Morgunblaðið - 27.10.1957, Síða 14

Morgunblaðið - 27.10.1957, Síða 14
14 MORGUHBI AÐIÐ Sunnudagur 27. okt. 1957 NESTI------------------------ Efofið þið komið I IMESTI, Eossvogi — Bezt að auglýsa i Morgunblabinu — Málflutningsskrifstofa Einar B. Guðmundsson Gu<$!augur Þorláksson Guðmundur Péiursson Aðalstræti 6, III. hæð. Símar 1200? — 13202 — 13602. Þungavinnuvélar Sími: 34-3-33 ÓLÍKUR ÖLLUM ÖÐRUM PENNUM HEIMS! Eini sjálfblekungurinn með sjálf-fyllingu ... Brautryðjandi í þeirri nýjung er Parker 61, vegna þess að hann einn af öllum pennum er með sjálf-fyllingu. Hann fyllir sig sjálfur — eins og myndin sýnir, með háræðakerfi á fáum sekúndum. — Oddinum er aldrei difið í blekið og er hann því ávallt skínandi fagur. Til þess að ná sem beztum árangri við skriftir, notið Parker Quink í Parker 61 penna. Einkaumboðsmaður: Sigurður H. Egilsson, P. O. Box 283 Beykjavík Viðgerðir annast: Gleraugnaverzlun Ingólfs Gíslasonar, Skólavörðustíg 5, Rvík 7-412* — Reykjavikurbréf Framh. af bls. 13 Úrslitin urðu samt þau, að Sjálfstæðismenn fengu nú einir hreinan meirihluta í stúdenta- ráði. Að vísu ekki hreinan meiri- hluta allra greiddra atkvæða- eins og í fyrra. Þó bættu þeir við sig atkvæðum frá því þá, og stórbættu hlutfall sitt miðað við kosningarnar 1955. Sjálfstæð- ismenn mega því vel við una. Að vísu er rétt að hafa þann fyrirvara á um þá eins og aðra, að hér er ekki um hreina flokka- lista að ræða, heldur ganga hinar fimm fylkingar fram undir ann- arlegum nöfnum. Er því ekki um hreina flokkskiptingu að ræða, þótt svo sé daglega talað. Gleðjast yfir óförum sanistarfsmanna Næst Sjálfstæðismönnum mega Framsóknarmenn una sínum hlut bezt, Þeirra fylgi hefur verulega vaxið frá því sem áður var. Það er út af fyrir sig eftirtektarvert. Þó ber þess að gæta, að meðal hinna svokölluðu .vinstri manna hefur fylgið oft sveiflast til á víxl frá ári til árs, gagnstætt því, sem um Sjálfstæðismenn er, því að Vaka hefur stöðugt haldið forustu, oft ein haft meirihluta kjörinna fulltrúa og ætíð verið langstærsti hópurinn. Reynzlan sker úr því, hvort fylgisaukning Framsóknarmanna er bráða- birgða fyrirbæri eða ekki. Vert er að veita því sérstaka athygli, hversu Tíminn er ánægð- ur yfir því að hafa unnið fylgi einmitt frá sínum eigin samstarfs flokki, kommúnistum. Hvernig á samstarf að blessast, þegar flokk- arnir sitja stöðugt á svikráðum hver við annan, og hafa það fyrir sitt æðsta áhugamál að reita nokkur atkvæði af hinum. Fram- sóknarflokkurinn hefur aldrei getað losað sig við þennan hugs- unarhátt með hverjum, sem hann hefur unnið. I því er m.a. að leita skýringarinnar á því af hverju samstarfsslit Framsóknar við aðra flokka verða ætíð með end- emum. Sjálfsblcklíing En er það þá ekki gott, að vinna með kommúnistum í þeim yfirlýsta tilgangi að koma þeim á hné? Ekki skal á móti þvi mælt, að út af fyrir sig er það til góðs, að fylgi kommúnista minnki. Hitt er fullkomin sjálfs- blekking að telja sér trú um, að vera kommúnista í ríkisstjórn- inni nú sé þeim til óþurftar. Fylg istap þeirra meðal íslenzkra stúdenta er ekkert einstakt fyrir- bæri. Flokkur þeirra hefur hrun- ið saman hvarvetna þar er frjáls- ar kosningar hafa farið fram að undanförnu. Fylgistap þeirra hér mundi sennilega hafa orðið mun meira, ef þeir nytu ekki þess skjóls að fá að standa innan dyra í Stjórnarráðinu. Út af fyrir sig geta þeir látið sér í léttu rúmi líggja bráðabirgða fylgistap, ef þeir geta notað tímann til að búa svo í haginn, að næsta sókn- arlota verði gerð við hagstæðari aðstæður en áður. Engum getur dulizt, að þannig er einmitt farið hér á landi. Kommúnistar hafa fengið færi til að búa um sig í þjóðfélaginu einmitt á sama tíma og þeir sæta fyrirlitningu og skömm hvarvetna annars stað- ar. Er því alger sjálfsblekking, ef einhverjir Framsóknarmenn trúa því í raun og veru, að þeir séu að kema kommúnistum á hné með því að vinna með þeim. Uppbót Einars Kommúnistar láta að visu marga auðmýkingu yfir sig ganga bæði í orði og verki. Sjálfsagt þykir þeim það engin skemmtun. En þeir vita, hvað þeir eiga mest að meta. Fram- koma þeirra hér á landi nú verð- ur trauðla skýrð með öðum hætti en þeim, að rússnesk yfir- völd meti meira hagsmuni sína af því, að hafa kommúnista í stjórn á íslandi, en þótt komm- únistaforingjarnir hér þurfi að þola margháttaða Htilsvirðingu af samstarfsflokkunum. íslenzk- ir kommúnistar fá og sínar upp- bætur. Einar Olgeirsson er gerð- ur að forseta neðri deildar elzta þjóðþings veraldar, eftir að hann er búinn að dvelja sumarlangt ásamt fjölskyldu sinni austan við járntjald, auðvitað á kostnað vald hafanna þar. Dettur nokkrum í hug, að Einar dveldist ár eftir ár mánuðum saman meðal vald- hafanna í ríkjum kommúnista, ef þeir teldu hann ekki sinn einka- vin og verðan sérstakra verð- launa fyrir það, hvernig hann hefur komið hinni kommúnist- isku ár fyrir borð á íslandsmið- um? Það fer vel um farþegana með- an flugvélín ber þá hrati og ör- ugglega til áfangastaðarins, enda fjölgar þeim, sem kjósa helzt að ferðast með flugvélum Loftleiða milli landa. HRAÐI Áætlunarferðir frá íslandi til BANDARÍKJANNA, STÓRA-BRETLANDS, NOREGS, SVÍÞJÓÐAR, DANMERKUR og ÞÝZKALANDS - ÞÆGINDI -

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.