Morgunblaðið - 25.10.1957, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.10.1957, Blaðsíða 12
12 MORCVNBIAfílÐ Föstudagur 25. október 1957 !A I i ustan Edens eítir John Steinbeck 165 i i o- „Þú ert eitthvað svo atvaileg- uf“. — „Ég tala líka í alvöru". „Hveriær þi.rftu að fara aft- urr „Bkki fyrr en á sunnudaginn kemur". „Þá höfum við nægan tíma. Ég þarf iika að s<*gja þér dáiítið. Við hofum morgundaginr tii umráða, föstudaginn, iaugardaginn og all- an sunnudaginn. Er þér sama þó að þú komir ekki inn með mér í kvöld?" „Hvers vegna á ég ekki að koma inn með þér?“ „Ég skai segja þér það seinna". „Ég vii fá að vita það núna“. „Æ, pabbi hefur fengið eitt af þessum geðvonzkuköstum sínum“. „Er það ég sem er orsök þess?“ „Já. Ég get ekki borðað miðdeg isverð með ykkur á morgun, en ég ætta ekki að borða neitt sérlega mikið heima, svo að þér er óhætt að segja Lee að geyma skammt handa mér". Hann varð gripinn einhverri ó- framfærni, sem nálgaðist feimni. Hún fann það á því hvernig tak J»ans um handlegg hennar linaðist eg á þögn hans og hún sá það á andiitinu, er hann bar hátt. — „Eg hefði ekki rtt að seg.a þér þetta í kvöld“. „Jú, það áttirðu eínmitt að i gera", sagði hann hægt. — „Segðu mér alveg eins og t_r. Kærirðu þig ennþá um að — að vera með 1) — Sjáðu tál Markús, mér fianst þið fréttaritararnir vinna ágætt starf. Samt hugsa ég að þið gætuð gert enn betu- 2) Þess vegna 1 ð Þýðing Sverrn Haraldsson □--------------------□ „Já, Aron. Geturðu efazt um það?“ „Þá fer þetta líka allt vel. Jæja, nú er bezt að ég haldi heim aftur. Sjáumst aftur á morgun". Hún stóð kyrr við garðshliðið eftir að hann hafði kvatt hana með stuttum, iéttum kossi á munn- inn. Hún fann til vonbrigða vegna þess að hann hafði ekki sótt það fastar að koma með henni inn og hún hló dálitið bitrum hlátri að sjálfri sér. Þegar hún bað ein- hvers, þá átti hún ekki að fyiiast óánægju yfir þvi að fá þá bón uppfyllta. Hún stóð hrtyfingar- laus í sömu sporum og horfði á eftir hávaxna, unga manninum, sem hún sá fjarlægjast hröðum skrefum, i fölri birtu götuljós- anna. — „Ég er ekki með sjálfri mér“, hugsaði hún, — „ég hef ver- ic að ímynda mér það, sem ekki hefur við neitt að styðjast. 2. Þegar Anna t afði beðið góðrar nætur og var kominn inn í svefn- herbergið sitt, settist ban á rúm stokkinn og hoi'fði niður á hendur sér, sem hann klemmdi á milli hnjákollanna. Honum fannst hann vera yfirgefinn og úrræða- laus, eins og fuglsegg í bómull- að ferðast um og ræða við ykk- ur. — — Vermundur kemur hingað líka af annarri ástæðu. Hann Iru'ga: að fara með þér í veiði- arumbúðum, sem faðirinn hafði ofið úr metorðagirnd sinn. og eft- irvæntingu. Hann hafði ekki vit- að það fyrr en í lcvöld hversu lamandi þetta var og hann vissi ekki hvort hann myndi hafa afl og kjark til að losa sig úr þessum mjúku, máttugu viðjum. Hann gat ekki einbeitt hugsunum sín- um. Það var einhver kuldi og þungi í húsinu, sem fyllti hann óhug og hrolli. Hann stóð á fæt- ur og opnaði dymar hljóðlega. Það sást ljósrák miili stafs og hurðar á herbergi Cals. Aron drap létt á dyr og gekk inn £ herbergið, án þess að biða svars. Cal sat við nýtt skrifborð. — Hann var að fást við silkipappír og rúllu með rauðum borðum og þegar Aron kom inn flýtti hann sér að fela eitthvað undir stórri þerripappírsörk á borðinu. Aron brosti: — „Gjafir?" „Já“, sagði Cal og viidi ekki ræða það mál nánar „Má eg tala við þig?" „Auðvitað. Komdu bara inn, en talaðu lágt, því að annars kemur pabbi. Hann vill ekki missa af neinu". Aron settist á rúmstokkinn. — Hann þagði svo lengi að Cal spurði: — „Hvað er að? Hefur nokkuð komið fyrir?