Morgunblaðið - 10.10.1957, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.10.1957, Blaðsíða 8
8 MORCVNBT AÐIÐ Fimmtudagur 10. okt. 1957 Boranir þær, sem að undanförnu hafa verið gerðar í bæjarlandi Reykjavíkur að undangengnum ýtarlegum rannsóknum, hafa gefið góða raun. Fyrir nokkru voru framkvæmdir hafnar við Höfðaveituna, er fær vatn úr holum við Fúlutjörn og Höfða Raforkan og nýjar atvinnugreinar Staðsetoing stórvirkjunar skiptir alla Sunnlendinga mikln Á FUNDI Yarðar í fyrra- kvöld var rætt um þá skoðun orkumálanefndar félagsins. að næsti áfangi í rafmagns- málunum væri bygging stór- virkjunar, sem m.a. byggðist á orkusölu til nýs iðnaðar. 1 ræðu sinni sagði Eiríkur Briem verkfræðingur um þetta mál m. a.: Velmegun þjóðarinnar má tryggja bæði með því að afla hér innanlands meiri gæða til notkun Borun í bæjarlandinu verði haldið áíram Hitaveita frá fjarlægara jarðhita- svæði er þó nauðsynleg ÞEGAR Jóhannes Zoega gerði í fyrrakvöld grein fyr- ir niðurstöðum orkumála- nefndar Varðar um einstakar framkvæmdir Hitaveitu Reykjavíkur, sagði hann m.a.: Haustið 1954 var skipuð Hita- veitunefnd til að gera tillögur um leiðir til að allur bærinn gæti orðið hitaveitu aðnjótandi. Með nefndinni hafa unnið Gunnar Böðvarsson verkfræðingur og Trausti Einarsson prófessor, sem m.a. hafa gert viðnáms- og þyngd armælingar á jarðlögum á Sel- tjarnarnesi. Er niðurstöður þeirra mælinga urðu kunnar, var hætt borunum á Reykjasvæðinu, en tekið að bora í Reykjavík sjálfri. Árangurinn hefur orðið sá, að úr 3 holum koma nú um 25 lítrar á sekúndu af 88—98° heitu vatni. Sennilega má auka vatnsmagnið verulega, en þó ekki svo, að það fullnægi hitaþörf bæjarins. Reynt hefur verið að fá nýjan bor til að bora 1200—1400 m djúpar holur, en gjaldeyrisleyfi hefur ekki fengizt. Er það mjög bagalegt, en hinn nýi gufubor ríkisins og Reykjavíkur verður væntanlega fyrst notaður í bæjar landinu. Framtíðarhorfur Um framtíðarhorfur í hita- veitumálum sagði Jóhannes Zoega m.a.: Hugsanlegt er að nota vatn hitað með olíu sem hitagjafa auk jarðvatns. Málið hefur verið at- hugað vandlega, og niðurstaðan orðið, að höfuðáherzlu beri að leggja á að afla nægilegs jarð- hita sem grunnorku. Hlíðaveitunni, verður lokið áður en langt um líður, og er frekari aukning bæjarkerfisins þá vart hugsanleg nema með því að fá aukið vatnsmagn. Sjálf- sagt er að auka kerfið jafnóðum og vatn fæst úr holum í Reykja- vík — eins og nú er verið að gera í Höfðahverfi. í framtíðinni mun þurfa að afla hita frá fjarlægari svæðum, og virðist hentugast að fá hann frá Krýsuvík. Til að fullnægja hitaþörf Reykjavíkur og ná- grannabæjanna mun þurfa ailt að 150 lestir af gufu á klukkustund, og er líklegt að það inagn sé fyrir hendi. En hafa þarf auga með því, að jarðhitinn í Krýsu- vík verði ekki tekinn til annarra nota. Virkjun gufu þar suður frá er kostnaðarsamari en virkjun heitra vatnslinda og tekur lengri tíma. Er því æskilegt. að reynt verði að fá niðurstöðu I þeim samningaumleitunum, sem nú fara fram