Morgunblaðið - 25.10.1957, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.10.1957, Blaðsíða 2
a MORGVWBLAÐIÐ Föstudagur 25. október 1957 Ló&amál og gatnageið Umræður á Varðarfundi Frumkvæmdaáætlnn um vegagerð Þingsálykfunarfillaga 3 Sjáifstæðismanna SIGURÐUR BJARNASON, Magnús Jónsson og Kjartan J. Jóhanns- son flytja eftirfarandi tillögu til þingsályktunar: Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að láta gera í sam- láði við vegamálastjóra samræmda framkvæmdaáætlun um vega- gerð til þess að koma þeim landshlutum og héruðum sem fyrst í akvegasamband, sem enn þá eru ýmist veglaus eða án sambanda við meginakvegakerfi landsins. Á. FUNDI landsmálafélagsins Varðar s.l. miðvikudag var m. a. rætt um lóðamál og gatnagerð. Yaldimar Kristins- son viðskiptafræðingur hafði framsögu um þessi mál, og ’’ ræðu sinni sagði hann m. a.: Verkefnin bíða Lóðamálin hafa verið eitt erfið- asta vandamál Reykjavíkurbæjar á undanförnum árum. Hverju húsi í bænum þarf að sjá fyrir ak- færum götum, ásamt skólp-, vatns- og rafmagnsleiðslum. Þetta kostar tugi þúsunda á hverja íbúð, mismunandi eftir áætluðu þéttbýli á hverjum stað og öðrum aðstæðum. Margir virð ast ekki gera sér grein fyrir þess- um kostnaði, en aðrir látast ekki skilja vandann. Með þeim fjár- Valdimar Kristinsson munum, sem bærinn getur lagt fram til að gera lóðir byggingar- hæfar, er ekki með sanngirni hægt að ætlast til, að eftirspurn- inni sé alllaf fullnægt. enda munu þess fá dæmi í nágrannalöndum okkar. að menn fái byggingar- lóðir með jafngóðum kjörum og hér tíðkast. Annað vandamál þessu skylt snertir frágang gatnanna í bæn- um. Vegna hinnar öru stækkunar bæjarins eru engin tök á að full- gera götur um leið og húsin við þær eru byggð. Stafa að sjálf- sögðu mikil óþægindi af því að þurfa að búa við maiargötur ár- um saman. Skal nokkuð að því vikið, hvernig hugsanlegt er að leysa þau tvö vandamál, sem hér hefur verið drepið á: Greitt fyrir verðmætaaukningu Setja mætti þær reglur, að t.d. innan 2 ára frá því að hús eru al- mennt fullbyggð við hinar ýmsu götur, skuli húseigendur eiga rétt á, að gata þeirra sé malbik- uð og gangstéttir hellulagðar, enda greiði þeir ákveðna upphæð til bæjarins, sem miðist við fer- metrafjölda þeirrar lóðar, sem þeim hefur verið úthiutoð Mætti skoða þetta sem greiðslu fyrir að hafa fengið byggmgarióð með öllum þeim þægindum sem kraf- izt er í nútíma bæjarfélagi Lóðagjaldið gæti verið mismun andi eftir því, hve eftirsóttar lóð- irnar eru, enda virðist sanngjarnt, að maður sem vill fá lóð fyrir ein býhshús greiði meira ert þeir sem búa í sambyggingum. Gjaldið yrði aldrei haft svo hátt, að það gæti dugað fyrir öllum kostnaði við lóðir og götur. Af lóðum fyrir sambyggingar yrði það t.d. 1—2% af byggingarkostnaði þeirra, en nokkru hærra ella, þó aldrei hærra en svo, að víst má telja að húsbyggjendur myndu áííta æskilegt að þeir ættu kost á að láta fljótlega fuilganga frá götum við hús sin fyrir þetta verð og auka þar með verð- mæti eigna sinna. Margs er að gæta við fram- kvæmd tillagna þessara. Einkum yrði erfitt að koma kerfinu á í byrjun, m.a. vegna þeirra gatna, sem nú bíða ófullgerðar í bænum. Sjálfsagt yrði talið ósanngjarnt, að þeir, sem lengi hafa beðið eft- ir fullkomnum götum, greiði fyrr nefnt gjald. Vegna erfiðleikanna á að koma þessum málum í framkvæmd og vegna óvissunnar um, hvernig til tækist, myndi rétt að gera fyrst tilraun í smáum stíl