Morgunblaðið - 10.09.1957, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.09.1957, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 10 sept. 1957 MORCTJNBT AÐIÐ 11 — Grein Péturs Benediktssonar Frh. af bls. 9 Vísitölubréfin, sem út hafa ver- ið gefin í sambandi við fjáröflun til húsnæðismálakerfisins, eru ekki svo mikill þáttur í fjármála- kerfi þjóðarinnar, að þau skipti að svo komnu verulegu máli. En postular vísitölunnar halda því fram, að öll fjárfestingarlán, og jafnvel öll lán, ætti að binda við vísitölu. Þá væri óhætt að veita jafnframt vísitöluuppbót á öllum skuldabréfum og allri sparisjóðs- innstæðu, a. m. k. ef hún væri bundin í svolítinn tíma. Loks var að því komið, að ein allsherjarlækning var fundin við öllum hlutum. Úlfur, lamb og heypokinn vernduðu öll hvert annað. Einn versti sökudólgurinn um óstöðvandi framhald verð- bólgunnar tók að sér að gæta bróður síns gegn áhrifum hennar. Ég þykist hafa það fyrir satt, að ýmsir hugsandi menn séu að velta þessari leið fyrir sér í fullri alvöru. Enga trú hefi ég á því, að þarna sé nokkra lausn að finna í fyrsta lagi hygg ég, að vísi- tala framfærslukostnaðarins sé að fá á sig sívaxandi óorð, svo að sá dagur sé ekki langt undan, þegar ekki verði unnt að blekkja nokkra sál í landinu með henni. Við sjáum það t. d. nú þegar, að þær stéttir, sem aðstöðu hafa til þess, sækja æ meir um að fá vax- andi hluta af launum sínum greiddan í erlendum gjaldeyri, en láta vísitölutal sem vind um eyru þjóta. En setjum svo, að unnt væri að fá vísitöluna til þess að snúa aft- ur frá sínu syndum spillta líferni inn á dyggðanna braut. Eða í stað vísitölunnar væri settur einhver annar fastur verðmælir, t. d. gull eða dollari eða sterlingspund. Allt mætti þetta blessast, ef það væri gert í nógu smáum stíl, eins og vísitölubréfin núna. En þá hefir það ekki heldur neina veru- lega þjóðhagslega þýðingu. En sé ætlunin að gera þetta almennt — og það er almenn verndun verðgildis sparifjárins, sem við erum að sækjast eftir — þá þýð- ir það hið sama sem að nota tvennskonar mynt í landinu. Reynslan hefir sannað, að ekki er unnt að hafa tvenns konar peninga í gildi í sama landi sam- tímis. Englendingar hafa orðað kennisetninguna um þetta: Bad money drives out good money. Þetta er sorglegt fyrir þá sem trúa á sigur hins góða, en svona er það nú samt. Gulltryggingin hefir verið reynd í fjölda landa og verið svikin í allt að því eins mörgum, a. m. k. þegar eigin þegnar landsins áttu hlut að máli. Það þýðir ekkert að bera því við, að nú sé aðeins verið að hugsa um að koma á því siðferðilega réttlæti, að þeir skuldunautar, sem græða á verðbólgunni eins og nú er, verði látnir skila sín- um rangfengna auði aftur. Mér er sem ég sjái framan í siðferð- ið á sumum þeirra, þegar þeir koma í lánastofnanirnar og finna allskonar átyllur til þess að koma öllum sínum skuldum á stutta víxla, fædda undir merki hinnar eilífu framlengingar, til þess að komast hjá vísitölu- eða gull- tryggingarskuldum. í stað þess að skapa réttlæti, yrði þetta undirrót enn nýrrar tegundar ranglætis. Áður en varir hefðu „ósúnnu“ peningarnir útrýmt hinurr> heilbrigðu. Aðalatriðið er þetta. Það lækn- ast enginn af rauðum hundum, þótt hann velti sér upp úr hveiti, og verðbólgan læknast ekki, þótt reynt sé að fela eitt og eitt af einkennum hennar. Verðbólga hefir verið skýrgreind þannig, að ein stétt þjóðfélagsins væri að stela eignum annarrar. (Á nú- tímamáli væri það þó líklega kall að „eignatilfærsla milli stétta“). Málfræðingar segja, að sögnin að stela geti verið jöfnum höndum áhrifssögn og áhrifslaus. Vísi- töludýrkendur virðast vera þessu sammála, því að þeir segja, að unnt sé að lofa verðbólgunni að halda áfram, án þess að neitt sé frá neinum tekið. En ég vil fullvissa menn um, að sögnin að stela er áhrifssögn. Sá