Morgunblaðið - 20.09.1957, Síða 12

Morgunblaðið - 20.09.1957, Síða 12
12 MORGMBI AÐ1» Fðstudagur 20. sept. 1957 • A ustan Edens eftir John Steinbeck 136 allf ekki g-leymt þeirri hugmynd minni. Ég held að hægt væri að geyma matvæli í lengri tíma, ef maður gæt. kælt þau nægilega mikið“. „En við skulum nú helzt ekki geyma mammútskjöt í ísskápn- um okkar“, sagði Lee. Höfuð Adams var ekki alltaf fullt af margsvíslegustu hug- myndum eins og verið hafði t. d. með Sam Hmnilton. Hann hafði einungis þessa einu. Hann gat ekki máð frosna mammútinn úr huga sér. Hann hélt áfram til- raunum sínum með krúsirnar í ís- skápnum, fullum af ávöxtum og búðingum og kjötbitum, hráum og soðnum. Hann keypti allar þær bækur er hann gat komizt yfir, sem fjölluðu um gerla og hann gerðist kaupandi þeirra tímarita, sem birtu greinar vísindaiegs efn- is. Og eins og oft kemur fyrir með menn, sem aðeins hafa eina hugmynd í kollinum, komst ekk- ert annað að huga Adams. 1 Salinas var eitt, lítið íshús, að vísu ekki búið fullkomnustu tækj- um, en samt nægilega stórt til þess að skaff? þeim fjölskyldum ís, er ískassa höfðu á heimilum sínum og byrgja upp rjómaísbúð irnar. ísvagninn fór á hverjum degi hina venjulegu hringferð sína um bæinn, með skrölti og hávaða. Adam fór að venja komur sín- ar í fyrstihúsið og innan skamms fékk hann að geyma krúsirnar sín ar í frystiklefunum. Hann óskaði þess heitt og innilega . ð Samúel Hamilton hefði nú verið á lífi og getað rökrætt við hann um fryst- ingaraðferðir og kuldalögmál. — Sam hefði ekki verið lengi að afla Q—--------------------□ Þýðing Sverru Haraldsson □---------------------□ sér þekkingar í þeim efnum — hélt hann. Eitt rigningarkvöld, þegar Adam var á leiðinni heim til sín, frá frystihúsinu og var að hugsa um Samúel Hamilton, sá hann Will Hamilton ganga inn í Abbot- krána. Hann labbaði inn á eftir honum og staðnæmdist við hlið hans hjá afgreiðsluborðinu: — „Viljið þér ekki gera okkur þá ánægju að koma með mér heim og borða kvöldverð með okkur?“ spurði hann. „Jú, með mestu ánægju", sagði Will. — „Ég skal segja yður nokk Uv. — Ég þarf að ljúka svolitlum viðskiptaerindum. Ef það tekur fljótt enda, kem ég og heilsa upp á ykkur. Þurfið þér kannske að tala við mig um eitthvert áríðandi mál?“ „Ég veit nú ekki hvað segja skal um það. Ég hef verið að hugsa um dálítið, núna undanfarið og ég vildi gjarnan heyra yðar á- lit á málinu". Næstum hvert einasta viðskipta mál í öllu héraðinu var fyrr eða síðar borið undir Will Hamilton. Hann hefði e. t. v. fundið sér ein- hverja afsökun, ef hann hefði ekki munað að Adam Trask var ríkur maður. Hugmynd var eitt, en ef að baki hennar voru miklir pen- ingar, var hún annað. „Mynduð þér kannske vera fús til að selja jörðina yðar, ef þér fengjuð viðunandi tilboð í hana?“ spurði hann. „Ja, drengjunum, sérstaklega þó Cal, þykir vænt um hana, svo að ég held að maður selji hana nú ekki að svo stöddu", sagði Adam. „Ég hugsa að ég gæti selt hana fyrir yður“. „Nei, ég er búinn að fá ábúanda á hana, sem greiðir mér afgjald af henni, svo að ég sel hana ekki fyrst um sinn“. „Ef ég get ekki komið í kvöld- verðinn hjá ykkur“, sagði Will, „þá kem ég bara seinna". Will Hamilton var slyngur kaup sýslumaður. Enginn vissi með neinni vissu, hve mörg járn hann hafði í eldinum, en hitt vissu flest ir, að hann var duglegur og orð- inn talsvert fjáður maður. Hann hafði engum viðskiptum að sinna í Salinas, en það var einn liður- inn í starfi hans, að látast alltaf vera önnum kafinn. Hann snæddi kvöldverð einn í Abbot-kránni. Eftir hæfilega lang an tíma, gekk hann fyrir hornið á Central Avenue og hringdi dyra bjöllunni á húsi Adams Trask. Drengirnir voru komnir í rúm- ið. Lee sat með saumakörfu á hnjánum og bætti háu, svörtu sokkana, sem tvíburarnir notuðu í skólanum. Adam hafði setið og lesið í Scientific American. Hann leiddi Will til stofu og færði stól tii hans. Lee kom inn með kaffi- könnuna og hélt svo áfram við sokkana. Will settist í stólinn, sem Adam bauð honum, tók upp digran, svart an vindil og kveikti í honum. Svo beið hann eftir því, að Adam leysti frá skjóðunni. „Fallegt veður í dag. Og hvern- ig líður móður yðar?