Morgunblaðið - 20.09.1957, Page 3
Fostudagur 20. sept. 1957
MORCUISBLAÐIÐ
3
í sögu mannkynsins má greina
21 sjálfstætt
Arnold J. Toynbee kom til
fyrirlestraferð
menningarskeið
íslands
i gœr
Á MIÐÖLDUM komst sjálf-
5tæð norræn menning til
nokkurs þroska, og á vík-
ingatímunum ógnaði hún
hinni kristnu menningu, sem
var að vaxa úr grasi sunnar
í álfunni, En hin norræna
menning náði ekki að þróast
til fulls, hinir herskáu vík
ingar voru ofurhði bornir, og
suðrið varð norðrinu yfir
sterkara. Á íslandi náði nor-
ræn mennig mestum blóma í
átökunum við óblíða náttúru.
í Noregi var lífsbaráttan ekki
nógu erfið til að baráttan við
umhverfið næði að seiða fram
það bezta, sem í kjarnanum
bjó, — á Grænlandi og Vín
landi voru skilyrðin hins veg-
ar of hörð, mennirnir urðu
þar að lúta í lægra haldi. En
á íslandi náði norrænn andi
hæst, „unz hin kalda fegurð
hans bráðnaði og missti svip
mót sitt í heitum andblæ
kristninnar“.
Þetta er í fáum orðum sú skoð
un, sem enski sagnfræðingurinn
Arnold J. Toynbee setur fram á
norrænni menningu í 2. bindi
hins mikla ritverks síns Rann-
sókn sögunnar. Toynbee kom
hingað til lands í gær, og mun
halda hér 2 fyrirlestra á vegum
Ríkisútvarpsins. Nefnast þeir:
Sagnfræðingurinn, persónuleiki
hans og viðfangsefni og íslenzk
og norræn menning og staða
hennar í sögunni. Toynbee talar
fyrst á morgun kl. 2 í háskól-
Nokkur æviatriði
Arnold J. Toynbee er nú kom-
inn á efri ár, hann fæddist 1889
og stundaði háskólanám í Ox-
ford. Að námi loknu var hann við
kennslu og rannsóknir í Oxford
1912—1915. Þá starfaði hann á
vegum utanríkisráðuneytisins
brezka. Sat m.a. á friðarráðstefn
unni í Versölum sem sérfræðing-
ur í málefnum Austurlanda. —
Hann var prófessor í grískum
fræðum við Lundúnaháskóla
1919—1924. Árið 1925 varð hann
fórstöðumaður í konunglegu al-
þjóðamálastofnuninni brezku og
prófessor í sagnfræði. Á næstu
árum samdi hann mörg rit og gaf
út árbók um alþjóðamál. Hann
lét af prófessorsstörfum 1955. I
síðari heimsstyrjöldinni starfaði
hann einnig í þágu utanríkisráðu
neytisins.
Toynbee hefur verið margvís-
legur sómi sýndur, hann er m.a.
heiðsursdoktor við háskólann í
Oxford, Princeton og víðar.
Toynbee er tvíkvæntur. Fyrri
kona hans var dóttir hins þekkta
fagurfræðings Gilberts Murray.
Þau skildu árið 1946. Síðari kona
hans er Veronica Boulter, og ætl-
aði hún að koma hingað til lands
með manni sínum, en varð að
hætta við förina á síðustu stundu
sökum veikinda.
Rannsókn sögunnar
Rannsókn sögunnar, höfuðrit
Arnolds J. Toynbee og jafnframt
eitt þeirra sagnfræðirita, sem
mesta athygli hafa vakið, kom út
í 10 bindum á árunum 1934_______
1954, en frumdrætti varðandi val
efnis og skipun þess gerði höfund
urinn 1921.
Ritið er ekki yfirlitsrit um
sögu mannkynsins í því formi,
sem menn eiga að venjast, —
sagan er ekki rakin með hliðsjón
af þjóðum, ríkjum eða tímabil-
um heldur menningarskeiðum.
Toynbee telur, að 21 slíkt menn-
ingarskeið sé þekkt í sögu mann-
kynsins og þau hafi risið og hnig
ið eins og öldur fyrir áhrif ákveð
inna aðstæðna, sem jafnan séu
þær sömu. Sögu hvers menning-
Trúarbrögðin og framtíð vest-
rænnar menningar
Toynbee hefur a.m.k. á síðari
árum, velt fyrir sér trúarbrögð-
unum, og kemur það m.a. fram í
sérstakri bók, Afstöðiu sagnfræð-
ingsins til trúarinnar, sem kom
út fyrir nokkrum árum. Heldur
hann því fram, að hið bezta úr
vestrænni menningu muni verða
endurlífgað fyrir áhrif nýrra trú-
arbragða og þessi nýja menning
leggja undir sig heiminn. Fram-
tíð vestrænnar menningar er
einnig til umræðu í öðrum bók-
um hans, sem komið hafa út eft-
ir stríð: Prófraun menningarinn-
ar og Veröldinni og Vesturlönd-
um.
