Morgunblaðið - 27.10.1957, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.10.1957, Blaðsíða 1
24 siður Öflugt sturf S. U. S. Zhukov marskálkur fallinn 14. þing sambandsins hófst í gær 14. ÞING Sambands ungra Sjálfstæðismanna hófst í gaermorgun í Siálfstæðishúsinu i Reykjavík. Asgeir Pétursson, íormaður sam- bandsins, setti þingið, en síðan flutti formaður Sjálfstæðisflokks- ins, Ólafur Xhors, ræðu. Talaði hann um stjórnmálaviðhorfið og hugsjónir og hlutverk æskunnar. Var ræðunni mjög vel tekið og hylltu þingfulltrúar flokksformanninn að henni lokinni með dynj- andi lófataki. Eftir hádegi fluttl Asgeir Pétursson skýrslu sambandsstjórnar en síðan hófust umræður um ályktanir. Voru 3 ályktanir afgreiddar í gær, — um kjördæmamálið, félagsmál æskunnar og menningar- mál. t gærkvöldi fóru þingfulltrúar í Þjóðleikhúsið, en fundir hefjast aftur kl. 10 f. h. í dag í Vonarstræti 4. Hádegisverðarboð miðstjórnar og þingflokks Sjálfstæðismanna er síðan í Sjálfstæðis- húsinu og eftir það halda þingfundir þar áfram. t gærkvöldi höfðu verið skráðir rúmlega 140 þingfulltrúar. Ráðstefnu SUS um framtíð landbúnaðarins lauk í gærmorgun. Var áÖur talinn annar valdamesti maður Rússlands Skýrsla Asgeirs Péturssonar í skýrslu formanns S.U.S. kom fram, að sambandið hefur unnið að margvíslegum verkefnum á kjörtímabili fráfarandi stjórnar, en hún var kosin á sambands- þinginu í Hafnarfirði í nóvember 1955. Sambandið hefur gengizt fyrir t mótum á ýmsum stöðum á land- inu á þessum tíma, fulltrúaráð þess hefur komið tvisvar saman, tvö fjórðungsþing hafa verið haldin, sambandið hefur annazt útgáfu tímaritsins Stefnis og séð um æskulýðssíðu Morgunblaðs- ins. Þá hafa verið stofnuð á sl. 8 árum 5 ný félög ungra Sjálf- stæðismanna: Xýr í Kópavogi, Neisti í Vestur-Barðastrand- arsýslu og félög í Eyjafjarð- arsýslu, Norður-Múlasýslu og Suður-Múlasýslu. Sambandið gekkst fyrir kynn- Ingarkvöldi í Reykjavík fyrir unga Sjálfstæðismenn utan af landi. Stefnir, tímarit sambands- ins stóð fyrir kynningu á ung- verskum listum. Þá var boðið hingað tékkneskum fræðimanni og útlagaforingja, dr. Lumir Soukup. Komið var upp vísi að bókasafni S.U.S. Loks hefur ýmislegt verið gert til að treysta samvinnu S.U.S. og Asgeir Pétursson einstakra sambandsfélaga og til að styðja starfsemi félaganna. Rætt um kjördæmamálið Er Ásgeir Pétursson hafði flutt skýrslu sína var gert stutt fund- Framh. á bls 2 Moskvu, 26. okt. Einkaskeyti frá Reuter. í GÆRKVÖLDI tilkynnti Tass- fréttastofan rússneska, að Georgi Zhukov, marskálkur og landvarn arráðherra Sovétríkjanna, væri kominn heim úr hinni löngu ferð sinni til Júgóslavíu og Albaníu. En hálftíma síðar gaf Tass- fréttastofan út aðra tilkynningu á þessa leið: — Framkvæmdaráð Sovét- ríkjanna hefur ákveðið að leysa Georgi Zhukov mar- skálk frá öllum störfum hans sem landvarnarráð- herra. í stað hans hefur fram- kvæmdaráðið skipað í sæti landvarnarráðherra, Malin- ovsky marskálk. Engar frekari skýringar fylgdu þessari tilkynningu. — O — Fregn þessi um lausn Zhukovs hefur komið mjög á óvænt. Síð- an þeir Molotov og Malenkov féllu hefur hann verið talinn annar valdamesti maður Sovét- ríkjanna, næst á eftir Krúsjeff og vekur þetta því mikla at- hygli. Að undanförnu hafa stjórn- málafréttaritarar þó stundum vikið að því, að það sé herfor- ingjaklika ein voldug, sem hafi haft Zhukov á oddinum, án þess að hann sjálfur héldi um valdið. Má vera, að það sé einmitt Malinovsky, sem er hinn raun- verulega sterki maður í Rauða hernum. Það vekur einnig athygli í þessu sambandi að fyrir fáum dögum var gefin út tilkynning um það, að Konstantin Rokossov- sky marskálkur hefði verið skip- aður yfirmaður herafla Rússa í Kákasus. Var þetta gert í fjar- veru Zhukovs og einnig þótti það undarlegt að tilkynning skyldi gefin út um herstjórn í ákveðn- um héruðum. En það hefur aldrei verið gert áður. — O — Rodion Malinovsky er 58 ára að aldri. Hann gat sér mikillar frægðar á styrjaldarárunum, en þá stjórnaði hann sóknarherjum Rússa á Balkanskaga. Orðróm- ur hefur einnig hermt að hann hafi stjórnað hernaðaraðgerðum Rússa í