Morgunblaðið - 06.11.1957, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.11.1957, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 6. nóv., 1957 MORCVNBT 4ÐTÐ 3 — Frá Alþingi Frh. af bls. 1. af fyrir sig ekki að tillögu minni í sambandi við þetta mál, að um þetta verði tekinn upp annar hátt ur heldur en verið hefur. Engu að síður, þá tel ég, að brottför hæstv. félagsmálaráðherra nú af landi og raunar hæstv. forseta Nd. einnig, sé með þeim hætti og af þeim orsökum, að fullkom in vanrækslá væri, ef ekki væri bent á það hér á Alþingi íslend inga, að brottför þeirra er ekki aðeins vanræksla á þeirra þing- störfum, heldur er þar um algert þjóðarhneyksli að ræða, van- sæmd fyrir íslenzku þjóðina. Angi alþjóðasamtaka kommúnista >að er kunnugt í hvaða er indum þessir menn hafa nú látið frá landi. Þeir fara til þess að taka þátt í 40 ára minningarhátíð kommúnistabyltingarinnar í Rússlandi, hátíð sem halda á 7. nóv. n. k. Þeir eru boðnir til sem í raun og veru mátti sjá fyrir, að eitthvað slíkt, ef ekki annað verra, hlyti að bera að höndum, áður en yfir lyki, því að einmitt í dag er rétt ár liðið frá því, að þessi sami hæstv. forseti ið hefur í okkar tíð á Alþingi íslendinga. (Forseti hringir) Herra forseti. Ég vil vekja at- hygli herra forsetans á því, að ég sagði ekki að ráðherrann væri mesti vísvitandi ósannindamað' Nd. misnotaði hér í þessum sal „r> sem setið hefði á Alþingi ís- forsetavald sitt til þess að hindra þingheim í því að votta ung- versku þjóðinni samúð í þeim hörmungum, sem þá höfðu yfir hana gengið daginn áður og enn stóðu. Það er verðugt framhald þess leiks, að nú skuli þessi hv. forseti, ásamt fylgdarliði, haldinn til höfuðstöðvanna þaðan sem blóðbaðinu var stjórnað. Ein þýðingarmesta viðskipta- þjóðin. Lúðvík Jósefsson sjávarútvegs- málaráðherra kvaddi sér hljóðs að lokinni ræðu Bjarna Bene- diktssonar. Hann kvað ummæli Bjarna ó- viðkomandi málinu, er fyrir lægi ómakleg og óeðlileg, — einkum þau, er hann hafði um forseta neðri deildar, Einar Olgeirsson. þessarar hátíðar af rússneskum 1 Væri það allra manna álit, að stjórnvöldum með mismunandi hætti, að því er mönnum skilzt. Þeir eru að vísu ekki boðnir þangað sem félagsmálaráðherra íslands né forseti Nd. Alþingis, heldur annar sem fulltrúi Al- þýðusambandsins og hinn sem fulltrúi Sósíalistaflokksins. Eg tek það skýrt fram, að út af fyrir sig hef ég hér ekkert við það að athuga, þó að þessir menn hefðu farið, ef þeir væru einungis og yrðu skoðaðir sem fulltrúar þess- ara tveggja samtaka. Það er frelsi iáðandi í okkar landi. Menn ráða sjálfir ferðum sínum, og þau fé- lagssamtök, sem hafa þekkzt hið rússneska boð, hafa sjálf full- komna heimild til þeirrar ákvörð unar. Það er vitað, að a. m. k. um Sósíalistaflokkinn, að ekkert er eðlilegra heldur en að formað- ur hans fari til Moskva og sé staddur við byltingarafmælið. Sósíalistaflokkurinn er angi af al- þjóðasamtökum kommúnista og þess vegna er formaðurinn ein- ungis að fara til sinna heima- stöðva þegar hann leitar nú í hagvarpann hinn 7. nóv. n. k. Um Alþýðusambandið stendur öðru vísi á. Það er mál sem vafa- laust verður tekið þar upp. Því ei svo lýst, t. d. í Alþýðublaðinu í morgun, að svo muni verða gert þegar þar að kemur. En það er atriði, sem Alþingi íslendinga hefur ekki nein ráð