Um niðurstöður þær, sem Toyn
bee kemst að í ritum sínum, hef-
ur verið harðlega deilt, t.d. hefur
kunnur ensk»r sagnfræðingur,
H. R. Trevor-Roper, nýlega veitzt
óvenjulega grimmilega að hon-
um opinberlega. Hitt er jafnvíst,
að skerfur sá, sem hann hefur
lagt fram til að auka skilning
manna á sögunni ,er stór og rit
hans verða lengi mikið lesin af
þeim, sem vilja kanna eðli og
þróun mannlegs samfélags. Lær-
dómur hans er mikill, heimildir
hans fengnar úr mörgum áttum,
hugmyndirnar aru nýstárlegar
og ritstíllinn fágaður og skrúð-
I mikill.
STAK8TEIHAR
8 póstmenn komnir úr
fræðsluför til Norðurlanda
MEÐAL farþega til Reykjavíkur með Gullfossi í gær voru 8 póst-
menn í Reykjavík. Höfðu þeir notað sumarfrí sitt til fræðslu- og
skemmtiferðar til Noregs, Svíþjóðar og Danmerkur. Skoðuðu þeir
þar pósthús og kynntust starfsemi þeirra, og koma að vonum marg-
fróðir heim um starfsemi pósthúsa hjá frændþjóðum vorum.
Arnold J. Toynbee
arskeiðs skiptir hann í fjögur
tímabil: sköpunartíma, þroska-
skeið, hrun og sundurlimun, en
áhrif umhverfisins og viðnámið
gegn þessum áhrifum ráða mestu
um þróunina.
Toynbee telur, að hvert menn-
ingarskeið eigi upptök sín í litl-
um þjóðfélögum, sem þurfa að
berjast harðri baráttu fyrir til-
veru sinni. Er menningin eflist,
tekur hún að breiðast út, og kost
ar það harðar styrjaldir, en
smám saman myndast stór menn
ingarríki og loks heimsveldi. En
þessi heimsveldi rotna innan frá,
smástyrjöldunum er að vísu lok-
ið, en menningin hefur staðnað,
andlegt líf er hneppt í fjötra
skipulagðra trúfélaga, en sönn
trú og siðgæði eru glötuð.
Förin
Þeir, sem utan fóru, voru 2 af
afgreiðslu pósthússins, 1 úr bók-
haldsdeildinni, 3 af tollpóststof-
unni, 1 úr blaðadeildinni og 1 úr
bréfadeildinni. Þeir fengu styrk
til fararinnar úr sjóði, sem póst-
menn eiga.
Fyrst var haldið til Ósló og þar
skoðuð hin stærri pósthús, s. s.
aðalpósthúsið og einnig ný póst-
hús í nýjum hverfum borgarinn-
ar. —
Þá var haldið til Stokkhólms
og pósthús skoðuð þar, 4 talsins.
Síðan lá leiðin til Kaupmanna-
hafnar í sömu erindum.
Póstmenn segja för þessa hafa
verið stórfróðlega og voru á-
nægðir með hvað þeir sáu margt
á stuttum tíma. Þar sem hratt
var farið yfir sögðu þeir að vel
hefði mátt sjá hvað væri betra
á einum stað en öðrum, hvað
væri til mikilla bóta og hvað
ekki.
Starfið
Starf pósthúsanna ytra er að
vísu svo miklu umfangsmeira en
hér, að ólíku er saman að jafna.
Víða er mikil tækni notuð, sem
Ingi R. var á gægjum
Byggir „Þjóðviljinn"
frásögn sína á
heimildum hans?
NOKKRU eftir að Varðarxu..dur-
inn hófst í Sjálfstæðishúsinu s.l.
þriðjudagskvöld sáu þeir fundar-
menn sem* stóðu fram í fordyri
hússins, þar sem salir þess voru
orðnir troðfullir af fólki, að Ingi
R. Helgason, einn af bæjarfull-
trúum kommúnista kom inn í and
dyrið og litaðist þar um. Sá hann
að salir hússins voru þéttskipaðir
út úr dyrum. Hafði hann skamma
viðdvöl eftir að hafa séð þetta
og laumaðist burtu.
