Morgunblaðið - 10.10.1957, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.10.1957, Blaðsíða 16
1« MORGUWBl AÐ1Ð Fimmtudagur 10. okt. 1957 A uslan i Edens eftir John Steinbeck 152 mann. I>að, sem er óhreint, sýnist biksvart og það sem er hreint virð ist skínandi hvítt. Aron, þetta líð- ur hjá. Bíddu bara þolinmóður um hríð og þá líður það hjá, áður en þig varir. Ég veit að orð mín verða þér ekki til mikillar hugg- unar, vegna þess að þú leggur ekki trúnað á þau, en á annan veg get ég ekki hjálpað þér. Reyndu að trúa því að hlutirnir séu hvorki eins góðir né eins vondir og þér virðast þeir nú vera. Jú, fg get hjálpað þér. Farðu nú að hátta og á morgun skaltu fara snemma á fætur og segja föður þínum próf- fréttirnar. Gerðu það á lifandi og skemmtilegan hátt. Hann er meira einmana en þú, vegna þess að hann hefur engp yndislega fram- tíð til að dreyma um. Leiktu hlut- verk þitt, eins og Samúel Hamil- ton var vanur að segja. Láttu sem þú meinir það og þá verður það kannske satt. Leiktu hlutverk þitt. Gerðu það. En farðu nú að sofa. Ég verð að baka köku — til morg- unverðar. Og, Aron — faðir þinn. skildi eftir gjöf á koddanum þínum“. XLIV. KAFLI. Það var ekki fyrr en eftir að Aron var farinn í burtu til há- skólanámsins, að Abra kynntist fjölskyldu hans, að nokkru ráði. I>au Aron og Abra höfðu einangr- að sig frá öllum öðrum. Þegar Ar- on var farinn, leitaði Abra sam- vista við nánustu ættingja hans. Hún fann að húr treysti Adam og unni Lee meira en föður sínum. Gagnvart Cal gát hún ekki tekið neina ákveðna afstöðu. Stundum o- Þýðing Sverrir Haraldsson □- -□ gerði hann hana reiða, stundum hrygga og stundum forvitna. Það var því líkast sem hann stæði sí- fellt í tríði við hana. Hún vissi aldrei, hvort heldur honum líkaði vel eða illa við hana og þar af leiðandi féll hmni illa við hann. Þegar hún kom þangað, þótti henni vænt um, þegar Cal var ekki heima, því að annars sat hann allan timann og horfði á hana, svo að lítið bar á, rannsak- andi og hugsandi, en flýtti sér jafnan að líta í aðra átt, þegar hún stóð hann að verki. Abra var orðin stór og stæðileg stúlka, með þroskaðan likama, al- búin þess að taka á móti því sakra menti er beið hennar. Hún lagði það í vana sinn að skreppa heim til Trask-feðganna, að loknum skólatíma á daginn og þar sat hún hjá Lee og las fyrir hann kafla úr bréfunum frá Aron, sem hún fékk nær undantekningalaust daglega. Aron var einmana á Stanford- háskólanum. Bréfin hans báru vitni um hina áköfu þrá hans eftir Öbru. Þegar þau voru saman, bar samvera þeirra engan rómantísk- an blæ, en nú, þegar hann var í háskólanum, þegar níutíu mílna vegalengd aðskildi þau, sendi hann henni ástríðufullar ástai'- játningar og lokaði sig úti frá hinni nýju tilveru og því um- hverfi sem hann nú var kominn í. Hann las, borðaði, svaf og skrif- aði öbru og þetta var allt hans líf. Á kvöldin sat hún inni hjá Lee í eldhúsinu og hjálpaði honum við að hýða baunir eða hreinsa ertur. Stundum bjó hún til karamellur og oft borðaði hún kvöldverð í stað þess að fara heim til foreldra sinna. Það var ekkert það mál- efni til sem hún gat ekki rætt við Lee. Og það litla sem hún gat tal- að um við föður sinn og móður, var ómerkilegt, leiðinlegt og sjaldn ast satt. Þr gegndi öðru máli með Lee. Abra hafði löngun til að vera hreinskilin við hann og segja hon- um einungis það sem satt var, jafn vel þegar hún vissi ekki hvað var satt. Lee var þá vanur að sitja með veikt bros á vörum og grönnu hend urnar hans framkvæmdu verk sín, svo hratt og fimlega, að þær virt- ust helzt vera sjálfstæðar, lifandi verur. Abra