Morgunblaðið - 10.10.1957, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.10.1957, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 10. okt. 1957 MORCVTSBl AÐIÐ 3 Nýjn smurostainir seljnst jnin- skjótt og þeir koma í verzlnnir Mjólkurbú Flóamanna gelur hvergi nærri fulL nægt effirspurninni HINAR nýju tegundir smurosta, sem Mjólkurbú Flóamanna hefur hafið framleiðslu á fyrir um það bil tveim vikum, hafa á þessum skamma tíma náð harla miklum vinsældum húsmæðra og raunar allra hér í Reykjavík. Ostarnir standast ekkert við í verzlunun- um, seljast á svipstundu er þeir koma þangað. Engin sérstök tegund vinsælust Verzlunarmaður hja Silla & Valda í Aðalstræti sagði blaðinu 1 gær, að engin sérstök íegund ostanna virtist vera vinsælust. Allar tegundirnar sex væru jafn mikið keyptar. Er hér um að ræða rækjuost, hangikjötsost, tómatost, grænan alpaost og sterka og milda teg. af smurosti. Fólk gerir yfirleitt engan grein- armun enn sem komið er á teg- undunum, sagði verzlunarmaður- inn. Blaðið hringdi í nokkrar verzlanir aðrar, og höfðu þær ná- kvæmlega sömu sögu að segja. 3—400 kíió daglega Gretar Símonarson mjólkurbú- stjóri á Selfossi skýrði blaðinu frá því í gærdag, að búið sendi daglega 3—400 kíló af ostum þess- um til Reykjavíkur. Búið gæti hvergi nærri fullnægt eftirspurn- inni en vonir stæðu til að það yrði hægt innan tíðar. Umboðs- menn fyrir ostana eru fjórir í ] Reykjavík og dreifa þeim jafnótt og þeir berast. Vinsælir ostar Ostarnir eru þannig búnir til, að venjulegur mjólkurostur er bræddur upp og síðan bragðbætt- ur með ýmsum hætti. Hefur þetta tekizt svo ágætiega sem raun ber vitni um. Ekki kvað Gretar að hafizt yrði handa um framleiðslu fleiri ostategunda fyrr en hægt væri að fullnægja eftirspurn á þeim sem þegar eru komnir á markaðinn. Heppnir \ UNGI maðurinn á myndinni hér að ofan er Bjarni Hermundarson togarasjómaður í Hafnarfirði. Hann var svo einstaklega hepp- sjómenn inn á dögunum að vinna fjögurra herbergja íbúð í happdrætti DAS, að Álfheimum 38 hér í bæ. — Bjarni hefur verið sjómaður frá því á unglingsárumá Komst hann í mannraunir þá er hann var á vélskipinu Eddu frá Hafnarfirði, er hún fórst í fárviðri á Grundar- firði fyrir nokkrum árum. Svipti- vindur hvolfdi skipinu, Bjarna tókst að bjarga sér á sundi frá skipinu, og synti á eftir nóta- bátnum, sem var að leggja frá hinu sökkvandi skipi, en stormur var og náttmyrkur. Á bátnum voru þeir sem komust af. Þannig varð góð sundkunnátta til þess að bjarga lífi Bjarna. í síðasta drætti var lánið ekki heldur laust við þá á hinu nýja varð - og björgunarskipi Albert. — Jón Jónsson skipsherra fékk heimilistæki í DAS-happdrættinu en Guðmundur Karlsson II. stýri maður fékk nýjan Pontiac-bíl og er hann hér undir stýri bílsins og með honum kona hans og sonur. A 11 i a n c e hefur vet ALLIANCE FRANCAISE er nú um það bil að hefja vetryrstarf- semi sína. Félagið mun að vanda halda uppi námskeiðum í frönsku og verða kennarar þeir sömu og undanfarið ár, ungfrú Madeleine Gagnaire sendikennari við Há- skólann og Magnús G. Jónsson. Er kennsla í þann veginn að hefjast. ★ Fyrsti skemmtifundur vetrar- ins verður haldinn í kvöld (fimmtud. 10. okt.) í Tjarnar- Francaíse rarstarfið kaffi. Þar mu* ungfrú Gagnaire flytja stutt erindi um ýmsar fornfrægar byggingar í Frakk- landi, hallir og minnismerki og nýjar aðferðir til að yngja upp sögu þeirra og fornan Ijóma. Þar heíir ljósa- og radiotækni nú- tímans orðið að giði' liði Einnig \eits sýndar stuttai kvikmyndir með skýringum. Þá mun Jón Sigurbjörnsson leiK&ri skemmta ineð söng við undirleik Fritz Weisshappels. Að lokum verður dansað til kl. 1. 