“ „Nei, ekki svo teljandi sé. Mig langaði bara að Lala við þig, Cal. Eg vil ekki halda áfram í há- skólanum." Cal sneri sér snöggt að honum. — „Viltu ekki halda ér'ram í há- skólanum? Hvers vegna ekki?“ „Eg vil það bara ekki“. „Þú hefur þó ekki nefnt það við pabba? Hann verður fyi'ir sárum vonbrigðum. Það er nógu slæmt að ég skuli ekki vilja læra. Hvað viltu þá gera?“ „Eg hefi verið að hugsa um ferð. 3) — Það er alveg rétt, Elías sagði mér að þú værir bezti fylgd- armaður í veiðiferðum sem til væri. það, hvort eg myndi ekki geta stundað búskap heima á gamla búinu okkar" „Hvað segir Abra um það?“ „Hún sagði mér það fyrir löngu, að hún vildi einmitt eiga þar heima". Cal horfði rannsakandi á hann. „En það er búið að leigja jörð- ina“. „Já, ég var nú líka bara að hugsa um þetta“. „Landbúnaður gefur ekkert í aðra hönd“, sagði Cal. „Eg kæri mig ekkert um mikla peninga", sagði Aron. „Bara svona til brýnustu nauðsynja". „Það væri mér ekki nóg“, sagði Cal. „Eg vil eignast mikla pen- inga og ég ætla að eignast mikla peninga". „Hvernig ætlarðu að fara að því?“ Cal fann að hann var eldri og öruggari en bróðir hans og hann fann til löngunar eftir því að vernda hann. „Ef þú vilt halda náminu áfram“, sagði hann, „þá skal eg sjá um það að við lend- um ekki á vonarvöl. Og svo þegar þú* hefur lokið háskólagöngunni, getum við orðið félagar. Eg ann- ast þetta og þú hitt. Gæti það ekki orðið ágætt?“ „Eg vil ekki fara aftur í há- skólann. Hvers vegna verð eg að halda náminu áfram?“ „Vegna þess að pabbi vill það“. „Mig varðar ekkert um það hvað hann vill“. Cal starði reiður á bróður sinn, á Ijósa hárið og stóru, bláu aug- un og skyndilega vissi hann hvers vegna faðir þeirra unni Aroni, vissi það alveg án nokkurs efa. — „Farðu nú að sofa“, sagði hann. „Það væri bezt að þú lykir að minnsta kosti þessu kennslu- misseri. >ú skalt ek’-i ákveða neitt strax, að óhugsuðu máli.“ Aron stóð á fætur og gekk til dyranna. „Hver á að fá þessa gjöf?“ spurði hann. „Pabbi. Þú færð að sjá hvað það er á morgun, eftir miðdegis- verðinn". „Jólin eru ekki núna". „Nei“, sagði Cal. „Það er nokk- uð, sem er meira en jólin". Þegar Aron var farinn inn í herbergið sitt, tók Cal fram gjöf- ina, sem hann hafði falið undir þerriblaðinu. Hann taldi hina — Já, ég hefði án^gju af að fara með þér, — 4) ...... en því miður hafði ég lofað a? fara í veiðiferð með Davíð og dóttur bane Sirrí. fimmtán nýju peningaseðla aftur og þeir voru svo stinnir, að það skrjáfaði og bra.caði í þeim, þeg- ar hann fletti þeim. Monterey County Bank hafði orðið að panta þá frá San Francisco og það var ekki gert fyrr c.. Cal hafði sagt hver ástæðan var Það vakti undr- un og efa í bankanum, að seytján ara piltur skyldi eiga svo mikla peninga og vilj bera þá á sér. Bankamönnum geðjast ekki vel að því að farið sé kæruleysislega með peninga, jafnvel þótt orsök- in sé tilfinningamál. Will Ham- ilton varð að staðfesta eignarrétt Cals á peningunum, áður en bank- inn tók það trúanlegt og gilt. — Hann varð einnig að votra, að Cal hefði aflað þeirra á heiðarlegan hátt og að hann gæti ráðstafað þeim eftir sinni eigin vild. Cal vafði seðlana í silkipappír, batt silkiborða utan um þá og hnýtti að lokum hnút sem líktíst helzt slaufu. Maður hefði getað haldið að í pakkanum væri vasa- klútur. Cal faldi pakkann undir skyrtunum í kommóðuskúffunni sinni og háttaði svo, -,ð því loknu. En hann gat ekki sofnað. Hann Var of eftir 'æntingarfullur, en jafnframt kvíðandi. Hann óskaði þess að morgundagurinn væri lið- inn og búið væri að afhenda gjöf- ina. Hann æfði sig á orðunum, sem hann ætlaði að s.gja. „Þetta er til þín“. „Hvað er það?