Morgunblaðið - 25.10.1957, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.10.1957, Blaðsíða 6
6 MORGVPiBl 4Ð1Ð Fostudagur 25. október 1957 MIKILSVERÐ BREYTING Á VESTUR ÞÝZKU STJÓRNINNI Schaffer ÞEGAR talað hefur verið um hið svokallaða „þýzka undur“, eða hina hröðu endurreisn landsins á öllum svið um síðan styrjöldinni lauk, þá eru einkum nefndir þrír menn í því sambandi, sem staðið hafi í- fararbroddi. Fyrst er að nefna Adenauer kanslara, í öðru lagi Erhard viðskiptamálaráðherra og í þriðja lagi Schaffer, fjármála ráðherra. Báðir eru þeir Aden- auer og Scháffer nokkuð við ald- ur, Adenauer á níræðisaldri og Scháffer að verða sjötugur. Þegar til þess kom nú eftir kosningarnar að Adenauer mynd- aði nýja stjórn, urðu miklar deil- ur um Scháffer. Hann er ættað- ur frá Bayern og tilheyrir hin- um svokallaða CSU-flokki, eða „Christilich soziale Union“, sem er raunverulega hið sama og CDU, sem er! flokkur Aden- auers, en sá fyrrnefndi er sérstaklega bundinn við Bayern og er í nánu sambandi /ið CDU. Flokk ur Adenauers bauð ekki fram á móti þessum flokki í Bay- ern, enda hefir hann verið sambandsflokkur kanslaraflokksins frá upphafi. Á seinustu tímum hefir borið nokkuð á óánægju með Scháffer. Hann hefur verið talinn halda of fast um pyngjuna og lagt á það mikla áherzlu, að safna gild- um sjóðum í ríkiseignum og gjaldeyri. Hefur mörgum þótt sem Scháffer væri um of íhalds- samur á að veita fé í atvinnu- lífið, en legði meiri áherzlu á fjársöfnun. Þó þessar óánægju- raddir hafi verið rnjög háværar meðal stjórnmálamanna í flokki Adenauers, nýtur Scháffer hins mesta álits meðal Vestur-Þjóð- verja. í fyrstu var búizt við, að flokk- ur Scháffers mundi ekki taka i mál annað en að hann yrði á- fram fjármálaráðherra. Öflin sem vildu breyta til voru hins vegar sterk og talið er að Adenauer, kanslari, hafi verið á þeirra bandi. Hins vegar varð að taka hið fyllsta tillit til sambands- flokksins. Adenauer var því í nokkrum vanda Niðurstaðan af öllu þessu hef- ir orðið sú, að nýtt embætti í stjórninni verður búið til handa Scháffer og fer hann með ailt sem lýtur að eignum og skuld- um ríkisins, einnig allt sem varð- ar Marshall-lánin til Þjóðverja, sem urðu þeim lyftistöng í upp- hafi endurreisnarinnar. Auk þessa verður Scháffer, vara-kanslari, sem tekur við stjórn í forföllum Adenauers. Er það mikil tignarstaða. Við fjármálaráðherraembætt- inu tekur Franz Etzel, sem nýtur mjög mikils álits og hefir verið varaforseti í kola- og stálsam- bandinu. Sagt er að Adenauer hafi hið mesta álit á manni þess- um og hafi jafnvel í huga að gera hann að eftirmanni sínum. Þó Scháffer, sé varakanslari, er það almennt álitið að ekki komi til mála að hann verði eftirmaður Adenauers. í Þýzkalandi er þetta talinn mikill viðburður. Einn af þess- ari frægu þrenningu er getið var hér í upphafi, og er á hvers manns vörum í Vestur-Þýzka- landi, og mikill hluti þjóðarinn- ar telur sig standa í hinni mestu þakkarskuld við, lætur nú af fyrra embætti og tekur að sér annað, sem augsýnilega er minni- háttar en hið fyrra. Hins vegar er eftirmaðurinn lítt þekktur með al almennings í landinu. Scháffer tók snemma að hafa afskipti af stjórnmálum í Bay- ern. Frá 1931 til 1933 var hann fjármálaráðherra landsins, en þjóðernisjafnaðarmenn bönnuðu honum alla stjórnmálastarfsemi og gerðist hann þá málflutnings- maður í Múnchen. Eftir styrjöld- ina gerði ameríska landsstjórn- in, sem