verknaður hefir enn aldrei verið framinn, án þess að ein- hverju væri stolið og frá ein- hverjum. Það, sem þarf að gera, er því að handsama þjófinn, binda enda á verðbólguna. Þá hverfur þörfin fyrir sýndarráðstafanir eins og vísitöluuppbætur, út- flutningsstyrki, verðtrygging sparifjár o. s. frv. Því verður ekki haldið fram hér, að það sé vandalaust að leysa þetta mál, en íslendingum er það engin ofætlun, ef þeir fást til að átta sig á því, að þjóð- in getur aldrei grætt eyri á verð- bólgu, heldur aðeins haft af henni mikinn kostnað. Það er sorgleg sjón að sjá hóp af greindum og dugandi mönnum, auk hersingar af öðrum, sem eru svona upp og ofan, hafa það fyrir lífsstarf að vera þjónar í hofi vísitölunnar, safnandi einskisverðum skýrslum og gangandi frá verr en einskis- verðum útreikningum. Alla þessa ósegjanlegu fyrirhöfn við það að komast að röngum niðurstöðum mætti spara sér með því einfalda ráði að hafa heilbrigða peninga í umferð, láta krónuna vera krónu — og láta þar við sitja. — Utan úr heimi Framh. aí bls. 8 handtökurnar gerðar af handa- hófi. Fólk var umkringt á göt- unum í stórum hópum, og oft hundruðum saman, og voru þá gamalmenni og börn ekki undan- skilin. Samkvæmt frásögn vitn- anna var þetta venjulega gert með þeim hætti, að skriðdrekar voru settir við báða enda göt- unnar, og allir sem voru á til- teknum götuspotta voru fluttir burt. Einu sinni voru 50 fangar leystir úr haldi, þegar verið var að flytja þá á vörubílum, en þá handtóku rússnesku hermennirn- ir þegar í stað aðra 50 menn. — Margir voru handteknir í búðum uppreisnarmanna, t.d. í her- mannaskálunum, sem Rússar náðu á sitt vald. Aðrir voru teknir, þegar gerð- ar voru höfuðleitir frá húsi til húss. Þessar leitir voru gerðar af rússneskum hermönnum og fyrrv. erindrekum Avóanna, eftir að bardögum lauk. Föng- unum var smalað samar* á vöru- bíla eða í rússneska brynvagna og venjulega var þeim ekið í pólitísk fangelsi eða þrælabúðir. Þúsundum saman Vitnin lýstu því, hvernig 400— 500 manna hópum var safnað saman 1 neðanjarðarbyrgi við austur- og vestur-járnbrautar- stöðvarnar í Búdapest. Eitt vitni sagði frá því, að 6. nóvember hefðu 90 karlar og 8 konur verið lokuð inni í kirkju einni í Búda- pest, áður en þau voru flutt í lestina, sem fór með þau úr landi. Nokkrum föngum var haldið í herbúðunum, t.d. Kilian- herbúðunum og Petöfi-herbúð- unum í Búdapest, og svo ekið þaðan beint á járnbrautarstöðina í Vecses fyrir suðaustan Búda- pest....“ Vélarvinna - Ibúb Sá, sem getur leigt íbúð, fær mann, þaulvanan bíla- viðgerðum, á stórvirkari vél um og suðu, í vinnu. Tilboð sendist Mbl., merkt: „Vélar — 6375“. Nýleg, þv/.k automatic saumavél til sölu. — Upplýsingar í síma 19286, eftir kl. 5. Sunnslésvík og handritumúlið DÖNSKU blöðin hafa að undanförnu verið heldur hlédræg um að ræða handritamálið. En það lifnaði þó yfir því þegar Askov-bókin kom. Hennar hefir verið getið bæði í ritstjórnargreinum og kjall- aragreinum, og yfirleitt vel tekið. Mótspyrna hinna gömlu íhalds- sömu manna er þó seig. — En með þakklæti ber þess að geta, að það er sérstaklega eitt blað, sem hefir rakið málið ýtarlega og oss í vil. Þetta er helzta blaðið í Sunnslésvík, „Flensborg Avis“. Það hefir birt tvær fræðandi og velviljaðar greinar um handrita- málið, og auk þess getið „Askov-bókarinnar“ rækilega. Skilur norrænt réttlæti Það er ekki í fyrsta skipti sem þetta blað sýnir að það skilur norrænt réttlæti, einnig þar sem ísland á í hlut. Þetta blað stofn- aði hinn frægi íorvígismaður Suðurjóta, Jes Jessen, og varð hann oft fyrir barðinu á Þjóð- verjum vegna brennandi rétt- lætiskenndar sinnar. Blaðið var sektað hvað eftir annað, og hvað eftir annað var ritstjórinn hnepptur í varðhald. Hann fell í valinn ungur að aldri í fremstu víglínu í baráttunni fyrir frels- inu. En andi hans svífur