Morgunblaðið - 12.10.1957, Blaðsíða 8
MORCVNBI AÐIÐ
Laugardagur 12. okt. 1957
8
Otg.: H.t. Arvakur. Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Aðairitstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Bjarnj Benediktsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Einar Asmundsson.
Lesbók: Arni Öla, sími 33045
Auglýsingar: Arni Garðar K.ristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og algreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480
Askriftargjald kr 30.00 á mánuði ínnanlands.
í lausasölu kr 1.50 eintakið.
FJÁRMÁLAÖNGÞVEITI EFTIR
EINS ÁRS VINSTRI STJÓRN
SÚ mynd af efnahagsástand-
inu á íslandi, sem blasti
við þingi og þjóð, þegar
A.lþingi Var sett í fyrradag, var
vissulega hin ömurlegasta. Eftir
að vinstri stjórnin hafði setið
rúmlega 1 ár að völdum lagði
Eysteinn Jónsson fjármálaráð-
herra hennar fram frumvarp með
nær 100 millj. króna greiðslu-
halla.
í greinargerð fjármálaráðherr-
ans fyrir fjárlagafrumvarpinu er
m. a. skýrt frá því að ríkistekj-
ur hafi „það, sem af er árinu,
brugðist verulega frá því sem
Alþingi áætlaði þær í fjárlögum
þessa árs“.
Vegna þeirra staðreynda, að
boginn er brostinn og skattar og
tollar innheimtast ekki lengur í
samræmi við áætlun fjárlaga, er
nú lagt til að þessir tekjuliðir
verði áætlaðir rúmlega 41 millj.
kr. lægri en á fjárlögum yfir-
standandi árs.
Óvarlegt væri að draga af
þessu þá ályktun, að Eysteinn
Jónsson hefði nú gert sér ljós-
ar afleiðingar skattpíningar-
stefnu sinnar. Hitt er miklu
líklegra að hann og vinstri
stjórnin muni á næstunni
freista þess að finna nýjar leið
ir til þess að kreista enn aukna
skatta og tolla út úr þjóðinni.
Lækkun framlaga
til verklegra
framkvæmda
Þetta fjárlagafrumvarp vinstri
stjórnarinnar ber augljósan svip
ört vaxandi dýrtíðar og verð-
bólgu í landinu. Á því er stór-
felldur greiðsluhalli og allar
greinar fjárlaga hækka, nema
13. greinin, þar sem eru framlög
til verklegra framkvæmda. Þær
fjárveitingar eru lækkaðar um
8 milljónir króna.
Verðbólgu- og upplausnar-
stefnan segir til sín. Bákn hins
opinbera rekstrar heldur áfram
að þenjast út og minna verður
aflögu til almenns uppbygging-
arstarfs og verklegra fram-
kvæmda í landinu, þrátt fyrir
sligandi tolla- og skattabyrðar á
almenningi.
Heildarniðurstöðutölur fjár-
lagafrumvarpsins eru á sjóðsyfir-
liti tæpar 852 millj. króna. í
fjárlögum yfirstandandi árs er
niðurstöðutalan hins vegar 811,6
millj. króna. í fjárlagafrumvarp-
inu, sem lagt var fyrir Alþingi
haustið 1956 var heildarniður-
stöðutala á sjóðsyfirliti 713,4
millj. króna.
Geigvænlegur
greiðsluhalli
Eins og fram kemur í frum-
varpinu er gert ráð fyrir rúm-
lega 71 millj. kr. greiðsluhalla
á ríkisbúskapnum samkvæmt því.
En þar að auki kemur 20 millj.
kr. útgjaldaliður vegna niður-
greiðslu á verðlagi landbúnaðar-
afurða. Greiðsluhallinn á fjár-
lagafrumvarpinu, eins og það er
lagt fram, er því raunverulega
rúmlega 91 millj. króna.
Þessi greiðsluhalli, sem nú er
gert ráð fyrir, er meira en þrisv-
ar sinnum hærri en nokkru sinni
hefur áður þekkzt hér á landi.
Þegar minnihlutastjórn Sjálf-
stæðismanna fór með völd í
nokkra mánuði árið 1949 til 1950
hafði hún forystu um flutning
tillagna, er miðuðu að því að
tryggja greiðsluhallalausan ríkis-
búskap og heilbrijfðan rekstur
atvinnutækjanna. Samsteypu-
stjórn Sjálfstæðisflokksins og
Framsóknarflokksins, sem síðar
var mynduð, framkvæmdi þess-
ar tillögur. Allt frá þeim tíma
hafa fjárlög verið afgreidd
greiðsluhallalaust og verulegur
greiðsluafgangur oftast orðið á
ríkisbúskapnum. Hefur verið
unnt að verja því fé til margs
konar nytsamlegra framkvæmda.