og gefa mönn um kost á lóðum við nokkrar göt- ur eða í litlu hverfi, þar sem þessar reglur væru látnar gilda. Vantar sérfræðinga Síðar á fundinum ræddi Þor- kell Ingibersson byggingameist- ari um lóðamálin. Hann kvað það skoðun sína, að heilbrigðara væri að tekið væri gjald af lóðum, er bæjarfél. úthlutar. Hann ræddi um þá erfiðleika, sem nú er við að etja varðandi lóðamálin og taldi, að þeir stöfuðu bæði af því, að fé væri ekki fyrir hendi til þeirra stórframkvæmda, sem æskilegar eru, og einnig af því, að skortur væri á sérfróðum mönn- um til að ganga frá uppdráttum og framkvæma mælingar þessu viðvíkjandi. Þrjár leiðir Gunnar Thoroddsen borgar- stjóir sagði um þessi mál í ræðu sinni á fundinum, að bærinn hefði veitt um 20 millj. kr. til lóða- og gatnagerðarmála á þessu ári, og væri unnið ag mörgum stórframkvæmdum fyrir það fé. Ef enn meira ætti að gera, kæmu 3 leiðir til greina: í fyrsta lagi lántaka. Ástandið á penmgamark aðnum bæði innanlands og er- lendis væri þó þannig að þessi leið væri vart fær. f öðru lagi mætti hugsa sér útsvarshækkun, en fólki þætti þegar nóg komið á því sviði, og mætti því einnig telja þá leið ófæra. Loks væri sú leið, er skipulag'smálanefnd Varðar hefur bent á og yrði hún að sjálfsögðu tekin til athugunar. Leiðrétfing ÉG LEYFI mér að fara þess á leit við yður hr. ritstjóri, að þér birtið eftirfarandi leiðréttingu við ummæli er höfð eru eftir mér í blaði yðar í dag, í sambandi við skipulagsmál Reykjavíkur, er rædd voru á Varðarfundi sl. þriðjudag. 1. Ummæli mín voru á þá leið: Að erfitt væri í dag að segja fyrir um hver þróun flugmálanna þ. e. flugvélanna yrði, að 10—15 árum liðnum, þegar hægt væri að hugsa sér að íslenzku flugfélögin færu að afla sér flugvéla af öðr- um gerðum (t.d. með þrýstilofts- hreyflum) en þeim sem notaðar eru (Viscount) og fyrirhugaðar nú (Electra) og hvaða flugtækni- kröfur slíkar flugvélar gerðu til Reykjavíkurflugvallar' í fram- tíðinni. 2. Ummælin eru ekki þessi: „Um þróun flugmálanna í fram tíðinni ríkti óvissa og hefði enn ekki verið athugað nægilega vel frá sjónarmiði flugtækninnar, hvaða ráð væru skynsamlegust varðandi Reykjavíkurflugvöll“. Ef til vill gefst tækifæri til þess að ræða þetta mál í heild síðar. Með þökk fyrir birtinguna. Rvíkurflugvelli, 24. okt. ’57. Virðingarfyllst, Gunnar Sigurðsson. SIGLUFIRÐI, 24. okt. — Um síð- ustu helgi varð Siglufjarðarskarð ófært vegna snjóa og hefur ekki verið opnað síðan. Nokkrir bílar tepptust handan við skarðið og var snjóýta send þeim til aðstoð- ar. — Guðjón. Dior dáinn PARÍS, 24. okt. — Franski tízku- kóngurinn Dior andaðist í gær er hann var á ferðalagi á Norður- ítalíu. Hann var 52 ára að aldri. Dior var frægasti kventízku- meistari heimsins. Frægðina öðl- aðist hann skömmu eftir heims- styrjöldina, þegar hann kom fram með algerlega nýja stefnu í kjólateikningum. Hann síkkaði pilsin, en þá hafði pilsfaldur kvenna lengi numið við kné, eða jafnvel ofar. Hann „tog- aði pilsfaldinn niður fyrir hné. Það var hið fræga „New Look“. Þannig má segja að Dior hafi haft stórfelld áhrif á klæðaburð kvenna um allan heim, jafnt fyr- ir vestan og austan járntjald, jafnt á Vesturlöndum sem fjar- lægustu löndum Asíu. Brenndisl í andlili og á handlegg VALDASTÖÐUM, 21. okt. — Sagt var frá því í gær, að Berg- mann Gunnarsson frá Morastöð- um hafi misst framan af 3 fingr- um, við það að láta steypuhræri- vél upp á bíl. Annað slys varð hér í