Morgunblaðið - 25.10.1957, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 25.10.1957, Blaðsíða 15
F'östudagur 25. október 1957 MORGVVBL4Ð1Ð 15 Merkjasöludagui Barnaverndar félaganna fyrsto vetrardag Sfarf félaganna hefur verið mikið um aiif land STJÓRN Barnaverndarfélags Keykjavíkwr átti í gær viðtal við fréttamenn í tilefni þess, að hinn árlegi merkjasöludagur barna- verndarfélaganna um land allt er á morgun, fyrsta vetrardag. I»á verða merki félaganna seld og einnig bókin Sólhvörf, sem Hannes J. Magnússon skólastjóri á Akureyri hefur frumsamið. — Verð bókarinnar er 15 krónur, en merkin kosta 5 krónur. í kvöld, föstudag, flytur frú Aðalbjörg Sigurðardóttir erindi í útvarpið um barnaverndarmál. Barnaverndarfélag Reykjavík- ur var stofnað 1949. Síðan hafa verið stofnuð barnaverndarfélög víðs vegar í landinu og eru þau nú alls 10. Ágóðinn af merkjum þeim er félögin selja 1. vetrar- dag og bókinni Sólhvörf, rennur til félaganna sjálfra og verja þau honum síðan til þeirra verkefna sem hvert félag starfar að á sviði barnaverndarmála. Félögin hafa með sér- landssamband og heldur það aðalfund á tveggja ára fresti. Síðasti aðalfundur var haldinn í sumar á Akureyri. — Landssambandið nýtur ekki opin berra styrkja, en fyrir núverandi Alþingi liggur beiðni um fjár- veitingu frá Landssambandinu til að styrkja erindreka til þess að ferðast um landið í þeim er- Ölöf Kafliða- dóttir - minning I DAG er til moldar borin Ólöf Hafliðadóttir, Stórholti 24. Hun| var fædd 24. febr. 1878, dáin 17. | okt. 1957. — Foreldrar hennar voru Hafliði Þorsteinsson og Þórdís Jónsdóttir. Hún var fædd að Litlabæ í Kjós. Foreldra sína missti hún í æsku og varð snemma að mæta alvöru lífsins. Systkinin voru þrjú — tveir bræður, Jón og Hafliði, — báðir dánir. Þó systkinin gætu ekki verið samvistum í æsku, var sér- staklega ástrikt á milli þeirra, og á tímabili héldu þau heimili saman. Árið 1907 tók Ólöf að sér brauð sölu fyrir Guðmund Bjarnason, bakara sem þá var nýbyrjaður að reka brauðgerðarhús hér í bæ — en lengst hafði hún á hendi sölu frá bakaríi Sveins Hjartarsonar og hélt hún því starfi í 50 ár, eða þar til hún fór á sjúkrahús í síðastl. janúarmánuði. Lengst var hún til núsa á Bergstaða- stræti 3 — yfir 30 ára bil — Eftir að hún kom af sjúkrahús- inu, fluttist nún að Stórholti 24 og minntist hún með aðdáun og þakklæti þeirrar umönnunar og velvildar, sem hún mætti þar hjá því fólki, sem hún dvaldist hjá. Það segir sig sjálft, að á svona löngu starfstímabili kynntist „Lóa“ (sem hún var oftast köll- uð af viðskiptavinum sínum), mörgu fólki, og margir henni. Sérkenni þessarar konu voru glaðlyndi, hógværð og árvekni í að leysa sem bezt af hendi þau verk, sem hún vann, og að vera öllum mönnum góð, sem hún náði kynnum af. Fórnfýsi hennar við þá sem erfitt áttu á einhvern hátt og hún fékk tækifæri að hlynna að, voru henni meira verðmæti en veraldargæði. Ólöf var óvenjulega vel gefin kona og margir báru undir „Lóu“ vandamál sín og fóru sælli af hennar fundi. Ég er persónulega þakklát fyrir að hafa kynnzt þess ari góðu konu og ég veit að slíkt mæla margir aðrir, sem haft hafa kynni af henni og allar minning- ar um hana fela í sér, að þarna var kona með barnshjarta, með öruggri trú á algóðan guð. Blessuð sé minning hennar. Viktoría Bjarnadóttir. indum að vekja áhuga fólks á barnaverndarmálum. Styrkir fólk til sérnáms. Eitt af aðalverkefnum Barna- vei r. k élags Reykjavíkur er að styrkja fólk til sérnáms erlend- is, sem varðar barnavernd. — Hefur það styrkt marga til slíks náms, til dæmis varðandi stjórn heimila vangefinna barna, kennslu tornæmra barna, geð- vernd barna, vinnulækningar og fleira mætti telja. Nú hefur fé- lagið mikinn áhuga á því að styrkja kennara til náms