Morgunblaðið - 25.10.1957, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 25.10.1957, Blaðsíða 11
Föstudagur 25. október 1957 MORClIlSnT 4ÐIÐ 11 Sextugur í dag: Pétur Björnsson kaupmaður og erindreki PÉTUR BJÖRNSSON er íæddur 25. okt. 1897 í Brekkukoti við Stóru-Akra í Blönduhlíð. Bjuggu þar þá foreldrar hans, Stefanía Jóhannesdóttir og Björn Guð- mundsson. Höfðu þau flutzt þang að frá Borgarey í Vallhólmi, en voru komin í Hólminn utan af Reykjaströnd, frá I/.gveldarstöð- um. Þar byrjuðu þau búskap 1891, en þá giftust þati. Faðir Björns bjó um hríð á Ingveldar- stóðum, þangað kominn vestan frá Hafstöðum, en Guðmundur var Gunnarsson, hreppstjóra á Skíðastöðum Gunnarssonar, og voru þau systkini mörg og tápmikil, en móðir Björns var Valgerður Ólafsdóttir frá Mal- landi. Skíðastaðamenn eru at- hafna- og dugnaðarforkar, enda hafa margir þeirra komizt í áln- ir. Þegar Björn Guðmndsson var ungur maður á Reykjaströnd inni, bjó á Reykjum á Reykja- Strönd Páll Halldórsson, fluttur þangað úr Ólafsfirði, og kona hans Jónanna Jónsdóttir. Var Páll seinni maður hennar, en af fyrra hjónabandi hennar var Stefanía. Jóhannes Jóhannesson, faðir hennar, drukknaði vorið 1875, og var Stefanía þá tveggja ára. Sá Jóhannes var Skagfirð- ingur, fæddur í Kjartansstaða- koti 1844, sonur Jóhannesar Pét- urssonar frá Geirmundarstöðum, bróður Jóhanns hreppstjóra á Brúnastöðum. — Þau Björn og Stefanía urðu eftir, þegar móðir hennar og stjúpfaðir með börn- um sínum hurfu af landi brott vestur um haf. — Ekki undu ungu hjónin lengi í Brekkukoti, enda er það rýrðarkot og nú fyr- ir nokkru komið í eyði. Brugðu þau búi 1898, og gerðist þá Björn ráðsmaður á Bakka í Viðvíkur- sveit, en kona hans var þar með börnin í húsmennsku. Frá Bakka lá leiðin út að Á í Unadal, og bjuggu þau hjón þar 1906—1915, Voru þeir feðgar oft kenndir við Á eftir það. Árið 1915 fluttizt fjölskyldan til Siglufjarðar, og síðan hefir Pétur átt heima þar. Nauðugur fór hann frá Á, því að hann hafði dreymt stóra drauma um góðbúskap, og harmaði hann um sinn flutninginn á mölina, en þar kom, að það greri kring- um hann á Siglufjarðareyri, eink um í óeiginlegri merkingu. Pétur Björnsson er einn af beztu borgurum Siglufjarðar og einn þeirra manna, sem sett hef- ir svip á bæinn. Framan af fékkst Pétur við allskonar vinnu, og fyrsta félagsmálastarf hans var í verkamannafélagi á Siglu- firði. Var hann í Stjórn þess í 7 ár. Árið 1926 hóf Pétur verzlun í bænum og rekur hana enn. Hefir hann alltaf verzlað með nauð- synjavörur. — Helztu hugðar- efni hans hafa verið bindindis- mál, kirkjumál og bókasafnið, þó að fleira hafi hann látið til sín taka, eins cg búskap um skeið. Segist Pétri svo frá, að sér hafi fundizt hann skulda Skagfirð- ingum sínum eitthvert átak. Ár- ið 1944 átti hann þess kost að eignast jörð og bú í Skagafirði, og rak hann búið í nokkur ár, eða meðan börn hans voru að komast á legg. Húsaði hann jörð ina vel og gerði miklar jarðabæt ur. Þóttist nú Pétur að þessu búnu hafa greitt Skagafirði skuldina, er honum fannst hvíla á sér, áður en hann gerði Garð- inn frægan. Mörg trúnaðarstörf hefir Pét- ur Björnsson rækt fyrir Siglu- fjarðarkaupstað. Bæjarfulltrúi var hann eitt kjörtímabil, í nið- urjöfnunarnefnd um hríð, í stjórn Búnaðarfélags Siglufjarð- ar um 20 ár og í stjórn Bóka- safns bæjarin* hefir hann verið frá 1938, og hefir safnið tekið miklum stakkaskiptum á þessum árum. Telur það nú um 12 þús- undir binda. Á enginn maður ' meiri þátt í vexti safnsins en Pét- ur. Þá hefir Péijur verið í sókn- arnefnd um 20 ár og jafnan látið sér annt um kirkju sína. Má með sanni segja, að hann hafi verið gæfumaður. Góðir og göfugir foreldrar leiddu hann ungan á farsældarveg. Góð at- gerviskona var honum gefin og mannvænleg börn og honum hef- ir auðnast að vinna að fram- gangi góðra mála. „Guð í hjarta, Guð í stafni gefur fararheill“. Síðast en ekki sízt er að nefna starfsemi afmælisbarnsins á sviði bindindismála. Pétur gerðiíit templar árið 1926, gekk í stúk- una „Framsókn“, og hefir verið stoð hennar og stytta síðan, á- samt konu sinni, Þóru Jónsdótt- ur frá Yztabæ. Þau giftust 2. júní 1928, og segir Pétur það konu sinni ag þakka, hvað hann hafi unnið að