yfir, heldur einungis félagar í þeim samtök- um, sem Alþýðusambandið mynda. Sérstaða Einars og Hannibals En þess verður að gæta, að þeir tveir hv. þm., sem hér eiga hiut að máli, eru ekki aðeins meðlimir eða forystumenn, ann- ars vegar í Sósíalistaflokknum og hins vegar i Alþýðusambandi Is- lands, heldur er nú annar jafn- framt félagsmálaráðherra ís- lands, æðsti maður íslenzku þjóð- arinnar á sínum vettvangi og hinn er forseti neðri deildar Al- þingis, þeirrar stofnunar sem við íslendingar stærum okkur af, að sé elzta löggjafarþing í hinum frjálsa heimi. Hversu fegnir sem þessir menn vildu, og við skulum Einar væri góður forseti, sem ekki hefði brotið „neinar settar reglur“. Lúðvík sagði, að ekkert væri við það að athuga, þó að menn færu til annarra landa. Sýndu mótmælin nú, að þó væru til menn, sem vildu reyna að vinna gegn ferðafrelsi. Það er ekkert einstakt fyrir- brigði, sagði Lúðvík, að menn ferðist til annarra landa, m. a. hefur Bjarni Benediktsson nokkr- um sinnum rennt hýru auga í þá átt.sem vænta má úr. boða til Rússlandsferða. Vil ég lýsa full- kominni andúð á ómaklegum ummælum um eina af okkar þýð- ingarmestu og beztu viðskipta- þjóðum. Gísli Guðmundsson tók afttur til máls og kvað ekki venju að grennslast fyrir um orsakir þess, að varaþingmenn taka sæti á Al- þingi. Bjarni Benediktsson svaraði og mælti á þessa leið: Lagastafir og venjur. Herra forseti. Ég skil mjög vel, að hæstv. sjútvrh. (Lúðvík Jó- sefsson) uni því illa, að um þetta mál sé rætt. Ég bjóst við því, og það var einungis staðfesting á því, sem lýsti sér í orðum hans. Hitt er alger misskilningur hjá honum, að það sé utan dagskrár nú að ræða þetta mál. Ég gat þess og unnt er að færa að því glögg- rök, að hægt er að nefna ákvæði bæði í þingsköpum og kosninga- lögum, sem ekki aðeins bendi til þess heldur segi fyrir um, að kanna beri hvort um raunveru- leg forföll sé að ræða eða ekki. Hitt játaði ég og sagði hér fyrst- ur, að það hefur ekki verið þing- venja að rekja það mál ýtarlega, heldur hefur það verið látið sitja við bréf frá formönnum þing flokka til forseta deila, og það, að því er mér er kunnugt um, verði tekið athugasemdalaust tilgreina. Það haggar ekki þvi, að lagastaf- irnir eru eins og þeir eru, og að þeir veita a.m.k. fulla heimild, ef Þeir leggja ekki skyldu á herð- vona það, að þeir vilji það í AÍb“piaðhpÞJf1 ™áL?éu/*dd á þessu tilfelli, sundurskilja sinn ’ gdr SerS ° a*vik eru persónuleika, þá lánast það ekki Þegar þeir koma á þetta mót aust ur í Moskva og hvarvetna sem til ferða þeirra spyrzt, þá verður fyrst og fremst talið, að þar sé á ferð félagsmálaráðherra ís- lenzka ríkisins og forseti neðri deildar Alþingis. 1 óþökk þjóðarinnar Ég tel, að það sé í fullri óþökk yfirgnæfandi meirihluta íslenzku þjóðarinnar, að fulltrúar ríkisins og Alþingis fari á þessa samkomu með þeim hætti, sem hér er ráð- gert, og ég vil lýsa algerri and- stöðu minni og minna flokks- manna við þá ráðstöfun, jafn- íramt því sem ég verð að játa, að meirihluti Alþingis, með því fað hafast ekki að, hlýtur að taka ábyrgð á sig og gerast samábyrg- ur um það þjóðarhneyksli sem hér er að gerast. Þjóðarhneyksli, fyrir hendi. Og ég fullyrði, að allir ísléndingar játi, að nú séu mjög sérstök atvik fyrir hendi. Mesti ósannindamaður í okkar tið. Það var mjög