Vinstri stjórnin hefur aðeins
setið rúmlega eitt ár að völd-
um. En á þessu eina ári hef-
ur sú stórfellda breyting
gerzt, að fjárlagafrumvarp er
lagt fram með nær 100 millj.
kr. greiðsluhalla. Ef til vill
sýnir ekkert greinilegar en
þessi staðreynd, hversu ömur-
leg sú stjórnarforysta er, sem
þjóðin nú býr við.
FuIIkomið úrræðaleysi
í sjálfri greinargerð fjárlaga-
frumvarpsins lýsir ríkisstjórnin
þvi svo yfir að hún sjái engin
úrræði, engar leiðir til þess að
ráða fram úr vandanum. Er þar
m. a. komizt að orði á þessa
leið:
„Ríkisstjórnin telur sér engan
veginn fært að ákveða það, án
náins samstarfs við þingflokka
þá, sem hana styðja, hvernig
leysa skuli þann vanda, sem við
blasir í efnahagsmálum lands-
ins, þ. á. m. hvernig mæta skuli
þeim mikla halla, sem fram kem-
ur í fjárlagafrumvarpinu. Ríkis-
stjórnin hefur ekkert tækifæri
haft til þess að ráðgast við
stuðningsflokka sína á Alþingi'
um fjárlagafrumvarpið né við-
horfið í efnahagsmálunum, eins
cg það er nú, eftir reynsluna á
þessu ári“.
Hefur öllu vesældarlegri og
vonlausari yfirlýsing nokkurn-
tima verið gefin af nokkurri ís-
lenzkri ríkisstjórn?!
Áreiðanlega ekki. Vinstri-
stjórnin lýsir því yfir í sjálfri
greinargerðinni í fjárlagafrum-
varpi sínu að hún hafi „ekkert
tækifæri haft til þess að ráðg-
ast við stuðningsflokka sína á
Alþingi um fjárlagafrumvarpið
né viðhorfið í efnahagsmálun-
um“. Vesalings ráðherrarnir!
Hvar eru nú öll þeirra „nýju
úrræði" og „varanlegu leiðir",
sem þeir lofuðu þjóðinni, er þeir
tóku við völdum? Og hvar er nú
„úttekt“ Hermanns Jónassonar á
þjóðarbúinu?
Allt þetta virðist vera
gleymt og grafið. Sú stað-
reynd stendur eftir að ríkis-
stjórnin á engin úrræði og hef-
ur ekki einu sinni haft „tæki-
færi til þess að ráðgast við
stuðningsflokka sína á AI-
þingi“ um viðhorfin í efna-
hagsmálunum. Hvílík eymd og
uppgjöf. Hvílíkt hyldýpi nið-
urlægingar og úrræðaleysis.
UTAN UR HEIMI
Kyrrsettur vísindamaður
Harmsaga—Gifting
EINN þeirra manna, sem átt
hafa stærstan þátt í byggingu
„ráðstjórnarmánans", er 62 ára
Peter Kapitsa
— hann var kyrrsettur
gamall prófessor, Peter Kapitsa
að nafni, sem er forseti deild-
arinnar, er fjallar um geimför
og geimferðir við rússnesku
vísindaakademíuna.
Kapitsa er sonur hershöfðingja
í her Rússakeisara og kom til
Englands sem flóttamaður árið
1921. Hæfileikar hans komu
brátt í ljós, og hann fékk styrki
til að halda áfram námi sínu.
Hann vann á Cavendish-rann-
sóknarstofnuninni í Cambridge
undir handleiðslu Rutherfords
lávarðar. Hann var kosinn
heiðursmeðlimur í Konunglega
vísindafélaginu í Bretlandi, en
sá heiður hefur engum útlend-
ingi hlotnazt síðastliðin 200 ár.
Árið 1935 heimsótti Kapitsa
Sovétríkin til að taka þátt í al-
þjóðlegri ráðstefnu vísinda-
manna, en þegar hann ætlaði að
fara aftur til Englands. neitaði
Stalin honum um brottfararleyfi
og kyrrsetti hann í Sovétríkjun-
um. Síðustu 7 árin, sem Stalin
lifði, var Kapitsa sviptur öllum
ábyrgðarstörfum sínum, þar sem
hann var andvígur kjarnorku-
vígbúnaði. En þegar Stalin féll
frá, fékk hann aftur störf sín
og varð einn af forustumönnum
rússneskra vísinda.