1 K. K. sexfettinn fíu ára -af mælishljómleikar í kvöld HIN KUNNA danshljómsveit, K.K. sextettinn, á tíu ára starfs- afmæli um þessar mundir og verð ur afmælisins minnzt með hljóm- leikum í Austurbæjarbíói i kvöld, fimmtudag, kl. 11,15. — Á hljómleikunum munu koma fram auk sextettsins, söngvararn- ir Ragnar Bjarnason, sem nú starfar með hljómsveitinni, og Sigrún Jónsdóttir, er á að baki langan starfsferil með K.K. sextettinum. Utan lands og innan K.K. sextettinn hefir víða kom ið við á undangengnum áratug, leikið í flestum eða öllum dans- húsum í Reykjavík, á hljómleik- um, kabarettum, á hljómptötur og í útvarp, ferðazt um svo að segja allt landið oftar en einu sinni, og síðast en ekki sízt, leikið á hljómleikum í Kaupmannahöfn og Osló, einnig 3 mánuði sam- fleytt á dansstað í Þýzkalandi — alls staðar við hinar beztu undir- GÍSLI HALLDÓRSSON verk- fræðingur hefir gert eftirfar- andi tillögur um nýyrði varðandi gervitungl og geimfarir, sem nú eru mjög í fréttum. Gísli hefir um margra ára skeið verið með- limur í brezka geimsiglingafélag- inu (The British Interplanitary Society) og í ameríska eldflauga- félaginu (The American Rocket Society) og ennfremur starfað að smíði véla til framleiðslu á eldflauga eldsneyti í Bandaríkj- unum. Gísli hefur tvisvar sinnum flutt erindaflokk í útvarpið um geimsiglingar. í fyrra skiptið 1951 og nú síðast 1957. Hefur hann skrifað bók um þetta efni, en útgefendur ekki fengizt til að gefa hana út af ótta við, að íslenzkir lesendur hafi lítinn áhuga fyrir slíkum siglingum. Gísli stingur upp á að nota eft- irfarandi orð og segir: Rocket: Eldflaug. Rocket Motor: Eldflaugar- hreyfill eða Eldhreyfill. Two Step Rocket: Tveggja þrepa eldflaug eða Tvífari. Three Step Rocket: Þriggja þrepa eldflaug eða Þrífari. Eldflaug er ferðast um geim- inn utan gufuhvolfsins má nefna Geimfar. Ferðalög manna um geiminn, á sama hátt Geimfarir. Geimfar sem gert er til þess að fljúga allt upp að tunglinu mætti kalla Tunglfar, en eld- flaugina sem gerð væri til að lenda á tunglinu og notuð væri eins og „julla" til að ferja á milli Tunglfarsins og tunglsins, mætti kalla Tunglferju. Ástæðan til að gefa þessum eldflaugum mismunandi nöfn er sú, að þær eru sérhæfðar hver fyrir sitt hlutverk. Þær eru því ólíkar að gerð. Tunglferjur yrðu notaðar til lendingar, ekki aðeins á okkar tungli, heldur og á tunglum ann- arra reikistjarna, þar sem loft er mjög þunnt. Tunglferjur þurfa að vera tektir. Sem stendur leikur hljóm sveitin í Þórskaffi, svo og í Iðnó á laugardögum, en þar hefir húsa kosti nýlega verið á ýmsan hátt breytt og hann lagfærður fyrir slíka starfsemi. Við allra hæfi Eins og að líkum lætur mun kenna margra grasa úr heimi dægurtónlistar á hljómleikunum á fimmtudaginn — jazz-músík, dægurlög, rokk og kalypsó verða þar m.a. á dagskrá, og fer tæp- lega hjá því að allir fái að heyra eitthvað við sitt hæfi, enda kunn- ir hljómlistarmenn annars vegar, því að sextettinn skipa, auk Krist jáns hljómsveitarstjóra, þeir Kristján Magnússon, sem leikur á píanó, Jón Sigurðsson á kontra- bassa, Guðmundur Steingrímsson, trommur, Ólafur Gaukur, gítar og Árni Scheving á víbrafón. Fast- ráðinn söngvari með hljómsveit- inni er, eins og áður segir, Ragn- ar Bjarnason, en framkvæmda- stjóri Pétur Guðjónsson. útbúnar til að lenda, með fótum eða slíkum útbúnaði. Þær þurfa því að hafa nokkurn styrkleika miðað við þetta. Geimfarið, hins vegar, sem smíðað er úti í geimnum, getur verið mjög fíngert, líkast kín- verskri pappirslukt, sem tæp- lega þarf að bera neina þyngd, aðeins hafa viðnám gegn hreyfi- orku, svo að það leggist ekki saman, og nægilega styrka elds- neytisgeima. Eldflaugin er orð sem tak- marka ætti við það tæki sem brýst frá jörðinni út í gegnum brimgarðinn, sem lofthjúpurinn utan um hana er. Hún er eins konar Jarðferja, sem gert er ráð fyrir að flytji vistir út fyrir gufuhvolfið, út á hið slétta haf þar fyrir utan, þar sem geim- förin vagga sér í hinni óendan- legu stillu