrtíð í land- inu, aukin dýrtíð þýðir hærri vísitölu framfærslukostnaðar, hærra kaupgjald, hærri styrki, hærri skatta, aukna dýrtíð o. s. frv. í hið óendanlega. „Skattarnir þýða aukna dýrtíð, .... aukin dýrtíð þýðir hærri vísitölu framfærslukostnaðar". Þar kom ég fallega upp um mig, að fylgjast ekki með almæltum tíðindum. Hafði ég þá aldrei frétt af því, að á þessu ári hafa meiri nýir skattar verið lagðir á þjóð- ina en nokkru sinni fyrr, og hafði ég ekki nýverið heyrt einn af valdamestu mönnum þjóðarinn- ar skýra frá því, að dýrtíðin í landinu hefði aðeins aukizt um 4 vísitölustig eða sem næst 2%? Hafði ég ekki heyrt sama valda- mann segja, að þessi óverulega hækkun stafaði að langmestu leyti af verðhækkunum erlendis? Jú, raunar hafði ég heyrt allt þetta, en ég hafði einning á sín- um tíma heyrt það, sem Púlli sagði: „Engin dýrtíð á Vopna- firði. Allt skrifað". Og hagspek- fjölskyldu var ætlað að eyða aur um sínum í, fengu sérstaka helgi og voru kallaðar vísitöluvörur. Og þeim mun meira sem þetta tilvistarlausa fólk neytir af ein- hverri ókveðinni vörutegund, þeim mun meiri verður helgi hennar. Þetta getur haft hin ein- kennilegustu áhrif á líf þeirra, sem í landinu lifa, klæddir holdi og blóði. Þegar þetta er skrifað, menn salt á verðhækkunarásn- um, og við hverja sveiflu kemst hvor aðili um sig nokkru hærra en næst á undan. Vísitala fram- færslukostnaðar hækkar að vetri og vori, verðlag landbúnaðaraf- urðanna fylgir í fótspor meistar- ans næsta haust og gefur þar með tilefni til nýrrar hækkunar vísitölunnar, og svo koll af kolli. Skylt er þó að geta þess, að ekki hafa Reykvíkingar t. d. ekki j hefir þessum rétti verið fylgt fengið að kaupa bakarísbrauð eftir til fulls hverju sinni, en (nema sætabrauð og snúða) í 5 i hinu gleyma menn þö aldrei, að vikur. Ástæðan er sú, að óvenju- j þarna er dýrmætur „réttur“, sem Pétur Benediktsson ina í hvoru tveggja hafði ég lagt nokkuð að jöfnu. Mönnum eru sagðar margar fáránlegar sögur úr fjarlægum löndum, og sjálfsagt mætti telja einhverjum trú um það, að austur í Kina væri unnt að leggja á neyzluvörur þjóðarinnar nýja skatta, sem næmu uppundir 10% af þjóðartekjunum, án þess að það yki dýrtíðina svo að neinu næmi. En hitt er næsta furðu- legt, að íslenzkum almenningi, sem skattana verður að bera, sé ætlaður sá andlegi sljóleiki að hafa elcki orðið þess var, að byrð- arnar hafa verið auknar. Nær vissu þér svo heimskan hest, hann mundi fyrir sverja, þegar fram keyrður másar mest, menn séu til, sem berja? — ★ — Sannleikurinn í málinu er sá, að hinir vísu feður hafa ekki fundið neina nýja skatta, sem séu þjóðarheildinni sársaukalaus- ir. Það sem gerzt hefir er allt annað. Hofgoðar vísitölunnar sáu loks, að hún ætlaði' allt vitlaust að gera í fjármálum þjóðarinnar. Þá gripu þeir til þess ráðs að æra hana sjálfa. Hver einasti hagfræðingur mun viðurkenna, að vísitala fram- færslukostnaðar hlýtur ætíð að vera mjög tilviljunarkenndur og ónákvæmur mælikvarði á það, sem allur almenningur kallar „dýrtíð“, — með mjög óvísinda- legu orði, en orði, sem hann hef- ir á tilfinningunni, hvað þýðir. Hugsuð neyzla ímyndaðrar fjöl- skyldu með handahófskenndan krónúfjölda í tekjur er mæli- kvarðinn. Heiðarlegir hagfræð- ingar, sem eingöngu ætluðu vísi- mikið er notað af vísitölu við framleiðslu á brauði (en aftur á móti fer engin vísitala í sæta- brauð og snúða). Helgi vísitöluvaranna kemur fram í allskonar fríðindum um tolla og skatta („það má ekki hækka vísitö!uná“), og stundum í því, að beinlínis er gefið með þeim af almanna sjóði („það verð ur að lækka vísitöluna“). En þegar að því er komið að færa vísitölunni fórnir til þess að halda henni í skefjum, kemur í Ijós, að segja má um hana eins og Grýlu, að „hún er sig svo vand fædd“, að henni stendur ekki á sama, hvað hún leggur sér til munns. Kartöflur eru hennar uppáhaldsmatur, þar næst salt- fiskur. Það mun kosta innan við eina milljón króna að fá hana til að lækka sig um eitt stig, ef fórnin er færð í kartöflum, þeir mega alls ekki glata. Þarna hafði vísitalan tekið að sér að bjarga bæði launamönnum og bændum frá böli verðbólgunn- ar. En hvað um framleiðendur fiskiafurða og aðra, sem eru upp á útflutning komnir með afkomu sína? Við minnumst þess, að eftir að ófriðnum lauk sótti æ meira í það horf, að