Morgunblaðið - 29.10.1957, Side 4

Morgunblaðið - 29.10.1957, Side 4
4 MORGVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 29. okt. 1957 EYDagbók í dag er 302. dagur ársins. Þriðjudagur 29. október. Árdegisflæði kl. 9,36. Síðdegisflæði kl. 22,05. Slysavarðstofa Rey'javíkur í Heilsuverndarstöðinni er opin all an sólarhrmginn. Læknavörður L.R. (fyrir vitjanir) er á sama stað frá kl. 18—8. Sími 15030. NæTurvörður er í Reykjavíkur- apóteki, sími 11760. Ennfr. eru Holtsapótek, Apótek Austur- bæjar og Vesturbæjarapótek op- in daglega til kl. 8, nema á laug- ardögum til kl. 4. Þrjú síðasttalin apótek eru opin á sunnudögum milli kl. 1 og 4. Carðs-apótek, Hólmgarði 34, er opið daglega kl. 9—20 nema á laugardögum 9—16 og á sunnu- dögum 13—16. Sím» 34006. Kópavogs-apótck, Alfhólsvegi 9 er opið daglega kl. 9—20 nema laugardaga kl. 9—16 og helgidaga kl. 13—16. — Sími 23100. Hafnarfjarðar-apótek er opið alla virka daga kl. 9—21. Laug- ardaga kl. 9—16 og 19—21. Helga daga kl. 13—16 og 19—21. Keflavíkur-apótek er opið alla virka daga frá kl. 9—19, laugar- daga frá kl 9—16 og helga daga frá kl. 13—16. Hafnarfjörður. — Næturlæknir er Ólafur Einarsson, sími 50275. Akureyri: — Næturvörður er í Stjörnu-apóteki, sími 1718. Nætur læknir er Sigurður Ólason. □ EDDA 595710297 — 2 Atkv. RMR — Föstud. 1. 11. 20. — VS — Fr. — Hvb. [Hjönaefni S.l. laugardag opinberuðu trú- kvfun sína ungfrú Anna Ingólfs- dóttir, Bakkastíg 5 og Jörgen Sig urjónsson, Seljalandi við Selja- landsveg. Nýlega hafa opinberað trúlof- un sína u gfrú Rannveig Krist- jánsdóttir, Níp, Skarðsströnd og Theódór R. Einarsson, Hala, Suð- ursteit. Nýlega hafa opinberað trúlof- un sína Guðmunda Halldórsdóttir, Suðurpól i'7 og Njörour Jakobs- son, Hólmgarði 48. Fyrsta vetrardag opinberuðu trúlofun sína ungfrú Ingibjörg Jónsdóttir, Frakkastíg 7 og Sig- urður Kristjánsson, Norðurbraut 7, Hafnarfirði. Helga Pálsdóttir, Lágafelli í Sandgerði, var sjötug í gær. Frú Sigríður María Sigurðar- dóttir, Hlíðarvegi 4, Kópavogi er 60 ára í dag. 70 ára er í dag Guðmundur Gils son bóndi að Innri-Hjaiðardal í Önundarfirði. Hann dvelzt í dag að heimili sonar síns Gils Guð- mundssonar í Drápuhlíð 31 Rvík. Skipin Afmæli 85 ára er í dag Ólafur H. Magn ússon. Ólafur er fæddur í Reykja- vík, en fluttist ungur til Þingeyr- ai, þar sem hann hefur búið lengst af. í dag verður Ólafur staddur hjá dóttur sinni og tengdasyni, í Miðtúni 64. -með rr- me^uweaffmu OáAGC Kigutn við nú ekki að skreppa út of fá okkur etna ölkoilu, ég býð? ★ Systirin heimsótti eitt sinn bróð ur sinn sem var stúdent. — Heyrðu, sagði hann, ég vil ekki að nokkur sjái þig hér inni. Ef verður bankað, þá verðurðu að fara inn í fataskápinn. Rétt á eftir var drepið á dyr. Stúlkan flýtti sér inn í fataskáp- in og lét ekki á sér kræla. Mið- aldra maður kom inn og sagði að sig hefði langað til að sjá þetta herbergi, því þegar hann hefði ver ið ungur, hefði hann búið í því. Stúdentinn leyfði honum það. — Maðurinn svipaðist um í herberg- inu og sagði: — Hér er ekkert breytt, sama gamla skrifborðið, sama rúmið, sami ofninn og sami skápurinn. — Síðan opnaði hann skápinn og sá hina dauðskelfdu stúlku. — Sama, gamla sagan, sagði hann. — Þetta er nú bara systir mín, stamaði stúdentinn. — Og sömu, gömlu afsakanirn- ar, svaraði hinn og orosti. ★ Drekkið ekki áfengi. Fyrir nokkrum dögum varð danskur maður 102ja ára. Hann lifði allt- af reglusömu lífi, drakk aldrei og reykti aldrei. Bróðir hans aftur á móti reykti eins og skorsteinn, og drakk hálfa flösku af konjaki á dag. Hann varð aðeins 98 ára. SkipaútgerS ríkisins: — Hekla var væntanleg til ísafjarðar í morgun, á suðurleið. Esja er í Reykjavík, fer þaðan á laugardag austur