athyglisvert, að hæstv. sjútvrh. Lúðvík Jósefsson forðaðist mjög að kalla þá þing- menn, sem hér er um að ræða, sínum réttu titlum innan Alþing- is, hæstvirtan félagsmálaráð- herra. og hæstvirtan forseta neðri deildar, heldur lét svo sem hér væri einungis um venjulega ó- breytta ferðalanga að ræða, sem hefðu farið eins konar kynnis- föi til okkar bezta viðskipta- lands, og let meira að segja svo, að ég hefði verið á höttunum eft- ir heimboði þangað. Hæstv. ráðh. er nú frægastur af þvi að vera mestur ósannindamaður, sem set lendinga, en hæstv. forseti hafði ekkert við það að athuga á dög- unum, þegar það var borið upp á einn þingmann, að hann hefði farið með vísvitandi ósannindi. En ég þori að fullyrða, að jafn- óheimilt eins og það er eftir rétt- um þingsköpum að kalla mann vísvitandi ósannindamann, þ.e.a. s lygara, þá er það viðtekin og góð þingregla að segja þann vera ósannindamann, sem er ósann- indamaður, eins og hæstv. sjútv. rh. Lúðvík Jósefsson, svo að hæstv. forseti hefur einungis sýnt hlutdrægni með sinni bjölluhring ingu nú, en ekki röggsemi í fund- arstjórn, sem ég annars óska að hann sýni, vegna þess að ég hvorki biðst undan að mér sé hlíft, ef ég mæli af mér, né mæli ég með því að öðrum sé hlíft. En í þessu tilfelli notaði ég ein- ungis þinglegt orðbragð og sagði einungis það, sem allir þm. vita að satt er um hæstv. sjútvmrh. Gerólíkt venjulegu ferðalagi. Nú, en svo ég haldi þar áfram, sem sögu var komið, þá þarf ekki að undrast, þó að hæstv. sjútvhr. segi nú þetta um mig ofan á allan sinn annan söguburð, og læt ég mér það litlu máli skipta, enda kemur það þessu máli ekkert við. Ég hef aldrei sótzt eftir því, að fara til Rússlands, hefði átt kost á að fara þangað með auðveldu móti óboðinn, ef ég hefði óskað, en venjulegar ferðir til Rússlands skipta engu máli í þessu sam- bandi. Það er í raun og veru svo gerólíkt sem tvennt má verða. Og ég legg höfuðáherzlu á það, að þó að ég út af fyrir sig sé ekki sérstaklega hrifinn af för þeirra MÍR-manna eða fylgisveina hæstv. félmrh. frá Alþýðusam- bandinu né þess, sem fer frá Sósfl. með hæstv. forseta Nd., þá er þar allt öðru máli að gegna heldur en um þessa hæstv. for- ustumenn þjóðarinnar, hæstv. félmrh. og hæstv. forseta neðri deildar. Það er vegna þess sér- staka trúnaðar, sem þessum mönnum hefur verið falið um- fram aðra íslendinga, sem ég tel að það sé verið að óvirða íslenzku þjóðina og Alþingi íslendinga, þegar þessir menn leggja nú í sína pílagrímsgöngu austur til Moskvu til þess að vera þar við- staddir hátíðahöldin 7. nóvem- ber. Vandi fylgir vegsemd. Það er gamalkunnugt, að vandi fylgir vegsemd hverri. Þessum mönnum hefur verið fengið ó- venjuleg vegsemd, annar gerður að einum af sex ráðherrum ís- lenzku þjóðarinnar, hinn að valdamesta forseta á elzta frjálsa löggjafarþingi í heimi og fram hjá þessum trúnarstöðum geta þeir ekki komizt. Þeir geta ekki brugðið sér úr þeim vanda, sem þessi vegsemd leggur þeim á herðar. Það er vegna þess, að ég tel, að það sé á móti vilja íslenzku þjóðarinnar, að einn af ráðherr- um hennar og einn af forsetum Alþingis mæti á þessu byltingar- afmæli, að það sé á móti vilja íslenzku þjóðarinnar, að það sé henni til óvirðingar, henni til smánar í bráð og lengd, sem ég hreyfi þessu máli hér á Alþingi. Þögn vegna viðskipta? Hæstv. sjútvmrh. Lúðvík Jó- sefsson bregður því fyrir sig, að eigum við að hætta að láta uppi skoðanir okkar hér á íslandi, jafnt meðal almennings sem á Alþingi þjóðarinnar.