Morgunblaðið - 10.10.1957, Page 10

Morgunblaðið - 10.10.1957, Page 10
10 MoncinvBT ifíifí Fimmtudagur 10. okt. 1957 Otg.: H.t Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Aðairustjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Ola, sími 33045 Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðaistræti 6. Auglýsingar og algreiðsia: Aðaistræti 6. Sími 22480 Asknftargjaid kr 30.00 á mánuði innaniands. I lausasölu kr i.50 eintakið. ALÞINGI KEMUR SAMAN TIL FUNDA r IDAG kemur Alþingi fs- lendinga saman til funda. Alþingi er elzta þjóð- stofnun fslendinga. Það er ná- tengt frelsisbaráttu þjóðarinnar og hefur meiri völd yfir málefn- um hennar en nokkur annar hand hafi ríkisvaldsins. Störfum þess er því ætíð veitt athygli og oft eru miklar vonir við þau tengd- ar. Allir íslendingar ættu að sam- einast um að heiðra það og virða, þótt sitt sýnist hverjum um ein- stakar athafnir þess. Viðhorfin til þeirra hljóta mjög að fara eftir stjórnmálaskoðun- um manna og fylgi þeirra eða andstöðu við meirihluta þingsins hverju sinni. ★ Ríkisstjórnin «g flokkar henn- ar móta mjög störf þingsins og starfshætti. Þegar samfelldur meirihluti er á Alþingi eins og nú,- kýs hann alla forseta þingsins og hefur meirihluta í öllum nefndum þess. Þetta er eðlilegt, því að meiri- hlutinn hefur bæði völdin og ábyrgðina. Þjóðina alla varðar hins vegar að vel sé með valdið farið. Það er t.d. ótvíræður blettur á Al- þingi, ef kommúnisti verður kos- inn forseti Neðri deildar, eins og gert var síðast. Enda sýndi hann þá, að hann var ekla vaxinn þeim vanda að beita valdi sínu á hlutlausan hátt. En alveg að því slepptu er ísland ekki öfunds vert að því, að Alþingi skuli vera eina löggjafarstofnunin vestan járntjalds, sem hefur kommúnista í forsæti. Fleiri mistök áttu sér raunar stað um starfshætti Alþingis í fyrra. Þá gerðist t.d. það, að ut- anríkismálanefnd hélt aldrei neinn fund nema til þess að kjósa formann og skrifara. Vanrækt var að kjósa þriggja marma unair- nefnd, er vera skal lögum sam- kvæmt ríkisstjórninni til ráðgjaf- ar um utanríkismál, bæði á með- an Alþingi stendur og milli þinga. Ætla verður að þessi vanræksla hafi ekki einungis verið sök for- manns nefndarinnar, heldur að undirlagi sjálfrar ríkisstjórnar- innar. En ekki er hún fremur af- sakanleg fyrir það. ★ Um málefni þau, er fyrir Al- þingi koma, hlýtur ríkisstjórnin að ráða miklu. Hún ein hefur yfir að segja þeirri tæknilegu að- stoð, sem nauðsynleg er til »mn- ingar veigamikilla lagafrum- varpa. Þar til heyrir margháttuð þekking ýmiss konar sérfræðinga, er rikisstjórnin getur látið starfa fyrir sig, en t.d. stjórnarandstað- an hefur takmarkaðan aðgang að. Aðalstörf þingsins eru af- greiðsla stjórnarfrumvarpa og þá ekki sízt fjárlagafrumvarpsins. Að þessu sinni er lítt vitað, hver aðalstjórnarfrumvörpin muni verða. Af ræðum fjármálaráð- herra og menntamálaráðherra fyrir viku má marka, að horf- urnar nú eru mjög ískyggilegar. Þeir segja tekjur ríkisins hafa brugðizt, bæði þær, er renna áttu í ríkissjóð og útflutningssjóð. Skilst mönnum, að verulegur halli sé á hvoru tveggja. Ef svo er, virðist fyrirsjáanlegt, að ný skattafrumvörp muni enn lögð fyrir