Morgunblaðið - 10.10.1957, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.10.1957, Blaðsíða 2
2 MORG rrvnr 4r,rÐ Fimmtucfagur 10. okt. 1957 Af hverju yfir þá, ríkissköttum? birtir Tíminn ekki skrá er fengu lækkun á Rógsmal vlnstri flokkanna á hendur Niðurjöfnunarnefnd í>JÓÐVTLJINN birti á dögunum skrá yfir þá gjaldendur útsvara, sem fengu breytingu á útsvör- um sínum, eftir að útsvarsskrá hafði verið lögð fram í júlí í sumar. Tíminn hefur hlakkað mjög yfir birtingu þeirra talna, sem þarna er um að ræða og talið þær mikilsverðar upplýs- ingar. En það væri ekki síður fróðlegt fyrir almenning að fá að sjá skrá yfir þá, sem hafa fengið lækkaða ríkisskatta sína. Munu allir þeir, sem fengu lækk- un á útsvörunum einnig hafa fengið meiri eða minni lækkun á opinberum gjöidum og nokkur hópur manna, sem ekki fékk lækkun á útsvörum, fékk lækk- im á ríkissköttum. Er hérmeð skorað á Tímann að birta skrá yfir þá skattgreið- endur, sem fengu lækkun á rík- issköttum í sumar á sama hátt og birt var hverjir fengu lækk- un á útsvörum. Reynt að vekja tortryggni Stjórnarblöðin og áróðursmenn stjórnarflokkanna hafa reynt að snúa á alla vegu út úr þeim töl- um, sem birtar voru í Þjóðvilj- anum í þeim tilgangi að tor- tryggja Niðurjöfnunarnefnd. — Vitaskuld birti Þjóðviljinn skrá sína án allra skýringa og var því um gott tækifæri fyrir áróð- ursmenn að ræða, til að vekja tortryggni. Ýmis dæmi mætti nefna um þetta. í félagaskrá voru t. d. lögð útsvör á Málning og Járnvörur sef. og Málning og Járnvörur h.f. en misskilningur- inn stafaði af því að fyrirtækinu hafði verið breytt úr sameignar- félagi í hlutafélag í ársbyrjun 1956. Auðvitað var þetta leiðrétt og útsvar fellt niður á sameign- arfélaginu en hlutafélagið látið bera útsvarið, eins og sjálfsagt var. En áróðursmenn vinstri flokkanna túlkuðu þetta svo, að hér væri um fyrirtæki að ræða, sem væri í sérstakri „náð“ hjá Niðurjöfnunarnefnd og slyppi það því útsvarslaust. Þá hefur verið gert að sér- stöku rógsefni að fellt hafi verið niður útsvar á Sjöstjarnan h.f. Svo stendur á að félagið er skrá- sett hér í bæ og var lagt á það án þess að framtal hefði borizt. Við kæru kom í Ijós, að allur rekstur félagsins var utan Reykja víkurbæjar og var félagið því ekki útsvarsskylt hér. Var út- svarið eðlilega fellt niður eftir að kæra ásamt greinargerð hafði verið send nefndinni frá forráða- mönnum þess, sem búsettir eru á Akureyri. Blaðið „Frjáls þjóð“ varpaði á dögunum fram þeirri spurningu hvort „Sjálfstæðisflokkurinn" hafi „gripið til þess ráðs að lækka útsvör á ýmsum helztu andstæðingum sínum í bæjarmál- um í því skyni að blíðka þá“. Telur blaðið að „nokkrir menn“ sem séu andstæðingar Sjálf- stæðismanna, hafi fengið lækkun á útsvörum án þess að þeir kærðu. — Samkvæmt upplýsingum, sem Mbl. hefur afl- að sér frá Niðurjöfnunarnefnd, var ekkert útsvar lækkað án þess að sérstakt tilefni gæfist til þess. Yfirleitt kom ekki fyrir að nokkrar lækkanir væru gerð- ar án þess að skrifleg eða munn- leg kæra hefði borizt. Kæmi það fyrir, sem var alger undantekn- ing, var slíkt aðeins gert ef upp- lýst var, að tekjuákvörðun Skatt- stofunnar hefði verið röng og þá skv. sérstakri ábendingu starfs- manna skattstofunnar, þar að lútandi. Vitaskuld er óhugsandi að elta ólar við öll rógsmál og söguburð kommúnista og annarra, sem reynt hafa að nota útsvarsálagn- inguna í Reykjavík til æsinga, enda skal það ekki gert. En ef rógtungur þessar vildu koma fram í dagsljósið mun Niðurjöfn- unarnefnd sjálf geta svarað þeim á fullnægjandi hátt. Rafrirkjar eiga í