Morgunblaðið - 10.10.1957, Blaðsíða 20
Ræður af Varðarfundi
Sjá bls. 8.
Sigurður Ágústsson stjórnar á Miklatorgi. (Ljósm. Mbl. G. Rúnar)
Til stórbóta í umferðinni
I>EIR, sem leið eiga um Mikla-
torg um hádegisbilið eða um
gatn.\mót Nóatúns og Laugavegs,
sjá þar iðulega við umferðar-
stjórn lögreglumann með hvítar
axlaólar, hvítar ermar og belti,
og í höndum hans leikur létt og
lipurlega hvít kylfa, sem hann
stjórnar umferðinni með. Þannig
er götulögreglan á Norðurlönd-
um nú búin og víðar á Vestur-
löndum og þannig mun götulög-
reglan hér einnig verða. Þessi
lögreglumaðu er Sigurður Ágústs
son, og er hann fyrsti lögreglu-
maðurinn í götulögreglu Reykja-
víkur, sem fengið hefur fulla
þjálfun í umferðarstjórn og beit-
ingu hinnar hvítu kylfu við það.
Yfirburðir þess, að lögreglu-
maðurinn noti hvítu kylfuna eru
mjög miklir. Langt má sjá til
hans og fyrir lögreglumanninn
sjálfan verður umferðarstjórnin
léttari og öruggari.
Bílstjórar, sem blaðið hefur
spurt um hvað þeim finnist um
umf erðarst j órnina hjá Sigurði
Ágústssyni, þegar hann er með
hvítu kylfuna, segja að umferðin
verði hraðari, m. a. vegna þess,
að það er betra að átta sig á því,
hvað hann aðhefst, því kylfuna
má sjá furðu langt frá.
Sem fyrr segir þá mun götu-
lögreglan almennt hér í höfuð-
borginni verða þjálfuð í umferð- j
arstjórn með kylfu og væri vissu I
Kylfan er á lofti, sem jafngildir
gulu ljósi umferðarljósanna
lega æskilegt að hægt yrði að
senda lögreglumenn út á göturn-
ar, áður en skammdegið gengur
í garð, með hin nýju einkenni,
hvítu axlaólarnar, beltið og kylf-
una til aukins öryggis fyrir veg-
farendur, og betri umferðarstjórn
ar.
Enn frekari tækniþróun
innan veggja Alþingis
í SUMAR hefur verið unnið að ýmsum endurbótum í þingsölum
Alþingis íslendinga, sem saman kemur í dag til reglulegra funda.
Það var fyrir nokkrum árum
ákveðið að gera þetta, sn aðal-
breytingin er, að lagt hefur ver-
ið bjöllukerfi frá stólum þingfor-
seta út í hiná ýmsu sali og her-
bergi í Alþingishúsinu. Þetta er
gert til þess að þingforsetar geti
kallað þingheim saman þá er at-
kvæðagreiðslur fara fram. Þegar
þingforseti þrýstir á bjölluhnapp-
inn, hringir t. d. í Kringlu, í
flokksherbergjum þingflokkanna,
í veitingasal og víðar.
Þá hefur það nýmæli verið tek-
ið upp, til þess að auðvelda
starfsfólki Alþingis að svara fyr-
irspurnum fólks er erindi á við
alþingismenn, hvort þeir séu til
staðar eða ekki. Þetta gerist
þannig, að er alþingismenn mæta
til þingfunda eða annarra þing-
starfa, þá er í anddyri þinghúss-
ins tafla með öllum nöfnum þing-
mannanna, og við hvert nafn lít-
ið ljós. Kveikt er á nafni þing-
manns þá er hann kemur í þing-
húsið og logar það unz hann fer
að slökkt er á því.
Að þessum tæknilegum fram-
förum á Alþingi er hin mesta
bót fyrir alþingismenn og þá er
við þá eiga erindi. Þá ættu for-
setar þings ekki að þurfa að
hringja „gömlu klukkunni“ í sí-
fellu, til þess að ná eyrum allra
þingmanna, svo sem stundum á
sér stað, er ganga skal til at-
kvæðagreiðslu.
Fyrir nokkrum árum var, sem
kunnugt er, byrjað að taka allar
ræður þingmanna upp á segul-
band, þannig að segja má að enn
frekari tækniþróun hafi nú átt
sér stað í sölum Alþingis.
~Mw karfaafli
PATREKSFIRÐI, 9. okt. — Sl.
föstud. kom bv. Ólafur Jóhannes-
son hingað og landaði um 330 lest
um af karfa frá Vestur-Græn-
landi. Gekk ferðin vel. Aflinn
verður unninn í frystihúsunum
hér. Bv. Gylfi er væntanlegur
hingað í byrjun næstu viku. Hann
;tundar nú einnig karfaveiðar við
Vestur-Grænland. — Karl.