“ sagði Adam. „Ágætlega. Hún virðist yngjast með hverjum degi. Eru ekki dreng irnir -ðar orðnir stórir menn?“ „O, jú. Þeir eru myndarlegir. Ca' á að leika í skólaleiknum í vet ur. Hann er heilmikill leikari. — Aron er ákaflega námfús og fróð- leiksgjarn. Cal vill verða bóndi“. „Það er ekkert athugavert við það, ef hann tekur það réttum tök um. Þetta hérað þarfnast bænda, sem tileinka sér nýtízku aðferðir og búskaparhætti". Wilí beið milli vonar og ítta. Hann braut heil- ann um það, hvort Adam myndi raunverulega vera eins ríkur og af var látið. Gat það verið, að Adam vildi fá iánaða peninga? Wrill gerði í flýti áætlun yfir það, hversu mikið hann gæti lánað Adam út á jörðina og hve mikið hann gæti sjálfur fengið til láns út á hana. Tölurnar voru ekki hinar sömu og ekki heldur vext- irnir. Og Adam var ekki enn far- inn að minnast á tilboð sitt. Will tók að ókyrrast. — „Ég get ekki stanzað lengi í þetta skiptið“, sagði hann. — „Ég þarf nauðsyn- lega að hitta mann að máli, seinna í kvöld“. „Fáið yður aftur. í bollann", sagði Adam. „Nei, þökk fyrir. Þá verð ég andvaka í nótt. Hvernig var það annars, ætluðuð þér að tala um eitthvað sérstakt við mig, Adam?” „Ég hef verið að hugsa um föð- ur yðar“, sagði Adam. — „Og svo datt mér í hug, að ég skyldi tala við einhvern af Hamilton- ættinni". Will varð aftur heldur rólegri í sæti sínu: — „Já, hann hafði gaman af að tala“. „Einhvern veginn gerði hann mann betri, en maður var“, sagði Adam. Lee leit upp frá vinnu sinni: — „Kannske er það einmitt mesta listin í samræðum, að fá aðra til að tala“. „Vitið þér, að það er dálítið skrítið að heyra yður tala svona“, sagði Will. — „Ég þyrði að sverja að þér væruð vanur að tala pid- gin“. „Já, ég var vanur því“, sagði Lee. — „Nánast af heimsku og einhvers konar hégómagirnd". Svo brosti hann til Adams og sagði við Will: — „Hafið þér heyrt það, að þeir hafa grafið mammút upp úr ísnum, einhvers staðar í Síberíu? Hann var búinn að liggja þar í hundrað þúsund 'r og kjötið var samt alveg eins og nýtt“. „Mammút?" „Já, það er sérstök fílategund, sem ekki hefur lifað á jörðinni í háa herrans tíð“. „Og var kjötið af honum samt alveg óskemmt?" „Já, ljúffengt eins og svins- flesk", sagði Lee. Hann byrjaði að stoppa í stórt gat, á hnénu á einum sokknum. „Þetta þ.kja mér furðulegar fréttir", sagði Will. Adam hló. Svo beindi hann sam talinu í aðra átt: — „Ég er orð- inn leiður á þessu sífellda iðju- leysi, að sitja svona aðgerðalaus daginn út og daginn inn, án þess að gera handarvik", sagði hann. „Ég þarf að hafa eitthvað fyrir stafni, sem ég get fest hugann við“. „Hvers vegna búið þér ekki á- fram á jörðinni?" /()#/?£ Qf/V —shampoo freyðir undursamlega Eina shampooið sem býður yður þeffa úrval BLÁTT fyrir þurrt hár. HVÍTT fyrir venjulegt hár. BLEIKT fyrir feitt hár. Heildverzlunin HEKLA hf, Hverfisgötu 103 — sími 1275. M A R K U S Eftir Ed Dodd An hour latek WELL, I'M GOING TO TURN IN, MARK... l'M TIRED. ON THE FINAL NIGHT BEFORE THE HORSE SHOW, SCOTTY AND CHERRY TAKE TURNS SITTING pUTSIDE THE v////^//bv^///y//Mœtgi, BLIND COLT'S STALL WÆZZ&ÉÍ'Ú 1) Aðfaranótt hins mikla dags, skiptast þau Siggi og Sirrí á um að standa vörð við hesthúsið. 