Morgunblaðið - 25.10.1957, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.10.1957, Blaðsíða 3
Föstudagur 25. október 1957 MOnCVTSBl AÐIÐ 3 DagurSameinuðu þjóðanna í gær Forseti íslands og utanrikisráðherra fluttu ávörp i útvarp i tilefni þess FORSETI Islands flutti eftirfar- andi ávarp í gær á degi Samein- uðu þjóðanna: Góðir íslendingar! Þetta síðasta starfsár Hinna Sameinuðu þjóða hefir leitt tvennt skýrt í ljós. Fyrst það, hve máttvana samtökin eru, þeg- ar við þá er að eiga, sem engin tillit taka, og hitt annað hve mikils Hinar Sameinuðu þjóðir geta mátt sín, þegar skilyrðin eru hagstæð. Það eru góð skilyrði, Ásgeir Ásgeirsson forseti þegar hinar einstöku þjóðir sýna félagslyndi og ábyrgðartilfinn- ingu gagnvart samtökunum og tilgangi þeirra, en ill, þegar synj- að er um allt samstarf. Þetta var raunar alltaf vitað, og liggur í augum uppi. En bæði Súez- og Ungverjalandsmál hafa valdið meiri umræðum en áður um tak- mörkuð áhrif og völd Hinna Sameinuðu þjóða, og ýmist vax- andi vonleysi eða kröfum um úrbætur. Það tvennt hefir skeð, sem vert er að rifja upp fyrir almenn- ingi á þessum minnisdegi, það fyrst, að neitunarvald Öryggis- ráðsins hefir verið takmarkað, og hitt annað að stofnað var gæzlulið Hinna Sameinuðu þjóða. I Öryggisráði getur einn aðili stöðvað öll afskipti og íhlutun, hvað sem við liggur. En nú geta tveir þriðju hlutar atkvæða á Allsherjarþinginu ráðið úrslitum í hverju máli, án tillits til hins gamla neitunarvalds. I sambandi við Súezdeiluna var og stofnað, í fyrsta sinn, gæzlu- lið tíu þjóða til meðalgöngu á ófriðarsvæðinu. Það lið var að vísu fámennt, og hefði hver ó- friðaraðili sem var, getað rutt því úr vegi. En svo fór þó ekki, því á bakvið var ósýnilegt afl Hinna Sameinuðu þjóða, almenn- ingsálitið í alþjóðamálum. Gæzlu sem bandalaginu hefði orðið mik- Við sitt eigið afl hafa hinar Sameinuðu þjóðir ekki öðru að bæta, en því alþjóðaáliti, sem þeim tekst að skapa í hverju máli. Alþjóðaálit skapar alltaf nokkurt aðhald. Og þegar litið er á þessa hlið í starfsemi Hinna Sameinuðu þjóða á síðasta starfs- ári, þá er sízt um afturför að ræða. Allur almenningur þráir frið og farsæld og starfsemi Hinna Sameinuðu þjóða er tákn og traust þess hugarfars. Eg mun ekki rekja starfsemi Hinna Sameinuðu þjóða í þessu stutta ávarpi. En barnahjálp, flóttamannafyrirgreiðsla, tækni- aðstoð, matvælastofnunin og margt fleira, eru dæmi þeirrar viðleitni, sem heimurinn má ekki án vera, og nú fyrst er sýnd á alheimsmælikvarða. Hver veit hve langt verður komizt um lausn hinna stærstu alþjóða- vandamála á þessum vettvangi, ef haldið er áfram í einbeittri trú á mikla möguleika? Öryggi óttans á þessari atómöld hrekk- ur ekki til frambúðar. Gagn- kvæmur skilningur og traust, samhjálp og umhyggja þarf að útrýma óttanum og styrjaldar- hættunni. Með vaxandi samúð og samstarfi á alþjóðavettvangi mun heiti „Hinna Sameinuðu þjóða“ að lokum reynast sannriefni. — En allt getur brugðizt til beggja vona. Framtíðin veltur á hugar- fari og stefnu þeirra, sem for- j ustuna hafa. Hinar Sameiriuðu þjóðir eru hin víðtækustu alþjóðasamtök, sem til hefir verið stofnað. Enn eru þau ung að aldri. Vér meg- um ekki vera mjög bráðlát. Allt er lengi að vaxa, sem lengi á að