síðustu viku, sem ekki var vitað um, er fyrri fréttia var send. En það var með þeim hætti, að Baldvin Júlíusson frá ’Skorhaga, brenndist allmikið í andliti og á öðrum handlegg, af heitu vatni. Var hann strax fluttur til Reykja víkur og er hann þar enn. Á heim ili þeirra hjóna er kona hans ein heima með þrjú ung börn. ÁTJÁNDA ÞING Farmanna og fiskimannasambands fslands sam þykkti eftirfarandi tillögu í land- helgismálinu: 18. þing FFSf skorar á Alþingi og ríkisstjórn, að hefja nýja sókn í landhelgismálinu. Sambands- þingið vill benda á að reynsla síðustu ára í þessum efnum sanni ótvirætt að um ofveiði sé að ræða á veiðisvæðunum við ísland. 18. þingið er því einhuga í þeirri á- lyktun, að skjótra útbóta sé þörf til viðbótar því, sem þegar hefir verið gjört. Óhjákvæmilegt er að leysa þetta mál fyrir framtíðina þann- ig, að fyrirbyggð sé eyðing þess- arar aðal-auðuppsprettu ís- lenzku þjóðarinnar á þessu sviði fyrir komandi tíma. 18. þing FFSÍ lýsir því yfir, um leið og það minnir á samþykktir fyrri þinga sambandsins í máli þessu, að höfuðmarkmiðið, sem stefna beri að sé eftirfarandi: 1. Lýst sé yfir að allt land- grunnið við ísland sé íslenzkt yfirráðasvæði. 2. Sem bráðabirgðaráðstöfun verði dregnar beinar línur á milli yztu grunnlínustaða, sem ákveðnir voru með friðunarlög- unum 1952, á öllum þeim stöðum, sem grunnlínurnar voru sveigðar eitthvað inn á við. Verði þá sér- staklega höfð í huga eftirtalin svæði: a. Svæðið frá Horni að Mel- rakkasléttu, innan við Grímsey. b. Frá Langanesi að Glettinga nesi. c. Frá Ingólfshöfða að Kötlu- tanga. d. Frá Geirfuglaskeri að Geir- fugladrang og þaðan að Skála- snaga. Línan verði svo dregin 4 mílur fyrir utan hinar nýju grunnlín- ur á þessum stöðum. 3. Þegar fært þykir, vegna at Stóraukin tækni í greinargerð segir: Enda þótt stórfelldar framfar- ir hafi orðið hér á landi í vega- gerð á síðustu áratugum og ak- færir vegir séu nú um það bil 10 þús. km. að lengd, eru þó ein- stök byggðarlög enn þá ýmist veg laus eða án sambands við akvega kerfi landsins. Er hér helzt um að ræða þá landshluta, sem afskekkt astir eru eða erfiðleikum bundið að leggja vegi til þeirra vegna torfærna af náttúrunnar hendi. Með aukinni tækni og margvís- legum nýjum vélum og tækjum hefur þó vegagerð um háfjöll, sæbrattar hlíðar, hamra og skrið ur orðið miklum mun auðveldari en áður. Má nú segja, að hægt sé að leggja vegi um hvers konar landslag á íslandi, ef fé og tæki eru fyrir hendi. Alþingi veitir nú árlega fé til um það bil 230 þjóðvega. Eru þeir að sjálfsögðu í öllum sýslum og landshlutum. Er erfitt að kom- ast hjá þessari miklu dreifingu vegafjárins, enda þótt mörg rök megi færa fyrir því, að skynsam- legt væri að einbeita kröftunum meira að einstökum vegafram- kvæmdum en gert er. huguna á þessum málum á veg- um Sameinuðu þjóðanna verði strax hafizt handa og línan færð út um 8 mílur frá því, sem hún þá verður, eða jafnvel í 16 sjóm., ef hin sögulega staðreynd um þá fjarlægð, frá árinu 1662 er talin nægileg til að tryggja þá ráð- stöfun. Svæðið innan þessa 12 eða 16 mílna beltis verði algjört bann- svæði, sem veiðisvæði fyrir alla erlenda menn, en innlendir menn hafi að sjálfsögðu sérstöðu um alla veiðitilhögun á þessu svæði. Sama gildir um lið 2. Ályktun þessari fylgir ýtarleg greinargerð og rökstuðningur. NORÐUR-ATLANTSHAFS- BANDALAGIÐ (NATO) veitir í apríl á næsta ári nokkra styrki til náms- og fræðimanna. Tilgangur NATO-styrkjanna er að stuðla að námi og rannsókn- um á ýmsum þáttum, sem sam- eiginlegir eru í hugðarefnum, erfðum og lífsskoðun bandalags- þjóðanna í því skyni að varpa ljósi yfir sögu þeirra, nútíðar- og framtíðarþróim til samstarfs og samstöðu og þau vandamál, sem að þeim steðja. Einnig er stefnt að því að efla tengsl bandalags- þjóðanna beggja megin Atlants- hafs. Styrkirnir eru tvenns konar, auk ókeypis ferðakostnaðar. 