þá var í Bayern, hann að forsætisráðherra, en í september 1945, svipti sú stjórn hann þessu embætti, með því að hann neitaði því algerlega að kommúnistar ættu sæti í stjórn hans. Þegar Adenauer myndaði fyrstu stjórn sína, varð hann fjármálaráðherra og hefii verið það siðan. f einka- lífi sínu, kvað Scháffer vera hinn mesti sparsemdarmaður og lifn- aðarhættir hans eru að hætti al- mennra borgara og berst hann aldrei neitt á. Meðal almennings í landinu gætir nokkurs kviða vegna þess, að þessi gamli og gætni maður skuli nú ekki lengur vaka yfir fjármálum landsins, en eftirmað- ur hans er óreyndur á þessum sviðum. Því er „fleygt", að iðjuhöldar hafi brugðið fæti fyrir Scháffer, en orsakirnar munu þó liggja dýpra. Scháffer hefir þótt nokk- uð ráðríkur og borið hefir á sund- urþykkju milli hans og Erhards, viðskiptamálaráðherra, sem nýt- ur mestrar lýðhylli af öllum stjórnmálamönnum landsins, að Adenauer einum undanteknum. Margir eru þeirrar skoðunar, að Erhard mundi verða kanslari eftir Adenauer, en einstöku radd- ir hafa heyrzt um að Adenauer muni ætla Etzel þá stöðu, en hann er í sérstökum dáleikum við kanslarann. í því sambandi er sagt, að Adenauer megi eigi til þess hugsa að Erhard sleppi hend inni af viðskiptamálunum og er á það bent, að Erhard hafi verið sá eini af ráðherrunum, sem Adenauer hafi sérstaklega borið lof á, í kosningabaráttunni, en „sá gamli“, eins og Þjóðverjar kalla hann, er sagður vera mjög spar á lof um samstarfsmenn sína. Skattamái hjóna Frumvarp 5 þingmanna rætt i gær HMM þingmenn úr Sjálfstæðisflokknum og Alþýðuflokknum hafa lagt fram á Alþingi frumvarp um breytingar á þeim greinum skattalaganna, er fjalla um skatt af tekjum hjóna og um persónu- frádrátt. Gerir frumvarpið ráð fyrir, að samanlögðum skattskyld- um tekjum hjóna, sem samvistum eru, verði skipt til helminga og að reikna skuli skatt af hvorum helmingi um sig. Flutningsmenn frumv. eru Ragnhildur Ilelgadóttir, Magnús Jónsson, Benedikt Gröndal, Jóhann Hafstein og Pétur Pétursson. — Á fundi neðri deildar í gær var frumv. tekið tU 1. umr. Fylgdi Kagnhildur Helgadóttir því úr hlaði, en síðan urðu allmiklar um- læður um málið. Var því að lokum vísað til 2. umr. og fjárhags- nefndar. Skattur af tekjum hjóna í greinargerð segir, að flestum sé ljóst, að sú meginregla, sem fylgt er við ákvörðun á skatti hjóna, sé óréttlát. Ýmsar leiðir til úrbóta hafa verið ræddar, m.a. á Alþingi. Gætir þar tveggja höf- uðsjónarmiða: Annars vegar að skattleggja hvort í sínu lagi hjón, sem bæði afla beinna tekna. Hins vegar að leggja tekjur beggja hjóna saman, skipta þeim síðan til helminga og skattleggja hvorn helming sér. Réttlátasta leiðin Síðan segir í greinargerðinni: „Þótt ýmsar leiðir í þessum efnum séu til bóta, er sú, sem í frumvarpinu felst, hin réttlátasta. Hún tekur fullt tillit til þess, að vinna konu við umönnun heimil- is og uppeldí barna er sízt minna virði en vinna konu utan heimilis. Jafnframt léttir hún skattbyrði þeirra hjóna, sem bæði afla beinna tekna fyrir heimili sitt, en það er algengt og oft nauð- synlegt“.. Persónufrádráttur Þá er í frumvarpinu gert ráð fyrir, að persónufrádráttur hjóna breytist nokkuð og sá sérstaki skattstigi verði afnuminn, sem nú gildir fyrir hjón. Er hann nokkru lægri en skattstiginn fyrir ein- hleypa. Einnig leggja flutningsmenn til að eftirfarandi ákvæði verði tekið upp í skattalögin: „Einstæðum mæðrum eða feðrum