Morgunblaðið - 10.09.1957, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.09.1957, Blaðsíða 8
 MoncrnsBi4 Ðie> Þrlðjudagur 10. sept. 195T Otg.: H.l. Arvakur. Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Aðamtstjórar: Vaityr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsscn. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Öla, simi 33045 Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðaistræti 6. Auglýsingar og aigreiðsia: Aðaistræti 6. Sími 22480 Askriftargjaia kr 30.00 á mánuði ínnaniands. í lausasölu kr. 1.50 eintakið. SOKN SJALFSTÆÐISMANNA HELDUR ÁFRAM UTAN UR HEIMI Rússar höfðu öll völd í Ungverjalandi r Ur Ungverjalandsskýrslu S.Þ SjAlfstæðisflokkur- INN hefur á þessu sumri efnt til fjölda funda og áéraðsmóta um land allt. Þess - ar samkomur hafa verið frábær- lega vel sóttar og víðast hvar betur en nokkru sinni fyrr. Tugir þúsunda íslendinga hafa komið þangað og hlýtt á málflutning þingmanna og forystumanna flokksins í hinum ýmsu héruð- um. Enda þótt flestar þessar sam- komur hafi verið sóttar af fleir- um en Sjálfstæðisfólki, hefur þó málflutningi forystumanna flokksins almennt verið mjög vel tekið. Það hefur þannig komið í Ijós að stefna flokksins á ríkan hljómgrunn en oftast áður í hug- um íslendinga. Þjóðinni er það ljóst að stefna vinstri stjórnar- innar hefur leitt yfir hana mikla erfiðleika. Fylgisaukning Sjálf" stæðismanna í síðustu kosningum Sjálfstæðisflokkurinn fór ekki úr ríkisstjórn við síðustu kosn- ingar vegna þess að hann biði þá ósigur. Þvert á móti jók hann fylgi sitt meðal þjóðarinnar enn- þá meira en hann hefur nokkru sinni áður gert. Hann bætti við sig á 7. þús- und atkvæða og hækkaði hlutfallstölu sína um rúmlega 5%. Flokkar Hræðslubanda- lagsins töpuðu hins vegar um það bil 4% af atkvæðum sín- um, miðað við kosningarnar 1953. Sú staðreynd að þessir flokkar skyldu engu að síður bæta við sig þingsætum á sama tíma sem Sjálfstæðisflokkurinn tapaði 2 þingsætum, sýnir hversu gersam- lega úrelt kjördæmaskipun okk- ar er. Sú sókn, sem Sjálfstæðis- menn hófu í síðustu kosning- um, og birtist í hinni stór- felldu atkvæðaaukningu þeirra, heldur nú áfram. Óvin sældir vinstri stjórnarinnar aukast með degi hverjum. — Þjóðinni verður sífellt ljósara að hún er ófær um að stjórna landinu. Af leiðin "ar ^skattr áns og hafta Sú frásögn Morgunblaðsins að gjaldeyrisstaða þjóðarinnar sé nú um 300 millj. kr. verri heldur en hún var á sama tíma í fyrra, hef- ur ekki verið hrakin. Blað við- skiptamálaráðherrans viðurkenn- ir sl. sunnudag að þetta spretti ekki fyrst og fremst af aflabresti við sjávarsíðuna. Blaðið segir að „allar horfur séu á þvi að á þessu ári verði gjaldeyrisframleiðsla at vinnuveganna svipuð og hún hef- ur orðið mest áður.“ Hvernig stendur þá á því að gjaldeyrisafkoman er svo miklu verri en á sl. ári, ef gjaldeyris- tekjurnar eru nokkurn veginn þær sömu nú og þá? Á því eru til ýmsar skýringar, m. a. þær að skattaránið og hafta stefnan er þegar tekin að verka lamandi á framleiðslu og athafna líf í landinu. Ennfremur munu vera nokkru minni gjaldeyris- tekjur af varnarliðsframkvæmd- um í ár en á sl. ári. Ríkisstjórn- in hefur að vísu látið í>orga sér ríflega í dollaralánum fyrir að svíkja loforð sitt um brottrekst- ur varnarliðsins. Mun flestum ís- lendingum, að fráteknum stjórn- arherrunum, þykja hin mesta niðulæging og svívirða að slíkri framkomu af hálfu íslenzkra ráðamanna í öryggismálum þjóð- ar