Morgunblaðið - 10.10.1957, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.10.1957, Blaðsíða 1
síðui* dögunum á heimili hans í Washington. Ræddust þeir við í 4 klukkustundir, og bar m.a. á góma ástandið við austanvert Miðjarðarhaf, afvopnuarmálin og önnur mikilvæg alþjóðavandamál. Eftir fundinn sagði Gromyko, að viðræðurnar hefðu verið mjög gagnlegar, og þeir hefðu getað haldið þeim áfram allan daginn. Myndin er tekin af ráðherrunum eftir fundinn. Gromyko er til vinstri, en að baki þeim stendur Georgi Zarubin, sendiherra Rússa í Bandaríkjunum. Eisenhower telur enga hættu af rússneska gervihnettinum Grjótkast í Os/ó OSLÓ, 9. okt. — Sir Cecil Sugden hershöfðingi, yfirmaður íer- styrkja Atlantshafsbandalagsins í Norður-Evrópu, varð fyrir að- kasti og meiðslum í Kolsaas í Osló í dag, þegar hópur manna lét í ljós andúð sína á komu þýzka hershöfðingjans Hans Speidels til Noregs í dag. Speidel, sem er yfirmaður herja Atlantshafsbandalagsins í Mið- Evrópu, kom í fyrstu opinberu heimsókn sína til Noregs í dag. Um 500 manns, aðallega verka- menn og vélamenn á Fornebu- flugvellinum, höfðu saínazt sam- an og biðu eftir þýzka hershöfð- ingjanum og föruneyti hans, sem átti að koma kl. 10:45 eftir norsk- um tíma. Margir báru mótmæla- spjöíd með norskum, þýzkum og enskum áletrunum, þar sem skor- að var á hershöfðingjann að fara heim aftur. Hæfður í hnakkann Sir Cecil Sugden og herráðsfor- ingi hans, Cooper hershöfðingi, komu rétt fyrir kl. 11. Mannfjöld- inn hélt, að sir Cecii væri Speidel hershöfðingi og byrjaði að hrópa til hans og kasta grjóti að honum. Einn steinninn hæfði sir Cecil í hnakkann. Hann meiddist aðeins lítillega, en var greinilega mjög reiður, segja sjónarvottar. Speidel hafði hins vegar lent á Rygge-flugvellinum, um 60 km fyrir sunnan Osló. Þar voru engir herforingjar Atlantshafsbanda- lagsins til að taka á moti honum, og fór hann beint til höfuðborg- arinnar í bifreið. Mótmælafundur Mótmælafundur gegn komu Speidels til Noregs var auglýstur kl. 6 í kvöld eftir norskum tíma í hjarta Osló-borgar. Að fundm- um standa norsku stúdentasam- tökin og ýmis önnur félög, meðal þeirra norski kommúnistaflokk- urinn. Um 3000 manns söfnuðust í kvöld saman á torginu fyrir fram I an háskólann í Osló til að taka þátt í mótmælagöngu stúdenta- samtakanna. Meðlimir 15 félags- samtaka, bæði pólitískra og ópíli- tískra, tóku þátt í göngunni, og fór hún fram án nokkurra meiri háttar árekstra við lögregluna. SAN MARINO, 9. október. — Samningaumleitanir milli ríkis- stjórnanna tveggja í San Marino, þeirrar, sem mynduð var eftir að kommúnistar misstu meiri- hluta á þingi og stjórnar kom- múnista, sem neitaði að leggja niður völd, standa enn yfir. — Komin er á ró í dvergríkinu. Helzta umræðuefni stjórnanna er, hvenær halda skuli nýjar kosningar. Kommúnistar vilja nýjar kosningar 3. nóvember í ár, en stjórn andkommúnista vill, að kosningar verði haldnar á tilsettum tíma árið 1959. Faubus vill að svertiiigjabörn hætli skólagöngu af frjálsum vilja WASHINGTON, 9. okt. — Á vikulegum fundi sínum við frétta menn í dag sagði Eisenhower Bandaríkjaforseti, að gervihnett- ir Rússa fælu ekki í sér aukna hernaðarhættu fyrir Bandaríkin. Jafnframt óskaði hann rússnesk- um vísindamönnum til hamingju með hina velheppnuðu