Morgunblaðið - 06.11.1957, Qupperneq 6
6
MORCV1SBT4Ð1Ð
Miðvikudagur 6. nóv. 1957
STJÓRNARKREPPAN í PARÍS OG
HÓTUN FRAKKLANDSFORSETA
ÞEGAR ‘Stjórnarkreppan í
Frakklandi hafði staðið í
28 daga, höfðu nokkrir
stjórnmálamenn reynt að mynda
stjórn og ýmist ekki fengið
traust þingsins eða hætt við all-
ar tilraunir í þá átt, þegar sýnt
var, að þingið mundi ekki, þegar
á átti að herða, veita þeim nauð-
synlegan stuðning. Talið hafði
verið nokkurn veginn fullvíst, að
Guy Mollet mundi takast að
mynda stjórn. Það var mjög
almennt álit meðal stjórnmála-
manna í París
að svo mundi
fara. En það
varð allt annað
upp á teningn-
um. Hafði ver-
búizt við undir
lokin, þegar
sýnilegt . var
orðið að Mollet
__ „ . mundi ekki tak
Mollet- ast stjórnar-
myndunin, að atkvæðamunur
mundi hvergi nærri eins mikill
eins og raun varð á, en það vant-
aði 63 atkvæði upp á að Mollet
tækist að fá traust þingsins. —
Þessi mikli murxur var talinn fela
í sér mikla persónulega van-
traustsyfirlýsingu á hendur
Mollet, sem er aðalritari Sósíal-
istaflokksins, sem svo er kallað-
ur. Þegar þessi úrslit urðu ljós,
sneri Mollet sér mjög harðlega
gegn hægri flokkunum í þinginu
og kenndi þeim um ófarir sínar
og upplausnarástandið í stjórn-
málunum.
Meginástæðan til þess að
Mollet tókst ekki að mynda
stjórnina, var afstaða hinna
„óháðu“, en þeir gengu allir með
tölu í flokk andstæðinga Mollets.
Þar með er talið að þeir hafi ver-
ið að hefna sín á sósíalistunum,
sem í vikunni áður högðu hindr-
að að Antoine Pinay myndaði
stjórn. Það bil, sem orðið var
milli hægri og vinstri flokkanna,
ei orðið enn dýpra en það áður
var og ennfremur er á það bent
að sundrungin innan flokks
Mollets sé nú orðin meiri en áð-
ur, eins og kom fram í atkvæða-
greiðslunni í flokknum, því þó
meirihlutinn væri með því að
Mollet gerði tilraun til stjórnar-
myndunar, greiddu 11 flokks-
menn atkvæði gegn því, en 13
sátu hjá. Það er því talið að
Mollet sé ekki eins sterkur nú í
flokki sínum og hann var á þeim
tíma, sem hann var forsætisráð-
herra landsins. Ástæðan fyrir því
að hinir óháðu og foringjar hægri
flokkanna, svo sem Pinay, Duchet t
og Laniel, greiddu atkvæði gegn
Mollet, er talin vera sú, að
Mollet hafði neitað því að falla
frá áætlununum sínum um auk-
in rikisafskipti og þjóðnýtingu í
landinu. Óháði flokkurinn hélt
því fram, að sósíalistar undir
forystu Mollets, hefðu tæmt ríkis
sjóðinn í sinni tíð og að sá flokk-
ur vildi halda áfram með stór-
Mollet vildi að þeim fyrirtækj-
um, sem gerðust brotleg gagn-
vart hinum þunbæru verðlags-
Loks var það fært fram, að
ákvæðum, væri hreint og beint
lokað afdráttarlaust.
Fleira þessu likt var fært fram
gegn því að unnt væri af hálfu
þessara flokka, að veita Mollet
stuðning.
★
Þegar hér var komið er talið
að Coty Frakklandsforseta
hafi orðið ljóst, að hann yrði að
beita sér mjög harðlega til þess
að fá stjórnarkreppuna leysta.
Ástandið var ennfremur þannig,
að ríkissjóðurinn var gersamlega
tómur og var ekki um annað að
ræða en að leita til Frakklands-
banka um sífellt meiri og meiri
lán, en sá banki gat þó ekki til
annarra ráða gripið en að setja
seðlapressuna í gang. En þetta
allt ýtti undir ört hækkandi verð-
bólgu í landinu og vakti ugg og
ótta. Auk þess voru svo gjald-
eyrissjóðir landsins orðnir tómir,
svo þar var ekki til neins að grípa
nema sjálfs gullforða Frakklands
banka. Verkföll geisuðu í land-
inu og var af öllu þessu ljóst að
nú dugði ekki lengur að landið
væri stjórn-
laust að kalla.
Er nú talið að
Coty Frakk-
landsforseti
hafi beinlínis
hótað stjórn-
málaflokkun-
um því að
segja af sér, ef
stjórnarkrepp-
an yrði ekki
leyst þegar í
stað. Ef til þess hefði komið, að
forsetinn hefði sagt af sér, hefði
landið orðið gersamlega stjórn-
laust en á því munu stjórnmála-
f’okkarnir ekki hafa viljað bera
ábyrgð, enda hefðu afleiðingarn-
ar verið alveg ófyrirsjáanlegar.