um málið. Þessi stækk- un mun verða svo fjárfrek, að lántaka mun þurfa til að koma, ef hún á að framkvæmast með þeim hraða, sem æskilegur. er. Ýmsar tæknilegar umbætur má gera til að auka nýtingu heita vatnsins, t.d. er Ijóst orðið. að það nýtist betur, ef húsin eru hítuð jafnt á nótt sem degi. Ýmis fleiri atriði koma hér til greina. Notkun tvöfaldra glugga er eitt af þeim, og er talið nauðsynlget að setja um þá ákvæði í byggingarsam- þykkt Reykjavíkur. í sambandi við hitaveituna kemur einig til athugur.ar, hvort bæta megi fjárhagsafkomu henn- ar með því að nota vatnið meira um sumartímann en hingað til hefur verið gert. Gæti það orðið í iðnaði. Kæmi hér t.d. til greina iðn- aður, er unglingar sem eru í skólum á veturna, geta unnið við. ★ Síðar á fundinum ræddi Þór- oddur Sigurðsson verkfræðingur um hitaveituna. Taldi hann nauð- synlegt að boraðar yrðu í landi Reykjavíkur víðari holur en hing að til, notaðar í þeim djúpVatns- dælur og gerðar ýmsar aðrar ráð- stafanir til að auka vatnsrennslið. Þóroddur lýsti einnig þeirri skoð- un sinni, að hinn nýja bor ríkis og bæjar ætti eingöngu að nota í Reykjavíkurlandi, og ioks ræddi hann um þann möguleika, að leggja hitaveitu í sem flest hverfi Reykjavíkur, en reka hana fvrst um sinn með olíukyndingu. Fara verður sparlega með gufuna íKrýsuvík í HINNI ýtarlegu ræðu sinni á Varðarfundinum í fyrra- kvöld vék Eiríkur Briem verkfræðingur að jarðhitan- um og nýtingu hans. Hann sagði, að nýtingin gæti orðið með þrennum hætti: til hita- veitu, iðnaðar. eða raforku- framleiðslu. Bæði ríki og Reykjavíkurbær hafa unnið að þessum málum. — Bærinn hefur jafnan haft forystu í hitaveitumálunum og unnið að rannsóknum á því sviði. Á veg- um ríkisins hafa einnig farið fram j arðhitarannsóknir víða um landið, og í því sambandi hefur vaknað mikill áhugi á notkun hitaorkunnar til iðnaðar. Báðir aðilar hafa haft rafmagnsfram- leiðslu í huga jafnfrarht, og þeir hafa nú keypt fullkominn gufu- bor sameiginlega. Á gufusvæðunum er talið, að bæði sé um að ræða sístreymi og forðabúr Um þetta er lítið vit- að, en af ófullkomnum forsend- um má áætla, að í Krýsuvík sé sístreymið 150 tonn af gufu á klukkustund og í forðabúrinu á- líka magn í 50 ár. í Hveragerði er sennilega svipað magn, í Hengl inum hins vegar meira, en þar er jarðhitinn dreifður og erfitt að vinna hann. Fyrir hitaveitu í Reykjavik, Hafnarfjörð og Kópavog þarf allt það magn, sem fæst úr sístreym- inu í Krýsuvík. Saltvinnsiustöð. sem fullnægir þörfum íslendinga (vinnur 60.000 tonn é ári) þarf jafnmikið magn. Verður því að fara sparlega með .jarðhitann a.m.k meðan meira magn finnst ekki. Hér hefur Reykjavík hags- muni, því að slæmt væri, ef jarð- hitinn næst borginni væri notað- ur til annars en hitaveitu. Jarðhiti er mjög ódrjúgur ef hann er notaður til raforkufram- kvæmda eingöngu. Nýtast þá að- eins um 10% varmans og fengjust því úr Krýsuvík um 160 millj. kílóvattstunda á ári. Ef þar væru hins vegar unnar í raforkuveri um 80 millj. kvst. á ári