um land í hringferð. Herðu breið fór frá Reykjavík í gær- kveldi austur um land til Bakka- fjarðar. Skjaldbreið fer frá Rvík síðdcgis í dag vestur um land til Akureyrar. Þyrill er í Reykjavík, Skaftfellingur fer frá Reykjavík I kvöld til Vestmannaeyja. g^Flugvélar Flugfélag Islands h.f.: — Milli- landaflug: Hrímfaxi fer til Glas- gow og Kaupmannahafnar kl. 08,00 í dag. Flugvélin er væntan- leg aftur til Reykjavíkur kl. 23,05 í kvöld. — Flugvélin fer til Osló, Kaupmannahafnar og Hamborgar kl. 08,00 í fyrramálið. — Innan- landsflug: 1 dag er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferðir), Blönduóss, Egilsstaða, Flateyrar, Sauðárkróks, Vestmannaeyja og Þingeyrar. — Á morgun er áætl- að að fljúga til Akureyrar, Isa- fjarðar og Vestmannaeyja. Flugvél frá Pan American kom í morgun til Keflavíkur frá New York og hélt áfram til Osló, Stokk hólms og Helsingfors og er vænt- anleg þaðan annað kvöld og fer til New York. ^■jjFélagsstörf NorrænafélagiS efnir til kvöld- vöku í Sjálfstæðishúsinu í kvöld kl. 20.30. Gunnar Thoroddsen, borgarstjóri, flytur ávarp, Krist- inn Hallsson syngur einsöng, Gunn ar Guðjónsson og Kristinn Halls- son syngja tvísöng. Ivar Orgland, sendikennaii flytur erindi. Vigfús Sigurgeirss. sýnir litkvikmyndir frá Noregi. Ennfremur verður dans. Unglingastúkan Hálogaland held ur fund í kvöld kl. 8,30 í Góðtempl arahúsinu. lYmislegt Kvenfcl. Keflavíkur heldur baz- ar kl. 9 í kvöld, i Tjarnarlundi. Barðstrendingar. — Kvenna- nefnd Barðstrendingafélagsins heldur kaffikvöld í Garðastræti 8 í kvöld. Orii lí/ninn: En markmié kenn- ingarinnar er kærleikur af hreinu hjarta, góöri samvizku og hrsef: nis laus ri trú frá þessu eru sumvr viknvr og hafa sn.úið sér til hégómamáls. (1. Tím. 1, 5—6. ^æknar fjarverandi Bjarni Jónsson, óákveðið. Stg Stefán Björnsson. Garðar Guðjónsson, óákveðið — Stg.: Jón Hj. Gunniatigsson, Hverfisgötu 50. Hjalti Þórarinsson, óákveðið Stg.: Alma Þórarinsson. • Gengið • Gullverð ísl. krónu: 100 gullkr. = 738,95 pappírskr. Sölugengi 1 Sterlingspund .... kr. 45,70 1 Bandaríkjadollar..— 16,32 1 Kanadadollar .... — 16,86 100 danskar kr.....— 236,30 100 norskar kr........— 228,50 100 sænskar kr........— 315,50 100 finnsk mörk .... — 5,10 1000 franskir frankar .. — 38,86 100 belgiskir frankar.. — 32,90 100 svissn. frankar .. — 376,00 100 Gyllini ..........—431,10 100 tékkneskar kr. .. — 226,67 100 vestur-þýzk mörk — 391,30 1000 Lírur .............— 26,02 Hagnheiður Lárusdóttir Blöndal Minningarorð FRÚ Ragnheiður Lárusdóttir Blöndal andaðist hér í Reykjavik mánudaginn 21. október að Elli- heimilinu Grund. Hún var dótt- ir Lárusar Þ. Blöndal sýslumanns og konu hans, Kristínar Ásgeirs- dóttur frá Lambastöðum á Sel- tjarnarnesi, fædd 19. desember 1876 að Fagradal í Dalasýslu, en þar var faðir hennar sýslumaður í 10 ár, frá 1867—1877. Lárus var sonur Björns Blöndal sýslu- manns í Vatnsdal í Húnavatns- sýslu. Árið 1877 var Lárusi Blöndal veitt Húnavatnssýsla og var hann sýslumaður Húnvetn- ir.ga til dauðadags. Hann var þingmaður Húnvetninga í mörg ár og bjó að Kornsá. Lárus lézt 12. maí 1894. Fyrsta árið eftir lát föður síns dvaldi Ragnheiður á Siglufirði hjá Sigríði systur sinni og manni hennar, séra Bjarna Þorsteins- syni, tónskáldi. Síðan hjá móður sinni, fyrst að Kornsá, síðan í Reykjavík, unz hún fluttist til Eyrabakka, til bróður síns, Ás- geirs Blöndals læknis. Þar kynnt- ist hún manni sínum, Guðmundi Guðmundssyni, sem þá var verzl- unarmaður hjá Lefolisverzlun. Guðmundur er sonur Guðmund- ar bóksala Guðmundssonar frá Minna-Hofi á Rangárvöllum og konu hans, Ástríðar Guðmunds- dóttur frá Kotvelli í Hvolhrepp. Guðmundur er kominn af merku og gáfuðu bændafólki í