standa. Framtíðarmöguleikarnir eru miklir, og gifta mannkyns- ins í veði. Yfir þessum degi blakta allir fánar hinna einstöku sameinuðu þjóða — og bera við himin líkt og friðarbogi. Vér óskum Hinum Sameinuðu þjóðum allra heilla, og gefi Guð góðri viðleitni sigur! galla og ófarir Þjóðabandalags- ins í huga hófu bandamenn, þeg- ar snemma í síðari heimsstyrjöld- inni, undirbúmng að stofnun nýrra alþjóðasamtaka, sem skyldu vera þess megnug að koma í veg fyrir nýjan ófrið og efla friðsamlegt samstarf þjóð- anna. Starf hinna Sameinuðu þjóða að- varðveizlu friðarins hefir komið fram í ýmsum myndum. Deilumál þjóða á milli eru tekin til umræðu á fundum Sameinuðu þjóðanna og reynt að leysa þau með samkomulagi og ályktunum. Ræða utanríkisráðherra Utanríkisráðherra minntist m. a. á sögu Þjóðabandalagsins gamla og hversu þá hefði hörmu- lega tekizt til. í því sambandi sagði hann: Við höfum oft heyrt um það rætt, að ófullnægjandi þátttaka ríkja í Þjóðabandalaginu og skortur á valdi til að fullnægja ályktunum stofnunarinnar hafi verið grundvöllur þess hversu fór. Sjálfsagt er mikið hæft í þessu. Þátttökuríkin voru of fá, og í hóp þeirra vantaði ýmis ríki, liðið var stofnað vegna þessara sérstöku átaka einna saman, en vaxandi kröfur eru á dagskrá um öflugra og varanlegt gæzlu- lið, sem Hinar Sameinuðu þjóð- ir stýri til tryggingar og öryggis heimsfriði. Það er þó of snemmt að gera sér vonir um öfluga al- þjóðalögreglu, eins og fyrirhug- að var við stofnun Hinna Sam- einuðu þjóða, en öllum er það Ijóst, að friður og réttvísi þarf bakhjarl, ekki síður í milliríkja- skiptum en innanlandsmálum. Það er mála sannast, að Hinar Sameinuðu þjóðir fullnægja ekki hinum ítrustu óskum né framtíð- arvonum um öryggi og frið. Það er bezt að gera sér engar tál- vonir. Friðsamlegri stjórnmála- viðureign innanlands er stundum lýst svo, að hún sé barátta fyrir því, að ná svo góðum árangri sem framast er mögulegt. Þessi skil- greining á ekki síður við í al- þjóðastjórnmálum. Mannkyninu virðist það áskapað, að það sem að fæst og er frekast kleift, nær sjaldan eða aldrei hinni hæstu hugsjón. Hinar Sameinuðu þjóð- ir ná ekki lengra, en sem svarar þeim samtakamætti, sem þær stýra á hverjum tíma. Það stekk- ur enginn langt yfir hæð sína. ill stuðningur að. Valdleysið leiddi og til þess, að bandalagið varð að láta sér nægja að gera ályktanir, en framkvæmdir voru allar í molum. Mestu máli hygg ég þó að hafi skipt, að friðsam- ar lýðræðisþjóðir gerðu sér ekki nægilega grein fyrir þvi, að í viðskiptum við einræðis- og of- beldisöfl geta ekki gilt sömu leikreglur og þegar friðsamar lýðræðisþjóðir eigast við. í við- skiptum friðsamra lýðræðisþjóða sín í milli eiga vináttusamningar og hlutleysisyfirlýsingar að vera helgir dómar, sem ekki verður rift, og eru það jafnan. Þegar þær hins vegar eiga samskipti við einræðis- og ofbeldisþjóðxr eru slíkir samningar og yfirlýs- ingar ofbeldisöflunum aðeins hvatning til yfirgangs og ágengni í trausti þess, að lýðræðisþjóð- irnar láti málin afskiptalaus. Hlutleysis- og afskiptaleysis- stefna áranna milli heimsstyrjald anna leiddi þannig til þess of- beldis og yfirgangs einræðisafl- anna í heiminum, sem að lokum, þegar lýðræðisþjóðirnar áttuðu sig, kveikti það ófriðarbál, sem ægilega