Morgunblaðið - 25.10.1957, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.10.1957, Blaðsíða 16
VEÐRIÐ Vestan SV-skúrir eða él. 242. tbl. — Föstudagur 25- október 1957. Ljósafoss 20 ára Sjá bls. 9. Bœrinn Svarfagil brann í gœrkvöldi nokkru eftir að 2 brœður höfðu ráðizt á bóndann Þykir þér ekki loga vel liafði annar þeirra sagt við bóndann SEINT í gærkvöldi bárust austan úr Þingvallasveit ugg- vænleg tíðindi. Tveir menn höfðu ráðist inn á bæinn í Svarta- gili, þar sem Markús bóndi býr nú einn um þessar mundir. Árásarmennirnir, sem eru bræður héðan úr Reykjavík, höfðu lagt hendur á hinn rúmlega sextuga bónda, sem tókst að ilýja. — Nokkru eftir að hann hafði komizt niður í Þing- vallabæ til séra Jóhanns Hannessonar þjóðgarðsvarðar, var því veitt eftirtekt, að bjarma sló á himinninn yfir Svartagili. Eldur var kominn upp í bæjarhúsinu. í gærkvöldi átti Mbl. tal við séra Jóhann Hannesson þjóð- garðsvörð. Það var á milli kl. 7 og 7,30 að Markús bóndi í Svartagili kom hingað til mín, sagði séra Jóhann, til að leita liðveizlu, því tveir menn hefðu komið heim í Svarta gil og ráðizt á sig, Voru þeir með byssu, að vísu skotfæralausa, en höfðu slegið Markús með ..kefti hennar. Voru áverkar sýnilegir í andliti og á höfði hans. Kvaðst Markús hafa komizt undan í bíl þeim, er þeir bræður hefðu komið í og með honum danskur maður og stúlka, sem verið höfðu með árásarmönn unum í bílnum. Ekki höfðu þau þó tekið neinn þátt í aðförinni. Frá Þingvallabæ hringdi Mark- hús til hreppstjórans á Kárastöð- um, og barst fregnin um árásina á Svartagilsbóndann fljótt út um sveitina. Klukkan mun vart hafa verið meira en 10 mínútur yfir 8 þegar bjarmi sást á himni yfir Svarta- gili frá Vatnkoti og um líkt leyti sást frá Hrúsastöðum að eldur logaði í bæjarhúsinu. Meðan þessu fór fram var leit- að til lögreglunnar í Reykjavík, svo og til slökkviliðsins, sem kvað með öllu tilgangslaust að senda bíla austur, því bæjarhús- ið myndi verða hrunið áður en brunaverðir kæmust á vettvang. Þegar blaðið talaði við séra Jóhann, höfðu honum ekki borizt fregnir af handtöku árásarmann- anna. Ekki var ástæða til að ætla, að þeir hefðu komizt und- an. Lögreglumenn voru, sem fyrr segir, sendir til hjálpar, og auk þess hröðuðu allmargir Þingvalla GYLFI Þ. Gíslason ráðherra, sem í ríkisstjórninni fer með inái þau er snerta Efnahagssamvinnustofn unina, flutti í gærkvöldj frásögn af fundi þeim sem stofnunin hélt fyrir nokkru í París, þar sem rætt var um hið fyrirhugaða fri- verziunarsvæði. Fund þennan sátu með ráðherr- anum þeir dr. Jóhannes Nordal hagfræðingur Landsbankans sem sérstaklega hefur kynnt sér þetta mál og Hans Andersen sendiherra hjá Efnahagsamvinnustofnuninni. í ræðu sinni komst ráðlierrann m.a svo að orði: Það sem gerist' þessum málum kann að vera örlagaríkt fyrir oss íselendinga, sem eigum afkomu okkar undir útflutningi meir en. aðrar þjóðir. Aukin viðskipti og greiðir markaðir fyrir afurðir er- lendis eru íslendingum lífsnauð- syn, í því getur falizt hætta að vera utan við samtök, þar sem bændur hraðað