báðar ættir. Ragnheiður og Guðmund- ur gengu í hjónaband 16. apríl 1901. Þau eignuðust 9 börn og eru 6 þeirra á lífi, Ástríður, gift ist Guðmundi Þorkelssyni kaup- manni, Kristín, gift Sigurði Óla Ólafssyni alþingismanni, Krist- jana Hrefna, gift Arnold Péturs- syni kaupmanni, Lárus Þórarinn, Blöndal bóksali, kvæntur Þór- unni Kjartansdóttur, Kristján verzlunarmaður, kvæntur Ástu Ingvarsdóttur og Guðmundur, verzlunarmaður, kvæntur Gróu Helgadóttur. Látin eru Sigriður Lára, fædd 20. júní 1911, dáin 23. okt. sl. ár, Steinn fæddur 1912, dáinn 1935 og Björn Blöndal, fæddur 1906, dáinn 1938. Ennfremur tóku þau hjón- in nýfætt barn af deyjandi móð- ur, Margréti Jóhannsdóttur og manni hennar, Friðrik Sigurðs- syni, Gamlahrauni. Þau létu skíra bernið sínum eigin nöfnum, Guðmund Ragnar, en hann and- aðist á öðru aldursári. Ragnheiður og Guðmundur bjuggu fyrst á Eyrarbakka í 4 ár. Síðan i Reykjavík frá 1905—1910. Það ár gerðist Gðmundur kaup- félagsstjóri við Heklu á Eyrar- bakka og þar bjuggu þau óslitið til 1927, fyrst í húsi Ingibjargar Frímanns, siðan í Skjaldbreið, en eftir að kaupfélagið Hekla keypti Lefolisverzlun fluttu þau í Húsið, sem kallað er, þar sem fyrrver- FERDIiMAND Vinrtuspariiciður andi verzlunarstjórar við Lefolis- verzlun höfðu búið. Þá voru þátta skil í verzlunarháttum á Eyrar- bakka. Hin gamla einokunar- verzlun var að telja út, en kaup- félögin tóku forystuna í verzlun og viðskiptum. Guðmundur hafði álit og traust sem vel gefinn ung- ur maður og verzlunarvanur. — Þau settust því þarna að þessi ungu og glæsilegu hjón og tóku sæti fyrirrennaranna. Þarna undi Ragnheiður glöð með fallega og góða barnahópinn sinn. Hún var sístarfandi, allt hvíldi á henni, því maður hennar var oft fjarri vegna annríkis við verzlunarstörf in. Ragnheiður var frábær hús- móðir og móðir. Hún var afburða dugleg og hlífði sér hvergi í neinu, en gekk að öllu sjálf, en þrátt fyrir annir gaf hún sér allt- af tíma til að gæta að þeim sem minna máttu. Það var eins og henni og þessu Blöndalsfólki öllu væri það í blóð borið, að þíða frostrósirnar af glugga þeirra sem áttu við erfið kjör að búa, svo sólin gæti vermt og sent geisla sína þangað sem sólar var vant. Ragnheiður var fædd í Dölum, þar sem Auður djúpúðga tók sér bólfestu. Hún viidi ekki þiggja af bróður sínum að hann tæki á móti helming manna hennar. Menn mínir alHr, sagði Auður. Þannig var skapeinkenni Ragn- heiðar. Þetta heilsteypta og sanna; stórlát og stórhuga, enn sönn og góð og drengileg í öllu. Eins og áður er sagt bjuggu þau Ragnheiður og Guðmundur á Eyrarbakka frá 1910—1927. Þá setti Guðmundur upp verzlun á Selfossi með tengdasyni sínum, Sigurði Óla Ólafssyni, en Ragn- heiður flutti til Reykjavíkur með börnum sínum. Þar gat hún látið Ijós sitt skína sem móðir. Þá voru börn hennar að læra og koma sér áfram til manns og mennta. Þar var hennar vettvang ur og þar bjó hún með börnum sínum. Eftir að hún flutti suður dóu þeir Steinn og Björn, synir þeirra hjóna, og þó Ragnheiður bæri sig vel við sonamissinn heid ég að eitthvað hafi brostið innra, svo að hún hafi aldrei orðið söm. Með djúpri virðingu minnist ég Ragnheiðar Lárusdóttur Blöndal og þakka henni allt og allt. Sér- staklega þó er hún leiddi okkur öll, mig og börn mín, að breiðu rausnarborði sínu þegar við flutt- um suður, út í óvissu örlaganna. Eg veit að börn hennar, sem á undan eru farin taka á móti henni á landi lifenda, og við hana verður sagt: „Þyrstur var ég og þér gáfuð mér að drekka, nakinn og þér klædduð mig. Komið til mín alHr sem erfiðið og þunga eruð hlaðnir, ég mun veita yður hvíld“. Gakk þú í fögnuð herra þíns. Klísabet Jónsdóttir,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.