útflutnings-fram- leiðslan gæti ekki borið hinn inn- lenda tilkostnað. Það hefði verið eftir öðru að finna vísitölu út- flutningsþarfanna og greiða um- svifalaust verðbætur í samræmi við hana. Ekki hefir þetta þó komizt í framkvæmd skírum stöfum, en ekki munar það miklu. Menn viðurkenna, sem rétt er, að varla sé til sá íslenzkur varning- ur sem unnt sé að framleiða til útflutnings með núverandi verð- lagi. Fyrst svo er, segja menn, rösklega tvöfalda þá upphæð, ef,þa. er ekki annað en að bæta henni er gefinn saltfiskur, um og ™nnum Það UPP með styrkjum. yfir 5 milljónir á hvert stig að l Hugsanagangurmn er hinn sami ala hana á smjörlíki eða kinda- kjöti, en frá tæpum 6 upp í 6,5 milljónir, ef henni er gefin mjólk eða smjör. Nú mætti ætla, að fórnirnar væru færðar að mestu eða öllu leyti í saltfiski eða kartöflum, þar sem það væri heildinni ódýr- ast og réttirnir engan veginn ó- þekktir á matborði flestra íslend- inga. En það er eins og eimi eftir af þeim gikkshætti, að þetta sé ó- fínn matur, því að þrefalt hærri fjárhæð er eytt til niðurgreiðslu á smjörlíki en kartöflum og þrítug falt hærri til niðurgreiðslu á mjólk en saltfiski. En er þetta ekki eintóm vitleysa? spyr sá sem utan að kemur og ekki þekk- ir til. Nei, svara æðstu prestarn- ir, þarna sýnir þú aftur skiln- ingsleysið á samhengi efnahags- lífsins. Það hefir nefnilega verið reiknað út, að bændur þurfi ákveðið verð fyrir sínar afurðir. Ef þeir fá það ekki, raskar það vísitölu framleiðslukostnaðar landbúnaðarins, og sé neytend- unum ætlað að greiða þetta sann- virði úr eigin vasa, verða vörurn- ar svo dýrar, að enginn kaupir þær. Þetta er allt tiltölulega einfalt, meðan við höldum okkur við styrki til innlendrar framleiðslu. Hitt er miklu erfiðara að sjá, hvort gefið er með innfluttum vörum eða ekki. Þegar svo til öll útflutningsframleiðsla er komin á hreppinn og með henni gefið, og þessa meðgjöf verður að fá með sköttum af innflutningnum, ætti hagfræðingunum þó ekki að vera ofvaxiö að finna „vísitölu" fyrir meðalálagi á innflutning- inn til greiðslu á útflutnings- styrkjunum. Ég hygg, að reikna megi með a. m. k. þriðjungs meðalálagi sem nauðsynlegu lág- marki, og þá eru allar þær vör- ur, sem greiða lægri innfhitn- ingsgjöld í dag, á opinberu fi am- færi sem því svarar. — ★ — Þegar fregnir fara að berast af merkilegri nýjung, er eðlilegt, að þær veki forvitni og löngun til að reyna nýmælið. Það var og hjá vísitöludýrkendum. Um styrkjastefnuna mun ég ekki fara fleiri orðum hér, enda hefi ég fyrir skemmstu reynt að gera því efni fyllri skil á öðrum vett- vangi. Launamenn, framleiðendur til sveita og sjávar, öllum er þeim haldið uppi á hinu falska flot- holti. En er þá enginn eftir í landinu, sem verður fyrir barð- inu á verðbólgunni? Jú, þarna kemur einn flokkur manna í Ijós, þeir sem spara fjármuni sína. Eft- ir því sem verðigldi peninganna minnkar, eftir því skreppur sjóð- ur þeirra saman, ef þeir hafa varðveitt fjármuni sína í spari- sjóði, skuldabréfum eða öðru því formi, þar sem verðmætið er mælt í krónutölu. Það liggur í augum uppi, að meðferðin á sparifjáreigendum er ósanngjörn. Góður kunningi minn, mætur embættismaður úti á landi, sagði mér um daginn, að árið 1939 hafi hann verið að hugsa um að festa kaup á lítilli íbúð hér í Reykjavik, en ekki fundizt hann hafa sparað alveg nóg sam- an til þess að hafa efni á því. Síðan hefur hann haldið áfram að spara eins og hann hefur get- að í 18 ár, — og hann er heldur fjær því í dag en hann var þá að geta eignazt íbúðina. Þessi saga er mjög fjarri því að vera einstæð. Krafan um að tryggja verðgildi sparifjársins hlýtur mjög almenn an stuðning, því að hún er bæði eðlileg og sanngjörn. Þar að auki fær hún stuðning þeirra, sem í sjálfu sér kæra sig kollótta um öll sanngirnissjónarmið, en sjá fram á, að lindin að öllu lánsfé handa sjálfum þeim er á þrotum, þegar enginn fæst til að spara. Löggjafinn grípur til hugvits- samra ráðstafana. Einstaka teg- undir af sparifé eru gerðar skatt- frjálsar og undanþegnar fram- talsskyldu (jafnframt því sem atvikin neyða stjórnarvöldin til aukinnar hnýsni og skattpíning- ar á öðrum sviðum). En þetta hrökk skammt, og þá kom bjarg- ráðið, vísitölutryggð skuldabréf. Framh. á bls. 11.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.