Morgunblaðið - 25.10.1957, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 25.10.1957, Blaðsíða 9
Föstudagur 25. olctóber 1957 MORr.T'iVBI 4 ÐIÐ 9 orkuversins urðu fyrir um mán- aðartöfum út af deilu og síðar vekfalli. í júnímánuði 1936 kom Kist- jón X. hingað í opinbea heim- sókn og lagði hann þá honstein Ljósafossstöðvainnar, en hann er i kjallara stöðvarhússins. Ásmundur Sveinsson mynd- íöggvari gerði mjög táknræna ágmynd á framhlið stöðvarhúss- ns: „Hið unga ísland tekur við crafti fossins“. Þegar svo 25. október 1937, ann upp, var rafstraumi frá ..jósafossstöðinni hleypt á laust aftir hádegi þann dag. Við það tækifæri héldu ræður þeir Pétur Halldórsson borgarstjóri, Harald- ur Guðmundsson þáverandi ráð- herra og Steingrímur Jónsson rafmagnsstjóri. Viðstaddir voru ýmsir gestir. í leiðara Mbl. dag- inn eftir segir m. a. um þennan merka áfanga: „Meðan Sogsvirkj unin stendur og starfar, verður hún órjúfánlaga tengd nafni Jóns Þorlákssonar . . . „ . . . . íslendingar hafa lagt í mikil og kostnaðarsöm fyrirtæki á undanförnum árum. En það er sérstaklega vel til fallið, að stærsta og dýrasta fyrirtækið skuli vera vígt baráttunni við þau öfl, sem mest hafa þjakað þjóðina: myrkrið og kuldann". Fréttayfirlit frá utanríkis ráðuneytinu MAGN'ÚS JÓNSSON og Gunnar Thoroddsen flytja svohljóðandi íillögu til þingsályktunar: Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að gefa út mánaðar- íega eða oftar á vegum utanríkisráðuneytisins, yfirlit um helztu viðburði í landinu, og senda fréttayfirlit þetta sendiráð'um íslands erlendis, ræðismönnum, kjörræðismönnum og öðrum þeim aðilum, er .ætla má að hafi áhuga á að kynnast islenzkum málefnum og rnnast landkynningu á einn eða annan hátt. Á framhlið Ljósafossstöðvarinnar er táknmyndin: Hið unga island tekur við krafti fossins. Ljósafossstöðin var vígð bar- áttunni vib myrkrið og kuldann 20 ár frá þvi orkuveriö tók til starfa 1 DAG eru liðin 20 síðan Keykja- vík fékk fyrst orku frá Ljósa- íossstöðinni í Sogi, sem þá var mesta mannvirkið, sem íslend- ingar höfðu ráðizt í að byggja. Hafði Reykjavíkurbær farsæla forustu þessa máls allt frá upp- hafi. Alþingi hafði synjað Reykja víkurbæ í tvígang um ríkis- ábyrgð á lánum. Fullyrða má, að Ljósafossstöðin hafi markað þau tímamót, sem hinir framsýnu höfðu komið auga á, og varð Ljósafossstöðin til þess að opna augu hinna, sem ekki höfðu skiln ing á málinu. Má þakka það Reykjavíkurbæ fremur en nokkr- um öðrum, hve ör þróunin hefur verið á sviði rafvæðingar hér á landi. Fyrst 1916 Virkjun Sogsins er miklu eldra mál, því menn höfðu komið auga á þá miklu möguleika, sem þar voru. Árið 1916, þegar bæjar- stjórn Reykj avíkur fékk norskt verkfræðifélag til að gera áætl- anir um virkjun Elliðaánna, var því fyrirtæki falið að semja álits gjörð um virkjun Sogsins. .Álitsgjörð þessi sýndi þá, að virkjun Sogs fyrir Reykjavík gat borgað sig þá er íbúatalan kom- in upp í 30.000. Árið 1927 tekur bæjarstjórnin mál þetta upp á ný, og er þá Raf- magnsveitu Reykjavíkur undir forustu Steingríms Jónssonar raf magnsstjóra, falið að láta athuga möguleika á virkjun Sogsins. Haustið 1929 koma svo hingað tveir norskir sérfræðingar, er endurskoða virkjunaráætlanirn- ar frá 1916 og gera ýmsar breyt- ingar þar á. Útboðslýslng og tvö tilboð. Næst gerist það í beinu fram- haldi af þessum athugunum, að útboðslýsing er gerð á virkjun- inni, verki, efni og fé til fram- kvæmdanna. Voru það einkum átta erlend