Morgunblaðið - 25.10.1957, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.10.1957, Blaðsíða 8
8 MORCVNfíT 4 Ð IÐ Fostudagur 25. október 1957 WQpiiiiMafrifr Cftg.: H.t Arvakur, Reykjavik. Framkvsemdastjóri: Sigfús Jónsson. Aðarritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. UTAN UR HEIMll Austur-þýzku olíugeymarnir í Svíþjóð Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Ola, sími 33045 Auglýsmgar: Arni Garðar Kristinsson Ritstjórn: Aðaistræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480 Askriftargjald kr 30.00 á mánuði mnaniands. t lausasölu kr 1.50 eintakið. KÁKIÐ VIÐ SKYLDUSPARNAÐINN EGAR félagsmálaráðherra vinstri stjórnarinnar lagði fram frumvarp sitt um breytingar á hinni nýju löggjöf, sem Sjálfstæðismenn beittu sér fyrir um veðlánakerfi og stuðn- ing við íbúðabyggingar í landinu stóð mikið til. Ráðherrann deildi harkalega á dugleysi fyrrverandi ríkisstjórnar í húsnæðismálunum og kvaðst nú hafa á takteinum margvíslegar nýungar, sem hafa myndu í för með sér mjög aukna veðlánastarfsemi og stuðning við húsnæðisumbætur. Aðal nýung og bjargráð vinstri stjórnarinnar í þessum efnum var samkvæmt frumvarpi félagsmála- ráðherrans svokallaður skyldu- sparnaður. Var hann í því fólg- inn að ungt fólk á aldrinum 16— 25 ára skyldi skyldað til þess að leggja til hliðar 6% af launum sínum, sem greidd eru í pening- um eða sambærilegum atvinnu- tekjum. Með þessu átti að tryggja byggingasjóði miklar tekjur, er síðan skyldi varið til íbúðalána. Þegar þessar tillögur ríkis- stjórnarinnar voru lagðar fram gat félagsmálaráðherrann engar upplýsingar gefið um fyrirhug- aða framkvæmd þessa nýmælis síns. Um hana yrði ákveðið í reglugerð samkvæmt fyrirmæl- um laganna. Eitt treysti ráðherrann sér þó til þess að fullyrða, það að tekjur byggingasjóðs af skyldu sparnaðinum myndu nema „15—16 millj. kr. á ári“. Skyldusparnaðurinn átti að koma strax til framkvæmda og byggingasjóður átti að hafa af honum miklar tekjur strax á þessu ári. Engar tekjur — engin reglugerð Lögin um skyldusparnað voru samþykkt á Alþingi hinn 24. maí s. 1. og staðfest af forseta lýð- veldisins hinn 1. júní. Hefði þá mátt aétla að félagsmálaráðherr- ann hefði brugðið við hart og títt og sett reglugerð um fram- kvæmd skyldusparnaðarins til þess að geta staðið við loforð sitt um „15—16 millj. kr. tekjur" á ári í byggingasjóð ríkisins af skyldusparnaði unga fólksins. En Hannibal Valdemarsson hafði enn einu sinni gleymt stóru orðunum. Hann hafði líka gleymt hinum hreystilegu loforðum sín- um og vinstri stjórnarinnar um stóraukinn stuðning við íbúða- byggingar. Allur júní-mánuður leið og hann setti enga reglu- gerð. Júlí-mánuður leið líka og engin reglugerð fæddist hjá Hannibal og engar tekjur komu af skyldusparnaði í veslings bygg ingasjóðinn, sem bráðlá á pen- ingum. í endaðan júní hafði húsnæðis- nálastjórn samið uppkast að reglugerð og sendi það félags- málaráðherra til staðfestingar. Hefði þá mátt ætla að skriður hefði komizt á skyldusparnaðinn og fé tekið að streyma í bygg- ingasjóðinn. Nei, ekkert slíkt gerðist. Uppkastið að reglugerðinni um skyldusparnaðinn lá á borði hins röggsama félagsmálaráð- herra á fjórða mánuð, áð- ur en hann kæmi því í verk að staðfesta hana. Svona stórkostlegur afkasta maður er féIagsr*’AI'"'ðherra kommúnista! Tvær reglugerðir settar! Sjálfstæðismenn báru fram