í gær birti svo „Þjóðviljinn"
lýsingu þessa bæjarfulltrúa síns
á Varðarfundinum. Segir hann
þar, að „fundurinn var með lak-
ast sóttu fundum, sem íhaldið hef
ur boðað til um langa hríð“. Jafn
framt segir hann að þar hafi ríkt
„deyfð og drungi“.
Afstaðan til sannleikans
Nafn Inga R. Helgasonar stend
ur að vísu ekki undir þessari frá-
sögn. En þar sem ekki varð vart
annaira sendimanna kommúnista
en hans á fundinum verður að
ætla að hann sé höfundur .íenn-
ar.
Á því færi þess vegna vel, að
bæjarfuiltrúinn skýrði opinber-
lega frá því, hvort hann hafi flutt
blaði sínar fyrrgreindar fréttir af
Varðarfundinum. Það gæti verið
almenningi nokkuð til leiðbein-
ingar um afstöðu hans til sann-
leikans yfirleitt.
Sannleikurinn er auðvitað sá,
eins og áður hefur verið skyrt
frá hér í blaðinu, að þessi Verð-
arfundur var meðal fjölmennustu
samkoma sem haldnar hafa verið
í Sjálfstæðishúsinu. Munu um
500 manns hafa verið í sölum þess
á fundinum.
Undirtektir fundarmanna und-
ir ræður borgarstjóra og for-
manns Sjálfstæðisflokksins voru
eins góðar og frekast varð á kos-
ið.
Hvermg myndi afstaða bæjar-
fulltrúa kommúnista til sann-
leikans vera í hinum stærri og
þýðingarmeiri málum þegar þeir
gera sig að ósannindamönnum í
sambandi við frásögn af fundar-
sókn og undirtektir undir mál
manna?
500 vitni
Um 500 manns eru vitni að því,
sem gerðist í Sjálfstæðishúsinu á
þriðjudagskvöldið. Allt þetta
fólk veit að Ingi R. Helgason hef-
ur skrökvað herfilega að blaði
sínu, ef það hefur byggt frásögn
sína í gær á heimildum hans.
Hvernig væri að bæjarfulltrú-
inn bæðist opinberlega afsökunar
á framkomu sinni, eða er hann
of lítill karl til þess að gera það?
flýtir tyrir í flutningi milli
deilda, og eru þá notuð færibönd.
Annars staðar, t. d. í Höfn, er
fyrirkomulag einkennilega líkt
og á starfi pósthússins hér, en
aðalpósthúsið í Höfn er orðið
gamalt.
Það, sem póstmenn sögðu einna
mest bera á milli hér og þar, er
hve fólk erlendis notar miklu
meir, og alltaf þegar það getur,
pósthúsið í sínu hverfi. Slík
hverfaskipting er fullkomin á
Norðurlöndum. Hér er aðeins vís
ir að henni, t. d. með pósthúsi í
Langholti, en fólk vill alltaf
taka á sig langan krók og fara í
pósthúsið við Pósthússtræti.
Póstmenn voru 20 daga í þess
ari fræðslu- og skemmtiför og
láta mjög vel af ferðinni.
Veglegar gjafir fil
Hólaskóla
í TILEFNI af 75 ára afmæli Hóla
skóla sl. vor færðu margir nem-
endahópar og aðrir velunnarar
skólanum stórgjafir.
Páll Zóphóníasson og kona
hans, frú Guðrún Hannesdóttir,
færðu skólanum málverk frá
Axarfirði; svarfdælskir Hóla-
menn málverk frá Svarfaðadal;
nemendur burtskráðir 1937 á-
kváðu að gefa vandaða slaghörpu
og margar fleiri gjafir bárust
skólanum.
Þá komu saman til fundar á há
tíðinni, er haldin var að Hólum
14. júlí sl., Hólamenn þeir, er þar
voru staddir þennan dag og höfðu
verið í Búnaðarskólanum undir
skólastjórn Steingríms Steinþórs-
sonar, búnaðarmálastjóra. Ákveð
ið var á fundi þessum að gefa
skólanum málverk af skólastjóra-
hjónunum, Steingrími og konu
hans, frú Theodóru Sigurðar-
dóttur.
Var Örlygi Sigurðssyni, list-
málara falið að vinna verkið, sem
hann hefur nú senn lokið við,
enda er hugmyndin að listaverk-
in verði afhent skólanum við
skólasetningu í haust.