Alþingi sett í dng
ALÞINGI verður sett í dag.
Hefst þingsetningarathöfnin með
guðsþjónustu í Dómkirkjunni kl.
1,30. Séra Helgi Sveinsson préd-
ikar.
Vegna þess að forseti íslands er
erlendis les forsætisráðherra for-
setabréf um að Alþingi sé kvatt
saman og setur þingið samkvæmt
sérstöku umboði handhafa for-
setavalds.
Fimdor Sjálf-
stæðismanna 1
Hafnarfirði um
bæjarmál
Á FÖSTUDAGSKVÖLDIÐ kl.
8.30 efna Sjálfstæðisfélögin í
Hafnarfirði til sameiginlegs fund
ar. Umræðuefnið verður bæjar-
málin. Framsöguræður flytja þeir
Stefán Jónsson, Jón Gíslason,
Helgi S. Guðmundsson og Eggert
fsaksson en síðan verða frjálsar
umræður.
Vetrarstarfsemi Sjálfstæðisfél-
aganna hefst með þessum íundi,
og er þetta fyrsti sameiginlegi
stjórnmálafundurinn sem félögin
efna til.
Ástæða er til þess að hvetja allt
Sjálfstæðisfólk í Hafnarfirði til
þess að mæta á fundinum og gera
hann sem glæsilegastan.
Fyrsta kvöldskemml-
un háskólaslúdenfa
VAKA, félag lýðræðissinnaðra
stúdenta efnir til kvöldvöku í
Sjálfstæðishúsinu í kvöld kl. 8,30.
Er það fyrsta skemmtun Háskóla
stúdenta á vetrinum. Dagskrá
verður mjög vönduð. Formaður
Vöku, Birgir fsl. Gunnarsson
flytur ávarp. Þá verður spurn-
ingaþáttur, sem Benedikt Árna-
son stjórnar. Karl Guðmunds-
son flytur skemmtiþátt og að
lokum verður dansað.
Bílstjóri bjargar lífi
drengs með snarræði sínu
MEÐ snarræði tókst bílstjóranum á R-9120 I gær að bjarga lífi
7 ára drengsnáða á horni Klapparstígs og Lindargötu. Drengurinn
litli slapp með smáskeinu í andliti.
Þetta gerðist seinnihluta dags í
gær. Var fjögurra manna Skoda-
bíl þá ekið eftir Lindargötunni.
Er hann kom að horni Lindar-
götu, kom lítill drengur á þríhjóli
á fleygiferð niður Klapparstíginn,
sem nokkuð hallar þarna. —
Þessi drengur slapp rétt framan
við bílinn, sem bílstjórinn snar-
hemlaði. En um leið fann hann
að hemlarnir voru óvirkir og
rann bíllinn því áfram, en í sama
bili kom annar drengur niður
stíginn. Varð hann fyrir bílnum,
sem ýtti honum á undan sér á
hjólinu nokkurn spöl. Það var að
því komið að leggjast saman inn-
undir bílinn, er bílstjóranum á
hemlalausum bílnum tókst að
reka hann í afturábakgírinn. Við
það snarstoppaði bíllinn og rakst
Slátrun lokið
við Djúp
ÞIJFUM, 9. okt. — Dagana
24.—30. sept. stóðu yfir flutning-
ur líflamba vegna fjárskipta í 4
hreppum Dalasýslu og Bæjar-
hreppi í Strandasýslu. Flutt voru
drengurinn, sem alltaf sat á hjól-
inu, með höfuðið á bílinn. Hlaut
hann við það smávægilegar
skrámur.
Þeir sem sáu þetta slys og
rannsóknarlögreglan, stáðfestu
það við blaðið, að með snarræði
sínu hafi bílstjórinn bjargað lífi
litla drengsins, sem heitir Einar
Sveinsson, til heimilis að Klapp-
arstíg 12.
Orsökin til þess að helmarnir
urðu óvirkir var sú að hið snögga
og mikla átak er bílstjórinn heml
aði af öllum kröftum, varð til
þess að vökvahemlarör sprakk
og bremsuvökvinn lak af.