þingið. Var þó óneitanlega rösklega að skattálagningunni unnið á síðasta þingi, því að þá voru skattar hækkaðir um rösk- lega 300 millj. króna a. m. k. Er það mun meira en nokkru sinni áður hefur verið gert á emu ári. Eftir upplýsingum ráð- herranna hrekkur það sem sagt hvergi nærri til. ★ Svo var og að sjá af orðum ráðherranna, sem stjórnin væri enn með öllu óviss, hvernig við- bótarfjárins ætti að afla. Talað var um, að stjórnarflokkarnir mundu marka stefnuna, þegar þeir kæmu saman. Ennfremur var því hampað, að þeir hefðu góða aðstöðu til að leysa vandamálin m.a.s. varanlega, ef þeir fyndu lausnina og kæmu sér saman um hana! Óneitanlega horfir þetta ekki björgulega og virðist benda til þess, að sama úrræðaleysið sé enn eins og lengst af ríkti á síð- asta þingi. Leiddi það til þess, að þingið varð lengra en nokkurt annað í sögu þjóðarinnar frá upp- hafi íslandsbyggðar. Úrræðin, sem þá voru samþykkt, reyndust þó ekki haldbetri en svo, að nú er allur hinn sami vandi efna- hagsmálanna enn sagður óleystur. ★ Til viðbótar kemur, að varnar- maun gci.a iiaumasí iengui* uaia- nt i j^cu-ri ovissu, er verið heí- ur. BroureKstri varnarhosins var irestaö um smn a sioasta pmgi i SKjoii atouroanna í Ungverja- ianui og víO auciaiivert iviiojard- arhaí. var bono íyrir, aö vegna astanasins Kynni prioja hemis- siyrjuiuin ao vera yiirvofandi. Aoaitaisrnaður Atlancsnais- banuaiagouis .heiur nyiega sagt, ao iiann neiui, ao prioja neiins- styrjölain muaai aturei skeiia a. Þiik styrjoia er pvi enki iengur ynrvofanui, ef rett veröur að farið og eKKi siakaö tii á nauo- synieguin vörnuin. Þaö er þvi ai- ger bieKKing viö pjoöina, ei nenni er sagt, aö erient varnarnö purii aðeins hér í bili, vegna hættu- legs heimsástanas. Annað hvort er tímabært að víkja varn- arliðinu nú þegar úr landi eða gera sér grein fyrir, að það muni dveljast hér lengur en um sinn. Hver sem skoðun manna kann að vera á þessu, er hér um svo mikilsvert og alvarlegt mál að ræða, að ekki verður fram hjá því komizt að taka það til með- ferðar. Af hálfu einstakra þingmanna, og þá ekki sízt stjórnarandstöð- unnar, verður auðvitað ýmsum málum hreyft á þessu þingi eins og endranær. Mun á daginn koma, hver þau verða, en þess ber að gæta, að eins og sagt var, hlýtur ríkisstjórnin að móta all- an svip þingsins, þar sem hún ekki aðeins hefur beztu aðstöð- una til undirbúnings málunum, heldur ræður öllu um meðferð og úrslit hvers einstaks þeirra. UTAN UR HEIMI Eiga karlmenn að gráta? KUNNUR bandarískur læknir lét þess nýlega getið, að karlmaður nútímans gæti að líkindum lengt líf sitt um nokkur ár, ef hann léti það eftir sér að bresta í grát öðru hverju. E. t. v. gætu karl- menn lært meira af konum um það, hvernig forðast bæri andlega spennu eða nvernig mæta ætti slíkri spennu án þess að ala með sér hjartasjúkdóma eða taugaveiklun. Grátur er skilgreindur svo, að hann sé tjáning sorgar, sársauka eða annarra tilfinninga með út- helling tára. Það er athygiisvert í þessu sambandi, að smábörn gráta án tára fyrsta mánuðinn eða svo, þangað til tárakirtlarnir taka að starfa. Gráturinn er ekki tamin tjáning tilfinninganna, en hins vegar er lítill vafi á því, að menn læra