Sorg í Biarritz
Lítið barn hefur dáið sviplega,
og Frakkland er í uppnámi.
Barnið var 14 mánaða gamall
sonur kvikmyndaleikarans fræga
Daniels Gelins, og konu hans
Sylvie, sem áður var tízkudama
fyrir Christian Dior. Pascal litli,
en svo hét sonurinn, lézt í sjúkra
húsi í Biafritz, eftir að hann
hafði etið nokkrar töflur, sem
einhver úr þjónustuliði foreldra
hans hafði fengið hjá lækni við
gigt.
Hjónin höfðu tekið á leigu
sumarhús í Biarritz. Þau skyldu
Pascal eftir í umsjá barnfóstru,
meðan þau fóru á kvikmynda-
hátíð suður til San Sebastian á
Spáni. Þegar hátíðin stóð sem
hæst var Daniel Gelin kallaður
í símann og fékk þær upplýs-
ingar hjá lögreglunni í Biarritz,
að Pascal litli væri veikur. For-
eldrarnir lögðu strax af stað í
bíl, og við landamærin lágu
skilaboð um, að veikindi drengs-
ins væru mjög alvarleg. Áður
en hjónin komust á leiðarenda,
hafði hann misst meðvitund, og
nokkrum tímum síðar dó hann,
enda þótt kallaðir hefðu verið
læknar hvaðanæva að, m.a. tveir
eiturlyfja-sérfræðingar frá París.
Atburðurinn fékk mjög á
menn í Frakklandi, þar sem Gelin
á mikinn fjölda aðdáenda fyrir
ótvíræða karlmannlega töfra á
hvíta léreftinu. Áður fyrr var
hann þekktur fyrir ástleitni sína
og mikla kvenhylli jafnt í einka-
lífi sínu sem í kvikmyndum.
Kornungur gekk hann að eiga
leikkonuna Danielle Delorme,
sem var enn yngri en hann.
Hjónaband þeirra var storma-
samt, og þau skildu. Síðar kvænt-
ist hann Sylvie, sem strax hætti
hjá Dior, enda þótt hún ætti þar
vísan frama. Daniel Gelin varð
mjög umhyggjusamur heimilis-
faðir, þegar Pascal kom í heim-
inn. Konan og barnið urðu aðal-
áhugamál hans. Frönsku blöðin
hafa áhyggjur af því, hvernig
hann verði við þessari miklu
sorg. Árin, sem hann var kvænt-
Parísar og síðar til St. Malo með
lík Pascals litla til greftrunar,
var auðséð, að Daniel var niður-
brotinn og næstum óþekkjanleg-
ur. Hann gat ekki gefið skilj-
anlegt svar við neinu, sem hann
var spurður um. Hann á samúð
allrar frönsku þjóðarinnar á
þessari þungbæru stund lífs síns.
Sophia og leikstjórinn
Þau tíðindi gerðust ekki alls
fyrir löngu, að hin margumtalaða
Sophia Loren, ítalska leikkonan,
sem frægust er fyrir líkamsvöxt
sinn, gekk í hjónaband við mann-
inn, sem gerði hana fræga, ítalska
leikstjórann Carlo Ponti, smá-
vaxinn, sköllóttan mann, sem er
20 árum eldri en hún. Ponti var
kvæntur áður og fékk ekki skiln-
að á Ítalíu. Þau létu því gefa
sig saman í Mexíkó, en voru bæði
fjarstödd, sendu aðeins fulltrúa
sína á staðinn. ítalskir lögfræð-
ingar draga í efa, að giftingin
Ein af síðustu myndunum af Gelin-hjónunum með Pascal litla
son sinn, sem missti lífið vegna kæruleysis barnfóstrunnar.
ur Danielle Delorme, var hann
hvað eftir annað lagður inn á
hressingarhæli fyrir taugaveiklað
fólk, þegar lífið varð honum of
þungbært og „allt fór í mola“,
eins og hann komst að orði sjálf-
ur.
Þegar þau hjónin komu til
sé lögmæt. Sophia Loren og
Carlo Ponti hafa keypt sér hús
í Svisslandi og ætla að búsetja
sig þar, en lögin í Svisslandi eru
frábrugðin ítölskum lögum. —
Sophia er nú 23 ára gömul og
ku vera hamingjusamari en
nokkru sinni fyrr.
Sophia Loren og maður hennar, Carlo Ponti, á leið til Sviss-
lands, áður en þau voru gefin saman. Sophia er mun hærri en
eiginmaðurinn, eins og myndin gefur til kynna.