1) Námsstyrkir til ungra náms manna að upphæð 500 þúsund franskir frankar fyrir skólaárið 1958/59 eða jafngildi þeirrar upp hæðar innan annars aðildarríkis í Evrópu eða 2000 dollarar fyrir sama tímabil í Bandaríkjum Ameríku eða Kanada. Hjá því verður þó alls ekki komizt að leggja á næstu árum aukna áherzlu á að ljúka lagn- ingu þeirra vega, sem skapa munu vegasamband við þau hér- uð og byggðarlög, sem nú eru veglaus og akvegasambandslaus. Sem betur fer eru þau byggðar- lög ekki ýkjamörg, og því hægra um vik að beina nægilegu fjár- magni og tækjum að lagningu vega til þeirra og um þau. Nawðsyn áætlunar í þingsályktunartillögu þessari er lagt til, að ríkisstjórnin láti í samráði við vegamálastjóra gera samræmda framkvæmdaáætlun um vegagerð í þessum landshlut- um og héruðum með það tak- mark fyrir augum að skapa þeim fullnægjandi samgöngur á skömmum tíma. Er hér um hið mesta nauðsynjamál að ræða. —• Samgöngurnar eru undirstaða framleiðslu og félagslífs. Þjóðin getur ekki látið örfá héruð gjalda þess um áratugi, að þau eru land fræðilega afskekkt og einangruð. í mörgum þeirra er haldið uppi blómlegu og þróttmiklu fram- leiðslustarfi til sjávar og sveita. Frá hagsmunasjónarmiði þjóðfé- lagsheildarinnar væri hið mesta tjón að því, ef fólkið þar gæfist upp fyrir samgönguerfiðleikun- um og hyrfi frá störfum við land búnað eða sjósókn. En því miður hefur sú saga gerzt allt of víða 1 þessu strjálbýla landi. Þess vegna er nú svo komið, að þjóðin verður að greiða þúsundum út- lendinga laun í erlendum gjald- eyri fyrir vinnu við íslenzka framleiðslu. Það er von flutningsmanna þess arar tillögu, að hún geti orðið grundvöllur að skjótum og skyn- samlegum aðgerðum í því vanda- máli, sem henni er ætlað að leysa. Samræmd framkvæmdaá- ætlun um lagningu vega um þau héruð, sem enn þá eru veglaus eða akvegasambandslaus, er að- kallandi nauðsynjamál, sem hrinda verður í framkvæmd nú þegar. SIGLUFIRÐI, 24. okt. _ Hér hefur snjóað undanfarið og verða allir bílar að nota keðjur á göt- I um bæjarins. — Guðjón. 2) Rannsóknarstyrkir fyrir fræðimenn að upphæð 200 þús- und franskir frankar á mánuði í 2—4 mánuði eða jafngildi þeirr- ar upphæðar í gjaldeyri annars aðildarríkis. Styrkþegar til fræðirannsókna verða valdir eftir hæfileikum til sjálfstæðra rannsókna og eftir rannsóknarefni. Stúdentar verða valdir eftir námsafrekum, eftir því hvar þeir vilja stunda nám og hvert náms- efnið er. Styrkþegum ber að gefa skýrslu um rannsóknir sínar eða nám á ensku eða frönsku og af- henda Norður-Atlantshafsbanda- laginu eigi síðar en 6 mánuðum eftir að styrktíma lýkur. Utanríkisráðuneytið veitir all- ar nánari upplýsingar og lætur umsóknareyðublöð í té, en um- sóknir skulu hafa borizt Því fyr- ir 1. janúar 1958. (Frá utanríkisráðuneytinu). — St. G. Hafin verði ný sókn í landhelgismálinu FF5Í vill að lýst sé yfir að allt landgrunnið við ísland sé íslenzkt yfirráðasvœði NATO-styrkir til náms- og frœðimanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.