Morgunblaðið - 30.10.1957, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 30.10.1957, Qupperneq 12
1S MORGVNULAÐIÐ Miðvikuðagur 3C. okt. 1957 1 I I I A ustan Edens eftir John Steinbeck 169 i i Mér þykir leitt að þetta skyldi koma fyrir í kvöld' , sagði Aron. „í>að var ekki þér að kenna, gleymdu því bara“. Hann snéri sér við og þeir gengu samhliða tS baka. — ,,Mig langar til að sýna þér dálítið", sagði Cal. — „Viltu koma með mér?“ „Hvað ætlarðu að sýna mér?“ „Oh, það er dálítið, sem á að koma þér á óvart. Ég er viss um að þú hefur mjög gaman af því“. „Tekur það langan tíma?“ „Nei, ekki mjög langan. Nei, i»ei, í>að þarf ekki að taka langan líma“. iÞeir gengu áfram Central Avenue í áttina til Castroville Stareet. 5. Axel Dane undirforingi opnaði venjulega útboðsskrifstofuna í San José, klukkan átta á morgn- »na, en þegar eitthvað hmdiaði hann, eða hann kom of seint, opnaði Kemp iiðþjálfi hana og Kemp var ekki líklegur til að kvarta undan slíkum smámunum. Axel Dane var engin undantekn- ing í þessu. Þriggja ára herþjón- usta á friðartímanum milli spánska stríðsins og heimsstyrj- aldarinnar hafði gert hann óhæf- an til að lifa hinu kalda óreglu- □- -□ Þýðing Svemi Haraldsson □-------------------□ lega lífi embættismannsins. Mán- uðirnir áður en.hann lét herskrá sig aftur höfðu sannfært hann um það. Sex ára hermannalíf á friðar timum hafði gert hann illa fall- inn til hermennsku og hann hafði lært aðferð til að sleppa við hana. Útboðsstarf hans í San José sýndi að hann kunni að aka s-jglum sín- um eftir vindi. Hann var að elta ólar við yngstu dóttur Guido Riccr og hún átti heima í San José. Kemp liðþjálfi hafði aðeins gegnt herþjónustu i eitt ár, en var samt þegar fai'inn að læra meginregluna: — Komdu þér vel við sjálfan höfuðpaurinn og forð- astu alla liðsforingja, ems og þér framast er mögulegt. Hann tók það ekki nærri sér, þótt Dane undirforingi væri sífellt að ávíta hann og áminna. Klukkan hálf níu kom Dane inn á skrifstofuna og þar mætti honum óviðfeldin sjón. Kemp lið- þjálfi lá steinsofandi fram á skrif- borðið sitt, en þreyttur og svefn- Bifreiðaverksfæðið MIJLI Suðurlandsbraut 121 Sími 32131 Nýsmíði; réttingar; viðgerðir Trésmiðufélag Reyhjavíkur Félagsfundur í Baðstofunni miðvikudaginn 30. okt. klukkan 8,30 e.h. Dagskrá: 1. Inntaka nýrra félag?>. 2. Samningarnir. 3. Önnur mál. Stjórnin. vana ungur piltur sat á bekknum og beið. Dane leit til unga iranns ins, en gekk svo að borðinu og lagði hendina á öxl hins sofanai liðþjálfa. „Vakna þú sem sefur“, sagði hann. — „Lævirkjarnir syngja og nýr dagur er í vændum". Kemp lyfti höfðinu frá hand- leggnum, þurrkaði sér um nefið með handarbakinu og hnerraði hraustlega. „Svona já“, sagði undirforing- inn. — „Bezt að vakna. Hérna er fyrsti viðskiptavinurinn þegar kominn". Kemp gaut útundan sér hálf luktum augum: — „Ekkert liggur nú á“, sagði hann og geispaði. — „Stríðinu lýkur ekki svo fljót- lega“. Dane virti piltinn betur fyrir sér. — „Herra minn trúr“, sagði hann lágt. — Drengurinn er feg- urri en nokkur engill. Við skillum vona að þeir annist hann vel. Liðþjálfi, þú heldur líklega að hann þjáist af óstjórnlegri löng- un til að berjast við óvinina. Ég held hins vegar að hann þjáist sökum misheppnaðra ástamála“. Kemp þótti vænt um að undir- foringinn skyldi ekki vera fylli- lega allsgáður: — „Heldurðu að hann hafi ætlað að kála sér vegna einhverrar stúlku?“ Hann lék hvern þann leik sem undirforing- inn vildi. — „Eigum við að setja hann í útlendinga-hersveitina?