með börn innan 16 ára aldurs á framfæri skal veitast persónufrádráttur að upphæð kr. 11.000 fyrir eitt barn, en fyrir hvert barn þar umfram kr. 9.000“. Þjóðfélagsvandamál Ragnhildur Helgadóttir sagði í ræðu sinni, að frumv. samhljóða þessu hefði verið flutt á síðasta þingi, en ekki átt afturkvæmt úr fjárhagsnefnd neðri deildar, sem fékk það til athugunar eftir 1. umræðu. Sú skipan, sem nú gildir um skattgjöld hjóna, leiðir til þjóðfélagsvandamáls, sem verður æ alvarlegra. Hún veik ir þann grundvöll þjóðfélags- ins, sem sízt skyldi, — þ. e. sjálft heimilið og hjónaband- ið. Skattakerfið leiðir til þess, að fóik tekur iðulega upp sam búð ógift í stað þess að ganga í hjónaband. Það er víðar við þetta vanda- mál að eiga en á okkar landi, m.a. eru skattamál hjóna mjög í deiglunni á hinum Norðurlönd- unum og almennur vilji til að leita einhverra úrbóta. Skatttekjur ríkissjóðs kunna að minnka nokkuð fyrsta kastið eft- J ir að sú skipan yrði tekin upp, er frumv. gerir ráð fyrir. Ýmsir kunna að undrast, að farið skuli fram á breytingu í þessa átt, er sjálft fjárlagafrumvarpið er með jafn-örvæntingarfullum svip og nú er og reynt er að halda ríkis- búskapnum gangandi með bráða- birgðalánum í von um stórfelld erlend lán. Það er hins vegar ein- mitt af þessum ástæðum lífsnauð syn fyrir þessa þjóð, að borgar- arnir vinni sem mest til frekari öflunar tekna og sköpunar verð- mæta 1 þjóðarbúið. Að því myndi sbrifap úr daglega lífinu 3300 ára gömul Egyptadrotlning í Bankastræti ÞAÐ er skemmtileg glugga- skreyting þessa dagana í verzluninni Regnboganum í Bankastræti. Þar eru seldar ýmiss konar málningarvörur og kítti, bæði á hús og kvenfólk, en það, sem nú er í glugganum, er til að minna á kvennadeildina Er það stór gipsafsteypa af frægri stein- mynd af egypzku drottningunni Nefertíte. Ljósmyndir af þessari frægu styttu, sem nú er geymd í lista- safni í Wiesbaden í Þýzkalandi, eru í flestum sögu-- og alfræði- bókum. Velvakandi fór svo að reyna að rifja upp fyrir ser eitt- hvað um drottninguna sjáifa, þeg ar hann gekk niður Bankastræt- ið í rokinu og rigningunm í gær- morgun, en niðurstaðan varð sú, að hann vissi ekkert um kven- manninn. Eftir nánari eftirgrennslan get- ur hann nú frætt fólk á því, að Nefertíte var drottning Ikn-Atons konungs í Egyptalandi á fyrri hluta 14. aldar fyrir Krists burð. Drottningin hefur löngum þótt ímynd kvenlegrar fegurðar og segja góðir menn, að í vanga- svip hennar birtist einstakur fin- leiki og yndisþokki. Brjóstmyndin í Wiesbaden er máluð, og hefði manni furdizt, að snyrtivöruverzlun, sem notar eftirmyndir í glugga sína, hefði ekki átt að láta hjá líða að lita hana, enda var drottningin vafa- laust mikið máluð sjálf og yfir- leitt vel kunnug snyrtivarningi af flestum tegundum. E.rkum virðist hún hafa lagt rækt við umgerðir sálarspeglanna, auga- brúnirnar eru t. d. ýktar með miklum, dökkum bogastrikum eins og á hofróðum okkar daga. Drottningarmaðurinn IKN-ATON, maður Nefertíte, — og e. t. v. bróðir líka — nefndist upphaflega Amenhótep 4. Hann var hneigðari til hug- verka en hernaðar og hefur orð- ið frægur fyrir trúarljóð sín og tilraumr til að breyta átrún- aði þjóðar sinnar. Hann snerist gegn göldrum, tilbeiðslu á dýrum og yfirleitt öllu hinu steinrunna trúarkerfi Egypta. í staðinn vill Ikn-Aton tilbiðja sólina og hið síðara nafn sitt tók hann upp í því sambandi. En nafnið þýðir: Sá, sem sólguðinn