Morgunblaðið - 10.09.1957, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.09.1957, Blaðsíða 16
VEÐRIÐ A. og N.-A. gola eða kaldi. Skýjað. 203. tbl. — Þriðjudagur 10- september 1957. Tilraunin með vinstri- stjórn hefur mistekizt Sívaxandi dýrtíð veldeir bændum erfiðleikum Úr rœðum Sigurðar Bjarnasonar og Jóns Páimasonar á fjölmennu héraðsmóti Sjáltstœðismanna á Blönduósi IIERAÐSMÖT Sjálfstæðismanna í Austur-Húnavatnssýslu var haldið að Blönduósi s.l. sunnudag. Var það eitt fjölsóttasta héraðs mót, sem þar hefur verið haldið. Sótti það fólk úr öllum byggðar lögum sýslunnar. Héraðsmótið hófst með sameiginlegri kaffidrykkju í leikfimi- sai barnaskólans. Setti Steingrímur Davíðsson skólastjóri það og stjórnaði því. Ræða Sigurðar Bjarnasonar Fyrstur flutti ræðu Sigurður Bjarnason alþingismaður. Ræddi hann stjórnmálaviðhorfið og þá fyrst og fremst ástandið í efna- hagsmálunum. Hann kvað Fram- sóknarflokkinn hafa lýst því yfir að ekki væri hægt að leysa efna- hagsvandamálin með Sjálfstæð- isflokknum. Nýjar leiðir yrði að fara í þeim málum. Þjóðin sæi nú, hvernig Fram- sókn og samstarfsflokkar henn- ar hefðu efnt það fyrirheit. — Vinstri flokkarnir hefðu engin sjálfstæð úrræði haft til lausnar vanda efnahagsmálanna. Þeir hefðu meira að segja svikiz'. um að birta þjóðinni niðurstöður þeirrar rannsóknar, sem fram hefði verið látin fara á tiltækum leiðum, og lofað hefði verið að skyldi fram fara fyrir opnum tjöldum. í efnahagsmálum okkar blasti nú við fullkomið öng- þveiti. Sigurður Bjarnason ræddi einn ig hinn taumlausa áróður Sovét- ríkjanna hér á landi. Að lokum ræddi hann stefnu- mál Sjálfstæðisflokksins og bar- áttu hans fyrir heilbrigðu stjórn- arfari í landinu. Tilraunin ,neð vinstri stjórn- ina hefur mistekizt, sagði ræðu- maður. En forystumenn stjórnar- flokkanna brestur manndóm til þess að viðurkenna uppgjöf sína. Ræða Jóns Pálmasonar Þá flutti Jón Pálmason þing- maður Austur-Húnvetninga ræðu. Ræddi hann í upphafi um sjálfstæðisbaráttu íslenzku þjóð- arinnar og utanríkismál. Hann kvað það hinn mesta misskilning, sem víða hefði orðið vart, að sjálfstæðisbaráttunni hefði lok- ið með lýðveldisstofnuninni. Bar- áttan fyrir sjálfstæði og frelsi hlyti alltaf að halda áfram. Hún væri m. a. í því fólgin að tryggja öryggi lands og þjóðar á hverj- um tíma. 1 þeim tilgangi hefði Island gengið í varnarbandalag hinna frjálsu þjóða. Sú ráðstöfun hefði notið fylgis allra lýðræðissinn- aðra manna. Aðeins kommúnist- ar hefðu hamazt gegn henni. Jón Pálmason ræddi siðan svik og yfirborðshátt Hræðslubanda- lagsins vorið 1956 í varnarmál- unum. Framkoma þeirra og sam- vinna við kommúnista hefði bak- að þjóðinni tjón og álitshnekki. Þingmaðurinn ræddi síðan nokkuð um fjármál þjóðarinnar og vakti m. a. athygli á hinum gífurlegu nýju skattaálögum, sem núverandi ríkisstjórn hefði lagt á þjóðina, og hinni sívax- andi dýrtíð, sem bitnaði á allri þjóðinni, ekki sízt á bændum, er ættu nú við mikla erfiðleika að etja. Loks ræddi þingmaðurinn um innanhéraðsmál. Ræðum