erlend- is, sem taka vildi að sér að læra að kenna lesblindum börnum. Þá má geta þess að félagið lagði fram 60 þús. kr. til kaupa á hús- búnaði fyrir Skálatúnsheimilið er það tók til starfa. Mikil starfsemi. Barnaverndarfélögin úti á landi vinna einnig mikið að margvís- legum barnaverndarmálum og skal hér aðeins drepið á nokkuð af starfseminni, hjá þeim félög- um sem gáfu skýrslur um starf- semi sína á síðasta Landssam- bandsfundi, en þar mættu full- trúar frá öllum félögunum nema Vestmannaeyjum, og er þess vegna engin skýrsla þaðan. Barnaverndarfélag Akureyrar starfrækir leiksóla fyrir þriggja til fimm ára börn. Barnaverndarfélag Hafnar- fjarðar styrkir dagheimili Verka kvennafélagsins Framtíðarinnar og í sumar tók það þátt í að koma upp sumardvalarheimili fyrir börn. Barnavemdarfélag Akraness rekur dagheimili fyrir tveggja til þriggja ára börn að sumrinu í samvinnu við kvenfélag Akra- ness og hefur einnig styrkt Skála túnsheimilið. Barnaverndarfélag Siglufjarð- ar , starfrækir gæzluleikvöll að sumrinu. Barnaverndarfélag Keflavíkur hefir eftirlit með útivist barna á kvöldin og er nú að undirbúa sumardvalarheimili. Barnaverndarfélag ísafjarðar hefir eftirlit með útivist barna og lætur til sín taka í umferðar- málum vegna slysahættu. Það rekur sjálft dagheimili og hefur tekið þátt í að koma upp leik- velli. Barnaverndarfélag Húsavíkur aðstoðar kvenfélag staðarins með rekstur dagheimilis og hefir haft tómstundavinnu og er nú að koma upp vinnuskóla fyrir ung- linga. Barnaverndarfélag Stykkis- hólms hefir beitt sér fyrir því, að þar verði bætt úr lögreglueftir- liti. Það undirbýr nú leikvöll og í vor gekkst það fyrir að starf- ræktir voru skólagarðar, fyrir börn 9—12 ára. Merkjasalan Barnaverndarfélagið í Reykja- vík biður nú foreldra að leyfa börnum sínum að selja merki fé- lagsins á laugardaginn, en af- greiðslustaði þeirra má sjá í aug- lýsingum blaðanna. Þá vill það einnig beina þeirri ósk til for- eldranna að láta börnin vera vel klædd. Tvö kvikmyndahús ætla að bjóða sölubörnunum á kvik- myndasýningar, en það eru Stjörnubíó og Nýja bíó. Auk þess fá börnin 10% í sölulaun. Stjórn Barnaverndarfélags Reykjavíkur skipa nú próf. Matt hías Jónasson, Símon J. Ágústs- son próf. og frú Lára Sigurbjörns dóttir. í varastjórn eru Kristján Þorvarðarson læknir, Jón Auð- uns dómpróf. Magnús Sigurðsson skólastjóri, Kristinn Björnsson sálfræðingur og Svava Þorleifs- dóttir fyrrv. skólastjóri. Samsfarf Breta og Bandaríkjamanna í kjarnorkutækni WASHINGTON, 24. okt. — Harold Macmillan forsætisráð- herra er nú staddur í höfuðborg Bandaríkjanna. Hann hefur set- ið á tali við Eisenhower forseta. í dag. var tilkynnt að mikill árangur hefði orðið af viðræð- um þeirra. Hafa þeir ákveðið að taka upp mjög nána samvinnu í framleiðslu kjarnorkuvopna og flugskeyta. í sambandi við það mikla áfall Vesturveldanna að Rússar urðu fyrstir til að senda á loft gervi- tungl vár það gagnrýnt harðlega, hve allt tæknilegt samstarf Breta og Bandaríkjamanna hefur verið í molum. En orsök þess er hinar ströngu öryggisreglur, sem Bandaríkjamenn hafa um alla hernaðartækni. Nú munu bæði Bretar og Bandaríkjamenn skipa nefndir sem ætlað er það hlutverk að koma á víðtækum skiptum á tæknileyndarmálum í sambandi við framleiðslu kjarnorkuvopna og flugskeyta. — NTB ítalskur lœknir fœr Nóbels-verðlaun STOKKHÓLMI 24. okt. — Karol ínska stofnunin í Stokkhólmi ákvað í dag að veita ítalska lækn- inaim prófessor Daniel Bovet Nó- belsverðlaun í læknisfræði. Verð launin hlýtur hann fyrir að hafa fundið upp aðferðir til að fram- leiða á efnafræðilegan hátt deyf ingarlyfið „Curare“, sem áður var eingöngu hægt að vinna úr jurtum eftir aðferðUm frum- stæðra Indíána í Brasilíu. Prófessor Bovet fæddist í