ann. Prestar landsins snerust önd- verðir gegn trúarstefnu konungs- ins og almenningur tók henni dauflega. Ikn-Aton dó árið 1362 og var þá öllu því, er hann hafði fengið áorkað á þessu sviði, koll- varpað á skömmum tíma. Af Nefertíte er það að segja, að hún sneri sér til kor.ungsins í ríki Hettíta í Litlu-Asíu, er maður hennar var andaður, og bað hann um hjálp — enda skalt þú, sagði hún, verða minn ektamaki og Egyptaríkis herra. Ekki varð þó af þeirri ráða- gerð, en Nefertíte lifði enn um nokkur ár þó að óljósar sagnir séu um hagi hennar á þeim tíma. Bavr.asýningar Þjóðleikhússins KÆRA Þjóðleikhús. Hvernig stendur á því, að okkur börnunum er alveg gleymt. Ferðin til tunglsins var góð og skemmtileg, en mig langar í fleiri ferðir hjá ykkur. Ég hlusta á leik rit í útvarpinu, þegar ég má, en mig langar í meiri lifandi leikrit. Ég vona, að þið gerið nú eitthvað fyrir okkur börnin í vetur. Kiartan Þór 10 ára“ skattalagabreyting þessi stuðla, þegar frá líður. Áhrif breytingarinnar Skúli Guðmundsson, þingm. V,- Húnvetninga, tók til máls. Las hann upp útreikninga um áhrif frumv. í nokkrum tilvikum og taldi það einkum myndi leiða til lækkunar á skatti hátekju- fólks. Hins vegar taldi Skúli, að full ástæða gæti verið til breyt- inga á þessu sviði. Ragnhildur Helgadóttir svaraði þessu með því að benda á, að erfitt væri að gera sér fulla grein fyrir endanlegum áhrifum frum- varpsins. Sjálf hefði hún lagt fram útreikninga varðandi þau, er frumvarpið kom til umræðu í fyrra, og væru þeir til í skjöl- um Alþingis. Hefðu niðurstöður þeirra sýnt, að frv. yrði til mik- illa bóta. Ragnhildur benti einnig á, að með hinum nýju háttum yrðu framtöl manna réttari en nú er og síður dregið úr því að fólk legði ' á sig aukavinnu. Kvaðst hún að lokum vilja lýsa ánægju vegna þess, að þingmað- urinn sem er form. fjárhagsnefnd ar, hefði nú sýnt vott skilnings á því að hér væri úrbóta þörf. Óréttlát lög Jóhann Hafstein tók undir það, að ánægjulegt væri að Skúli Guðmundsson væri tekinn að gefa þessu máli gaum. Flutnings- menn væru vissulega til viðtals um skynsamlegar breytingar. Það sjónarmið Skúla, að hér væri að- eins stefnt að skattalækkun hjá „hátekjufólki" fengi hins vegar ekki staðizt. Væri það á allra vit- orði, að fjöldi fólks í ýmsum stétt um settist í helgan stein hluta af ári hverju af þeirri ástæðu, að því þætti ekki svara kostnaði að vinna fyrir meiri tekjum. Og sjálf ríkisstjórnin viðurkenndi, að í rauninni gæti enginn orðið hátekjumaður með núverandi skattkerfi. Hún gengst fyrir því að heilar stéttir fái kjarabætur sem ekki koma til skatts. Magnús Jónsson kvað tillitið til tekjurýrnunar ríkissjóðs vera aukaatriði í þessu máli, — hitt væri aðalatriðið, að hér væri um réttlætismál að ræða, sem ekki yrði lengur staðið gegn. Þjóðfélagið getur ekki refsað fólki fyrir að ganga í hjónaband, en annað verður það ekki kallað, er miklar hækkanir verða á skatti fólks, þrátt fyrir óbreyttar tekjur, er það giftist og heldur áfram fyrri atvinnu. Gísli Guðmundsson, þingm. N- Þingeyinga taldi, að hér væri um mál að ræða, sem athuga þyrfti, en á þessu stigi væri rétt að benda á, að breytingar á opin- berum gjöldum hjóna þyrftu að sjálfsögðu einnig að ná til út- svara. IVf inning Guðni Jónsson, vélstjóri, veiðw jarðsunginn í dag. MinningarorS um hann verða því miður að bíða birtingar vegna rúmleysis í blað- inu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.