tilraun sína og tilkynnti, að Bandaríkja- menn mundu senda fyrsta gervi- hnött sinn upp í háloftin í des- ember. Varðandi alþjóðlegt eftirlit með gervihnöttum sagði forset- inn, að ummæli Dulles utanrík- isráðherra hefðu verið misskilin og rangtúlkuð, þegar hann gerði rússneska gervihnöttinn að um- talsefni á þriðjudag og ræddi til- lögu Rússa um sameiginlegt eft- irlit Rússa og Bandaríkjamanna með framleiðslu og notkun gervi hnatta. Margir hefðu túlkað um- mæli utanríkisráðherrans á þann veg, að Bandaríkin gætu hugsað sér að semja um eftirlit með gervihnöttum án tillits til afvopn unarvandamálsins. í þessu sam- bandi las Eisenhower upp á ný þær yfirlýsingar, sem utanríkis- ráðuneytið birti á þriðjudaginn. Er þar lögð áherzla á, að í af- vopnunartillögum Vesturveld- anna sé ákvæði um, að tekið verði til athugunar vandamál gervi- hnattanna á alþjóðlegum grund- velli, en ekki aðeins samið um það milli tveggja ríkja. Enginn mælikvarði á rannsóknir Bandaríkjanna Forsetinn sagði ennfremur, að allt sem hugsanlegt væri að flýtt gæti fyrir þróun rannsókna á eld- flaugum og gervihnöttum væri nú gert í Bandaríkjunum. Hins vegar hefði honum ekki verið það á móti skapi, að Bandaríkjamenn væru komnir enn lengra en raun bæri vitni á þessum vettvangi, og þá einkum að því er varðaði þekkingu manna á mótstöðu ým- issa málma gegn hitanum úti í geimnum. Eisenhower benti á, að Banda- ríkin rannsaki vandamálin í sam- bandi við fjarðstýrð skeyti og gervihnetti hvort fyrir sig, svo að ekki verði tafið fyrir skjótri þróun fjarstýrðu eldflauganna. Þegar um gervihnettina ræðir, er ekki hægt að líta á árangurinn af þeim rannsóknum sem mæli- kvarða á, hve langt við erum komnir í rannsóknum okkar á geimförum og ferðum milli hnatta, sagði forsetinn. Við hóf- um ekki rannsóknir okkar á gervihnöttunum með það fyrir augum að halda uppi einhvers konar kapphlaupi við aðrar þjóð- ir, heldur sem lið í alþjóðlegum rannsóknum jarðeðlisfræðiársins. Hefur ekkert njósnagildi Þegar Eisenhower var spurður, hvort bandaríski flugherinn væri að hans áliti orðinn úreltur, svar- aði hann með afdráttarlausri neitun. Hann kvað rússneska SIDNEY, Ástralíu, 9. okt. — Tutt- ugu infæddir menn á Nýju Guienu hafa fengið hræðilegan sjúkdóm, Kuru, sem helzt mætti nefna hlútursýki á íslenzku. Þeir eru að hlæja sig í hel á sjúkra- húsinu í Okana á austanverðri Nýju Guineu. Sir MarFarlane Burnet, frægur læknir í Melbourne, segir, að þessi sjúkdómur sé sennilega arf- gengur, en mjög fágætur Hann leiðir nær undantekningarlaust ti 1 dauða. Hingað til hafa 70 inn- fæddir menn tekið sóttina Einn af starfsmönnum sjúkra- hússins í Okana sagði: „Veggir gervihnöttinn vart hafa nokkurt verðmæti sem rannsóknartæki á öðrum hlutum jarðarinnar, og mundi þess áreiðanlega langt að bíða, að hægt yrði að nota hann í því augnamiði. Þegar lögð voru fyrir forsetann segja bandarískir vísindamenn MOSKVU, 9. okt. — Rússneskir vísindamenn reikna með því, að gervihnöttur þeirra muni haldast á lofti enn um langt skeið. Sam- kvæmt fréttum Moskvu-útvarps- ins styttist hringferðatími hans um 3 sekúndur á dag. Klukkan 2 e.h. í dag hafði hnötturinn far- ið um 3 milljónir kílómetra og farið sjötugasta hring sinn um- hverfis jörðina. Frá rannsóknarturni í St. Petrozavods í norðanverðu