gerði sér ekki grein fyrir því, að hún talaði oftast ein- göngu um sjálfa sig. Og stundum þegar hún talaði sveimuðu hugs- anir Lees langt í burtu og komu aftur og fófu aftur, eins og reik- andi hundur og öðru hverju kink- aði Lee kolli og hummaði lágt. Honum féll vel við öbru og hann skynjaði styrk hennar og góðvild og einnig hlýju. Svipur hennar hafði hin djarfa, stælta kraft, sem með árunum gat einungis leitt til annað hvort mikils ljótleika eða mikillar fegurðar. Lee, sem sat og hlustaði meðan hún lét móðann mása, minntist hinna kringluleitu, j hörundssléttu Kantona^. forfeði'a sinna. Enda þótt magrir væru, voru þeir jafnan búlduleitir. Eig- inlega hefði Lee átt að lítast bezt á þá andlitsgerð, þar sem það sem fallegt telst verður á tinhvern hátt að líkjast okkur sjálfum, en þannig var því samt ekki farið. Þegar hann hugsaði um kínverska fegurð, sá hann fyrir sér járn- höi'ð ræningjaandlit Manehuanna, hrokafull og óbugandi andlit þess fólks sem hlotið hafði að erfðum óvefengjanlegt vald. „Það hefur kannske alltaf ver- Brókaðiefad mjög glæsilegt úrval MARKAÐURINN Hafnarstræti 11 ið þannig“, sagði hún. — „Ég veit það ekki. Hann talaði aldrei mikið um föður sinn. Það var eft- ir að hr. Trask varð fyrir óhapp- inu með — þú veizt — meo frysta grænmetið. Þá varð Aron voðalega reiður". „Hvers vegna?“ spurði Lee. „Flók hlo að honum“. Athygli Lees var þeegar vakin: — „Hló fólk að Aroni? Hvers vegna að honum? Ekki hafði hann nein afskipti af því“. „Ja, það fannst honum a. m. k. sjálfum. Á ég að segja þér hvað ég held?“ „Já, gerðu.það", sagði Lee. „Þa8 er dálítið sem ég hef ver- ið að hugsa um og ég er eiginlega ekki komin að neinni niðurstöðu enn þá. En ég held að honum hafi alltaf fundizt hann vera — ja, einhvern veginn lamaður — eða i ófullgerður, éf svo mætti segja, | vegna þess að hann átti enga rnömmu". Augu Lees opnuðust og lokuðust þegar aftur. Hann kinkaði kolli: | „Ég veit hvað þú átt við“, sagði hann. — „Heldurðu að þessu sé líka þannig farið með Cal?“ „Nei". „En hvers vegna þá Aron?“ „Það er nefnilega það, sem ég hef ekki getað gert mér fulla grein fyrir enn sem komið er. Kannske þarfnast sumar manneskjur vissra hluta meira en aðrar, eða hata þá meira en aðrir. Pabbi minn hatar til dæmis næpur. Hann hefur alltaf gert það. Hann hefur aldrei haft neint sérstaka ástæðu til þess. En hann má bara ekki sjá næpu. Þá verður hann alveg trylltur. Nú, eiriu sinni var mamma — ja, dálítið gröm við hann og þá bjó hún til fullan skaft pott af næpujafningi með miklum pipar og osti og svo steikti hún hann í ofni, svo að hann varð ljós brúnn á litinn. Pabbi borðaði hálf an disk áður en hann spurði hvaða matur þetta væri. Mamma sagði að það væru næpur og þá henti hann diskinum á gólfið, spratt á fætur og þaut út. Ég held að hann hafi aldrei fyrirgefið henni það‘. Lee hló við: — „Hann gat nú vel fyrij'gefið henni fyrst hún sagði honum að það væru næpur", sagði hann. — „En Abra, ef hann hefði nú spurt og hún sagt honum að það væri eitthvað annað og hon um hefði fallið það vel í geð og fengið sér aftur á diskinn. Og svo hefði hann fengið að vita hið sanna á eftir. Þá hefði hann get- að myrt hana“. „Ég býst við því. Jæja, hvað sem öðru líður, þá býst ég við að Aron hafi þarfnazt móður meira Þvottavélar Nýkomnar J .Þorláksson & Norðmann hff. Bankastræti 11 — Skúlagötu 30 M A R K Ú S Eftir Ed Dodd m LIKE VOU, CHERRY... ...I DON'T WANT LOUISE LEEDS TO THINK SHE HAS RUN US COMPLETELV OUT OF THE HORSE SHOW / OKAV PAL, LET'á 60... WE HAVEN'T MUCH TIME/ i GOSH, IT'S HARD TO LOAO FRITZ WITHOUT BINGO'S HELP... I WONDER how THE LITTLE RASCAL'S DOING/ 1) — Það er rétt, við megum ekki gefast bardagalaust upp fyr- ir Lovísu. 