Það er þetta, sem hæstv. félmrh. vill ná með þeirri eflingu viðskiptanna, sem hann stefnir að. Það eru ekki eðli leg viðskiptatengsl miðuð við hagsmuni hvors aðila um sig, heldur viðleitin til að gera Islend inga þessu ríki svo háða, að við þorum ekki lengur sjálfir að fara CTAKSTEI1\!AR Allir sömu viðunirin Alþýðublaðið gerir í gær aj . , . . . , _ . umræðuefni „gestaboðið í okkar fram, heldur verðum ems , Moskvu... xjm þaS segir þar m. a.: og múlbundnir þrælar, sem verð- um að lúta fyrirskipunum annars staðar að. Þessi skoðun hefir ekki ríkan hljómgrunn hjá íslenzku þjóð- inni og fulltrúar hennar munu | ekki tala í þjóðarinnar þökk eða þegja í hennar þökk, ef þeir létu þetta eða svipað ráða gerðum sínum. Kúgarar annað en hinir kúguðu. En einkanlega vil ég þó leggja áherzlu á og ljúka máli mínu með því, að þó að sagt sé að það sé óboðlegt fyrir íslenzkan ráðherra og forseta neðri deildar, að fara til að vera viðstaddir byltingar- afmælið í Moskvu, þá er ekki verið með því að víta eða gera hlut rússnesku þjóðarinnar lít- | „--------með þessu á að sjálf- j sögðu að sýna og sanna tengsll I íslenzku verkalýðshreyfingarinn- | ar við einræðisherrana í Rúss- landi. Einar og Þorvaldur eiga að kynna Hannibal fyrir hús- bændunum og láta hann lúta þeim á byltingarafmælinu í að- dáun og þökk. Með því gerir Hannibal sig opinberlega að því viðundri, sem hann er orðinn i samvinnunni við kommúnista. En umboðið vantar hann áreiðanlega. ísienzk verkalýðshreyfing hefur ekki valið hann til þessarar Moskvufarar, og hann er ekki fulltrúi hennar þar. Á síðasta Alþýðusambands- þingi sætti Hannibal Valdimars- son sig við það, að Ungverjum væri vottuð samúð og fjárnpp- inn, heldur þvert á móti er verið hæð látin af hendi rakna við þá að standa með rússnesku þjóð- inni gegn því harðsvíraðasta ein- ræði og kúgun, sem veraldarsag- an kann frá að greina. Núverandi valdhafar í Rúss- landi eru ekki kosnir umboðs- menn sinnar þjóðar, þeir sitja þar ekki í skjóll þess trúnaðar og trausts, sem þjóðin hefir sýnt þeim, heldur sitja þeir í mætti ofurherveldis og yfirgangs, meiri en nokkurn tíma fyrr fara sögur af, og þess vegna er ekkert fjar- lægara eða sönnum anda frels- isins ósamboðnara heldur en að leggja að jöfnu, rússnesku þjóð- ina, þá miklu og göfugu þjóð, og þá blóði drifnu harðstjóra, sem ætla nú að halda gestaboð fyrir félmrh. íslands og forseta neðri deildar Alþingis. BÍLDUDAL, 5. nóv. — Inflúenz- an er nú að byrja að stinga sér niður á heimilum hér á Bíldu- dal. Ekki eru orðin mikil brögð að henni og enginn orðið alvar- lega veikur ennþá. Skólar starfa áfram, og fólk hefur mætt sæmi- lega á vinnustaði. —Friðrik. Fréttir i stuttu máli VÍN, 4. nóv. — í kvöld kom til átaka milli lögreglu og austur- rískra og ungverskra stúdenta, sem fóru fjöldagöngu um'götur borgarinnar til þess að minnast uppreisnarinnar í Ungverjalandi. LONDON, 4. nóv. — Margrét prinsessa mun í byrjun næsta árs fara 1 opinbera heimsókn til Vestur-Indía og Brezku Guiana. LONDON, 4. nóv. — Mikið fár- viðri geisaði í suðurhluta Eng- lands í dag og olli miklum sam- göngutruflunum. WASHINGTON, 