mætti nota sömu gufuna fyrir hita- veitu, og yrði þá heildarnýtingin meira en 6 sinnum meiri. Reykjavík hefur enn ekki feng ið umráð jarðhita á gufusvæðun- um. Ástæða er hins vegar ekki til að óttast, að það leiði til örðug leika síðar — bæði vegna þátt- töku Reykjavíkur í rannsókn svæðanna og forystu í þessum málum yfirleitt og svo vegna hins, að jarðhitinn nýtist bezt, ef hann er notaður til hitaveitu, og á því sviði hlýtur Reykjavík að vera aðalaðilinn. En vinna verð- ur að því, að hitanum á Krýsu- víkursvæðinu verði ekki ráðstaf- að til annarra nota að svo stöddu og hraða þarf áætlunum um hita- veitu frá Krýsuvik til frekari rök stuðnings fyrir því, að hún skuli sitja í fyrirrúmi. Eiríkur Briem benti síðan á í ræðu sinni að notkun jarðgufu til iðnaðar er bundin við gufu- svæðin, og áætlanir um hana snerta Reykjavík því minna. Heitt vatn getur hins vegar kom- ið iðnaði í Reykjavík að miklu liði, og þau mál þyrfti að rann- saka frekar hið fyrsta. Eiríkur skýrði loks frá því áliti orkumálanefndar Varðar, að rétt væri, að hinn nýi gufubor yrði látinn bora eina holu á Sel- tjarnarnesi, áður en hann yrði fluttur til Krýsuvíkur. Jafnframt verði unnið að því að fá nýjan bor, sem sérstaklega yrði notaður til að bora á mikið dýpi eftir heitu vatni. ar í landinu sjálfu og með því að efla útflutninginn og auka þar með gjaldeyristekjurnar. Báðar leiðirnar verður að sjálfsögðu að fara í framtíðinni. Sjávarafurðir eru nú aðalút- flutningsvörurnar. Útvegurinn einn getur tryggt vaxandi fram- farir í nánustu framtíð, og verð- ur því að efla hann. Sé hins veg- ar hugsað lengra fram í tímann, koma fleiri leiðir til greina, t. d. aukið flug og siglingar, en þó fyrst og fremst nýr iðnaður. Hugsa má sér þrjár leiðir í sambandi við uppbyggingu nýs iðnaðar í því skyni að auka út- f lutningsf ramleiðsluna: Reyna mætti að byggja upp iðnað, sem krefst lítils stofn- kostnaðar. Hann gefur yfirleitt mikil afköst miðað við stofnfé, en krefst hins vegar langrar þró- unar og mikillar kunnáttu. 1 öðru lagi kemur til greina iðnaður, sem þarfnast mikils stofnfjár og mikillar orku, svo sem aluminíumvinnsla. Þessi iðn- aður skapar mikla atvinnu, með- an á byggingarframkvæmdum stendur, en afköstin eru lítil miðað við stofnfé, og framleiðsla verður að vera í stórum stíl, ef hún á að vera samkeppnisfær. í þriðja lagi má hugsa sér að fara bil beggja. Mætti þá styðja skynsamlegan smáiðnað og orku- frekan iðnað í smærri stíl, sem gæti byggt að nokkru á innan- landsmarkaði. Hér verður ekki gert upp á milli þessara leiða, sagði Eirík- ur Briem, heldur er á þetta bent til að minna á þá þýðingu, sem orkuvinnsla í stórum stíl getur haft í sambandi við framtíðar- fyrirætlanir í atvinnumálum þjóðarinnar. Eirikur Briem Á það má þó benda, að orku- og fjárfrekur iðnaður er mjög háður opinberum afskiptum, en borgararnir sjálfir hafa hins veg- ar betri aðstöðu til að láta að sér kveða á öðrum sviðum. Það skiptir miklu máli fyr- ir Reykjavík, hvar meiri hátt- ar iðnaður er