erfiðleikum AÐALFUNDUR Landssambands íslenzkra rafvirkjameistara var haldinn í Reykjavík 28. sept s.l. Á fundinum voru rædd ýmis hagsmunamál rafv.meistara svo sem innflutningur á efni til raf- virkjunar og erfiðleikar er or- sakast af vöntun á nauðsynlegu efni. Var stjórninni falið að eiga viðræður við innflutningsyfir- völdin um þetta efni. Þá var rætt um framtíðarstarf- semi LÍR. Fundarmenn voru á einu máli um að efla og auka starfsemina m.a. með því að hafa opna skrifstofu í Reykjavík í fél- agi við Félag löggiltra rafvirkja- meistara í Reykjavík. Samþykkt var á fundinum áskorun á Rafmagnseftirlit ríltis- ins um að hraða svo sem verða má endurskoðun og útgáfu nýrr- ar reglugerðar um raforkuvirki. Skýrsla stjórnar fyrir s.l. starfs ár bar með sér, að nú eru 88 starfandi rafv.meistarar í L. f. R. þar af 34 búsettir utan Reykja- víkur. Höfðu bætzt í sambandið á árinu 15 nýir meðlimir er starfa utan Reykjavíkur. Stjórn L. í. R. er nú þannig skipuð: Formaður Gísli Jóhann Sigurðsson, Reykjavík, Varaform. Aðalsteinn Gíslason, Sandgenði, Ritari Örnólfur Örnólfsson, Reykjavík, Gjaldkeri Gissur Pálsson, Reykjavík og Meðstj. Viktor Kristjánsson Akureyri. Krúsjeif all-hreykism ai gervilnngli MOSKVA, 8. okt. — Það þykir nú sýnt að Rússar séu að hefja víðtæka áróðursherferð byggða á þeirri staðreynd að þeir urðu á undan Bandaríkjamönnum að skjóta upp gervitungli. Síðasta sólarhring hefur Krúsjeff tvisvar minnst á þennan atburð i samtölum við vestræna gesti í Moskvu. Lætur hann í veðri vaka, að atburðurinn gerbreyti hernaðarstöðu Rússa. Virðist hann hreyk- inn af því, að Rússum tókst að verða á undan Bandaríkjamönnum. f gær átti Krúsjeff samtal við fréttaritara New York Times, James Ruston. Þar sagði hann m. a., að við tilkomu gervitungls- ins séu afvopnunarmálin komin á nýtt stig og muni Rússar breyta tillögum sínum í afvopnunarmál- unum til samræmis við það. Vildi Krjúsjeff að Rússland og Banda- ríkin gerðu með sér samning um stjórn cg eftirlit með gervitungl- um. í dag ræddi Krúsjeff svo við tvo brezka þingmenn, sem stadd- ir eru í heimsókn í Moskvu. Hann sagði að tilkoma gervitunglsins gerbreytti öllum hernaðarvísind- um. Nú væri svo komið, að sprengjuflugvélar væru gersam- lega úreltar orðnar. Öld fjar- stýrðra skeyta væri risin upp. ★ WASHINGTON, 8. okt. — Full- trúi bandaríska utanríkisráðu- neytisins hafnaði í dag með öllu tilboði Krúsjeffs um sérstaka samninga við Rússa um eftirlit með gervitunglum. Slíkt kæmi ekki til greina, því að slíka samn- inga ætti að gera á vegum S. Þ. og allar þjóðir að eiga aðild að þeim. Landamœra- skœrur Fréttir í s BRIGHTON, 9. okt. — A morgun hefst ársþing brezka thalds- flokksins í Brighton í Sussex. — Yfir 700 mál eru á dagskrá þings- ins, en búizt er við, að mest verði rætt um efnahagsstefnu stjórnarinnar, og mun þá fjár- málaráðherrann, Peter Thomey- croft, standa í eldlínunni. LONDON, 9. okt. — Sendiherra Ungverja í London var í dag kallaður í brezka utanríkisráðu- neytið og beðinn að gera grein fyrir handtöku tveggja Ungverja, sem störfuðu við brezka sendi- ráðið í Búdapest. Ungverjarnir voru forstöðukona barnaskóla sendiráðsins og símstúlka og voru þær handteknar á mánudaginn. Fyrr í ár voru þrír aðrir Ung- verjar, sem störfuðu í brezka tuttu máli sendiráðinu, handteknir og sitja nú í fangelsi. Sendiherra Ung- verja í London var minntur á, að hann hefði ekki enn komið með skýringar á handtöku þremenn- inganna, þótt hann hefði lofað þvi. PARlS, 9. okt. — René Pleven tilkynnti Coty Frakklandsforseta í kvöld, að hann sæi sér