“ „Gjöf“. Hann vissi ekki hvað á eftir þessu myndi svo koma. Hann lá og bylti sér fram o„ aftur í rúm- inu og í dögun klæddi hann sig og læddist varlega 't úr húsinu. 1 Main Street kom hann auga á Martin gamla, sem var að sópa götuna með stórum sóp. Borgar- stjórnin var að ræða um það, hvort hún ætti að festa kaup á vélsóp. Martin gamli *Tonaðist eft- ir því, að nann fengi að stjórna verkfærinu, en hann óttaðist mjög um þá von sína. Ungir menn voru látnir sitja fyrir með öll beztu störfin. Sorpvagn Bacigalupis ók framhjá og Martin horfði illgirn- islega á eftir honum. Þarna var karl sem fékk peninga fyrir verk sitt. Þessir ítalir kunnu að koma á - sinni vel fyrir borf Main Street var autt og mann- laust, nema hvað nokkrir hund- 3|tltvarpiö Föstudagur 25. október: Fastir liðir eins og venjulega. 13,15 Lesin dagskrá næstu viku. 19,05 Þingfréttir. 19,30 Létt lög (plötur). 20,30 „Um víða veröld". Ævar Kvaran leikari flytur þátt- inn. 20,55 Islenzk tónlist: Lög eft ir Jórunni Viðar (plötur). 21,20 Erindi: Bamavernd (Aðalbjörg Sigurðardóttir). 21,45 Tónleikar (plötur). 22,10 Kvöldsagan: Dreyf us-málið, frásaga skráð af Nic- holas Halasz, í þýðingt Braga Sig urðssonar; IV. — sögulok. — (Höskuldui Skagfjörð leikari). — 22,35 Harmonikulög (plötur). —. 23,00 Dagskrárlok. Laugardagur 26. október. (Fyrsti vetrardagur). Fastir liðir eins og venjulega. 12.50 Öskalög sjúklinga. 14.00 Útvarp frá hátíðasal Háskóla Is- lands. — Háskólahátíðin 1957: a) Hátíðarkantata Háskólans eft- ir Pál Isólfsson, við ljóð eftir Þor- stein Gíslason. Guðmundur Jóns- Bon og Dómkirkjukórinn syngja; höf. stjórnar. b) Háskólarektor, Þorkell Jóhannesson dr. phil. flyt- ur ræðu og ávarpar einnig nýja stúdenta. 18.00 Tómstundaþáttur barna og unglinga (Jón Pálsson). 18.30 Út- arpssaga barnanna. —- 19.00 Tónlistardeildin fagnar vetri: Tónleikar af plötum. 20.20 Kvöldvaka: a) Hugleiðing um missiraskiptin (Sér. Sveinbjörn Högnason prófastur á Breiðaból- stað), b) Erindi og upplestur: Matthías Johannessen kand. mag. talar um „Gunnarshólma' Jónas- a- Hallgrímssonar og Lárus Páls son leikari les kvæðið. c) Takið undir! Þjóðkórinn syngur: Páll Isólfsson stjórnar. 22.10 Danslög. 02.00 Dagakrárlok mér?“ Sfyrkið lamaða og fatlaða Unglinga vantar til blaðburðar við Bræðraborgarstíg og Hrísateig Sími 2-24-80 SI i\l G E R Zig-Zag hraðsaumavél, lítið notuð, til sölu. Sími 14112. Skrifstofustúlka Stúlka óskast til vélritunar- og símavörzlu hjá iðn- fyrirtæki. Umsóknir ásamt uppl. jxm fyrri störf og menntun óskast sendar Mbl. merktar: H — 3117. MARKCS Eftir Ed Dodd VOU SEE, TRAIL, I THINK VOU WRITERS ARE DOING A GOOO JOB, BUT I BELIEVE YOU COCJLD DO BETTER / 60, I'M W MR. MILLS IS' GETTING ZhERE FOR ANOTHER AROUNO TO ) REASON, MARK... SEE HONM MYyHE'S ANXlOUS TO REGIONAL \ HAVE VOU TAKE EDITORS I HIM INTO THE OPERATEJ NORTH WOODS ON A FISHING TRIP/, I (\ THAT'S RlGHT, TRAII___ELLIS HERE TELLS ME c YOU'RE THE BEST ) FISHING GUIDE HE J ('XtA • KNOWS /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.