bindindismálum og öðr um góðum málum. Frú Þóra hef- ir lengi verið gæzlúmaður barna stúkunnar „Eyrarrósin“ með á- gætum, og sex ár var hún stór- gæzlumaður unglingastarfs í Stórstúku Islands, og gegndi hún því starfi með framúrskarandi ár vekni og beitti sínum miklu hæfi leikum til eflingar starfinu, og studdi maður hennar hana með ráðum og dáð. —Ég hefi stund- um hugsað um það, ef hvert þorp og kaupstaður á íslandi hefði sl. mannsaldur átt Þóru og Pétur með sína „Framsókn" og „Eyrar- rós“, þá myndi margt betur horfa nú en raun ber vitni um í bæjum íslands og þorpum. Þessi hjón hafa unnið ómetanlegt starf fyrir mannfélagið. — Auk stúku- starfsins hefir „Sjómanna- og gestaheimilið" á Siglufirði að verulegu leyti hvílt á herðum þeirra hjóna, og var Pétur aðal- hvatamaðurinn að Stofnun þess 1939, en frá þeim tíma hefir stof an verið rekin með dálitlum styrk frá Góðtemplarareglunni, til blessunar fyrir sjómennina, sem þar hafa margir varðveitt heilbrigt líf sitt í véum þessa heimilis. Fyrsta vinna Péturs á Siglufirði var að hjálpa til að koma upp norska sjómannaheim ilinu. — Pétur hefur unnið mikið menningar- og björgunarstarf um ævina. Hann er maður ráð- hollur og góðgjarn, og hafa marg ir notið þess. Formaður áfengisvarnanefnd- ar hefir Pétur verið á Siglufirði, frá því er þærjiefndir komu til sögunnar. Loks er að geta starfs afmælisbarns vors í þjónustu áfengisvarnaráðs. Þegar ráð þetta var stofnað fyrir þremur árum siðan og ég var skipaður formaður þess, var mér ljóst, að því aðeins fengi starf áfengis- varnanefndanna náð tilgangi sínum, að ráðnir væru vel hæfir menn til þess að ferðast milli nefndanna, vekja áhuga þeirra á starfinu, samræma störf þeirra og starfsháttu og stofna til sam- vinnu við sem flesta menningar- aðilja í þjóðfélaginu. Áfengis- varnaráð féllst á ráðningu Pét- urs Björnssonar sem erindreka, og er þetta þriðja árið, sem hann starfar að áfengisvörnum fyrir ráðið. Er þar skemmst frá að segja, að hann hefir í þessu starfi áunnið sér traust og virðingu á- fengisvarnaráðs og vinsældir og álit áfengisvamanefndanna. Tel ég, að Pétur hafi unnið 'stórvirki þessi misseri. Ber þar margt til: Ið fyrsta, að hann er þaulvanur félagsmálastarfi. Annað, að hann kann manna bezt að þoka fram merkinu, án þess að hafa sig mik- ið í frammi. Hann er fáorður, en gagnorður. Þriðja, að hann hefir óbilandi trú á málstaðnum, sem hann hefir tekið að sér. Fjórða, að hann kann að velja menn til starfa. Fimmta ,að hann er traust ur eins og bjarg. Pétur Björnsson er óþreytandi. Hann hefir ferð- ast milli áfengisvarnanefndanna í hverjum hreppi og kaupstað um gervallt Norður- og Austur- land, og sums staðar hefir hann komið tvisvar og þrisvar. Enn fiemur hefir hann ferðast hér syðra í nágrenni Reykjavíkur og í sl. mánuði vestra, um Dali og sveitir Austur-Barðastranda*- sýslu. — Skýrslur Péturs en» glöggar, og hann kann mætavel að greina milli meginatriða og aukaatriða, og er það mikilsvert. Heimili Péturs og Þóru er góð- frægt. Þau eiga fjögur mannvæn- leg börn, og hefir hann aflaS þeim góðrar menntunar. Við áfengisvarnaráðsmenn árn um Pétri Björnssyni allra heilla á sextugsafmælinu, kunnum hon- um beztu þakkir fyrir mikið og gott starf á vettvangi bindindis- málanna og vonum, að rið fáum að njóta krafta hans sem lengst. Persónulega þakka ég hugljúfa samvinnu vini mínum, reglu- og starfsbróður. Brynleifur Tobiasson. Gatan fullgerð næsta vor GATNAGERÐARDEILD bæjar- ins hefur skrifað bæjarráði út af gatnagerðinni milli Bræðraborgar stígs og Framnesvegar. Þar var skipt um jarðveg vegna þess að verkfræðingar töldu jarðveginn, sem þar var, ekki vera nægilega tryggan þá er gatan yrði mai- bikuð. Nú segja verkfræðingarnir að næsta vor verði hægt að mal- bika þennan vegarkafla, þá verði nýi jarðvegurinn nægilega siginn og þjappaður. Stofnsett 1911 Ódýrir karlmannafrakkar Frá kr 497,oo Einhnepptir og tvíhnepptir poplin og gaberdine-frakkar í mörgum litum Þér fáið ódýrasta vetrar- t r akka n n h j á O K K U R Nýkomnír Tékkneskir Karlmannaskór með leður og svampsólum. Aðalstrœti 8 Laugavegi 20 — Laugavegi 38 Snorrabraut 38 — Garðastræti 6 Ódýrir Sterkir Þægilegir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.