að temja sér að nota grátinn við ákveðin tækifæri; þeir vita hvenær á að úthella tár- um og hvenær á að bæla niður grátinn. Þetta er félagslegt fyrir- bæri, eins konar eftirhermulist. Grátur er heilnæmur Lífeðlisfræðilega er gráturinn tjáning flókins tilfinningaástands, þar sem líkaminn í heild á hlut að máil. í hinum hamslausa gráti, sem gagntekur menn eftir mikinn harmleik, má sjá hin lífeðlisfræðilegu áhrif í mjög skýru Ijósi. Ekkinn skekur likam- ann, og vöðvarnir í höfði, hálsi, brjósti, kviði og þind verða fyrir mikilli áreynslu. Öndunarfærin, slímhimnurnar, barkinn og kok- ið, augun, augnabrúnirnar og jafnvel húðin taka ýmsum breyt- ingum, t. d. missir húðin stund- um lit sinn, en öðrum stundum eykst litur hennar. Eflaust tekur líkaminn ýmsum öðrum breyting um. En sannleikurinn er sá, að við vitum lítið um lífeðlisfræði grátsins, en við vitum a. m. k„ að grátur er heilsusamlegur, því hann verndar líffærin gegn skað- samlegum áhrifum geðshræring- arinnar og kemur líkamanum aftur í jafnvægi. ,Að gráta í líkamanum4 Gráturinn er í rauninni sál- fræðilega mjög þægilegur léttir. Það er ekki einungis hollt að vatna músum, heldur er það líka Flóttamaður frá Evrópu tárfellir, þegar hann ber fram þakkir sín- ar í kirkju í Milwaukee í Banda- ríkjunum áríð 1956. gráta ekki, hefur ef svo má segja flutt grátinn inn í líkamann: hann grætur í líkamanum. Þetta kemur fram með ýmsu móti; út- brot á húðinni, truflun á öndun- arfærunum, ofnæmi, magasár, iðrakveisa og alls konar hjarta- truflanir geta verið merki um niðurbælda löngun til að gráta. Þetta getur jafnvel gengið svo langt, að menn falli algerlega saman, fái taugaáfall. Þó að gráturinn sé eðlileg tján- ing tilfinninganna, er það að jafn- aði svo, að menn læra að nota hann í samfélagi við aðra menn og vita, hvenær við á að úthella tárum. Þegar barn grætur, á það t. d. oft rætur sínar í því, hvaða viðbrögð það álítur, að grátur- inn veki hjá nærstöddum. Oft ræður nærvera annarra úrslitum um það ,hvort sjálfsmeðaumkun- in fær útrás í tárum. Gráturinn hefir alltaf verið ómótstæðilegur aflvaki maðaumkunar. Reglurnar um grátinn Hvernig stendur þá á því, að í norrænum þjóðfélögum sem og í hinum engilsaxneska heimi er reynt að fá börn til að hætta að gráta eins snemma og kostur er, og að karlmönnum á öllum ald- ursskeiðum er í rauninni bannað að gráta? Okkur hefur verið kennt, að karlmenn gráti ekki; það sé kven- legt og pempíulegt. Aðeins kven- fólk og smábörn mega gráta. í þjóðfélögum, þar sem viðkvæmni Tár ósigursins. Franskur karlmaður tárfellir í Marseilles árið 1941, þegar hann horfir á herfána Frakklands flutta um borð í skip, sem fór með þá til Norður-Afríku. Frakkland hafði fallið mörgum mánuðum áður. þægilegt, þótt undarlega kunni að hljóma. Það sem er óþægilegt er að langa til að gráta, en geta það ekki. Þar sem gráturinn er eðlileg- ur háttur til að draga úr spennu og æsingu og koma jafnvægi á líkamann, hlýtur það að auka spennuna og æsinguna, þegar gráturinn er bældur niður. Ár- angurinn er sá, að einstakling- urinn, sem hefur tamið sér að hjá karlmönnum er litin horn- auga í öllum sínum myndum, og þar sem mikið er lagt upp úr hörku og „karlmennsku“, er ekki nema eðlilegt að drengir eigi erfitt með að gráta. „Litli karl- maðurinn" veit, að það er veik- leikamerki að gráta, svo hann lætur það ógert í bernsku og æsku. Er hann nær fullorðinsár- unum er honum um gegn að gráta, þó hann langi til þes§, eða hann skammast sín fyrir að gráta, þegar hann getur það. Þetta á ekki aðeins við um norrænar og engilsaxneskar þjóð- ir. Hið sama gildir um Þjóðverja, Hollendinga, Svisslendinga og Japani. Hins vegar leggja rómanskar þjóðir engan veginn bann við því, að karlmenn tjái tilfinningar sínar með tárum. Meðal svonefndra frumstærðra þjóða eru reglurnar um það, hve- nær gráta megi og hvenær ekki, ótölulegar. Hjá Navaho-indíánum snýst hlátur fljótt í grát, þar sem aftur á móti Hopi-indíánar og Zuni-indíánar gráta lítið. Meðal Eskimóa er grátur mjög algeng- ur meðal karlmanna, og er at- hyglisvert, að hjá þeim eru innan- mein af sálarlegum orsökum svo til óþekkt. Tárin eru græðandi regn Það virðist vera regla í öllum þjóðfélögum, að karlar eru ekki jafnfljótir til tára og konur. Þetta kann að stafa að einhverju leydi af mismunandi lífeðlisfræði kynj anna, en margt bendir til þess, að þetta eigi fyrst og fremst rætur að rekja til menningaráhrifa. í Bandaríkjunum hafa konur tek- ið æ meiri hátt í opinberu lífi, og jafnframt hafa sálarleg sjúk- dómseinkenni hjá þeim farið hraðvaxandi. Virðist það benda til þess, að konur í opinberu lífi bæli niður með sér eðlilega tján- ing tilfinninga sinna í svo rík- um mæli, að þeim stafi hætta af. Hins vegar er heimskulegt að bresta í grát af hvaða tilefni sem er. Menn eiga því aðeins að gráta, að líkaminn gefi til kynna, að það sé nauðsynlegt. Tárum hefur verið líkt við hið græðandi regn, sem brýzt íram eftir þrumuveður á heitum sum- ardegi. Það var Charles Diekens, sem einu sinni skrifaði: „Hamingj an veit, að við þurfum ekki að skammast okkar fyrir tárin, því þau eru regnið á blindandi ryk moldarinnar, sem þekur hjörtu okkar“. Allt bendir til þess, að gráturinn sé heilnæmasta og þægilegasta leiðin til jafnvægis og' vellíðunar, þegar eitthvað hefur farið úr skorðum hjá okk- ur. VINCENZO MARIA DEMETZ hefur tekið við hlutverki Stefáns íslandi í óperunni „Tosca“. Hann er ættaður frá Suður- Týról í Norður-Ítalíu og stund- aði nám í Milano. Opinberlega söng hann fyrst við Ríkisóper- una í Dresden, í „Manon" eftir Massenet. Demetz hefir einnig sungið í Feneyjum og Napoli, og fyrsta sönghlutverk sitt við Scala-óperuna söng hann 1948, í „Ödipus Rex“ eftir Stravinsky. Alls hefir hann sungið óperu- hlutverk í 38 óperum og m. a. hlutverk hertogans í „Rigoletto“ fimmtíu sinnum. Af öðrum óperum sem hann hefir sungið í, má nefna „Lucia di Lammermoor" eftir Donizetti, „Madam Butterfly“ og „Tosca“ eftir Puccini. Vincenzo Maria Demetz hefir og sungið talsvert í útvarp á Ítalíu, í Sviss og Aust- urríki. í Barcelona söng hann sem gestur í óperunni „Hollend- ingurinn fljúgandi" eftir Wagner. Síðasta hlutverk, sem Demetz söng í Scala-óperunni, var tenor- hlutverkið í „The Rakes Pro- gress“ eftir Stravinsky. Hér á landi hefir Demetz dval- izt um tveggja ára skeið sem söngkennari.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.