Ef framkvæmdanefnd þessa
máls hefur ekki tekizt að hafa
samband við alla þá Hólamenn
er hér eiga hlut að máli þá væri
æskilegt að viðkomandi hefði tal
af eða skrifaði einhverjum nefnd
armanna, en þeir eru eftirtaldir:
Gústav Sigvaldason, Haukur
Jörundsson, Haukur Jósefsson,
Sigsteinn Pálsson og Eðvald
Malmquist.
OSLÓ, 16. sept. — Miklar rign-
ingar hafa verið í Noregi síðustu
sólarhringana — og hafa flóð
valdið skemmdum í landinu, svo
nemur margra milljóna króna
tjóni.
Hrelldar sálir hugga sig
Kommúnistar eiga nú í mikl-
um hrellingum. Er það einkum
tvennt, sem veldur þeim angri.
fyrsta lagi frumhlaup og af-
glöp Hannibals gagnvart Reykja-
víkurbæ og í öðru lagi gjaldeyr-
istvísöngur Lúðvíks Jósefssonar,
sem hann er nú orðinn að við-
undri fyrir.
Kommúnistablaðið hefur orðið
vart mikillar og sívaxandi and-
úðar á tilraunum Hannibals tii
þess að tefja nauðsynlegustu
framkvæmdir Reykjavíkurbæjar.
Grípur blaðið þess vegna til þess
þrautaúrræðis í gær, að fara að
hugga sig með því, að Varðar-
fundurinn s.l. þriðjudag hafi ver-
ið fádæma lélegur. Þar hafi ríkt
„deyfð og drungi“ og fundarsókn
in hafi verið hin aumasta. Loks
hafi undirtektir fundarmanna
verið ákaflega daufar!!
Heimskuiegri eða óheppilegri
fyrir kommúnista sjálfa gat mál-
flutningur „Þjóðviljans“ naum-
ast verið. Þessi fundur var svo
fjölmennur, að salir • Sjálfstæðis-
hússins rúmuðu naumast þann
mikla mannfjölda, sem þangað
kom. Var fundurinn tvímæla-
laust einhver sá allra fjölmenn-
asti, sem haldinn hefur verið. Og
undirtektir við mál ræðumanna
voru með þeim hætti, að auðsætt
var að mikill einhugur ríkti með-
al fólksins. Var bæði borgarstjóra
og formanni Sjálfstæðisflokksins
fagnað innilega á undan og eftir
ræðum þeirra.
Kommatetrin eru hræddir við
þennan samhug Sjálfstæðisfólks
í Reykjavík. Þeir vita líka að
fólk úr öllum stjórnmálaflokkum
fordæmir frumhlaup og ofbeldi
kommúnistaráðherrans í útsvars
málinu.
Flokkur, sem Iogar
að innan
En það er allt öðru vísi ástatt
innan kommúnistaflokksins en í
Sjálfstæðisflokknum. „Alþýðu-
bandalagið" logar að innan. Óá-
nægjan með ráðherra flokksins
ólgar þar undir niðri enda lýsti
sjálfur „Þjóðviljinn“ því yfir i
fyrradag að ekki væri hægt að
afsaka linkind stjórnarinnar í
herstöðvamálinu og hún hefði
heldur „ekki staðið sig nægilega
vel í efnahagsmálunum“. Loks
hefur annar ráðherra flokksins,
„seminaristinn frá Jonstrup", lýst
því yfir erlendis, að það hafi nú
sýnt sig að stofnun Atlantshafs-
bandalagsins hafi verið nauðsyn-
leg og þátttaka íslands í því
eðlileg.
Síðasta afrek kommúnistaráð-
herranna í ríkisstjórninni, samn-
ingurinn við yfirmenn varnar-
liðsins um auknar varnarliðs-
framkvæmdir hefur heldur ekki
bætt ástandið innan flokks
þeirra.
Ætla að stofna
nýjan flokk
Eina ráðið, sem kommúnistar
eygja nú sér til bjargar er að
stofna nýjan flokk, skipta enn
einu sinni um nafn, fá sér enn
nýja gæru til þess að skríða
undir.
Þetta eru erindrekar komm-
únista að undirbúa um þessar
mundir. Einn þeirra kom fyrir
skömmu til tsafjarðar. Lét hann
sem hann væri mjög „ópólitísk-
ur“ og „frjálslyndur“. Nýjum
„samtökum fólksins“ yrði að
koma á laggirnar. t þeim yrðu all
ir „vinstri menn“ að sameinast.
„Einingin“ væri fyrir öllu.
Hafa menn nokkurn tíma
heyrt þessa plötu spilaða áður?!I