Coty sneri sér nú til Felix Gaill-
ards, fyrrum fjármálaráðherra,
og bað hann að mynda stjórn og
hefur Gaillard nú verið að reyna
við stjórnarmyndun í um það bil
vikutíma, eins og fréttir bera
með sér.
Gaillard.
EITT AF ÞEKKTUSTU BÓKAFOR-
LÖGUM DANA - DET SCHÖN-
BERGSKE - 100 ÁRA
I
SUMAR, hinn 23. júlí, átti
eitt af þekktustu bóka-
forlögum Dana, Det
Schönbergske Forlag, 100 ára af-
mæli. í tilefni af þvi gaf for-
lagið út eins konar afmælisbók,
þar sem í voru kaflar eftir ýmsa
þekkta höfunda, sem forlagið er
útgefandi fyrir og má í því sam-
bandi benda á ' Willy Corsari,
Nicholas Monsarrat, Agnar Mykle
Jules Romains og Francoise Sag-
an. Eru þetta allt nútimahöfund-
ar, sem mikið ber á. Forlagið
hefur allt frá fyrstu tíð fylgst
mjög vel með í samtímabókmennt
um og gefið út verk eftir fjölda
marga heimsþekkta höfunda, eða.
höfunda sem voru þekktir í Dan-
mörku eða annars staðar á Norð-
urlöndum. Stofnandi forlagsins
Karl Schönberg, náði útgáfurétti
að verkum Grundtvigs, sem þá
bar einna hæst af andans mönn-
um í Danmörku og var mjög um-
deildur maður þar í landi og
raunar miklu víðar. Karl Schön-
berg stjórnaði forlaginu allt til
ársbyrjunar 1905, en þá tóku aðr-
ir við og héldu áfram sömu
stefnu og stofnandinn hafði mark
að. Nú er Paul Monrad stjórn-
andi forlagsins en hann hafði
áður verið í þjónustu Hasselbergs
forlagsins og kennari við verzl-
unarháskóla Dana. Det Schön-
bergske, eins og það er kallað,
gefur út alls konar bækur, en
leggur jafnan áherzlu á að mjög
sé til þeirra vandað. Nú í haust
hefur bókaforlogið gefið út all-
stóra skáldsögu eftir franska rit-
felldar þjóðnýtingaráætlanir í höfundinn Jules Romains, sem
landinu, jafnframt því sem þeir
leggðu meiri og meiri höft og
hindranir í veg fyrir atvinnu-
greinarnar í landinu. Þessu til
stuðnings bentu hægri flokkarnir
og óháðir á, að Mollet hefði það
á stefnuskrá sinni að veita hin-
um svonefndu rekstursráðum,
innan atvinnufyrirtækjanna,
meiri völd en áður, en það mundi
aftur leiða af sér að launþegarnir
fengju óheppilega mikil áhrif á
rekstur iðnaðar og annarrar starf
semi í landinu. Auk þess hefur
iað valdið deil-
im, að Mollet
/ildi koma fram
xætlunum, eins
ionar þjóðnýt-
ingu á starfsemi
lækna í landinu.
Þessi áætlun sem
kennd er við
Gazier nokkurn
Coty.
talinn er með merkari núlifandi
rithöfundum Frakka. Skáldsag-
an heitir: Jerphanions sön. Loks
gefur forlagið út bók eftir Chot-
zinoff, sem heitir: Toscanini i
nærbillede. Höfundurinn var nú-
kunnugur hinum mikla hljóm-
listarstjóra, sem nú er nýlátinn
og dregur hann upp mjög ljósa
mynd af þessum fræga manni
eins og hann var í starfi og eins
í einkalífi sínu. Margar sögur
hafa myndast um framkomu
Toscanini, sérstaklega gagnvart
hljómlistamönnunum og hversu
sterkan aga hann hafði í sam-
bandi við flutning tónverka og
gefur þessi bók mjög skýra og
skemmtilega mynd af þessum
mikla listamanni, sem talinn er
að hafi verið snjallastur hljóm
sveitarstjóri meðal samtíðar-
manna sinna. Forlagið gefur út
og hefur valdið i eins konar bókaflokk, sem kall-
miklum deilum. I aður er Obelisk-bækurnar, og nú
er nýkomin út ein í þeim flokki,
bók sem nefnist: Lyset og havet
og er eftir Corrado Alvaro, sem
er einn af merkari rithöfundum
ftala nú. Hann mun vera lítt
þekktur á Norðurlöndum en hér
er um að ræða eins konar úrval
af verkum hans. Þar eru tvær
stuttar skáldsögur ennfremur
nokkrar smásögur og loks rit-
gerðir.
Dönsk bókaútgáfa er á mjög
háu stigi. Innan stéttar bókaút-
gefenda í Danmörku er mikið um
erfðavenjur frá liðnum tíma, sem
eru forlögunum verðmætur
stuðningur.