Rúss- sjúkrahússins nötra öðru hverju af brjálæðiskenndum hlátursrok- um. Nokkrir hinna 70 sjúklinga eru þegar að dauða komnir. Þeir eru algjörlega úttaugðir af hiátri. Brátt munu þeir lamast alger- lega og deyja“. Starfsmaðurinn kvaðst hafa frétt, að eitt þorp í fjöllunum væri fullt af hlæjandi konum og körlum. Nú er verið að gera sér- staka rannsókn á upptökum cg útbreiðslu þessa óvenjulega sjúkdóms. Sjúkdómunnn var fyrst „uppgösvðaur" af bandarísk um lækni, dr. Carleton Gajdusek, sem nýlega dvaldist 15 mánuði í Ástralíu. LITTLE ROCK, 9. okt. — Orval Faubus fylkisstjóri í Arkansas sagði í dag, að hann sæi enga aðra lausn á ástandinu, sem skap landi var fylgzt með hnettir.um aðfaranótt miðvikudags, og var i þá hægt að ákveða fjarlægð hans með tilliti til stjarnanna án nokk- urra erfiðleika. Hálfri mínútu eftir að hnötturinn hvarf yfir sjóndeildarhringinn sást hluti úr eldflauginni, sem flutti hnöttinn út í geiminn, en þessi hluti fylgir hnettinum eftir. Rannsóknir Bandaríkjamanna Vísindamenn bandaríska flot- ans hafa lýst því yfir, að rann- sóknir þeirra á gervihnettinum séu ekki í samræmi við þær nið- urstöður sem vísindamenn ann- arra landa hafa komizt að, íefni- lega að hnötturinn sé að hægja á sér og nálgast jörðina. Þegar hnötturinn fór yfir Washington kl. 11 f.h. i dag, heyrðust greini- leg merki frá honum. Útreikning- ar, sem gerðir voru klukkustund síðar, sýndu að hnötturinn fór umhverfis jörðina á nákvæmlega 96 mínútum, eða sama tíma og hann hefur farið þessa vegalengd síðan hann hóf hringferðir sínar á föstudaginn. Aðrir bandariskir vísindamenn hafa og látið í Ijós þá skoðun, að hnötturinn sé ekki að nálgast jörðina. Hins vegar hafa nokkrir þeirra bent á, að hnötturinn sé ekki alltaf jafn nærri jörðinni, og gæti það bent til þess, að hann sé annað hvort að breyta stefnu við og við eða „lækka flugið“. azt liefði eftir að blökkumanna- börn l'engu aðgang að skólanum í Litfle Rock, en þá, að svert- ingjabörnin hætti af fúsum og frjálsum vilja að sækja skólann. Faubus lét þessi orð falla á fundi við blaðamenn. Hann kvað það samt ekki útilokað að hægt væri að finna einhverja málamiðl un, en þessa stundina virtist ekki önnur Jausn fyrir hendi. Þegar hann var spurður, hvað hann hefði haft í huga, þegar hann sagði fyrir nokkru, að nú væri þörf á aflsöppunartíma í Little Rock, kvað hann óróann í borg- inni verða að fá tíma til að fjara út, svo fólk fengi tíma til að melta þá hluti, sem reknir hafa verið niður í hálsinn á þeim með byssustingjum. Bandarísk geimflaug BIRMIN GHAM, Alabama, 9. okt. — Á næstu vikum munu Banda- ríkjamenn senda eldflaug 6.500 kílómetra út í geiminn, segir bandaríska blaðið „Birmingham News“ í dag. Eldflauginni verð- ur skotið frá eynni Eniwetok á Kyrrahafi. Blaðið skýrir frá því, að hér sé um að ræða 4ra-þrepa eldflaug, og verður flogið 30 kíló- metra í loft upp í sérstökum þar- tilgerðum loftbelg. Þaðan verður henni síðan skotið út í geiminn með 27.000 kílómetra hraða á klukkustund. NEW YORK, 9. okt. — í dag krafðist fulltrúi Indlands á Alis- herjarþingi S.Þ. þess, að Kasmír málið yrði strikað út af dagskrá Öryggisráðsins. Þeir eru að hlæja sig í hel Framh. á bls. 2 Gervihnötturiim nálgast ekki jörðina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.