“ „Kannske er hann á flótta und- an sjálfum sér“. „Já, þá kvikmynd hefi ég séð“, sagði Kemp. — „Undirforinginn í henni var sannarlega ekkert lamb að leika við“. ,Því trúi ég ekki“, sagði Dane. — „Stattu á fætur, ungi maður og komdu hingað að. Átján ára, geri ég ráð fyrir?“ „Já, sir“. Dan snéri sér að liðþjálfanum: — „Hvað heldur þú um það, lið- þjálfi?" „Ef þeir eru nógu stórir, þá eru þeir nógu gamlir“, sagði Kemp. — „Það er a.m.k. mín skoðun". „Þá segjum við að þú sért átján ára“, sagði Dane. — „En þá verð- urðu líka alltaf að halda því fram“. „Já, sir". „Jæja. Taktu þá þetta eyðu- blað og fylltu það út. Svo verð- urðu að reikna út hvenær þú sért fæddur og skrifa ártalið hérna. Heldurðu að þú munir þetta?“ I. KAFLI Jœ kunni því illa, að Kate skyldi sitja hreyfingariaus og stara fram yfir sig-klukkustund eftir klukkustund. Það gaf til kynna, ag hún væri að hugsa og þar sem andlit hennar var alger- lega svipbrigðalaust, þá hafði Joe engan aðgang að hugsunum henn- ar. Það olli honum óróa. Hann vildi ekki að þetta fyrsta, veru- lega mikla tækifæn slyppi ónot- að úr höndum sér. Sjálfur hafði bann bara eitt áform-að halda henni í óvissu og æsingu, þar til hún kæmi upp um sig. Þá gat hann skorist í leikinn óg breytt samkvæmt því sem að- stæður kröfðust. En hann gat ekk ert getið sér til um hugrenninga hennar, svo lengi sem húij sat þannig og starði á vegginn. Var hún æst og óróleg, eða var hún það ekki? Joe vissi að hún hafði ekki hátt að og þegar hann spurði, hvort hún vildi fá morgunverð, hristi hún höfuðið svo hægt, að það var næstum ómögulegt að segja nokk- uð um það, hvort hún heíði heyrt spurningu hans. Joe ráðlagði sjálfum sér: — „Gerðu ekki neitt. Bíddu bara þolinmóður og notaðu vel augu og eyru“. Stúlkurnar í húsinu vissu, að eitthvað hafði komið fyrir, en engar tvær þeirra höíðu sömu sögu að segja. — Þvílikir hænuhausar. Kate hugsaði hreint ekki neitt. Áhrif og hugmyndir flögruðu bara í gegnum huga hennar, eins og leðurblökur í kvöldhúminu. Hún sá fyrir sér andlitið á ljós- hærða, laglega piltinum, sá aug- un, æðisleg og leiftrandi. Hún heyrði hin ljótu orð, sem hann beindi meira að sjálfum sér en henni. Og hún sá dökka bróður- inn, og hallaði sér upp að dyra- stafnum og hló. Kate hafði líka hlegið gripið til beztu og fljóttækustu sjálfs- varnarinnar. Hvað myndi sonur hennar gera? Hvað hafði hann gert? Hún hugsaði um augun í Cal, minntist þess hvernig í þeim hafði speglast lymska og logandi grimmd, þegar hann leit til henn- ar um leið og hann lokaði dyrun- um, hægt og rólega, Hvers vegna hafðj hann komið með bróður sinn? Hvað var það eiginlega, sem hann vildi? Hvað ætlaðist hann fyrir? Ef hún vissi það, þá gæti hún gert sínar ör- yggisráðstafanir. En hún vissi það ekki. Hún fékk aftur kvalir í hend- urnar og jafnframt á öðrum og \ nýjum stað. Það var því likast sem hnífur væri rekinn í hægri FAST FÆÐI Get tekið nokkra menn í fast fæði. — Upplýsingar á Barónsstíg 23, neðri hæð, eítir klukkan 7 í kvöld og næstu kvöld. OUR NEW publismer's okav, mark, but /VULLS IS A BUSINESSMAN AND HE'S TRVING TO IMPnOVE THE MARKOS Eftir Fd Dodd I DON'T KNOW EVACTLV.. SHE'S KIND OF A NtCE LITTLE HOMfcBOOY AND HE OEFINITELY ISN'T. ..YOU KNOW HOW THOSE THIN6S ARE / 1) — Markús, nýi útgefándi daðsins er í sjálfu sér ágætur. 3ann er þó harður í horn að taka ig ætlar sér að b*ta tímaritið. 2) — Hann hefur þegar rekið marga gamla starfsmenn og ég vona að þú verðir ekki fyrir barð inu á honum. 