Morgunblaðið - 29.10.1957, Page 1
20 síður
Osennilegt,
að Mollet fái
traust þingsins
PARÍS, 28. okt. — í gær-
kvöldi hélt Mollet stefnuskrár
ræðu í franska þinginu og
lýsti því, hvað stjórn hans
mundi til bragðs taka, ef hún
hlyti traust þingsins.
Mollet lagði áherzlu á, að reynt
yrði að slá skjaldborg um frank
ann og leysa efnahagserfiðleik-
ana, en það mundi þó hafa í för
rneð sér takmörkun á innflutn-
ingi og einhverjar hömlur. Wt
skýrði hann frá stefnuskrá sinni
í Alsír, en þar vill hann setja
á fót sérstaka heimastjórn, ekki
ósvipað því sem síðasta stjóm
lagði til, áður en hún féll. —
Ekki var ræðu Mollets sérlega
vel tekið, og óvíst þykir, hvort
þingið veitir honum traust. —
Möguleikarnir minnkuðu stór-
lega í gærkvöldi. þegar íhalds
menn ákváðu að greiða atkvæði
gegn stjórn hans.
Stjórn og varastjórn Sambands ungra Sjálfstæðismanna. — Fremri röð frá vinstri: Arni Grétar
Finnsson (ritari), Þór Vilhjálmsson (1. varaformaður), Geir Hallgrímsson (formaður), Magnús
Óskarsson (2. varaformaður), Sigurður Helgaso n (féhirðir). — Aftari röð: Grétar Símonarson,
Bragi Hannesson, séra Jónas Gíslason, Björn Þórhallsson, Baldvin Tryggvason, Jóhannes Arnason.
A myndina vantar Hrein Kristinsson.
14.
ungra Sjálfstæðismanna
sunnudag
Geir Hallgrímsson kosinn formaður
þingi
lauk
Rússar bera fram nýja tillögu um
afvopnunarnefndina
a
MOSKVU, 28. okt. — f dag gerðu
Rússar það að tillögu sinni, að
sett verði á fót fastanefnd allra
aðildarríkja S. Þ. til að ræða um
afvopnunarmálin. Kæmi þessi
nefnd í stað afvopnunarnefndar
þeirrar, sem S. Þ. skipuðu á sín-
S í Ð A S T I þingdagur á 14.'
þingi Sambands ungra Sjálf-
stæðismanna var á sunnudag.
Voru þá haldnir 3 fundir,
rætt um og gengið frá álykt-
unartillögum og kosin sam-
bandsstjórn. Formaður sam-
bandsins var kjörinn Geir
Hallgrímsson, hæstaréttarlög-
maður, Reykjavík. — Þá sátu
þingfulltrúar á sunnudag há-
degisverðarboð miðstjórnar
og þingflokks Sjálfstæðis
manna, og um kvöldið var
þingslitahátíð.
Ályktanir
ÞINGFUNDUR hófst á sunnu-
dagsmorgun. Kl. 12 var boð mið-
stjórnar og þingflokks, og töiuðu
þar Ólafur Thors og Ásgeir Pét-
ursson. Síðan hófst rundur aftur
og stóð hann til kl. rúml. 4. Var
þá gert stutt kaffihlé, en eftir
það var lokafundurinn settur. Var
honum lokið kl. rúmlega 7.
Á fundunum á sunnudag var
gengið frá ýmsum ályktunum
m. a. um efnahagsmál og utan-
ríkismál. Samþykkt var yfir-
lýsing um Ungverjalandsmál-
ið og gerð samþykkt þess efnis,
að sambandsstjórn yrði falið að
athuga, hvort unnt væri að efna
til ráðstefnu um sjávarútvegsmál
á vegum S. U. S.
Auk þessa var rætt um ýmis
málefni sambandsins á fundun-
um á sunnudag.
Umræðurnar
Fundarstjóri á sunnudag var
Þór Vilhjálmsson, Reykjavík,
nema á síðasta fundinum, en þá
var séra Jónas Gíslason fundar-
stjóri.
Þessir þingfulltrúar tóku þátt
í umræðum: Jósef Þorgeirsson
(Akranesi) og Matthías Johannes
*en (Reykjavík) — en þeir voru
framsögumenn utanríkisnefndar.
Framh. á bls. 2
Ovísl um örlög
Sjúkoffs
LUNDÚNUM, 28. okt. — Leynd-
ardómurinn um Sjúkoff er enn
óleystur. Blöð og stjórnmála-
rnenn á Vesturlöndum virðast þó
ekki í neinum vafa um það leng-
ur, að hinn mikli herforingi sé
fallinn í ónáð, þó að óvíst sé,
hvers vegna hann var látinn
víkja fyrir Malinovskí. Franska
fréttastofan AFP sagði í kvöld,
að hann hefði verið rekinn úr
stjórn miðstjórnar kommúnista-
flokksins. Þetta hefur þó ekki ver
ið staðfest.