sinnar. Vandséð er nú hvernig ríkis- stjórnin ætlar sér að fleyta þjóð- inni yfir þá efnahagserfiðleika, sem við blasa, að óbreyttri stefnu hennar. Vaxandi höft og enn auknir skattar, sem virðist vera eina úrræði ríkisstjórnarinnar, hljóta að halda áfram að lama framleiðsluna. Af því leiðir minnkandi gjaldeyristekjur. Enn sem komið er virðist ríkisstjórn- in helzt hafa í huga þá bráða- birgðalausn á þessum vandræð- um að taka stöðugt ný lán í er- lendum gjaldeyri til kaupa á brýnustu nauðsynjum. En slík stefna leiðir fyrr en síðar til hreins þjóðargjald- þrots. Blað forsætisráðherr- ans hefur þegar lýst því yfir að greiðsluhalli sé óumflýjan- legur hjá ríkissjóði og útflutn- ingssjóði, eins og nú horfir. En það hefur ekki bent á neina nýja leið út úr ógögnunum, aðeins talað um að „róttækar ráðstafanir" séu óumflýjan- legar, ef ekki eigi að koma til nýrrar stöðvunar framleiðslu- tækjanna. Eina leiðin Öllum hugsandi mönnum á ís- landi er nú að verða það ljóst að eina leiðin til þess að koma í veg fyrir efnahagslegt hrun í landinu á næstunm er að núver- andi ríkisstjórn viðurkenni upp- gjöf sína og gefi þjóðinni kost á að velja sér nýja forystu. All- ar stéttir vantreysta vinstri stjórninni. Allir telja auðsýnt að hafta- og skriífinnskustefna henna hljóti að leiða af sér minnk andi framleiðslu og þverrandi framkvæmdamöguleika. — Slík stjórn getur ekki sameinað þjóð-- ina um nauðsynlega viðreisn. Hana brestur líka alla möguleika til þess að koma sér saman um nokkrar raunhæfar ráðstafanir í hinum þýðingarmestu málum Hún hefur þegar leitt yfir þjóð- ina mikla vansæmd og álits- hnekki út á við, með samvinnu Framsóknarflokksins og Alþýðu- flokksins við kommúnista um öryggismálin. Inn á við hefur hún grafið undan heilbrigðum efnahagsgrundvelli þjóðfélagsins. Samheldni Sjálfstæðismanna Sjálfstæðisflokkurinn stend- ur í dag samhuga og sterkur. — Hin raunhæfa og á- byrga uppbyggingarstefna hans nýtur vaxandi traust fólksins í öllum lands- hlutum. Eftir hina algeru upp- gjöf vinstri stjórnarinnar verð ur hin þjóðholla barátta hans á undanförnum árum ennþá auðsærri en áður. í DAG hefjast umræður Alls- herjarþingsins um Ungverja- landsskýrslu Sameinuðu þjóð- anna. í tilefni af því Þykir rétt að birta hér kafla úr skýrslunni, sem varpa nokkru ljósi yfir eðli og víðtæki hinnar rússnesku í- hlutunar: „Bardagarnir, sem áttu sér stað í Ungverjalandi, áttu ekki skylt við borgarastyrjöld, þar sem einn hluti íbúanna tekur upp vopn gegn öðrum hluta þeirra. Hernaðaraðgerðirnar voru í meginatriðum þessar: vel vopnaður útlendur her barði nið ur með ofurefli liðs þjóðlega hreyfingu og rak frá völdum stjórn, sem studdi markmið hreyf ingarinnar. Stjórnin, sem Rússar höfðu sett á laggirnar, var nafnið eitt og gat engan veginn komið í stað raunhæfrar stjórnar. Afleiðingin varð sú, að rússneski herinn varð að taka að sér ýmiss konar stjórn arstörf, sem vörðuðu borgaralegt líf, auk þess sem hann varð að ná hernaðarmarkmiðum sínum með vopnavaldi. Mikilvægustu sannanir þess, að hm eiginlega stjórn landsins var í höndum Rússa, koma fram í viðskiptum russneskra herfor- ingja og verkaiýðsraðanna.