þeirra Sigurðar Bjarna sonar og Jóns Pálmasonar var ágætlega tekið. Skemmtiatriði Páll Kolka héraðslæknir las upp frumort kvæði við ágætar undirtektir og síðan var fluttur söngleikurinn Ást og andstreymi. Söngvararnir Þuríður Pálsdóttir, Guðmunda Elíasdóttir og Guð- mundur Jónsson fluttu leikinn við undirleik Magnúsar Blöndals. Var listafólkinu mjög fagnað af áheyrendum. Um kvöldið var dansað á tveimur stöðum. Um 80 manns vestan úr Dalasýslu sóttu héraðs- mótið. En samtals munu hafa komið þangað hátt á 5. hundrað manns. Fór það í öllu hið bezta fram og var Sjálfstæðismönnum í Austur-Húnavatnssýslu til sóma. Nú fer hver að verða síðastur að taka þátt í norrænu sund- keppninni, því að henni lýkur um næstu helgi. Þennan fagra bikar gaf bæjarstjórn Hafnarfjarðar til keppni milli stærstu bæjanna, Reykjavíkur, Akureyrar og Hafn arf jarðar. — Um síðustu mánaða- mót höfðu 1005 synt 200 metr- ana í Hafnarfirði, eða 16,1%, á Akureyri 1111, 13,6% og í Rvík 8262 — 12,6%. — Þátttakan í kaupstöðunum hefir verið minni en í keppninni 1954, en nú víða betri úti um land en þá. Ættu þeir, sem geta synt 200 m að gera það sem allra fyrst. Slys á Vatnsleysuslrönd Ófremdarástand hjá lögreglunni í Hafnarfirði BIFREIÐARSTJÓRI á Múskvitz-^ bílnum V-15 missti í gær stjóin á honum á Vatnsleysuströnd, við Asláksstaði, rétt fyrir sunnan Kálfatjörn. Þetta gerðist rétt eft- ir kl. 7 síðd. Bíllinn hafði tekið beygju á veginum, en allt í einu vék hann til hliðar á ská yíir veginn og út af honum með þeim afleiðingum að honum hvolfdi of- an á nokkra steinhnullunga. — Handan við steinana stöðvaðist bíllinn mikið skemmdur og sneri niður upp. í bifreiðinni voru þrír menn auk bifreiðarstjóra. Farþegarnir sluppu ómeiddir, en bifreiðar- stjórinn slasaðist. Hafði hann kastazt með einhverjum hætti út úr bifreiðinni og lá ofan á botni hennar þegar að var komið. Toppurinn á Múskitznum er allur beyglaður og hliðar einn- ig með skrámum og skemmd- um. Tilkynning um slysið barst til lögreglunnar í Keflavík. Þótt styttra væri á slysstaðinn frá henni en fré Hafnarfirði bar hinni síðgrnefndu að hyggja að þessu slysi. Þá kom það enn einu sinni í ljós hvílíkt ófremdar- ástand ríkir hjá lögreglunni í Hafnarfirði, þar sem aðeins einn lögregluþjónn er á verði á dag- inn. Þessi eini lögregluþjónn brá mjög skjótt við, en þar fyrir er þetta ástand óþolandi. Hinn slasaði bílstjóri var flutt- ur í sjúkrahúsið í Keflavík. En undarlegt þótti sjónarvottum á slysstað, að sjúkrabillinn skyldi vera lengur frá Keflavík styttri leið en lögreglan úr Hafnarfirði. Snjókoma á Ströndum Töframaðurinn Frisen. etfe kemur í KVÖLD er væntanlegur hing- að hinn kunni töframaður Fri- senette, sem skemmti hér fyrir nokkrum árum. Að þessu sinni mun Frisenette halda nokkrar skemmtanir úti á landi. Heldur hann fyrst til Vestmannaeyja og skemmtir þar. Síðan hyggst Fri- senette sýna í Keflavík, Selfossi og halda síðan til Vesfjarða. GJÖGRI, 9. sept. — Snjóað hefur hér í fjöll tvo síðustu sólarhringa og af og til í byggð en