Morgunblaðið - 29.10.1957, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 29.10.1957, Qupperneq 10
10 MORGTJWBT 4ÐTÐ Þriðjudagur 29. okt. 1957 pttfpSEÍífeM Útg.: H.í. Arvakur, Reykjavik. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. UTAN UR HEIMI Aðairitstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Öla, sími 33045 Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og aígreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480 Askriftargjald kr 30.00 á mánuði tnnaniands. t lausasölu kr. 1.50 eintakið. ÆSKAN HEFUR RÉTT SJÁLFSTÆÐ- ISFLOKKNUM ÖRFANDI HÖND UM síðustu helgi stóð yfir hér í Reykjavík þing Sambands ungra Sjálf- stæðismanna og ráðstefna ungra bænda og annars ungs fólks úr sveitum landsins, sem haldin var á vegum Sambands ungra Sjálf- stæðismanna. Báðir þessir fundir voru sóttir af fjölda ungs fólks úr öllum landshlutum. Báru þeir þess greinilegan vott, að íslenzk æska hefur rétt Sjálfstæðis- flokknum og stefnu hans sína örfandi hönd. í skýrslu, sem Ásgeir Péturs- son, formaður SUS flutti við setningu þingsins, skýrði hann m.a. frá því, að sl. 2 ár hefði verið stofnuð 5 ný félög ungra Sjálfstæðismanna. Voru þau stofnuð í þessum byggðarlögum: Kópavogi, Eyjafjarðarsýslu, Barðastrandasýslu, Norður-Múla- sýslu og Suður-Múlasýslu. Þá hafði stjórn sambandsins gengist fyrir mótum ungra Sjálf- stæðismanna víðs vegar um land, fulltrúafundir höfðu verið haldn- ir og margskonar annarri út- breiðslústarfsemi haldið uppi. Þúsundir æskufólks eru nú í samtökum ungra Sjálfstæðis- manna. Þetta unga fólk mynd ar viðá kjarnann i þeirri bar- áttusveit, sem berst fyrir Sjáifstæðisstefnunni til sjávar og sveita. Bændaráðstefnan — merkileg nýjung Bændaráðstefnan, sem SUS efndi nú til í fyrsta skipti er merkileg nýjung í félagsstarfsemi ungra Sjálfstæðismanna. Þar fluttu erindi ýmsir þeirra manna, sem kunnugastir eru hagsmuna- málum landbúnaðarins og bænda stéttarinnar. Ungir bændur og bændasynir víðs vegar frá af landinu ræddu þar framfaramál sveitanna og þau vandamál, sem steðja að íslenzkum landbúnaði um þessar mundir. í ávarpi, sem formaður Sjálf- stæðisflokksins, flutti við setn- ingu bændaráðstefnunnar, benti hann á nokkur þeirra stórmála landbúnaðarins, sem Sjálfstæðis- flokkurinn hefði borið fram til sigurs, þar á meðal jarðræktar- lögin frá 1923, Ræktunarsjóð- inn gamla, 6-manna nefndar lög- in frá 1943, lög um jarðræktar- og húsagerðarsamþykktir í sveit- um frá 1945, Ræktunarsjóðslög- in nýju frá 1947, rafvæðingará- ætlunina, verðlagningu landbún- aðarafurða 1942, sem tryggði bændum stórum réttlátari verð- lagningu á afurðum þeirra, en þeir áður höfðu notið. Til við- bótar þessum stórmálum land- búnaðarins, benti formaður Sjálf stæðisflokksins á forystu Sjálf- stæðismanna um útvegun lána til rafvæðingar strjábýlisins, bygg- ingu áburðarverksmiðjunnar, símalagningu á flesta bæi lands- ins og stórframkvæmdir í vega- málum. Landnámið verður að halda áfram Ásgeir Pétursson, formaður Sambands ungra Sjálfstæðis- manna, setti bændaráðstefnuna og ræddi m.a. um það, hve ríg- urinn milli stétta þjóðfélagsins væri hættulegur. Hann minntist á þýðingu rafvæðingarinnar fyrir sveitirnar og mikilvægi landbún- aðarins í starfi þjóðarheildarinn- ar. Komst hann síðan að orði á þessa leið: „Margt er ógert. Þjóðin hefur í vissum skilningi verið að nema land síðustu áratugina. Því land- námi verður að halda áfram. Við erum einmitt hingað komin á þessa ráðstefnu til þess að ræða þá framtið, sem við okkur blas- ir, ræða um líf og starf unga fólksins í sveitunum og um það, hvernig góð afkoma þess í efna- legum og félagslegum skilningi, verði bezt tryggð“. Bændaráðstefnan gerði álykt- anir um ýmis hagsmunamál bændastéttarinnar og mun þjóð- inni gefast tækifæri til þess að kynnast þeim nánar. KVIKMYNDIR Charles Chaplins vekja ætíð athygli og hafa sumar þeirra verið hrein listaverk. Síð- asta