2) — Við skulum leggja í það, enda þótt við höfum ekki Bangsa. — Jæja, þá er það ákveðið mál. 3) Svo teyma þau Freyfaxa upp í vagn, en það gengur illa af því að Bangsi er hvergi nálægur. 4) — Við skulum koma við hjá dýralækninum til að sjá, hvernig hvolpurinn hefur það. en Cal. Og ég held að hann hafi alltaf ásakað föður sinn". „Hvers vegna?" „Ég veit það ekki. En ég held það“. „Ertu ekki með einhverjum öðr- um núna, þegar Aron er svona langt í burtu?" „Jú, finnst þér það rangt hjá mér?" „Nei, það finnst mér alls ekki". „Á ég að búa til karamellubúð- ing?" „Ekki í dag. Við erum ekki búin að borða þann sem þú bjóst til síð- ast". „Hvað get ég þá gert?" „Þú getur síað eitthvað af mjöli fyrir mig. Ætlarðu ekki að borða með okkur kvöldverð?" „Nei, þakka þér fyrir. Ekki núna. Ég er boðin í afmælisveizlu. Heldurðu að hann verði prestur?" „Hvernig ætti ég að vita það?" sagði Lee. — „Kannske snýst hon um hugur". „Ég vona að hann verði það ekki", sagði Abra í ákafa, en svo greip hún fyrir munninn, hrædd við töluð orð sín. Lee reis á fætur, dró fram bakstursborðið og lét á það nokkr- ar rauðar kjötflögur og, hveiti- sáldið við hlið þeirra: — „Notaðu bakhliðina á hnífnum, ekki egg- ina", sagði hann svo. „Ég veit það", sagði Abra og vonaði að hann hefði ekki heyrt hvað hún sagði. En Lee spurði: — „Hvers vegna viltu ekki að hann verði prestur, Abra?" „Ég ætti víst ekki að segja það". „Þú þarft ekki að segja það frekar en þú vilt". Hann settist aftur á stólinn og Abra stráði hveiti yfir kjötsneiðarnar og barði þær> með stórum hníf. Tap-tap. — „Ég ætti ekki að tala svona" — tap-tap. Lee sneri að henni baki og lét hana afskiptalausa. „Hann er svo öfgagjarn í öllu", sagði hún og hélt áfram að berja kjötið í ákafa. — „Ef hann geng- ur í þjónustu kirkjunnar, þá verð- ur það að vera katólska kirkjan. Og nú er hann kominn á þá skoð- un að prestar eigi ekki að kvæn- ast“. „Ekki fannst mér það skína út úr síðasta bréfinu hans", sagði Lee bi-osandi. „Nei, ég veit það“, sagði Abra. — „En þú hefðir átt að hlusta á hann, áður en hann fór". Hnífur- inn hætti að berja. Svipur hennar var raunalegur og kvíðinn: —■ „Lee, ég er ekki nógu góð fyrir hann". aiíltvarpiö Fimmtudagur 10. október: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50 „Á frívaktinni", sjómanna- þáttur (Sjöfn Sigurbjörnsdóttir). 13.30 Setning Alþingis: a) guðs þjónusta í Dómkirkjunni (Prest- ur: Séra Guðmundur Sveinsson. Organleikad: Páll ísólfsson). b) Þingsetning. 19,30 Harmonikulög (plötur). 20,30 Umferðarmáladag- skrá: a) Erindi: Áfengi og um- ferðarslys (Kristján Þorvarðsson, læknir). b) Leikþáttur: „Vakn- aðu!" eftir Jakob Jónsson (Leik- stjóri: Helgi Skúlason). 21,05 Tón leikar (plötur). 21,30 Útvarpssag an: „Barbara" eftir Jörgen- Frantz Jacobsen; XI. (Jóhannes úr Kötlum). 22,10 Kvöldsagan: „Græska og getsakir" eftir Aghötu Christie; XXI. (Elías Mar les). 22,25 Sinfónískir tón- leikar (plötur). 23,00 Dagskrárlok. Föstudagur 11. október: Fastir liðir eins og venjulega. 13,15 Lesin dagskrá næstu viku. 19.30 Létt lög (plötur). — 20,30 „Um víða veröld". — Ævar Kvar- an leikari flytur þáttinn. 20,55 Islenzk tónlist: Lög eftir Pál Is- ólfsson (plötur). 21,20 Upplestur: Ljóð eftir Tómas Guðmundsson (Guðrún Guðjónsdóttir). 21,35 Tónleikar (plötur). 22,10 Kvöld- sagan: „Græska og getsakir" eft- ir Agöthu Christie; XXII. (Elías Mar les). 22,25 Harmonikulög: John Molinari leikur (plötur). — 23,00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.