Ný baðdeild
við heilsuhæli
NLFI í Hveragerði
HIN NÝJA baðdeild Heilsuhæl-
is Náttúrulækningafélagsins í
Hveragerði var tekin í notkun 1.
okt. sl. í tilefni af því veitti heil-
12000 lömb af Vestfjörðum, bæði I brigðisstjórnin félaginu heimild
sjóleiðis og á bílum. Flutning-
arnir gengu yfirleitt vel, þó gerði
storm i einn dag, sem ófært var
sjóleiðis. Vegir voru erfiðir, en
þó tókst að flytja þennan fjölda
á fáum dögum. Vonast er eftir
að fjáreigendur hafi fengið lömb
in í góðu ásigkomulagi.
Slátrun sauðfjár er nú lokið
að mestu. Gengu flutningar hér
um Djúpið vel, því alltaf var gott
veður, svo slátrun stóð ekki yfir
nema rúma eina viku. Vænleiki
sauðfjár mun vera i góðu meðal-
lagi. Slátrað var í Vatnsfirði um
700 fjár. Tíðarfar mjög gott, hlý-
indi daglega, en dálítil úrkoma
síðustu daga. —P.P.
Síðasta tœkifœrið að
tefla við Benkö
til stofnunar og starfrækslu gigt-
lækningadeildar í húsakynnum
sínum.
Hin nýja baðdeild með tilheyr-
andi sjúkraleikfimissal og lækna-
stofu er um 300 fermetrar.
Byrjað var á byggingu hennar
10. sept. 1956. Teikning var feng-
in frá einum bezta sérfræðingi
í þessari grein í Þýzkalandi. Bað-
deildin ásamt lítilli sundlaug 7x10
ferm. kostar rúmlega 1 millj. kr.
Fjöldi sjúklinga bæði lömun-
ar- og gigtsjúklingar víðs vegar
að af landinu, hafa beðið eftir að
félagið öðlaðist þessi réttindi, þar
sem sjúkrasamlögin hafa ekki
mátt greiða dvöl þeirra á Heilsu-
hælinu fyrr en hælið öðlaðist
sjúkrahúsréttindi, en þeir hins
vegar ekki haft fjárhagslegar á-
stæður til að- greiða dvöl sína
þar sjálfir.
Teflir fjöltefli í kvöld
UNGVERSKI flóttamaðurinn Pal
Benkö teflir í kvöld fjöltefli í
Silfurtunglinu og hefst það kl. 8.
Benkö teflir þá við alit að 50
menn — og eru menn beðnir að
hafa með sér töfl.
Þetta er síðasta tækifærið, sem
mönnum gefst (að minnsta kosti
Benkö — til Bandaríkjanna
eftir helgina.
að sinni) til að tefla við Benkö.
Hann hefur fengið leyfi banda-
rískra yfirvalda til að fara til
Bandaríkjanna og þangað mun
hann halda eftir helgina.
Ekki mun Benkö staðráðinn í
hvað hann mun aðhafast þar
vestra, en hann mun eiga mögu-
leika á því að fá þar sams konar
starf og hann hafði í Ungverja-
landi, en það er útfærsla tækni-
legra vinnuteikninga. Fyrst um
sinn hefur hann aðallega í huga
að hitta föður sinn, sem dvelst
í Bandaríkjunum.
ÞÓ ASÍU-flenzan og önnur þekkt
ari afbrigði herji á bæjarbúa, eru
brögðin að henni þó ekki svo
mikil að hægt sé að líkja henni
við inflúenzufaraldur.
Samkvæmt síðustu skýrslum
lækna í bænum, þó aðeins frá
tæplega helming þeirra, ei greint
frá 91 inflúenzutilfelli vikuna
22.—28. sept, en það er síðasta
vikan sem skýrslur ná nú yfir.
Undanfarnar vikur hefur tala
Misskilningur leiðrétfur
VEGNA athugasemdar í Alþýðu-
blaðinu í gær um hópferð bænda
og annárs ungs fólks úr sveitun-
um til Kórpúlfsstaða skal þess
getið, að ætíð var svo ráð fyrir
gert, sem fram kemur í Morgun-
blaðinu, að unga fólkið þægi
veitingar í persónulegu boði
Gunnars Thoroddsen borgar-
stjóra, en ekki i boði Reykjavík-
urbæjar, eins og sagt er í Al-
þýðublaðinu.
F.h. stjórnar S.U.S.
Ásgeir Pétursson.
nýrra tilfella verið í kringum
75.
Um heilsufar bæjarbúa al-
mennt talað, er það ekki lakara
en gerist á haustmánuðunum,
þegar margir kvefast, eða fá háls
bólgu.
í skólum bæjarins sem eru einn
bezti mælikvarðinn á hvort heilsu
farið sé slæmt eða ekki. er borg-
arlæknisembættinu ekkj kunnugt
um tiltakanlega mikil veikinda-
forföll um þessar mundir.
Heilsufarið ekki lakara
en oft áður á - haustin