himindjúpsins. í upphafi geimsiglinga má gera ráð fyrir að notaðar verði þriggja og fjögra þrepa eldflaugar, er varpi af sér síðasta eða næst- síðasta haminum út úr gufu- hvolfinu, en þessi hamur verði síðan látinn sigla t. d. umhverfis tunglið. Má í slíku tilfelli segja að eldflaugin sé um leið geimfar. Þegar fram líða stundir mun hins vegar tekið til að útbúa sér- stök geimför, sem betur eru fall- in til langsiglinga heldur en síð- asti hamur eldflaugarinnar. Það væri t. d. hugsanlegt að gervitungl það sem nú snýst um- hverfis jörðina innihaldi lítið geimfar, sem þegar stutt væri á hnapp, á jörðu niðri, legði á stað umhverfis tunglið, knúið eld- hreyfli. Þessar siglingar um himin- geiminn, sem nú fara að hefjast, eru mestu ævintýri sem skeð hafa í sögu mannkynsins. Að íslendingar, sem gömul og ný siglingaþjóð, skuli hafa tak- 1 markaðan áhuga fyrir því ævin- týri, er næsta ötrúlegt. Gömul vísa um þingsetningu Fyrir um það bil 40 árum var þessi vísa ort í þann mund er Alþingi kom saman: Þó að setjist þing í Vík og þrátti um sult og frera, engan bita og enga flík af engu er hægt að gera. Núverandi valdhafar á Islandi hefðu vel mátt hugleiða þetta vísukorn áður en þeir lofuðu öllum öllu án þess að nokkur maður þyrfti nokkuð að sér að leggja. Þeir hefðu þá vafalaust komizt hjá því að svíkja eins mörg loforð og raun ber vitni. ,Vestfirzkza húsfrevían4 og félagsmálaráð- herrann Félagsmálaráðherra kommún- ista ritar í gær langhund mikinn í „Þjóðviljann“ og „Tímann“ til réttlætingar útsvarsfrumhlaupi sínu og tilraun til þess að hindra nauðsynlegustu framkvæmdir í Reykjavík. Segir hann frá því í upphafi greinar þessarar að kona í Bolungarvík hafi eitt sinn lýst því yfir, að „það dygði ekki að stappa“ heldur „yrði að arga“ til þess að þagga niður orða- gjálfur Hannibals Valdemarsson- ar. Félagsmálaráðherranum er vafalaust kunnugt um það af langri reynslu og kynnum af vestfirzku fólki, að fátt fólk er prúðara og betri hlustendur á fundum en Vestfirðingar. Er því auðsætt, að eitthvað meira en lítið hlýtur að hafa verið bogið við . málflutning Hannibals í Bolungarvík fyrst ein af hús- freyjum staðarins hefur hvatt til slíkra aðgerða gagnvart honum. Má mikið vera ef fólk vestur þar minnist ekki margra funda, þar sem minna fór fyrir háttvísi þessa pólitíska spólurokks en fólksins, sem hlustaði á æsinga- glamur hans. Fokið í flest skjól En nú virðist vissulega vera fokið í flest skjól fyrir manni þessum þegar hann á það úrræði helzt til réttlætingar útsvars- hneyksli sínu í Reykjavík, að vestfirzk kona hafi eitt sinn talið maklegast að svipta hann mál- frelsi fyrir angurgapalegan mál- flutning. Mun mörgum finnast sem risið sé ekki hátt á félags- málaráðherranefnu kommúnista þegar þannig er komið vörnum hans. Reykvíkingum mun heldur ekki þykja mikill sómi að því að eiga hann að fulltrúa á AI- þingi eftir að hann hafði flúið af Vestfjörðum rúinn trausti og pólitisku fylgi. Kjarni málsins er sá, að þegar Hannibal Valdemarsson hafði flúið Vestfirði vegna algers ósig- urs síns í hinni pólitísku baráttu þar þá átti hann það eitt úrræða að hlaupa yfir á snæri kommún- ista og „arga“ þar unz honum gafst tækifæri til að selja og svíkja þar allar fyrri stefnuyfir- lýsingar sínar fyrir ráðherra- stól og völd. Til þess að brciða yfir þessa staðreynd reynir hann nú að gera sig að píslarvotti vegna hranalegrar framkomu „vestfirzkrar húsfreyju“ við sig fyrir 30 árum!! Það er hætt við því, að Hanni- bal fái ekki mikla samúð á Vest- fjörðum fyrir þetta píslarvætti sitt. Og frekar verður að teljast ólíklegt að hinir nýju kjósendur hans og samherjar í kommún- istaflokknum í Reykjavík telji hann hafa vaxið af að rifja upp viðskilnað sinn við fólkið fyrir vestan. Gervitungl og geimfarir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.