för sinni að Svartagili. Er ÞingvallabænJur voru á leið að Svartagili með öll þau handslökkvitæki, sem tiltæk voru hjá séra Jóhanni í Þing- vallabæ, höfðu þeir mætt bræðr- unum á veginum. Annar þeirra, en hann mun hafa eitthvað verið í vinnu hjá Markúsi í sumar er leið, hafði þá átt að segja við Markús, glaður í bragði: — Þykir þér ekki loga vel? Þessu á Markús að hafa svarað á þessa leið: — Nú ert þú víst orðinn ánægður? sig ósvikin farsóttareinkenni. — Veikin hefur færzt mjög í auk- ana síðustu dagana, og má segja að hún sé komin í algleyming: Heilu fjölskyldurnar liggja, veik- indaforföll á vinnustöðum eru orð in mikil og tveim skólum var lokað í gær. Þó flenzan hafi aukizt svona gífurlega, þá hagar hiin sér eins og hún hefur gert frá því fyrst tók að bera á henni og fylgikvilla gætir nær ekkert. Leggja læknar áherzlu á, að fólk fari gætilega helztu keppinautar okkar eru þátt takendur. Hins vegar er hér við mörg vandamál að etja.. Sérstak- lega hlýtur afstaða íslands að mótast af því, hvort eða að hve miklu leyti fríverzlunin cekur til fiskafurða eða ekki. Þá skiptir það og meginmáli hver áhrif frí- verzlunin hefði á afkomu atvinnu veganna og hvort hægt er að fá fjármagn til þess að byggja upp nýjar framleiðslugreinar og styrkja þær, sem fyrir eru. Ráðherrann kvaðst á fundinum hafa gert grein fyrir hagsmunum fslendinga varðandi viðskipti við lönd hins fyrirhugaða fríverzl unarsvæðis. Að sjálfsögðu geta íslendingar ekki mótað afstöðu sína fyrr en frumvarp að fríverzl- unarsamningi aðildarríkja Efna- hagssamvinnustofnunarinnar ligg ur fyrir. En ríkisstjórnin mun fylgjast nákvæmlega með öllu sem í þessu miklisverða máli ger- ist, sagði ráðherrann að lokum. Árásarmaðurinn hafði svarað um hæl: — Já, eg er vel ánægð- ur! Þegar blaðið átti tal við séra Jóhann Hannesson, hafði hann skömmu áður hitt Markús bónda aftur. Hafði hann sagt hon- um að bæjarhúsið væri alveg brunnið. Hefði þekjan fallið inn um kl. 9,30 og þá var farið að loga í hlöðunni. Kúnum hafði Markús sjálfur getað bjargað út. — Allir innanstokksmunir voru óvátryggðir. o--- • ----o Þegar blaðið átti síðast tal við lögregluvarðstoíuna í gærkvöldi, höfðu ekki borizt nánari fregnir að austan eða af handtöku bræðranna. Vitað var hverjir þeir voru. Hefur annar þeirra a. m. k. komizt í kast við lögregluna. o---- •----o Bærinn Svartagil stendur í um það bil 10 km frá Þingvallabæ, suðvestanvert við Ármannsfell og er er þar mjög afskekktur. Sem fyrr segir var Markús einn í Svartagili. Dóttir hans var ný- farinn þaaðn ásamt börnum sín- um tveimur. leggist tafarlaust og íara varlega eftir sjúkraleguna. Skrifstofa borgarlæknis hefur tjág blaðinu, að í gærmorgun hafi tveir skólar verið óstarf- hæfir vegna þess, hve fjarvistir kennara og nemenda voru mikl- ar. í svonefndum Lindargötuskóla vantaði helming kenr.araliðsins og 38% nemenda. í gagnfræða- deild Miðbæjarskólans mættu aðeins fáir nemendanoa. Voru það þessir skólar sem loka varð. Að meðaltali vantaði 31% nem enda í skólana í gær en 25% í fyrradag. í fjölmörgum