fyrirspurn um það á Alþingi, hvað valdið hafi hinum mikla drætti á setningu reglugerðar um skyldusparnaðinn. Upplýsti þá félagsmálaráðherra, að hann hefði sett reglugerðina 1. október. Ekki hefur hún þó verið birt ennþá og hafa hvorki ungir né gamlir því séð hana. Samkvæmt þessari reglugerð á að innheimta skyldusparnaðinn eins og venjulegan skatt, þ. e. a. s. skyldusparnað af tekjum ársins 1957. í athugun er hins vegar, sagði félagsmálaráðherrann, að setja aðra reglugerð um skyldu- sparnað næsta árs og byggja hana á sparimerkjakerfi. Hér er um svo einstætt fálm og ráðleysi að ræða, að auðsætt er að hvorki félagsmálaráðherr- ann né ríkisstjórnin í heild hafa gert sér minnstu hugmynd um framkvæmd skyldusparnaðarins áður en frumvarpi um hann var kastað inn í Alþingi og því lýst yfir, að hann ætti að gefa 15—16 millj. kr. árlegar tekjur í bygg- ingasjóð. Nú ætlar hinn flaumósa félagsmálaráðherra að setja tvær reglugerðir um framkvæmd þessara yfirborðslaga sinna, sem þjóðinni var sagt að ættu að tryggja stórfé til íbúðalána!! Enn eitt dæmi um yfir- borðsháttinn Þessi vinnubrögð eru enn eitt dæmið um yfirborðsháttinn og úrræðaleysið, sem mótar allt starf og stefnu vinstri stjórnar- innar. Þjóðinni er talin trú um að breytingar Hannibals á veð- lánakerfislögunum feli í sér stór- felldar og merkilegar nýungar, sem tryggji aukið fjármagn til íbúðalána. Þegar til framkvæmd- arinnar kemur lendir svo allt í káki og svikum. Hvermg halda menn svo að útkoman verði af þeim „skyldu- sparnaði'-, sem innheimtur verð- ur mörgum misserum eftir að þær tekjur falla til, sem unga fólkið á að spara af? Jafnvel félagsmálaráðherrann, sem þó botnar hvorki upp né nið- ur i káki sínu lýsir því yfir á Alþingi að „hins vegar séu þeir ókostir á þessu fyrirkomulagi, að spariféð innheimtist ekki fyrr en á manntalsþingum næsta árs og innheimtuvanhöld geta að sjálf- sögðu orðið veruleg". Hinn kokhrausti félags- málaráðherra er þannig kom- inn með framkvæmd „ný- mæla“ sinna í byggingamál- unum út í algert öngþveiti. Ilann stendur uppi ráðþrota með fullyrðingar sínar og sleggjudóma. EFTIR vörusýningu sem haldi-n var 1955 í Leipzig í Austur- Þýzkalandi sömdu nokkur olíu- félög i Svíþjóð við austur-þýzk yfirvöld um smíði á 40 stórum olíugeymum. Það mun hafa ráðið þessari ákvörðun, að kostnaðar- verð það sem Austur-Þjóðverjar gáfu upp var allmiklu lægra en hægt var að fá með öðru móti Skyldu þoir skv. samningum sjá u malla upcsetningu geymanna. Nú er sv’o komið að samningum þessum nefur verið riftað. Eins og áður segir var upphaflega samið um smíði á 40 olíu|eymum. Af þeim reistu Austur-Þjóðverjar 12 en 8 þeirra varð að rifa niður og skila aftur þar sem þeir voru ónot hæfir. 4 eru taldir nothæfir. Sænsk félög tóku að sér að setja upp 17 en 2 voru Þjóðverjar enn að byggja, þegar samningunum var riftað. Vinna við 9 geyma var ekki hafin. Málið var þaggað niður Mál þetta hefur verið þaggað niður í-Svíþjóð, eins og fjölda- mörg mál um alvarlega galla á iðnaðarvörum frá Austur-Þýzka- landi, enda hefur austur-þýzka stjórnin greitt hinum sænsku fyr- irtækjum skaðabætur, til þess að málið kæmist ekki í hámæli. En sérkennilegur atburður hef- ur orðið til þess að upp komst um þessi furðulegu viðskipti. Starfsmaður úr austur-þýzka við skiptamálaráðuneytinu flúði ný- lega land og hafði hanr. með sér ýmis plögg úr