enn yfir blaðinu, og það hefir borið gæfu til þess að vera alltaf réttlætis- ins megin, þar sem um norræn málefni hefir verið að ræða. — Þetta stafar ef til vill af því, að það hefir átt í stöðugu stríði við Þjóðverja. Suðurjótar þekkja manna bezt hina þjóðernislegu baráttu, og það mun því gleðja alla íslend- — Sænskur skóg- ræktarmaður inga hve snöfurlega þeir taka vorn málstað. Og það er óhætt að fullvissa „Flensborg Avis“ um að hér á landi mun verða fylgzt með því með vaxandi athygli hvað gerist á suðurlandamærum Norðurlanda, og að hér óska þess allir innilega að Danir sigri í þeirri frelsisbaráttu, sem þar er háð. 2ja til 4ra herbergja ÍBÚÐ óskast 1. okt. eða síðar. — i Uppl. í síma 23247 eftir há- i degi í dag. ÍBÚÐ 3—í herbergja íbúð óskast til leigu strax. Upplýsingar í síma 10189 frá kl. 10—6. Framh. af bls. 6 landgræðsla (uppblástursvarn- ir), eru jafnframt fiskveiðunum meginstoð íslenzkra atvinnuvega sem stendur. Hefi ég orðið sjón- arvottur þess hvernig ágætir full trúar þjóðarinnar taka á ýmsum raunhæfum málum og hvernig þeir vinna að þeim. Ég er sann- færður um að fátt yrði þýðingar- meira fyrir þessa framtakssömu og dugmiklu þjóð en Háskólinn í Reykjavík taki sér fyrir hendur að koma upp innlendri kennslu, sem legði grundvöll að nauðsyn- legri tilraunastarfsemi í náttúru- fræðum, er fjallaði um landbúnað og skógrækt. Það getur tæpast orðið gæfuríkt fyrir þjóðina í framtíðinni ef hún þarf að sækja allan undirbúning alla undirbún- ingfræðslu í náttúruvísindum til framandi þjóða og í erlent and- rúmsloft. Að síðustu vil ég geta þess að íslenzka þjóðin kemur mér þann- ig fyrir sjónir sem gömlum líf- fræðing, að ég hefi ákveðnar til- finningar í þá átt að sá þjóðar- stofn, sem kom hingað til lands fyrir þúsund árum austan um haf hafi verið duglegt einbeitt og framtakssamt fólk, sem ógjarnan vilji láta ýta sér-4 skuggann. Tvær rúmgóSa.' STOFUR til leigu í Miðbænum. Gæti orðið til lengri tíma. Tilboð sendist Mbl., fyrir háaegi á föstud., merkt: „Tvær stof- ur — 6450“. Er nokkur, sem vill selja ÍBÚÐ eða lítið hús, sem gæti hent- að tveimur litlum fjölskyld- um. Útborgun 100 þús. kr. Tilb. merkt: „Ibúð eða hús — 6444“, sendist afgr. blaðs ins fyrir miðvikudagskvöld. Biis óskast til kaups Óska eftir að fá einbýlishús keypt, helzt í Kópavogskaup stað. Þeir, sem vildu sinna þessu, gjöri svo vel og leggi nöfn sín og heimilisfang, inn l til Mbl., merkt: „6443“. ABR-WICK L UfejlKUIVf ★ ★ ★ Gólfklútar — borðklútar — plast — uppþvottaklútac fyrirliggjandi ★ ★ ★ Ólafur Gíslason t Co. h.f. Sími 18370. STÚLKA óskast á fámennt, barnlaust heimili. — Venjuleg heimil isstörf. — Sími 15103. íbúð óskast Góð 2ja til 3ja hérbergja íbúð óskast til leigu. Fyrir- framgreiðsla ef óskað er. — Tvennt fullorðið í heimili. Tilboð merkt: „S. M. — 6454“, sendist Mbl. ÍBÚÐ 2ja—4ra berbergja óskast til leigu 1. október. Þrennt í heimili. Fyrirframgreiðsla eftir samkomulagi. Tilboð merkt: „Fyrirframgreiðsla — 6453“. Prjónavél helzt nr. 8 eða 10, óskast keypt. — Guðsteinn Eyjólfsson Laugavegi 34. Sendiferðabíll með stöðvarplássi, til sýnis og sölu við Leifsstyttuna kl. 5—7. Skipti á minni bíl korna til greina. Rakarastofan Laugarnes Hraunteig 9, opið allan dag inn. Börn, komið helzt fyrri hluta vikunnar. Gott bíla- stæði. — Rakarastofan Laugarnes Þeir vandlátu nota hinn viðurkennda skóáburð. Heildsölubirgðir ávallt fyrirliggjandi. SAVA Sameinaða verksmiðjuafgreiðslan Bræðraborgarstíg 7. Reykjavík. FORD Fairline ’55, mjög glæsileg ur einkabíll, til sýnis og sölu í dag. Skipti á minni og ó- dýrari bíl koma til greina. WILLYS ’53, landbúnaðar-jeppi, mjög lítið Keyrður, með stálhúsi frá Agli og allur í sérstak- lega góðu ástandi. Til sýnis í dag — Aðal Bílasalan Aðalstr. 16, sími 1-91-81.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.