2) Á meðan: — Jæja, ég held ég fari að hátta. Ég er orðinn þreyttur. — Ég líka, alveg uppgefinn. 3) Klukkutíma síðar læðist I Láki á fætur. „Nei, ég hef engan áhuga á búskap. Þér skiljið það, Will, að ég er ekki að sækjast eftir neinni erfiðisvinnu. Mig vantar bara eitt hvert tómstundaföndur". Will lét nú alla varkárni sigla sinn sjó: — „Og hvað get ég gert fyrir yður, Adarn?" „Mér datt í hug að segja yður frá hugmynd, sem ég hef lengi gengið með í kollinum og velt fyr- ir mér. Þér gætuð svo e. t. v. gefið mér góð ráð. Þér eruð kaup- sýslumaður". „Það skal ég með mestu ánægju gera", sagði Will. — „Ég skal gefa yður eins góð ráð og mér er mögulegt". „Ég hef kynnt mér margvísleg- ar frystiaðferðir", sagði Adam. —■ „Og ég fékk hugmynd í kollinn, sem ég get alls ekki losað mig við. Þegar ég sef dreymir mig hana. Og ég get helzt ekki um annað hugsað. Þetta er mikil hugmynd, enda þótt hún kunni e. t. v. að reynast götótt, þegar hún er kruf in til mergjar". Will krosslagði fæturna og kippti upp buxnaskálmunum, svo að ekki mynduðust pokar á hnján- uni: — „Áfram með söguna'*, sagði hann. — „Kannske þér vilj i” kveikja yður í vindli, til að skerpa athyglisgáfuna?" Adam heyrði ekki boðið og vissi heldur ekk! hver orsök þess var. „Allt landið er I örum breyting- um“, sagði hann. — „Fólk býr ekki við sömu lifnaðarhætti og áð- ur var. Vitið þér hvar mest er selt af appelsínum á veturnar?" „Nei. Hvar er það?“ „í New York. Ég Hs það ein- hvers staðar. En haldið þér ekki að fólk sem heima á í kaldari hlutum landsins, vildi líka mjög gjarnan hafa nýja ávexti á vet- urna — tómata og salat og blómkál. t miklum hluta landsinS smakkar fólkið ekki slíkt hnoss- gæti mánuðum saman. Og hérna í Salinas-dalnum getum við rækt- að þetta og margt fleira, allan ársins hring". „Já, hérna", sagði Will. — „En ekki víða annars staðar, eins og þú varst að enda við að segja sjálfur. Jæja, og hvernig er svo þessi makalausa hugmynd yðar?" „Jú, sjáið þér nú bara til. Lee taldi mig á að kaupa stóran ís- kassa og það var hann sem gaf mér hugmyndina. Ég hef geymt alls konar grænmeti í honum og kem því fyrir á margvíslegan hátt. Vitið þér það, Will, að ef maður lætur smámulinn ís um- hverfis salathöfuð og vefur það sjálft inn í vaxpappir, þá helzt það óskemmt og eins og nýtt í þrjár vikur, jafnvel lengur?" SHUtvarpiö Föstudagur 20. september: Fastir liðir eins og venjulega. 13,15 Lesin dagskrá næstu viku. 19,30 Létt lög (plötur). — 20,30 „Um víða veröld". — Ævar Kvaran leikari flytur þáttinn. — 20,55 Islenzk tónlist: Lög eftir Björgvin Guðmundsson (plötur). 21,20 Upplestur: „Frá skólaárum mínum, 1895—1900“, grein eftir Pál Sveinsson yfirkennara, í bók- inni „Minningar í menntaskóla" (Jakob Guðmundsson). 21,40 Tón- leikar (plötur). 22,10 Kvöldsag- an: „Græska og getsakir" eftir Agöthu Christie; X. (Elías Mar les). 22,30 Harmonikulög (pl.). 23,00 Dagskrárlok. Laugardagur 21. september: Fastir liöir eins og venjulega. 12,50 Óskalög sjúklinga (Bryndía Sigurjónsdótt r). 14,00 „Laugar- dagslögin". 19,00 Tómstundaþátt- u- barna og unglinga (Jón Páls- son). 19,30 Einsöngur: Heddle Nash syngur (plötur). — 20,30 Upplestur: „Prestsfjölskylda held ur innreið sína“, smásaga eftir Hope Shelley Miller, í þýðingu Hólmfríðar Jónsdóttur (Herdís Þorvaldsdóttir leikkona). 21,00 Tónleikar (plötur). 21,30 Leikrit: „Vasapelinn" eftir Alexandre MMaxas. — Leikstjóri: Þorsteinn ö. Stephensen. 22,10 Danslög — (plötur). 24,00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.