ráðuneytinu. Meðal þeirra var ýtarlega skýrsla um rannsókn, sem ráðuncytið hafði látið framkvæma í þessu máli. f skýrslunni er jafnframt áminning til austur-þýzkra verkfræðinga, sem starfa að brúaryggingum í Svíþjóð, að láta ekki sömu mis- tökin henda sig. Hefur skýrsia þessi vakið athygli, þar sem hún gefur nokkra innsýn í viðskipta- hætti austui-þýzku kommúnista- stjórnarinnar. Upphaf mikilla viðskipta Það verður þegar í upphafi ljóst, að samningarnir um smíði austur-þýzkra olíugeyina áttu að verða upphafið að auknum við- skiptum við Sviþjóð. Á undanförnum árum hafa Svíar selt Austur-Þjóðverjum að- alleg-i þrjár vörutegundir, fisk, vefnaðarvörur og skó. Einkum hafa sænskir skóframleiðendur haft áhuga á auknum við- skiptum. Stærsti skóútflytjandi til Austur-Þýzkalands er fyrir- tækið Pehrson & Co í Örebro. Þegar framkvæmdastjóri þess að nafni Evert Borgensten var á ferð i Austur-Þýzalandi var honum sagt, að lítið gæti orðið úr skó- kaupum, nema hann beitti sér fyrir því að Svíar keyptu ýmiss konar járniðnað frá Austur- Þýzkalandi. Jafnframt þessu var honum heitið óvenjulega naiklum ágóðahlut af allri sölu á þýzkum iðnaði, sem hann beitti sér fyrir í Svíþjóð. Mikil niðurgreiðsla Það var Borgensten sem kom á samningunum um smíði 40 olíu- geyma og kemur það í ljós af skýrslunni hve geysimikla áherzlu austur-þýzka stjórnin lagði á þessa samninga.að af kostn aðarverði greiddi hún verðið nið- j ur um 498 mörk af hverjum 1000 i mörkum. Virtist alveg sama, þótt Austur-Þjóðverjar töpuðu á söl- unni, bara ef markaður ynnist við • þetta. Samningar um smiði olíu- jgeymanna voru undirritaðir haust ið 1955 og skyldi verkið hefjast vorið 1956. Skipulagsleysið En af hinni aústur-þýzku skýrslu verður það ljóst, að svo mikið skipulagsleysi ríkti í verk- smiðjum og iðnaði landsins, að verkið tók að dragast á langinn. Ulbricht einræðisherra Austur- Þýzkalands á í vandræðum með skipulagið. Ríkisrekstur- inn hefur lamað iðnað lands- ins svo framleiðsla hans á flest- um sviðum er stór-gölluð. Útflutningsdeild austur-þýzka v iðskiptamálaráðuneytisins hafði ákveðið að þetta verkefni ætti að ganga fyrir öllum öðrum. En þegar til kom skorti verksmiðjurn ar hráefni til framleiðslunnar, sem flytja þurfti inji frá öðrum iöndum. Var nú farið til innflutn- ingsdeildar sama ráðuneytis og þess óskað að það flýtti eins og hægt væri innflutningi á þeim hráefnum sem skorti. En sú um- sókn lá óafgreidd á skrifstofu- borðunum í sex mánuði. Loks kom málið fyrir hið austur-þýzka ráðuneyti þungaiðnaðarins og var þar tilkynnt að það yrði að ganga fyrir öllu öðru. Tafir eða skemmdarverk Loks var það seint um haustið 1956, sem smíði fyrstu.geymanna hófst í Svíþjóð. En verkið gekk allt á afturfótunum. Fyrst kom það > ijós, að efnið í geymanna var 30% þyngra en samsvarandi efni frá sænskum máimverksmiðj um. Þá kom það í Ijós, að máim- plöturnar voru skakkt skornar, að sums staðar kom 1,5 senti- metra bil á milli þeirra og var þá bara brætt í bilið með log- suðuvír, sem veikti geynrana mjög mikið. Þegar sænsk fyrirtækj reisa olíugeyma vinna að jafnaði við hvern geymi 6 menn. En Austur- Þjóðverjar létu 20 menn vinna við smíði hvers geymis. Samkvæmt því sem tíðkast í Ausfur-Þýzka- landi var efnt til vinnusamkeppni milli þeirra og er kvartað yfir því í skýrslunni, að það hafi leitt til vinnusvika, Þá er og rætt um það að