fyi'irtæki, er höfðu tjáð sig fús til þess, að taka verk- ið að sér. í júlímánuði 1930, þeg- ar tilboðin skyldu liggja fyrir, höfðu aðeins borizt tvö. Voru þau eingöngu um sölu á efni og fram kvæmd verksins. Öðru fylgdi vil- yrði um lánsfjárútvegun. Þessi tilboð þóttu of há og var hafnað. Þetta haust fór héðan nefnd manna utan til þess að vinna að lánsfjárútvegun. Komu nefndar- menn heim aftur með tilboð frá Svíþjóð, sem var því skilyrði bundið, að ríkisábyrgð fengist. Þessu láni varð að hafna. Veldur þingrofi. Ákvað bæjarstjórn Reykjavík- ur þá að leita til Alþingis um ríkisábyrgð fyrir allt að 8 millj. kr. láni. Var málið lagt fyrir Al- þingi í marz 1931, Var Alþingi rofið þetta vor fyrir tilstilli Fram sóknarflokksins. M. a. var það borið fyrir að hætta væri á að Al- þingi myndi stofna fjárhag ríkis- ins í hættu með samþ. á ábyrgð til virkjunarinnar, ef ekkert væri aðhafzt. En bæjarstjórn var ekki með öllu vonlaus um að málið myndi mæta skilningi alþingsmanna, og næsta vor var það enn lagt fyrir Alþingi. En það fór á sömu leið, að meiri- hluti þingmanna bar ekki gæfu til að skilja hvílíkt stórmál hér var um að ræða. En ekki varð þetta þó til þess að drepa málið. Árið 1931 kom fram ný hugmynd um virkjun Efra Sogs. Kom hún að tilhlutan Jóns heit. Þorlákssonar borgar- stjóra. Fyrst Ljósafoss Ymsar till. voru nú komnar fram um byrjunarvirkjun Sogs- ins. Var enn ákveðið I bæjar- stjórn Reykjavíkur að láta fram fara rannsókn á því, hvar og hvernig bezt væri að virkja Sog- ið. í þessu skyni voru þeir ráðn- ir sem séfræðingar B. Berdal vatnsvirkjunarverkfræðingur og J. Nissen rafmagnsverkfræðing- ur, en þeir eru báðir Norðmenn. Álit þessara sérfræðinga kom fram í janúar 1934. Málið var síðan rætt í bæjarstjórn, sem eftir síðari. umræðu um það þ. 1. marz 1934, var samþykkt: ......að virkja Sogið samkv. tillögum ráðunautanna, ef fé fengist með viðunandi kjör- um, og að hefja lánsumleitan- ir, allt að 7 millj. kr. til virkj- unarinnar . . .“. En tillögur þeirra Berdal og Nisseens voru þær að hefja virkjun Sogsins með að yirlcja fyrst Ljósafoss. Sú virkjun yrði ó- dýrust og gæti Ljósafoss gefið 25000 hestafla orku. Síðan var hinum norsku sér- fræðingum falið að ganga end- anlega frá og fullundirbúa út- boðslýsingu orkuversins. í maímánuði 1934 ákvað bæj- arstjórnin að taka virkjunat'lán allt að £ 275.000 og veita borg- arstjóra Jóni Þorlákssyni ótak- markaða heimild til að semja um lántöku þessa. Þetta sumar eign- aðist Reykjavíkurbær það, sem eftir var af vatnsréttindum í Sogi að vestanverðu, með því að kaupa jörðina Úlfljóts.vatn. Um haustið er útboðslýsing send til Norðurlandanna um virkjun- ina og komu fram 5 tilboð. 8. desember 1934. í sögu virkjunar sogsins mun dagurinn 8. desember 1934, jafn- an bera hátt, því ’að þann dag tókst borgarstjóranum að fá lán til framkvæmdanna. Veittu það í sameiningu Stockholms Ens- kilda Bank og Köbenhavns Hand elsbank og var lánsupphæðin 5,7 millj. sænskra króna. í framhaldi af þessu var síðan gengið frá öll- um samningum varðandi virkjun ina. Það var samið við fyrirtækið Höjgaard & Schults í Kaupm.