Pravda hefur ekki minnzt
á brottvikningu Sjúkoffs í
dag, en í forystugrein blaðs-
ins segir, að Rauði herinn
hafi unnið sigra sína í styrj-
öldinni vegna þess að flokk-
urinn stóð á bak við hann. —
Fréttaritarar í Moskvu segja,
að þessi forystugrein spái
ekki góðu um örlög marskálks
Kazantzakis lézt í gærkvöldi
OSLÓ, 28. okt. — Hinn heims-
frægi gríski rithöfundur Nikos
Kazantzakis lézt á háskólaklínikk
inni í Freiburg í dag. Hann var
einn þekktasti rithöfundur okk-
ar tíma og voru verk hans þýdd
Adenauer kemur
til Lundúna
LUNDÚNUM, 28. okt. — Ráðgert
er, að Adenauer kanslari komi
til Lundúna í lok næsta mánað-
ar og er gert ráð fyrir, að hann
muni einkum ræða við brezka
stjórnmálaleiðtoga um árangur-
inn af viðræðum Eisenhowers og
Macmillans. Viðræður þessar
verða eins konar undanfari ráð-
herrafundar Atlantshafsbanda-
lagsins í desember, en fréttamenn
gera ráð fyrir því, að Eisenhower
muni sækja þennan fund ásamt
öðrum leiðtogum NATO-land-
anna.
á fjölmörg tungumál. Hann hef-
ur mjög komið til álita um
Nóbelsverðlaun og var í haust
skæðasti keppinautur Frakk-
anna Camus og Malraux.
Kazantzkis var fæddur á Krít
1885 og þar gerðust margar sög-
ur hans. Hann varð doktor í lög-
um 1907 og ráðherra í stjórn
Sofoulis 1946. Hann var viður-
kenndur mesta nútímaskáld
Grikkja.
Kazantzkis var nýkominn heim
úr Austurlandaför, en eins og
sagt var í fréttum á sínum tíma,
lagðist hann veikur í Kaupmanna
höfn á leiðinni heim.
A5IU-INFLÚENZAN
WASHINGTON, 25. okt. — Nú
er álitið, að 2% millj. Bandaríkja
manna hafi fengið Asíuflensuna,
þar af 1 millj. í síðustu viku.
Alls hafa 354 menn dáið úr in-
flúensunni og afleiðingum henn-
ar í Bandaríkjunum.
um tima. — Gromyko setur þett*
sjónarmið Rússa fram í bréfi, sem
hann skrifaði Hammarskjöld 1
dag og biður hann að leggja það
fyrir Allsherjarþingið.
í aðalstöðvum S. Þ. óttast
menn, að Rússar muni hætta að
taka þátt í störfum afvopnunar-
nefndar S. Þ. og yfirleitt að hætta
að ræða afvopnunarmál nema
því aðeins að fallizt verði á þessa
tillögu þeirra. Þegar síðast frétt-
ist, höfðu Bandaríkjamenn hafn-
að fyrrgreindri tillögu Rússa.
Hreinsanir
á döfinni
í Póllandi
VARSJÁ, 28. okt. — í kvöld var
tilkynnt í Varsjá, að miðstjórn
pólska kommúnistaflokksins
hefði sett á fót sérstaka nefnd
manna, sem á að hafa eftirlit með
ferli ótryggra kommúnista, eins
og það er kallað. — Eins og
skýrt hefur verið frá í fréttum,
sagði Gomulka aðalritari frá því
í ræðu fyrir helgi, að helming-
urinn af þeim Pólverjum, sem
væru í flokknum, hefði enga
pólitíska köllun, væri ótryggur
flokknum og styddi hann aðeins
í eiginhagsmunaskyni. í flokkn-
um er nú 1,3 millj. manna.
Verður mynduð borgara-
ms.
Menderes
sigraði
ISTANBUL, 28. okt. — Flokkur
Menderes forsætisráðherra, demó
kratiskiflokkurinn, hélt meiri
hluta sinum í tyrknesku þing-
kosningunum, en þó vann
republikanaflokkurinn á. Demó-
kratar hafa fengið 414 þingsæti
af 610, en republikanar 178. Aðr-
ir flokkar 8 þingsæti. — Full-
víst þykir, að Menderes myndi
nýja stjórn.
leg stjórn í
Erlander gafst upp i dag
Svíþjóð?
STOKKHÓLMI, 28. okt. — í dag
gerðust hinir furðulegustu hlutir
í sambandi við stjórnarkreppuna
í Svíþjóð. Erlander, fyrrum for-
sætisráðherra gekk á fund kon-
ungs og tilkynnti honum, að ekki
væri grundvöllur fyrir stjórnar-
myndun fjögurra flokkanna. Kon
ungur sneri sér þá til Jarls
Hjalmarson, formanns Hægri-
flokksins og Bertils Ohlins, for-
manns Þjóðflokksins.
Eftir fundinn með Gustafi kon
nngi lýslu þeir yfir því, að þeir
mundu gcra tilraun til að mynda
nýja ríkisstjórn með aðild borg-
araflokkanna þriggja. Þeir köll
uðu formann Miðflokksins (sem
áður hét Bændaflokkurinn), Hed
lund innanrikisráðherra í stjórn
Erlanders, á sinn fund og ræddu
við hann möguleika á myndun
borgaralegrar stjórnarmyndunar.
Þremenningarnir munu ræðast
aftur við á morgun.
Stjórnmálafréttaritarar í Stokk
hólmi eru þeirrar skoðunar, að
þeim muni ekki takast að mynda
stjórn og niðurstöðurnar verði
þær, að Erlander myndi minni-
hlutastjórn jafnaðarmanna, sem
starfi fram að nýjum kosningum.
Flugslys á
Spáni
MADRID, 28. okt. — í dag fórst
farþegaflugvél 8 km. frá Madrid
og með henni 21 maður. Vélin
var frá spænska flugfélaginu
Iberia. Hún var af Dakota-gerð.
Flugvélin var á leið frá Tanger
og fórst, þegar hún reyndi að
nauðlenda vegna bilunar.