4. nóv. — Full- trúar Ráðstjórnarinnar og Banda- ríkjastjórnar hófu í dag viðræð- , ur um hugsanleg samskipti Rúss- lands og Bandaríkjanna á sviði vísinda og menningar. Viðræð- urnar voru rofnar á síðasta ári, er Rússar baeldu uppreisnina í Ungverjalandi niður. LONDON, 4. nóv. — John Hard- ing, landsstjóri Breta á Kýpur, er nú að láta af því embætti — og er kominn til Bretlands. Við heimkomuna lét hann svo um mælt við fréttamenn að hann væri ánægður með tveggja ára starf sitt á Kýpur. Slcæruliðar hefðu nú nær alveg lagt niður ég sé að níða eina beztu viðskipta vopn vegna þess að þeir sæju nú, þjóð Islendinga. Þarna komum við að einu meginatriði í mál- ■ flutningi kommúnista. Viðskiptin | við Rússland eiga að verða til j LONÐON, 4. nóv. þess að svipta íslendinga mál- frelsi og skoðanafrelsi. Af ótta við að missa þessi viðskipti, þá | arnir töpuðu 1:3. að þýðingarlaust væri að berjast lengur. Knattspyrnu lið Rauða hersins lék í dag við enskt 1. deildar lið, Bolton. Rúss- En nú mætir hann austur í Moskvu til að hylla mennina, sem bera ábyrgð á ungversku harmsögunni. Skyldi hann ekki vökna í lófann við að taka í hönd- ina á húsbændum Einars Olgeirs- sonar og Þorvaldar Þórarinsson- ar? Skyldi hann ekki gleyma fórnardýrum rússnesku bylting- arinnar í Ungverjalandi og hin- um Icppríkjunum, svo og í heima- landi hennar, við veizluglauminn og fagnaðarlætin í Moskvu, þeg- ar verið er að halda upp á bylt- inguna, er svikin var og gerð að skollaleik? Og ætli hann verði ekki upplitsdjarfur á næsta Al- þýðusambandsþingi, þegar ís- lenzkur verkalýður innir hann eftir því, hverjir hafi falið hon- um að mæta í Moskvu og hneigja sig þar og beygja fyrir kúgur- unum? Var manninum ekki sæmra að láta Einar og Þorvald skila kveðju frá sér sem band- ingja íslenzkra kommúnista?" Allt er þetta út af fyrir sig satt og rétt. En Alþýðublaðið gleymir því sem mestu máli skiptir. Það eru félagsmálaráð- herra íslands og forseti neðri deildar Alþingis, sem fara þessa för. Sú tign þeirra gleymist áreiðanlega ekki þegar austur kemur. Alþýðuflokkurinn ber fulla ábyrgð á, að þessi „viðund- ur“ geta á þenna veg komið fram sem fulltrúar íslenzku þjóðar- innar. Alþýðuflokkurinn hefur ekki síður en Hannibal gert sjálf- an sig að „viðundri“. Hlutur Al- þýðuflokksins er þeim mun verri, að forystumenn hans vita, hver skömm er að þessu, en Hannibal anar áfram í biindri sjálfsánægju. Æran með í bögglinum Grein Alþýðublaðsins lýkur svo: „Hannibal Valdimarsson hefwr látið Brynjólf Bjarnason og félaga hans umkringja sig, svo að hann er nú fullkomlega á valdi þeirra, sem hann þóttist ætla að sigra og gera áhrifalausa í islenzkum stjórnmálum. Brynj- ólfur hefur ástæðu til að glotta í kampinn og hælast um. Hann situr heima á afmæli rússnesku byltingarinnar. En til að taka af öll tvímæli um, að hann sé vald- ið og mátturinn í Sósíalista- flokknum og Alþýðubandalaginu sendir hann Hannibal Valdimars- son í bögglapósti austur til Moskvu". Hér er því enn sleppt, að æra Alþýðuflokksins er send með í bögglinum, því að hann hefur gefið Hannibal möguleikann til að koma nú fram sem félagsmála- ráðherra íslands. En hvernig getur nokkrum dottið í hug, að nokkuð gott geti sprottið af samvinnu þeirra, er skrifa þannig hver um annanf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.