- höfn um að taka að sér verkið, en vélar voru keyptar í Svíþjóð. Verkið skyldi hafið vorið 1935, en að fullu lokið 1. sept. 1937. Með þessum samningum var framkvæmd Sogsvirkjunarinnar tryggð. Kristján X. lagði hornsteininn. Um vorið hófust svo alhliða undirbúningsframkvæmdrir við hið mikla mannvirki, vegagerð, byggingar hvers konar, vinnu- skála austur við Ljósafoss o. fl. fl- — T. d. smíðuð ný brú austur við Þrastarlund, því svo þung voru sum stykkin, er flytja þurfti austur, að þau myndu hafa orðið gömlu brúnni ofviða. En allt gekk þetta eftir áætlun. í júní gátu flutningar á vinnuvél- um og efni hafizt austur, en þyngsta stykkið í þeim flutningi var 7 tonna grafvél. í ágústmán- uði komu fyrstu vélahlutarnir, og í septembermánuði var risið 250 manna þörp austur við Ljósafoss. Framkvæmdir við byggingu I greinargerð segir m. a.: Víða erlendis hefur á síðustu árum birzt vaxandi áhugi á Is- landi og íslenzkum málefnum, ekki hvað sízt á Norðurlöndum. Stafar þetta fyrst og fremst af þátttöku íslands í ýmiss konar alþjóðlegri samvinnu. Hins veg- ar er yfirleitt mjög erfitt fyrir fólk í öðrum löndum að afla sér upplýsinga um ísland. Sums stað- ar á Norðurlöndum eru að vísu fluttir öðru hverju sérstakir út- varpsþættir um ísland og grein- ar birtar í blöðum um íslenzk málefni, en annars staðar er svo að segja engar upplýsingar að fá. Þar sem íslenzk sendiráð eru starfandi eða útsendir ræðis- menn, geta þessir aðilar auðvitað veitt upplýsingar, en þess er eng- in von, að íslendingar geti haft sendiráð í öllum löndum. Þessar aðstæður valda því, að telja verður nauðsynlegt að geta látið í té öðru hverju yfirlit um það helzta, sem í landinu gerist. Eru slík fréttayfirlit gefin út af utanríkisráðuneytum ýmissa lancla eða jafnvel af sendiráðum þeirra. Ætti slík útgáfa ekki að þurfa að verða mjög kostnaðar- söm, enda sérstakur blaðafull- trúi starfandi í utanríkisráðu- neytinu. Um nauðsyn landkynningar þarf ekki að fjölyrða. Jafnvel stórþjóðir, sem ætíð draga að sér athygli heimsins, telja mikilvægt að halda uppi víðtækri land- kynningu erlendis. Bæði vegna viðskipta og af öðrum ástæðum er nauðsynlegt fyrir íslendinga að stuðla að því, að hægt sé að fá erlendis réttar upplýsingar um land og þjóð. ú'í’ ■ ;ttíiiftís Mynd þessi er af dansparinu Mimar og Shermon. Fjölbreyttur kabarett AA-samtakanna AA-SAMTÖKIN hafa ákveðið að efna til kabarettsýmngar í byrj- un nóvember og verður hún h!n fjölbreyttasta. Koma þar m.a. tram tólf erlendir skemratikraft- ar frá fimm löndum, Svíþjóð, Danmörku, Englandi, Þýzka’andi og Bandaríkjunum. Fyrst skulu taldir grínleikararn ir Rex og Romain frá Banda- ríkjunum, sem hafa að undan- förnu verið á sýningarferð um Evrópu, og hvarvetna notið fá- dæma vinsælda. Þá kemur fram einn hættuleg- asti vasaþjófur Evrópu, Gentle- man Jack, og fjórir dansarar úr Tivoli-ballettinum í Kaupmanna- ’ höfn. Dansa þeir allt frá ballet til calypso. Ennfremur leika og sýna listir I sínar þrír sérkennilegir og stór- Ifurðulegir hljómlistarmenn, sem vakið hafa óskipta kátinu svo a8 sumum hefir jafnvel þótt nóg um. Loks er svo danspar, Mimar og Shermon, sem sýnir listdans og listleikfimi. íslenzkir skemmtikraftar verða einnig á kabarett þessurn. Gaman leikari kemur þar fram, sýndur verður Rock’n’ Roll-dans og Bald ur Georgs ( og væntanlega Konni líka) verður kynnir. Fyrsta sýningin verður fös.tu- daginn 1. nóvember og síðan verða tvær isýningar daglega kl. 7 og 11,15 til 8. nóvember, en þá er ráðgert að kabarettinum ljúki. Forsala aðgöngumiða hefst í Aust urbæjarbíói á mánudag, en tekið er á móti pöntunum í skrifstofu AA-samtakanna, Mjósundi 3. Allur ágóðinn rennur til starf- semi Reykjavíkurdeildar AA- samtakanna, sem er mjög fjár- þurfi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.