mynd Chaplins, „A king in New York“, hlaut þó mjög mis- jafna dóma. Þykir sniilingnum þar hafa brugðist bogp.Iistin vegna þess áróðurs, sem í mynd- inni er. Hér sjast Chaplin-hjonin á flugvelli í lundúnum ásamt tiu ára gömlum syni sínum, Michael, sem leikur í þessari mynd föður Afstaðan mörkuð Þing Sambands ungra Sjálf- stæðismanna gerði ályktanir, þar sem tekin var afstaða til margra mála, sem ofarlega eru á baugi með þjóðinni. Þannig gerði þing- ið ályktun um efnahagsmál, menningarmál, félagsmál æsk- unnar, handritamálið, kjördæma málið, utanríkismál o. s. frv. Samþykktir þessa fjölmenna þings Sambands ungra Sjálfstæð- ismanna mótast í senn af frjáls- lyndi og framkvæmdaþrá æskunn ar. Ungt fólk hlýtur að vera mót- fallið hafta- og kyrrstöðustefnu þeirrar stjórnar, sem nú fer með völd í landinu. Æskan kýs at- hafnafrelsi til þess að byggja upp þjóðfélag sitt og treysta eigin hag. Gegn kúgun og ofbeldi Hlutverk Sambands ungra Sjálfstæðismanna og unga fólks- ins innan félagssamtaka Sjálf- stæðis æskunnar um land allt er í dag ef til vill mikilvægara en nokkru sinni fyrr. öfl kúgunar og ofbeldis hafa hér meiri áhrif og sterkari aðstöðu um þessar mundir en oftast áður. Fulltrúar hins alþjóðlega kommúnisma sitja nú i ríkisstjórn á íslandi. Allir frjálslyndir æskumenn, allir lýðræðissinnaðir og þjóð- hollir menn, hljóta að taka upp harða baráttu gegn áhrifum þess- ara eyðingarafla. Valdaaðstaða þeirra hefur þegar haft mikla ó- gæfu í för með sér fyrir íslenzku þjóðina. Álit íslands og sómi þjóð ai þess, hefur orðið fyrir þungu áfalli í augum frjálsra þjóða. íslenzk æska vill má þennan blett af skildi þjóðar sinnar. Samband ungra Sjálfstæðis- manna stendur í fararbroddi í baráttunni gegn ofbeldl og kúgun kommúnismans. Það berst fyrir réttlátu og rúm- góðu þjóðfélagi í Islandi. Þess vegna skipar stöðugt stærri hópur íslenzkra æskumanna undir merki þess. Rússar gerðu sér mikið far um að þóknast þeim bandarísku ungl- lingum, sem sóttu æskulýðsmótið í Moskvu og að mótinu loknu var nokkrum þeirra boðið í sæluna tii Kina. — Hér á myndinni sjást Ameríkanarnir ásamt Chou En Lai forsætisráðherra Kína horfa á hátíðahöld, sem fram fóru á byltingarafmæli kínversku komm únistanna. Gomulka rœðir erfiðleika pólska kommúnisfaflokksins VARSJÁ, 25. okt. — Gomulka, aðalritari pólska Kommúnista- flokksins hélt ræðu í dag og boðaði „brottvikningu spilltra félaga í Kommúnistaflokknum“, eins og hann komst að orði. — Ræðan var flutt á fundi mið- stjórnar flokksins. Gomulka sagði m. a., að stór hluti þeirra þriggja milljón Pól- verja, sem eru i flokknum, hafi gengið í hann í eiginhagsmuna- skyni, en ekki vegna ástar á stefnu kommúnista. — Þessir menn eru eins og hengingaról utan um háls flokksins, sagði ( Gomulka. Þá sagði hann, að tveir I ólíkir hópar manna væru í flokkn um. Annar hópurinn, bætti hann við, reynir að gera stefnu okkar tortryggilega, hvenær sem hann fær tækifæri til. Þetta ástand hefur hin skaðvænlegustu áhrif á alla starfsemi flokksins og rugl ar óbreytta flokksmenn í ríminu. — Loks boðaði aðalritarinu ákveðnari stefuu og meiri flokks- aga og lét í það skína, að nauð- synlegt væri að losa sig við hin óánægðu öfl innan flokksins. Mótmælt lokuðum réttarhöludm LONDON, 26. okt. — Brezka skáldið Stephen Spender og spanski rithöfundurinn Salvador Madariaga, sem báðir eru forustu menn í Alþjóðasamtökum Frjálsr ar menningar, sendu Janos Kadar forsætisráðherra Rússa í Búda- pest í dag símskeyti þar sem þeir mótmæla lokuðum réttarhöldum yfir ungverskum rithöfundum. Hér er um að ræða mál ung- versku rithöfundanna Dery, Hay, Zelka og Tardos. Hafa ungversk kommúnistayfirvöld neitað að hafa réttarhöldin fyrir opnum tjöldum. í símskeytinu segja rithöfund- arnir, að ákvörðun Kadarstjórn- arinnar um lokuð réttarhöld hneyksli menn um víða veröld.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.