tekið fljótt upp aftur. Danskt skip er í dag á Gjögri að losa salt en fer héðan í kvöld áleiðis til Borgar- ness og losar þar einnig salt. — Regína. Söltun Suður- landssíldar Á LAUGARDAGSKVÖLDIÐ nam söltun Suðurlandssíldar í verstöðvunum vestan af fjörðum og austur að Hornafirði, alls rúm lega 700 tunnum. Hvergi var þá söltun almennt nema á Vestfjörð- unum. Það hefur t.d. nær engin sildveiði verið í Breiðafirðinum, en þá sjaldan eitthvað hefir feng- izt þar, hefur sú síld verið lang- samlega bezta síldin, ósvikin Norðurlandssíld 21—26 prósent feit. Mesta skákmóf í sögu Tafl- fél. Rvíkur hefsf á fimmlud. A FIMMTUDAGINN hefst í Listamannaskálanum mikið skákmót sem fram fer á vegum Taflfélags Reykjavíkur. Er þetta hið stærsta mót er Taflfélag Reykjavíkur hefur staðið fyrir, að því er stjórn- armenn félagsins sögðu blaðamönnum í gær. 1 mótinu taka þátt 2 stórmeistarar, 2 alþjóðlegir meistarar og 8 ísl. skákmenn aðrir. -k Þátttakendur Stórmeistararnir eru Gideon Stáhlberg frá Svíþjóð og Her- mann Pilnik. Hinir alþjóðlegu meistarar eru P. Benkö, ung- verski flóttamaðurinn hér og Friðrik Ólafsson. Aðrir er valdir hafa verið til mótsins eru: Guð- mundur Pálmason, Guðmundur S. Guðmundsson, Guðmundur Agústsson, Arinbjörn Guðmunds- son, Björn Jóhannesson, Ingi R Jóhannsson, Ingvar Ásmundsson og Gunnar Gunnarsson. ★ Fyrirkomulag Mótið hefst hvert keppni- kvöld kl. 7.30 og verður teflt í 4 tíma. Leika á 34 leiki á þeim tíma og fer skák í bið ef henni er ekki lokið þá. Biðskákir verða tefldar eftir hverjar tvær um- ferðir. ★ Verðlaun Fyrstu verðlaun í mótinu eru 3000 kr., 2. verðl. 2000, 3. verðl. 1500 kr., 4. verðl. 1000 kr. og 5. verðlaun 500. Aðaldómari er Baldur Möller og skákstjóri Guðm. Arnlaugs- son og með honum starfar Gísli ísleifsson. ★ Stjórnarmenn kváðu mótmæli hafa komið fram vegna þess hve fáir ísl. skákmenn eiga kost á að tefla í mótinu. Kváðu þeir mótið hafa með þessu fyrirkomu- lagi meira gildi. Það yrði meira fylgzt með því og mótsgestir yrðu væntanlega fleiri. Auk þess Slys á Snorrabraut BIFREIÐASLYS varð í gær- kvöldi á Snorrabrautinni fyrir framan Austurbæjarbíó. Piltur að nafni Gústaf Ingibergsson straukst utan í bifreið, sem ók um götuna. Var hann fluttur með sjúkrabíl í Slysavarðstofuna, sem er skammt undan. Þegar Slysavarðstofan var spurð, hvort pilturinn hefði slasazt mikið, gat hún ekki öðru svarað en að lík- lega væri það ekki mikið, því að pilturinn væri farinn hieim til sín. Líklega hefði hann þá ekki einu sinni brotnað. Það þykir nú um þessar mundir alvarlegt og áberandi á götum bæjarins, hve lítið er um samstarf milii ökumanna og fótgangandi. Fót- gagnendur ana í veginn fyrir bíla og bílstjórar eru óvenjulega skeytingarlausir. Slíkt mun að- eins leiða til ófarnaðar ef því heldur áfram. Prey syngur tónleikum á ÞÝZKI baritonsöngvarinn Her- mann Prey hélt tónleika fyrir styrktarmeðlimi Tónlistarfélags- ins í Austurbæjarbíói í gær- kveldi. Voru það sjöttu tónleik- ar félagsins á árinu. Á söngskránni var Ijóðaflokk- urinn