Sviss landi 1907, en hann gerðist ítalsk- ur ríkisborgari 1947, þegar hann var skipaður yfirmaður læknis- rannsóknarstofu ítalska ríkisins. —NTB Félagslíf Fram — handknattl-'iksdeild. Síðustu æfingar fyrir Reykja- víkurmótið eru í kvöld. Mætið öll. — Þjálfarinn. Aðalfundur íþróttafélags Kefia- víkurflugvallar verður haldinn í Sjálfstæðishús inu í Keflavík sunnudaginn 27. okt. kl. 20. — Venjuleg aðalfund- arstörf. — Rætt um vetrarstarf- semina. — Áríðandi að félagar fjölmenni. — Stjóm IKF Ármenningar! Æfingar í kvöld í íþróttahús- inu. — Stóri salurinn: kl. 7 frj. íþróttir. Kl. 8 fimleikar karla. — Minni salurinn: kl. 7 öldungafl. fiml., kl. 9 Ju-jitsu. Mætið vel. — Stjómin. Knattspyrnufél. Valur. Knattspyrnuæfingar félagsins verða í KR-húsinu í vetur, sem hér segir: — 3. fl. sunnud. kl. 9,30. — 4. fl sunnud. kl 10.20. — M-fl., 1. fl., II. fl. laugard, kl. 7,40, — Farfuglar. > Munið vetrarfagnaðinn f Heiða bóli á laugard. Ferð upp eftir kl. 7.30 frá Búnaðarfélagshúsinu og Hlemmtorgi. Stúlkur hafið kökur með. — Samkomur Filadelfía. — Biblíulestrar kl.2, 5 og 8,30. — Allir velkomnir. Kristniboðsvikan. Séra Guðmundur Óli Ólafsson, Torfastöðum, talar á kristniboðs- samkomunni í húsi KFUM og K í kvöld kl. 8,30. — Auk þess verð- ur einsöngur og sagt 'rá kristni- boði. — Allir velkomnir. Kristniboðssambandið. Brezka sendiráSið sýnir kvikmyndir BREZKA sendiráðið hefur und- anfarna vetur haldið uppi kvik- myndasýningum á laugardögum í Tjarnarbxói. Hafa þar oft og iðulega verið sýndar mjög góðar myndir og nú ætlar sendiráðið að taka upp sýningar á ný og verður hin fyrsta á morgun í Tjarn- arbíói kl. 2. Þá verða sýndar þar 5 myndir. Sýnd verður mynd frá hinni frægu Edinborgarhátíð, þá er þar umferðarmyndin „Það gæti verið þú“, þá er mynd um brezku kon- ungsættina. Þá er mynd frá Afríku og loks er mynd fráTanga nyika í Afríku. Sýning þessi er ókeypis og stendur yfir í um það bil hálfa aðra klukkustund. Spaak í Bandaríkj- unum WASHINGTON, 24. okt. — Paul Henri Spaak, framkvæmdastjóri NATO, kom í dag til Banda- ríkjanna í 10 daga heimsókn. — John Foster Dulles utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, tók á móti honum á flugvellinum í Washing- ton. Spaak mun m. a. ræða við Eisenhower forseta og Macmill- an forsætisráðherra Breta, sem um þessar mundir er staddur í .Washington. — Reuter. Bing Crosby giflir sig á gamalsaldri LAS VEGAS 24. október. — Kvik myndasöngvarinn Bing Crosby, sem er 53 ára, kvæntist í dag 23 ára kvikmyndastjörnu að nafni Cathy Grant. Fyrri eiginkona Bings lézt fyrir fimm árum. — Hann og Cathy hafa þekkzt 1 mörg ár. —NTB Slæmar alvinnu- horfur í Stykkishólmi STYKKrSHÓLMI, 24. okt. — Fundur var haldinn í Verkalýðs- félagi Stykkishólms í gærkveldi. Var hann mjög fjölmennur og var fundarefnið atvinnuhorfur fólka í kauptúninu og hafði formaður félagsins, Kristinn B. Gíslason framsögu í málinu. Urðu umræður talsverðar. Að lokum var samþykkt samhljóða eftirfarandi tillaga: Fjölmennur fundur í Verka- lýðsfélagi Stykkishólms, haldinn 23. okt. 1957 vill vekja athygli Alþingis og ríkisstjórnarinnar á mjög alvarlegum atvinnuhorfum í Stykkishólmi. Fundurinn treyst ir því, að þessir aðilar bregði skjótt við og geri raunhæfar að- gerðir til hjálpar í þessum efnum. — Ámi. Hjartanlegustu þakkir færi ég öllum þeim er glöddu mig með gjöfum, heimsóknum og skeytum á 70 ára af- mæli mínu 18. okt. sl. Guð blessi ykkur öll. Gísli Jóhannesson, Sauðárkróki. gott úrval Ullarjersey mikið litaúrval MARKAÐURINN Hafnarstræti 11 Móðir okkar HALLA ÞOBSTEINSDÓTTIR, lézt að heimili sínu, Grettisgötu 56 A, Reykjavík, 21. þ. m. Jarðsett verður í Hruna, laugardaginn 26. þ. m. kl. 3 eftir hádegi. Börnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.