staðsettur, hvað framleitt er, hvaða hafnir eru notaðar o. s. frv. T. d. myndi staðsetning orkuvers fyrir norðan eða austan geta svipt Reykjavík og reyndar Suður- landsundirlendið allt mögu- leikum á að fá ódýra raforku til annarra nota um langa framtíð. Staðsetningu iðnaðar verður fyrst og fremst að miða við orku- kostnaðinn, en hinu má ekki gleyma, að e. t. v. mætti fá ódýr- ari raforku frá virkjun í þéttbýli Suðvesturlands, sem seldi bæði til iðnaðar og annarra nota, en frá virkjun annars staðar, þó að virkjun, sem eingöngu miðast við iðnað kynni að verða ódýrari ut- an þéttbýlisins. Af öllu þessu er Ijóst, að Reykjavík þarf að fylgjast vel með í þessum málum og eiga hlut að þeim ákvörðunum, sem teknar eru. Reykjavík er lang- stærsti rafmagnsnotandinn hér á landi nú og hefur bæði haft for- göngu í orkumálunum og mesta reynslu varðandi þau. Er því eðlilegt, að þegar verði notuð ákvæði sameignarsamnings ríkis og bæjar um Sogið og óskað eftir viðræðum við ríkið um undir- búning nýrrar vatnsaflsstöðvar á Suðurlandi. Raforka hennar yrði langódýrust, ef hún yrði það stór, að hún seldi nokkuð af rafmagns- framleiðslu sinni til iðnaðar, og er því nauðsynlegt, ef kostur er á, að koma upp slíkum iðnaði jafnhliða. Rannsóknir, áætlanir, fjáröflun og byggingarfram- kvæmdir varðandi nýja virkjun taka sennilega 10—12 ár og verður því að hraða aðgerðum. Jóhannes Zoéga Enn má fá meira vatn úr Gvendarbrunnum Sérveifa með árvafni e. t. v. gerð í framtíðinni Á VARÐARFUNDINUM i fyrra- kvöld hafði Jóhannes Zoéga verkfræðingur framsögu um ein- stakar framkvæmdir vatnsveitu og hitaveitu. Um vatnsveitumál- in sagði hann m. a.: Athuganir voru hafnar á bæj- arkerfi og aðfærsluæðum vatns- veitunnar á árinu 1954. Síðan hefur verið unnið mikið starf við endurbætur á þessu sviði og auk þess lagðar æðar í ný hverfi. Á þessu ári hafa t. d. verið lagðir 3,5 km af nýjum vatnsæðum í bænum. Gerð hefur verið áætlun um framkvæmdir á næstunni, m. a. um að setja upp dælur við Gvendarbrunna og á nokkrum stöðum í bænum. Dælurnar við brunnana auka vatnsrennslið um 20%. Vatnsmagnið í Gvendarbrunn- um mun vera 800—900 lítrar á ! sekúndu. og er það þegar nýtt að rúmlega % hlutum. Aukið magn má fá úr nálægum upp- sprettum og er því nóg af hreinu lindavatni enn um nokkurt ára- bil. Þó mun koma að því síðar, að árvatn á þessu svæði verði að taka til notkunar. Mun það kosta sérstakan hreinsiútbúnað, en einnig er hugsanlegt að skipta vatnsveitunni. Fengi þá ýmiss konar vatnsfrekur iðnaður, sem notar vatn til þvotta og kæling- ar, sérstaka veitu með árvatni. Skortur á þjálfuðu starfsliði, gjaldeyrisörðugleikar og fjár- magnsleysi stendur í vegi fyrir hröðum endurbótum á vatnsveit- unni, en á þær er nauðsynlegt að leggja áherzlu. Rannsókn á vatnssóun hefur farið fram og komið að gagni, en því starfi verður að halda áfram, því að vatnsnotkun í Reykjavík miðað við íbúafjölda er óeðlilega mik- il í samanburði við borgir er- lendis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.