ekki fært að mynda ríkisstjórn. NEW YORK, 9. okt. — í Af- vopnunarnefnd Allsherjarþings S. Þ. hafa Indverjar lagt fram tillögu um, að öll ríki heimsins bindist þegar í stað samningum um algert bann við tilraunum með kjarnorku- og vetnisvopn. Er gert ráð fyrir sérstakri tækni- nefnd, sem hafi eftirlit með, að banninu verði framfylgt. DAMASKUS, 8. okt. — Sýrlenzka fréttastofan skýrir frá því, að á mánudag hafi komið til vopna- skipta milli sýrlenzkra og tyrk- neskra landamæravarða. Sýrlendingar segja að þetta hafi byrjað með því að hópur tyrkneskra verkamanna ætlaði að fara inn yfir sýrlenzku landa- mærin. Voru þeir stöðvaðir af landamæravörðum. Þá komu tyrkneskir landamæraverðir á vettvang og voru með rosta. Var brátt gripið til skotvopna og stóð skothríð á landamærunum í eina klst. Ekki er getið um hvort mannfall hafi orðið. Sýrlandsstjóm hefur falið utnríkisráherra sínum E1 Bitar, sem staddur er á Allsherjarþingi S.Þ. að vekja athygli Dags Hammarskjölds á yfirgangi Tyrkja við landamærin. ■— NTB. Hœstaréttardómur út af bílslysi í í HÆSTARÉTTI hefur verið kveðinn upp dcmur í refsimáli, sem ákæruvaldið höfðaði gegn Kristjáni Gestssyni í Borgarnesi. Hann ók bíl í september 1955, er valt út af veginum skammt fyrir neðan Þverárrétt. í bílnum voru auk bílstjórans níu farþegar, allt karlmenn. Tveir mannanna létust í slysi þessu, en hinir mennirnir hlutu meiri og minni meiðsli, en einn slapp þó ómeiddur að heita má. Mest meiddist Andrés Björns son, verkamaður í Borgarnesi, en hann hlaut svöðusár á höfuðið. Hæstiréttur þyngdi mjög refsi- dóminn yfir Kristjáni, og einn dómenda skilaði sératkvæði. 1 undirrétti V£ir Kristján dæmd ur í 3000 kr. sekt og sviptur öku- leyfi í 3 ár. I Hæstarétti urðu úr- slit málsins þau, að Kristján var sviptur ökuleyfi ævilangt og dæmdur í 5000 kr. sekt. Jón Steingrímsson, sýslumaður í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, hefur kveðið upp hinn áfrýjaða dóm. Framhaldspróf hafa verið háð í málinu, eftir að dómur gekk í héraði. Geir Bachmann, bifreiða- eftirlitsmaður, sem þá kom fyrir dóm, kvað veginn, þar sem slysið varð, liggja tæpt á hárri melbrún með nokkrum hliðarhalla, og hafi ytri brún vegarins, sem liggur í brekkubrúninni, verið mjög laus. Kvað hann mikla rigningu hafa verið uppi við Þverárrétt allan slysdaginn. Vegurinn hafi því verið mjög blautur, en sökum hliðarhallans á honum, þar sem slysið varð, hafi þar ekki verið neinir pollar, og engar vilpur eða slörk hafi verið á veginum þar í nánd. Ólafur Jónsson, sem ók bifreið- inni M-145 og mætti bifreið á- kærða, rétt áður en slysið varð, svo sem greinir í héraðsdómi, kom einnig fyrir dóm, er fram- haldspróf voru háð. Bar vætti hans saman við skýrslu Geirs Bachmanns um veðurfar slysdag- inn og ástand vegarins, að því leyti sem hann var um það spurður. Vitni þessi voru bæði eiðfest. Eggert Einarsson, héraðslækn- ir í Borgarnesi, kom einnig að nýju fyrir dóm hinr. 25. marz þ. á. Lýsti hann því, að allir hin- ir slösuðu farþegar, að Andrési Björnssyni undanteknum, hefðu náð sér eftir vonum. Kvað hann sér ekki vera kunnugt um, að neinn þeirra hefði hlotið varan- leg örkuml. Hins vegar hafi Andrés Björnsson, eftir að hann var gróinn sára sinna, „sýnt æ meiri andleg örkuml, sem ætla má, að standi í sambandi við slysið“. Ákærði hafði áður ekið um veginn, þar sem slysið varð. Með því að honum var ljóst, að veg- urinn var mjög varasamur í brekkubrúninni, bar honum að sýna sérstaka varfærni, er hann ók þar um. Hann hafði og með- ferðis 9 farþega í bifreiðarhús- inu og auk þess