fyrirtækjum er ástandið slæmt vegna þess hve margir hafa veikzt síðustu dag- ana. í blaðburðarlið Mbl. hefur flenzan höggvið stórt skarð, svo við jaðrar að blaðadreifingin sé í molum. — Þjóðleikhúsið hefur orðið að fella niður sýningar á Tosca vegna veikinda í leikenda- liði. í nærsveitum Reykjavíkur er veikin einnig mjög farin að herja. Reykholtsskóla hefur t.d verið lokað af völdum fienzunnar. Á fundi, sem haidinn var s.l. mánudag og sóttur var af lækn- unum Bendikt Tómassyni skóla- yfirlækni, dr. Jóni Sigurðssyni borgarlækni og Haraldj Guðjóns- syni aðstoðarlækni hans svo og fræðslustjóra og skólastjórum barna- og gagnfræðaskóla bæjar- ins var ákveðið, að skólarnir skyldu senda borgarlæknj dagleg ar skýrslur um forföli. Frá 5.U.5. LANDBÚNAÐARRÁÐ- STEFNAN verður sett i dag kl 10 í Valhöll. Sambandsþingið hefst í fyrramálið kL 9,30 í Sjálf- stæðishúsinu. Afsfaða lekin er frv. að frí- verzlunarsamningi liggur fyrir — sagði Gylfi Þ. Gíslason í útvarpsræðu í gær Nú er inflúenzan komin á faraldursstig í bænuir Tveim skólum lokað í gærmorgun. INFLÚENZAN hefur nú tekið á Táknrænn atburður í Garðastræti Þegar starfsmenn í rússneska sendiráðinu í Garðastræti voru fyrir hádegi í gær, að draga hinn rauða fána Sovétríkjanna að hún í tilefni dags Sameinuðu þjóðanna, gerðist það af óhappatilviljun, að fáninn festist í hálfa stöng og varð ekkl leystur þaðan fyrr en eftir VA klst. Óhappið mun hafa orðið þannig, að starfsmennirnir festu fánann í fyrstu öfugt við snúruna svo hann stóð á haus. Ætluðu þeir þá að draga hann niður, en í storminum vafðist fáninn um stöngina. Fjöldi fólks sem gekk eftir Túngötunni á leið í hádegismat veitti þessu athygli og þótti atburðurinn táknrænn, því að á þessum degi 24. október var eitt ár liðið síðan rússneskir skriðdrekar réðust í fyrsta skipti inn í Búdapest til að skjóta á ungverska alþýðu. Enn slys KLUKKAN 8,30 í gærkvöldi varð enn umferðarslys her í bænum. Kona um fimmtugt, varð fyrir bíl á Laugarnes- vegi og stórslasaðist. Seint í gærkvöldi var rann- sókn þessa slyss mjög skammt á veg komin. Þá var t. d. ekki vitað hver hin slasaða kona er. — Hún hafði verið flutt meðvitundarlaus í sjúkrahús og var enn í öngviti er síðast fréttist. — Var hún með mik- inn áverka á höfði og víðar og annar fótur hennar var brotinn. Konan hafði orðið fyrir fólksbíl á miðjum Laugarnes- vegi eða því sem næst fyrir utan húsið Laugarnesveg 79. Ekki var vitað hvort fleiri eða færri höfðu orðið sjónar- vottar að slysu þessu. Við þá óskar rannsóknarlögregl- an hafa samband sem fyrst. Hver fékk bílinn ! HVER hlaut bifreiðina í happ- drætti Krabbameinst'élags Reykja víkur? Hún kom á nr. 22156 og málverkið á 15257. Grammófón- inn hlaut Laufey Jakobsdóttir Presthúsabraut 31 Akranesi, og hefir hún þegar vitjað vinnings- ins. Fulltrúaráðsfundur / Keflavlk FULLTRÚARÁÐ Sjálfstæðls- flokksins i Keflavík heldur fund í Sjálfstæðishúsinu í kvöld kL 8.30 s.d. Rætt um bæjarmál o. fl. N?.uð- synlegt að fulltrúar mæti vel ©g stundvíslega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.