heimsstyrjöld þurfti til að eyða. Reynslunni ríkari og með á- Guðmundur í. Guðmundsson utanríkisráðherra Slíkt hefir oft tekizt. Merkast slíkra mála er sennilega Egypta- landsmálið frá s.l. ári. Því miður kemur hitt og fyrir, að árásar- og ofbeldisaðilar neita að hlýða fyrirmælum Sameinuðu þjóðanna og halda ofbeldi sínu áfram. — Dæmi þess er innrás Rússa og ofbeldisaðgerðir í Kóreu á sínum tíma, en nærtækasta dæmið af öllu eru þó ofbeldisaðgerðirnar í Ungverjalandi. Sameinuðu þjóðirnar fordæmdu innrás Rússa í Ungverjaland, kröfðust þess að Ungverjar fengju aftur frelsi sitt og sjálfstjórn og að nefnd, sem Sameinuðu þjóðirnar höfðu skipað, fengi að koma til Ungverjalands til þess hlutlaust að kynnast ástandinu þar. Rúss- ar höfðu ályktanir Sameinuðu þjóðanna að engu og nefndinni var neitað um að fara inn í Ung- verjaland. Slíkar aðfarir for- dæmir allur heimurinn og það er vegna svona framkomu, sem menn örvænta stundum um á- rangurinn af starfi Sameinuðu þjóðanna. Við Islendingar höfum meiri ástæðu til þess en flestar aðrar þjóðir að óska starfsemi Sam- einuðu þjóðanna blessunar og velgengni. Frá Alþingi FUNDIR voru á Alþingi í gær. Sameinað þing leyfði nokkrar fyrirspurnir, sem síðar verða ræddar. Á fundi neðri deildar var rætt um skattamál hjóna eins og segir annars staðar í blaðinu. Á fundi í efri deild kom fyrst fyrir frumvarp Páls Zóphónías- sonar um að svipta þá skipstjóra réttindum, sem sekir verða um landhelgisbrot. Fylgdi flutnings- maður því úr hlaði, en síðan var frumv. vísað til 2. umr. og sjávarútvegsnefndar. Frv. um gjaldaviðauka fór til 3. umr. að lokinni ræðu framsögum. fjár- hagsnefndar, Björns Jónssonar. Ný þingskjöl. 1 gær voru lögð fram 4 ný þingskjöl. Pétur Pétursson (A) flytur til- lögu um að lög um hafnarbóta- sjóð verði endurskoðuð. Sami þingmaður flytur tillögu um athugun á hugsanlegri hag- nýtingu brotajárns í íslenzkri j árnbræðslustöð. Þá eru 2 tillögur um breytingu á vegalögum frá Karli Kristjáns- syni og þeim Jóni Sigurðssyni og Steingrími Steinþórssyni. Fræðslustofnun launþega Eins og sagt var frá í Mbl. í gær voru 8 þingskjöl lögð fram í fyrradag. Nokkurra þeirra er þegar getið. Meðal annarra skjala var tillaga 3 Alþýðuflokksmanna um fræðslustofnun launþega, er veiti trúnaðarmönnum og félags- fólki launþegasamtaka fræðslu um hlutverk samtakanna, sögu þeirra og starfsemi. Vilja flutn- ingsmenn að ríkisstjórninni verði falið að undirbúa lagafrumvarp um málið. Sveitarstjórnarlögin. Ágúst Þorvaldsson og Svein- björn Högnason flytja frumvarp um að breyta sveitarstjórnarlög- unum. — Þorpum, sem hafa a.m. k. 300 íbúa, er nú leyft að segja skilið við dreifbýlið í kring og mynda sjálfstætt hreppsfélag. — Vilja flutningsm. veita íbúum dreifbýlisins sama rétt, ef þar búa a. m. k. 100 manns — svo og rétt til að sameinast nærliggj- andi hreppum. Þá voru lögð fram í fyrradag 3 nefndaálit. ---------------,-----------í. STAKSTEINAR „Vörðurinn um Efra-Sog“ gæti þessi mynd heitið. Hún er af kletti, sem stendur rétt fyrir ofan -hið nýja þorp, sem risið er á virkjunarstaðnum, þar sem hafnar eru framkvæmdir við nýtt orkuver fyrir Reykjavík og Suðvesturland. — Manns- andlitið í klettinum er mjög greinilegt eins og myndin ber með sér. Var hún tekin sl. föstudag er nokkuð var tekið að bregða birtu. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) Útsvar K. E. A. Skömmu eftir álagningu út- svara í sumar skýrði íslending- ur á Akureyri frá því, að Kaup- félag Eyfirðinga greiddi 350 þúa. kr. útsvar. Jafnframt sýndi blað- ið fram á það, að ef einstakling- ar hefðu haft jafnmikla verzlun- arveltu og KEA mundu þeir af henni einni hafa orðið að greiða 1.320.000,00 kr. útsvar eða nær milljón krónum meira en öllu útsvari KEA nam. Af þessu tilefni minnti ísland- ingur á ályktun, sem var sam- þykkt á kaupstaðaráðstefnunni á ísafirði sl. haust svo hljóðandi: „Bæjarfélögum og sveitar- félögum, þar sem samvinnufélög eru staðsett, heimilist að Ieggja veltuútsvör á rekstur samvinnu- félaga á sama hátt og rekstur einstaklinga og hlutafélaga“. Síðan segir blaðið: „Ekkert hefur heyrzt um und- irtektir ríkisstjórnarinnar við þessa sanngjörnu og sjálfsögðu tillögu“. „Ríkið í ríkinu“ Hinn 18. okt. s. 1. birti íslend- ingur grein með þessari fyrir- sögn. Þar segir: „Fyrir skömmu birtist hér í blaðinu þýdd grein um skatt- greiðslur finnskra samvinnu- félaga, sem vakið hefur athygli og umtal um land allt. í grein- inni er skýrt frá því, að finnsku samvinnufélögin hafi notið nokk- urra skattfríðinda á tímabili, eða á árunum 1916—1920 og síðar frá árunum 1924 (eða 27) fram til ársins 1943, en síðan hafi þau greitt skatta og útsvör til sveit- arfélaga eftir sömu reglum og hlutafélög. Ekki hefur heyrzt, að það hafi orðið finnskum sam- vinnufélögum að aldurtila, þótt þau hafi setið nær hálfan manns- aldur við sama borð í skatt- greiðslum og aðrir gjaldendur. Nokkru áður en grein þessi birtist í blaðinu, var tekin upp í því önnur grein, — um saman- burð á skatt- og útsvarsgreiðsl- um íslenzkra samvinnufélaga og annarra félagsforma (hlutafélaga og sameignar f élaga). Þar er myndin næsta ólík myndinni frá Finnlandi. Þar var sýnt, að sam- vinnufélag með 300 þús. kr. tekj- ur gæti komizt hjá að greiða út- svar, á sama tíma og hlutafélag með sömu tekjur yrði að greiða í tekjuskatt og útsvar, nokkru hærri upphæð en öll- um tekjunum næmi! Samanlagðir skattar finnskra samvinnufélaga nema nú ca. 50—60% af tekjunum. Á sama tima greiða íslenzk samvinnu- félög ekki einu sinni veltuútsvar af viðskiptum sínum við félags- menn. Öllum skynbærum mönnum er orðið ljóst, að skattfríðindi sam- vinnufélaganna eru núorðið ranglát og með öllu ástæðulaus. Samband þeirra hér er þegar orð- ið ríki í ríkinu, sem heldur áfram sjóðasöfnunum og gífurlegum fjárfestingum í skjóli nær 35 ára gamallar löggjafar, meðan svo fast sverfur að öðrum félaga- og einstaklingsrekstri í skattakúgun ríkis og sveitarfélaga, að engin vaxtarskilyrði eru fyrir hendi. Orðrómur hefur verið á kreikl um það, að sérfræðingar ríkis- stjórnarinnar í efnahagsmálum, sem pantaðir voru frá útlöndum í fyrrahaust, hafi 'talið skattfríð- indi SÍS og kaupfélaganna eina af orsökunum til efnahagsvand- ræðanna. Hvað satt er í þessu, er ekkert unnt að fullyrða um, þar sem ríkisstjórnin hefur þver- kallast við að birta álit sérfræð- inganna, þrátt fyrir margar brýn- ingar, og hefur sá feluleikur henn ar gefið orðrómnum byr undir vængi að vonum“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.