lausan sauðfénað á palli bifreiðarinnar, sem gerði aksturinn enn varhugaverðari. Orsakir slyssins má rekja til þess, að ákærði hafi ekið of tæpt á brekkubrúninni og lent við það í hinni lausu möl, sem þar var. Með þessum ógætilega akstri og þeim afleiðingum, sem þar af hlutust, hefur hann gerzt sekur við lagaboð þau, sem hann er dæmdur eftir í héraðsdómi. Þyk- ir refsing hans hæfilega ákveðin 5000 króna sekt til ríkissjóðs, og komi varðhald 35 daga í stað sektarinnar, ef hún verður ekki greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Þá þykir og bera að svipta ákærða ökuleyfi ævilangt. Ákærða ber að greiða allan kostnað sakarinnar, bæði í hér- aði og fyrir Hæstarétti. Sératkvæði í málinu skilaði hrd. Arni Tryggvason dómari og gerði hann grein fyrir því. Þar segir m. a.: Bifreið ákærða var mjög hlað- in, er haldið var úr Þverárrétt að kvöldi hins 28. september 1955, Borgarfirði þannig að gæta þurfti sérstakrar varúðar um akstur. Veður var óhagstætt, mikil rigning, og hafði svo verið um daginn. Leið ákærða lá að slóðum, þar sem veltuhætta var mikil, ef eitthvað bar út af og þekkti ákærði þá staðhætti. Að svo vöxnu máli bar ákærða að gæta ýtrustu varúðar í akstri á nefndri leið, en mjög skorti á þá varúð, er ákærði ók bifreiðinni út af veginum og síð- an upp á hann aftur. Á hann því með gáleysi sínu sök á hinu stór- fellda slysi.... ....Þykir refsing hans hæfi- lega ákveðin varðhald 60 daga. Þá ber og samkvæmt 1. mgr. 39. gr. bifreiðalaganna að svipta ákærða ökuleyfi ævilangt. Nýi Covaradossi í GÆRKVÖLDI er „Tosca“ var sýnd voru mikil fagnaðarlæti á- heyrenda er Vincenzo Maria Demetz hafði sungið hlutverk það er Stefán Ó. Islandi hafði áður farið með. Húsfyllir var eins og á aðrar sýningar óperunn- ar og var Demetz fagnað mjög vel. Bárust honum blómvendir og var ákaft klappað fyrir hon- um. Flutningur óperunnar tókst mjög vel. Tveim embættum slegið upp MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ sló í gær upp tveim embættum sem forsetinn mun veita eftir til- lögu ráðuneytisins. Annað þessara embætta er prófessorsembætti við norrænu deild Háskóla íslands: prófessor í sögu. Hitt starfið er embætti þjóð- skjalavarðar við Þjóðskjalasafn- ið. Umsóknarfrestur um þessi em- bætti bæði er til 3. nóvember næstkomandi. Sýningu Jóhann- esar að Ijúka Málaverkasýningu Jóhannesar Jóhannessonar í Sýningarsalnum við Ingólfsstræti, hefur nú staðið yfir um hálfan mánuð. Sýning- unni átti að ljúka í gærkvöld, en hefur nú verið framlengd til föstudagskvölds. Aðsókn á sýn- inguna hefur verið góð og nokkr- ar myndir selzt. — Eisenhower Frh. af bls. L ummæli Krúsjeffs við fréttarit- ara frá New York Times þess efn- is, að Bandaríkjastjórn hefði vís- að á bug tilmælum rússnesku stjórnarinnar um, að Sjúkov land varnarráðherra færi í heimsókn til Washington, kvaðst hann ekki vita neitt um slíka neitun. Hann minnti í þessu sambandi á, að ekki alls fyrir löngu hefði hann verið spurður, hvaða álit hann hefði á slíkri heimsókn, ef henni yrði komið í kring, og hefði hann þá svarað því til, að hún gæti orðið gagnleg. Hafi rússneska stjórnin fengið þá hugmynd, að við séum mótfallnir slíkri heim- sókn, þá get ég fullvissað hana um það, að hún er röng, sagði Eisenhower. Hins vegar yrðu Bandaríkjamenn að ræða þessi mál við bandalagsríki sín, áður en endanleg ákvörðun yrði tek- in, en fyrst þyrfti auðvitað að koma til umleitan frá hendi Rússa. AFMÆLI: Tobias Sigurjónsson, bóndi að Geldingaholti í Skaga- firði er sextugur 1 dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.