vinsæli „Die schöne Múller in“ eftir Wilhelm Muller, en tón- listin er eftir Schubert. Söngvarinn vakti óskipta hrifn ingu áheyrenda, sem hylltu hann óspart í lok tónleikanna. Hættu ekki fagnaðarlætin fyrr en hann hafði sungið sem aukalag Ade- iaide eftir Beethoven. Undirleikari söngvarans var á œskulýðs- fimmtudag Guðrún Kristinsdóttir frá Akur- eyri, og skilaði hún einnig hlut- verki sínu af mestu prýði. Lista- mönnunum báðum bárust blóm. Æskulýðstónleikar Á fimmtudagskvöldið mun æsku bæjarins gefast tækifæri til að hlýða á þennan frábæra lista- mann syngja á sérstökum æsku- lýðstónleikum. Ætti ungt fólk ekki að láta hjá líða að nota sér svo einstakt tækifæri til þess að hlusta á einn af beztu söngvur- um, sem komið hafa hingað til lands í seinni tíð. hefði allur undirbúningur, svo sem samningar við erlendu þátt- takendurna og um húsnæði, verið við þetta fyrirkomulag miðað- ur. I kvöld verður dregið um röð, en í dag er Stáhlberg væntanleg- ur frá Svíþjóð. Forsefinn kominn heint af sjúkrahúsi FORSETI ÍSLANDS hefur að undanförnu legið sjúkur í Landa kotsspítala. Hann kom heim til sín aftur að Bessastöðum á laug- ardaginn og var orðinn hinn hress asti. Siglufjarðarskarð SIGLUFIRÐI, 9. sept. — í gær snjóaði mikið í fjöll hér fyrir norðan og tepptist Siglufjarðar- skarð fljótlega. Var snjóýta send upp í skarðið í gærdag til að moka og var búið að opna það kl. 9 í gærkvöldi. Biðu þá all- margir bílar beggja vegna skarðs ins, þar á meðal áætlunarbíllinn frá Reykjavík. Kom hann ásamt öðrum bílum sem tepptust í skarð inu hingað kl. 11,30 í gærkvöldi. í morgun var Siglufjarðarskarð mjög þungfært, en bílar komust þó yfir það. Hefir færðin batnað með hverjum klukkutímanum í dag og er nú orðið allgreiðfært, seinni hluta dagsins. —Guðjón. Fréttir i stuttu máli Lundúnum, 9. sept. —. Fréttamenn segja, að ástandið í finnska Verka- mannaflokknum sé nú orðið svo alvarlegt, að ekki sé hægt að búast við öðru en flokkurinn klofni síðar í þessum mánuði í tvo nokk- urn veginn jafna hluta. Einnig má búast við, að AI- þýðusambandið klofni. Þá herma fregnir, að Tanner, sem kosinn var formaður flokks- ins á aukaþinginu á páskunum, muni segja af sér formennsku, en Fagerholm taka við. A Fréttamenn í París segja, að ' stjórn Bourges-Manourys riði nú til falls og sé ekki ólíklegt, að stefna hennar í landbúnaðar- málum muni ríða henni að fullu. Mikil ólga er í liði bænda vegna stefnu stjórnarinnar. A Aamann, formaður næst T stærsta verkalýðsfélags Sví- þjóðar, sem sem telur 400 þús. meðíimi, gerði það að tillögu sinni í viðtali við Stockholms- Tidningen í morgun, að mynduð yrði ný samsteypustj órn jafnað- armanna og frjálslynda þjóð- flokksins, sem Bertil Ohlin veitir forstöðu. — Aftonbladet tekur undir þessa tillögu og segir að ekki sé eins mikill skoðanamunur milli þessara flokka og forystu- menn þeirra vilja vera láta. — Erlander og Ohlin voru spurðir um álit þeirra á tillögunni, ea vildu lítið láta hafa eftir sér.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.