Ungverjalandi fyrir einu ári. Radíóskeyli frá gervi tunglinu hælta MOSKVU, 26. okt. — Moskvu- útvarpið sagði í dag, að nú væru rafhlöðurnar í gervitunglinu eyddar. Hefðu radiomerki frá því hætt sl. nótt og yæri ekki búizt við að þau heyrðust meira. Hins vegar heldur tunglið á- fram að snúast um jörðina og virðist ekki draga úr hraða þess. — Reuter. Georgi Zhukov, hinn valdamiklf maður er fallinn Rodion Malinkovsky tekur við Verður nýtt Komin- tern stofnað 7. nóv.? LONDON, 26. okt. — Það hefur nú orðið uppvíst, að fyrirhugað er Æskan vill ckki ríkisstfórn, sem svíkur ioiorÖ sín Ræða Ólafs Thors við setningu þings S.U.S. i gær Ólafur Xhors Ungir Sjálfstæðismenn! f ÞESSU stutta ávarpi er mér ekki ætlað að gera grein fyrir þeim málum, sem stjórn S.U.S. leggur fyrir fundinn, enda eru mér þau fæst kunn. Sá háttur hefur alltaf verið á hafður, að ungir Sjálfstæðismenn starfi al- veg sjálfstætt, þótt fyrir komi, að þeir kynni sér sjónarmið flokksstjórnarinnar, ef um mikilvæg nýmæli er að ræða. Fer vel á þessu, því að einmitt með þeim hætti nýtist bezt hug- myndaauðgi, framfaraþrá og orka æskunnar. Flokksráð Sjálfstæðisflokksins telur sig að sjálfsögðu ekki bund- ið af samþykktum þings ungra Sjálfstæðismann*. En engin ástæða er til að leyna því, að margt af því, sem mest prýðir Sjálfstæðisflokkinn, hefur sprott- ið á akri unga fólksins. Er mér einkar ljúft að játa þetta og bera fram af hendi flokksstjórnarinn- ar verðugar þakkir fyrir. — O — Ekki er mér heldur ætlað að rekja stjórnmálasögu síðustu missera. Enda verður það ekki gert til neinnar hlítar nema löngu máli. Ég læt nægja að minna á, að alveg furðulegt er að jafn duglítilli ríkisstjórn sem þeirri er nú á að heita að fari með völd, skuli á jafn skömm um tíma hafa tekizt að koma jafn Framh. á bls. 9 að lialda mikla ráðstefnu kommúnistaflokka um allan heim í Moskvu á 40 ára afmæli rússnesku byltingarinnar 7. nóvember n.k. Er það álit margra vestrænna stjórnmálafréttaritara að þar eigi að stofna nýtt komintern fyrir kommúnistaflokka allrar veraldar. Rússnesk yfirvöld hafa enga tiikynningu gefið út um þennan fund. En í dag birti kínverska kommúnistafréttastofan tilkynn- ingu, þar sem skýrt er frá því að Mao Tse Tung, forseti Kína, verði formaður kínverskrar verði eins konar fundur hinna fjögurra stóru manna kommún- ismans, Krúsjeffs, Mao Tse-tungs, Gomulka og Títós, þar sem þeir semji nýjar reglur fyrir starf- sem kommúnistaflokka um allan sendinefndar sem fer til Moskvu heim og að samtímis verði stofn- 7. nóveipber. Það er álit manna að í Moskvu | að nýtt Alþjóðasamband komm- únista. Forsætisróðherrar NATO-land- aitna d lundi í Parás í desember WASHINGTON 26. okt. — í dag lauk ráðstefnu þeirra Eisenhow- ers forseta og Harold Macmillan , forsætisráðherra Bretlands. — muni verða boðið að sitja ráð- , q.^|u þejr ut tilkynningu að ráð- PARÍS 26. okt. — Það hefur nú verið tilkynnt, að öllum forsæt- isráðherrum aðildarríkja NATO herrafund Atlantshafsbandalags- ins i desember nk. Þegar er vit- að að John Diefenbaker forsæt- isráðherra Kanada mun sitja ráðstefnuna. Það er talið að þessi ákvörðun sé tekin að frumkvæði Paul Henri Spaak. Verða ræddar á fundinum tillögur um miklu nán- ara landvarnasamstarf en áður hefur tíðkazt í Atlantshafsbanda laginu. stefnunni lokinni, þar sem þeir leggja áherzlu á að styrkja sem mest landvarnar samstarf vest- rænna þjóða. Þess hafi aldrei verið meiri þörf en nú og sjáist það m. a. af vaxandi gorgeir og hótunum Rússa. Það er ætlun stjórn Bretlands og Bandaríkjanna að vinna að þvi að nýjar áætlanir verði gerð- ar um eflingu landvarnanna og munu þessar áætlanir verða lagð- ar fyrir ráðherrafund Atlants- hafsbandalagsins, sem haldinn verður í desember nk. Þe»ar skriðan fellur af siað MONTREAL, 26. okt. — Enn einn hinna kanadísku fimmbura, Cecile Dionne ætlar að fara að gifta sig á næstunni. Brúðgum- inn verður 26 ára útvarpsvirki að nafni Philippe Langlois. Syst- ir hennar Annette var að gifta sig fyrir hálfum mánuði. Þær systurnar eru 23 ára, en ein þeirra er dáin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.