3) — Það var annað sem ég ætl- aði að segja þér. Vermundur skildi við konuna sina fyrir einu ári. — Jæja, hvernig stóð á því. 4) — Ég veit það ekki. Það er sagt að hún hafi verið mjög htimakær kona, alger andastæða við hann og þú veizt hvernig þetta fer stundum. mjöðm hennar, þegar hún hreyfði sig til. — „Kvalirna- breiðast út“. hugsaði hún með sér. — „Og fyrr eða síðar munu þær leggja undir sig a.Uan Jíkamann, eins og rottur í hræi“. Þrátt fyrir sinar eigin aðvaran- ir, gat Joe ekki látið Kate af- skiptalausa. Hann kom með te- bakkann að dyrum hennar. bank- aði létt á hurðina. opnaði dyrnar og gekk inn. Hann gat ekki séð að hún hefði hreyft sig hið minnsta. „Ég kom hérna með te, miss Kate“, sagði iiann. „Settu það þarna á borðið“, sagði hún og bætti því næst víð, eins og eftir nánari umhugsun: „Þakka þér fyrir, Joe“. „Líður yður ekki vel, miss Kate?“ „Þrautirnar eru byrjaðar aftur. Ég hélt að meðalið hefði alveg ráðið bót á þeim“. „Get ég gert nokkuð fyrir yður?“ Hún lyfti báðum höndum frá borðinu: — „Höggðu þær af, þess ar hérna-um úlnliðinn“. Hún gretti sig, vegna þess að hreyfing- in jók kvalirnar. — „Þetta gerir mann svo vonlausan og örvænt- ingafullan", kjökraði húrt. Þetta var í fyrsta skiptið sem Joe hafði heyrt hana kvirta og eðlishvötin sagði honurn að nú væri tími til frekari aðgerða af hans hálfu. Hann sag'ði: — „Þér kærið yður kannske ekki um að heyra það nú, en ég hefi fengið nýjar fréttir af henni, — Þér vit- ið hverja ég á við“. Hann fann það á hinni stuttu þögn, að eftirvæntingin haíði Kate algerlega á valdj sínu. „Fréttir af hverri?" „Oh er það Ethel sem þér eigið við?“ „Henni, þér vitið, miss Kate“. ,Já, miss Kate“. „Æ, ég er orðin þreytt á þessari ÍUtltvarpiö miðvikudagur 30. október. Fastir liðir eins og venjulega. 12,50—14,00 Við vinnuna: Tónleik ar af plötum. 18,30 Tal og tónar: Þáttur fyrir unga hlustendur (Ingólfur Guðbrandsson náms- stjóri). 1.8,55 Framburðarkennsla í ensku, í sambandi við bréfaskóla Sambands ísl. samvinnufélaga. —- 19,05 Þingfréttir. — Tónleikar. — 20,30 Lestur fornrita: Hallfreðar saga: I. (Einar Ól. Sveinsson prófessor). 20,55 Einleikur á pía- nó Edwin Fischer leikur (plötur). 21,25 ~lréf úr myrkri, annar frá- söguþáttur eftir Skúla Guðjónsson bónda á Ljótunnarstöðum (Andrés Björnsson flytur). 21,50 Tónleik- ar (plötur). 22,10 íþróttir (Sig- urður Sigurðsson). — 22,25 Frá íslenzkum dægurlagahöfundum: Hljómsveit Kristjáns Kristjánsson ar leikur lög eftir Þórunni Franz og Valdimar Auðunsson. Sigrún Jónsdóttir og Ragnar Bjarnason syngja með hljómsveitinni. Kynn- ir þáttarins: Jónatan Ólafsson. 23,10 Dagskrárlok. Fimrnludaeiir 31. október: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50—14,00 „Á frivaktinni", sjó- mannaþáttur (Guðrún Erlends- dóttir). 18,30 Fornsögulestur fyr- ir börn (Helgi Hjörvar). — 18,50 Framburðarkennsla í frönsku,. I sambandi við bréfaskóla Sam- bands ísl. samvinnufélaga. 19,05 Þingfréttir. — Tónleikar. — 20,30 Einsöngur: Hertha Töpper óperu söngkona frá Miincheii syngur; Franz Mixa leikur undir á pianó (Hljóðritað á tónl. í Austurbæjar bíói 11. júní s.l.). 21,00 „Landið okkar“, dagskrá úr ritum Pálma Hannessonar rektors (Flytjend- ur: Gils Guðmundsson rithöfund- ur, Jón Eyþórsson veðurfræðing- ur og Vilhjálmur Þ. Gíslason út- varpsstjóri). 21,45 íslenzkt mál (Dr. Jakob Penediktsson). 22,10 „Söngsins unaðrmál“: Guðrún Sveinsdóttir talar um þróun söng listar. 22,40 Vinsæl iög: Franeis Scott og hljómsveit hans leika — (plötur). 23,00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.