skemmdarverk kunni að hafa verið framin, þvi að af 160 verkamönnum og iðnaðarmönn- um sem sendir voru til Svíþjóðar voru aðeins 2 meðlimir í giustur- þýzka kommúnistaflokknum. Logsuðumenn gleymdust Enn er á það bent, eð teikning- um af geymunum og öðrum verk- fræðilegum atriðum við bygging- una hafi verið mjög ábótavant. Þegar unnið var að geymunum var alltaf að koma í ljós, að mikil væg stykki og verkfæri vantaði. T.d. gleymdist í byrjun alveg að taka með í reikninginn að log- suðumenn og logsuðutæki þyrfti. Var það alvarlegasti ágallinn og tafði verkið stórlega. Málið var síðan tekið til alvar- legrar íhugunar, þegar sá atburð- ur gerðist í borginni Sundsvall að einn olíugeymirinn féll niður í stormi og olía að verðmæti 60 þúsund sænskar krónur eyðilagð- ist. Mikið tjón Það er fordæmt í hinni austur- þýzku skýrslu, hve öllu skipulagi og framkvæmdum í sambandi við þetta mál hafi verið ábótavant. Er þess getið að Auscur-Þýzka- land hafi beðið stórkostlegt fjár- hagslegt tjón af þessu máii, bæði í gölluðu efni og gallaðri vinnu og í skaðabótum sem greiða verð- ur hinum sænsku viðsemjendum. Er þetta tjón metið á næstum því 20 milljónir íslenzkra króna. Breitt bil Þrátt fyrir þetta virðist sem það sé ekkert óvenjulegt að slík mistök verði í austur-þýzkum iðn aði. Er nú orðið breitt bil milli hins austur-þýzka iðnaðar, sem reynist stórgallaður á öllum sviðum og þess vestur-þýzka, sem nú fær á sig orð um víða veröld, I fyrir að framleiða beztu og vönd- uðustu vörur, sem hægt er að fá. Miklu víðar en í Svíþjóð hefur orðið vart galla á austur-þýzkri framleiðslu. Svo virðist sem hún stafi bæði af svifaseinni yfirstjórn ríkisvaldsins og af þvi að flestir hinir færustu verkfræðingar landsins eru fyrir löngu flúnir ógnarstjórn kommúnista og farn- ir til Vestur-Þýzkalands. Erlent ijdrmagn til stdrvirkjnna HÉR FER Á EFTIR ályktun Fjórðungsþings Austfirðinga í atvinnumálum: 1. Fundurinn felur stjórn fjórðungþingsins, að fylgjast gaumgæfilega með tillögum þeim, er atvinnutækjanefnd rík- isins kann að gera um öflun nýrra atvinnutækja til Austur- lands, og þeim tillögum öðrum, er nefndin kann að gera og snerta fjórðui.ginn. 2. Fjórðungsþing Austfirð- inga 1957 telur, að ekki megi dragast lengur að hafizt verði handa um, að auka fjölbreytni á útflutningsvörum landsmanna. Telur þingið óráðlegt, að byggja gjaldeyrisöflun lengur nær ein- göngu á sjávarútvegi. Aflabrestir og markaðssveiflur geta valdið þjóðinni þungbærum erfiðleikum og yfirvofandi hætta er á, að ofveiði dragi svo úr aflamagni á fiskimiðum, sem íslendingar sækja, að sjávarútveginum verði um megn, að afla þess gjald- eyris, sem þjóðin þarfnast. Ljóst er, að þjóðin hefir ekki til umráða nægilega mikið eigið fjármagn til þess, að koma upp nýjum atvinnugreinum til gjald- eyrisöflunar. Fjórðungsþingið skorar því á Alþingi, að skipa nú þegar nefnd manna til að athuga, hvar og á hvern hátt megi afla fjármagns erlendis, til að gera stórvirkjanir á fallvötnum til raforkufram- leiðslu og til að koma upp stór- iðnaði við þau orkuver. Leggur þingið áherzlu á, að þessum nýju atvinnutækjum verði þannig fyrir komið, að þétt- býli í sambandi við þau auki jafnvægi í byggð landsins og geti jafnframt orðið markaðssvæði fyrir landbúnaðarhéruð, sem nú skortir nærtækan markað fyrir búsafurðir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.