-Hvað eftir annað vorn :e:ðtogar verka lýðsráðanna kallaðir til her- stöðva Rússa til að svara til saka fyrir það, að verkamenn höfðu ekki komið til vinnu sinnar aft- ur. Hershöfðinginn ógnar 8. nóvember átti yfirhershöfð- ingi rússnesku herjanna fund við leiðtoga verkalýðsráðanna í 11. umdæmi Búdapest. og mörg vitn anna sögðu frá því við yfir- heyrslu (Ungverjalandsnefndar S. Þ.), að mikil geðshræring hefði verið á fundinum. Fulltrú- ar verkamanna lýstu því yfir, að þeir hefðu ákveðnar kröfur fram að færa, áður en vinna yrði haf- in á ný. Þessar kröfur, sem voru í rauninni hinar sömu og komið höfðu fram í 16-liða yfirlýsing- unni 23. október, voru lesnar upp á fundinum. Eitt vitnanna sagði, að svar hershöfðingjans hefði verið gefið í hörkulegum tóni: Úr því að verkamenn hefðu ekki viljað hlusta og hefðu ekki horfið til vinnu sinnar í verk- smiðjunum, yrðu meðlimir verka lyðsráðanna og aðrir fasistískir uppreisnarmenn að taka afleið- ingunum; verkamenn, sem ekki kæmu til vinnu, yrðu reknir úr verksmiðjunum, og sendir til staðar, „þar sem þeir fá feiki-. nógan tíma til að nugsa um það, hvort þeir eigi að snúa til vinnu sinnar aftur“. Nagy og Maleter hershöfðingi fengju ekki sæti í stjórmnnj aftur, þar sem þeir væru erindrekar heimsvalda- sinna. Þeir gætu farið hvert sem þeir vildu, en ekki inn í stjórn- ina. Leynilegar kosningar yrðu ekki haldnar, og Ungverjar skyldu aldrei fá tækifæri til að koma byltingarseggjum í stjórn landsins aftur. Það mundi allt fara fram með öðrum hætti, nefnilega eins og í Sovétríkjun- um. Rússneski yfirhershöfðinginn lýsti þvi svo yfir, að hann vænti þess, að verkalýðsráðin beittu á- hrifum sínum til að vinna yrði hafin aftur innan tveggja eða þriggja daga. Ella yrðu meðlim- ir verkalýðsráðanna og byltingar ráðanna settir í vinnu. Á skrifstofu Nagys i Mörgum árekstrum verksmiðju fólks og rússneskra herja var lýst fyrir nefndinni. Eftir að verkalýðsráð allrar Búdapest- borgar var leyst upp 9. desember, virðast rússnesku yfirvöldin enn um nokkurt skeið lagt hart að Imre Horvath, utanríkisráð- herra leppstjónarinnar, sem Kadar sendi til New York tii •að verja árás Rússa á Ung- verja í fyrra. einstökum verkalýðsráðum. í Csepel og víðar komu rússnesku yíirvöldin jafnvel fram með bein ar hótanir og heimtuðu nöfn og heímilisföng allra ráðsmeðlima. Þegar rússneskar hersveitir komu að þinghúsinu að morgni dags 4. nóvember, setti yfirhers- hófðingi Rússa og herráð hans upp bækistöð í skrifstofunum, sem Nagy hafði yfirgefið fyrr um rnorguninn. Mörg vitnanna, sem heimsóttu Kadar við ýmis tækifæri eftir 11. nóvember, skýrðu frá því, að þinghúsið hefði líkzt rússnesku virki jafnt ytra sem innra. Rússn eskir skriðdrekar vörðu hlið byggingarinnar. Við höfuðinn- ganginn urðu allir, sem inn vildu komast, að sýna skilríki, sem voru rannsökuð af hermönnum og NKVD-mönnum, en í göngum og sölum byggingarinnar voru hópar rússneskra herforingja. Vitnin sögðu frá því, að á fund unum, sem þau áttu við Kadar, hafi venjulega verið einn eða tveir menn viðstaddir; þeir áttu sýnilega að fylgjast með öllu er fram fór, því þeir sögðu aldrei orð. Þá skýrðu vitnin nefndinni einnig frá því, að í kringum 17. nóvember, þegar verkalýðsráð allrar Búdapest-borgar lagði að Kadar að fá rússnesku herina kallaða heim (sem skilyrði þess að vinna yrði hafin á ný), þá hafi Grebennik hershöfðingi (yfir- | maður Rússa í Ungverjalandi) skýrt fyrir þeim ástandið á eftir- farandi hátt: — Þið verðið að gera ykkur ljóst, að það er ekki Kadar- stjórnin sem fer með völdin hér, heldur rússneska herstjórnin, og hún ræður yíh’ tækjum til að þvinga verkamennina til að hefja vinnu á ný. Þegar sendinefnd heimsótti Kadar til að biðja hann að sker- ast í leikim við rússnesku her- stjórnina og fá hana til að stöðva nauðijngarflutringa verkamanna þá sagði Kadar einslega við með iimi nefnuarinnar: — Getið þið ekki séð, að þáð e: u vélbyssm við bakið á mér? Augljóst merki um vanmátr leppstjórnarinnar gagnvart rússn esku herstjórninni var brottflutn ingur Nagys. Þegar Nagy for- sætisráðherra fór úr þinghúsinu að morgni 4. nóv., sagði hann við aðra stjórnarmeðlimi, að hann rnundi fara til rússneska sendi- ráðsms til að bera fram persónu leg mótmæli gegn hernaðarárás Rússa. í stað þess leitaði hann hælis í júgóslavneska sendiráð- inu ásamt tengdasyni sínum, dr. Ferenc Janosi, og fór hinn með- limur kommúnistaflokksins í stjórn hans, Gexa Losonczy, með þeim. Innan tveggja tíma höfðu Freenc Donat, Gabor Tancos, Sandor Haraszti, Gyorgy Faze- kas, Janos Szilagyi, Szilard Ujhe lyi, Miklos Vasarhelyi, frú Julia Rajk og aðrar konur og 17 börn leitað hælis í júgóslavneska sendi ráðinu. Loforð Kadars Milli 11. og 22. nóvember fóru fram samningaumleitanir, þar sem júgóslavneska stjórnin og Kadar reyndu að leysa vandamál ið, er skapazt hafði, þegar Nagy cg félagar hans leituðu hæiis í sendiráðinu. í bréfi júgóslav- nesku stjórnarinnar til Kadars 18. nóvember var lögð sérstök á- herzla á það, að júgóslavneska sendiráðið gæti því aðeins fallizt á það, að flóttamennirnir yfir- gæfu hæli sitt, að fram kæmi skrifleg trygging frá Kadar sem forsætisráðherra ungverska al- þýðulýðveldisins þess efnis að Nagy og félagar hans fengju full grið og frelsi til að fara heim til sín. Kadar lýsti því yfir í svari sínu 21. nóvember, að ungverska stjórnin „staðfestir hérmeð skrif- lega þá munnlegu yfirlýsingu sína, að hún ætlar ekki að refsa Imre Nagy og föruneyti hans fyr ir fyrri gerðir þeirra. Við stað- festum, að hælið, sem hópnum hefur verið veitt, er hérmeð úr sögunni, og að allir meðlimir hópsins munu fara frá júgóslav- | neska sendiráðinu og fara heim til sín frjálsir". Daginn eftir, hinn 22. nóvem- ber, kom stór farþegabíll til júgóslavneska sendiráðsins. Bíll- inn hafði verið sendur flóttafólk inu af (Ferenc) Munnich, ráð- herra hermála og öryggismála. Brottnumdir Þegar hópurinn var að stíga inn í bílinn, komu rússneskir her menn á vettvang og kröfðust þess að fá að fara inn í bílinn. Þá bað júgóslavneski sendiherrann tvo starfsmenn sendiráðsins um að fara líka með hópnum. Þeir áttu að ganga ur skugga um bað, að Nagy forsæ+isráðherra og föru- neyti hans kæmust heim til sín, eins og um var talað. Bílnum var ekið til aðalstöðva rússnesku herstjórnarinnar í borginni, og gaf rússneski höfuðs maðurinn Júgóslövunum skipun um að fara út. í fylgd rússneskra brynvagna ók bíllinn síðan burt til ókunnugs ákvörðunarstaðar. Nauðungarflutningar Samkvæmt framburði vitn- anna hófust nauðungarflutning- ar ungverskra borgara til Sovét- ríkjanna á tímabilinu strax eftir aðra árás Rússa. Þessir nauðung. arflutningar voru langumfangs- mestir fyrstu þrjár vikurnar eft- ir 4. nóvember. Vitnin skýrðu frá því, að um miðjan nóvember hefðu margar járnbrautarlestir fullar af föngum farið frá Búda- pest á ákveðnum dögum. Slíkar lestir komu til Sovétríkj anna fram í miðjan desember, og því var haldið fram, að allmarg- ir Ungverjar hefðu verið fluttir úr landi í janúar 1957. Flestir fanganna virðast hafa komið frá sveitunum, einkanlega frá aust- anverðu Ungverjalandi. í Búdapest voru flestar fyrstu Framh. á bls. 11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.