Forlag, eins og t. d. Det Schön-
bergske, fylgist mjög vel með í
samtíðarbókmenntum sínum og
hefur gerfið út bækur eftir suma
hinna þekktustu rithöfunda sam-
tíðarinnar. Starfsemi forlagsins
ber einnig mjög svip að því, að
það hefur alla tíð verið menn-
ingarútgáfa, ef svo mætti orða
það, og fer þar saman að bæk-
urnar eru með vönduðu innihaldi
og gefnar út á hina smekklegustu
nútímavísu.
ísIendÉngar reisi
Sngólíi styttu í Dals
lirSi
Á SÍÐASTL. sumri fór hópur tslendinga fcrð „í fótspor Egils
SkalIagrímssonar“ um byggðir Vestur-Noregs, í boði ýmissa aðila
þar um sióðir. Alþingismenn þeir, sem þátt tóku í förinni, hafa
lagt fram tillögu til þingsályktunar þess efnis, að myndastytta af
Ingólfi Arnarsyni verði reist í Rivedal í Dalsfirði. Tillögumenn eru}
Bjarni Benediktsson, Gyifi Þ. Gíslason, Hannibal Valdimarsson,
Halldór E. Sigurðsson og Pétur Ottesen.
Tiliagan er á þessa leið:
Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að gera nauðsynlegar
ráðstafanir til, að afsteypa af styttu Einars Jónssonar af Ingólfi
Arnarsyni verði reist í Rivedal, Dalsfirði í Noregi og afhent Norð-
mönnum að gjöf frá tslendingum sem tákn óbrotgjarnrar vináttu
þjóðanna.
1 greinargerð segja flutnings-
menn.
Fyrsti landnámsmaður íslands,
Ingólfur Arnarsoii, átti áður
heima í Dalsfirði í Noregi. Þar
um slóðir hyggja menn, að heim-
kynni hans hafi verið í Rivedal
þar í firðinum. Víða í Noj egi
verður vart einlægrar vináttu til
Islendinga og hvergi þó fremur
en í hinum fornu heimkynnum
Ingólfs Arnarsonar. Islendingar
finna og hvergi betur til hinna
nánu banda ætternis og vináttu,
er tengja þá norsku þjóðinni. —
Þykir fara vel á því, að hin
sama myndastytta af Ingólfi
Arnarsyni sem gnæfir yfir bæjar-
stæði hans í Reykjavík verði
einnig reist í Rivedal til merkis
um og staðfestingar á vinarhug
Islendinga til sinnar norsku
frændþjóðar.
shpifap up ~)
daglega lifinu j
B
ORGARI skrifar:
í grein um nýútkomna bók,
þýðingu Tómasar Guðmundsson-
ar á „Þjóðbyltingunni í Ungverja
landi“, gerir Indriði G. Þorsteins-
son sér upp satt að segja ákaflega
óviðkunnanlega einfeldni með því
að þykjast ekki skilja hvað sé átt
við með orðasambandinu „hinn
frjálsi heimur“. (sjá Tímann, 3.
nóv.).
Þetta hugtak er nú notað alls
staðar í vestrænum löndum til
þess að aðgreina heim hinna
frjálsu lýðræðisþjóða frá einræðis
ríkjum austursins, heim skoðana-
frelsis og athafnafrelsis frá kúg-
unarveröld kommúnismans. Les
Indriði G. Þorsteinsson engin út-
lend blöð? Eða er hann að þókn-
ast kommúnistadeild Framsóknar
flokksins?
Indriði mun vera meðlimur í
félagsskapnum Frjáls menning.
Skilur hann þá hvað frjáls menn-
ing er?“
Fyrir kvenfólk og
húsbyggjendur
VELVAKANDA berast bréf um
margvíslegustu efni. Hér
kemur dálítil hugvekja um fyrir-
komulag í eldhúsum.
„í hinni stöðugu baráttu okkar
fyrir auknum þægindum, hefur
verið lögð mikil áherzla á að gera
eldhús íbúðarhúsa æ fullkomnari.
í allri nýjungaleit ber þó sér-
staklega að' gæta þess að fara
ekki rangar brautir.
Eitt af þvi, sem nokkuð er far-
ið að tíðkast í tilhögun eldhúsa,
er hinn svonefndi þurrkuskápur,
sem er staðsettur fyrir ofan mið-
stöðvarofninn og er hafður opinn
að ofan og neðan, svo að heita
loftið geti leikið í gegnum skáp-
inn. Á kvennasíðu Mbl. hinn 1.
nóv. sl. er sérstaklega rætt um
þessa nýjung.
Skápar til ryksöfnunar
ASTÆÐÁ er til að benda fólki
á, að þurrkuskápar eru væg-
ast sagt varhugaverðir hvað þrifn
að snertir. Allir þekkja hvernig
heitir ofnar halda loftinu á sí-
felldri hreyfingu og draga til sín
ryk, sem síðan þyrlast upp fyrir
þá, enda óhreinkast loft og vegg-
ir yfirleitt langfyrst fyrir ofan
miðstöðvarofna.
Allir hljóta að sjá, ef þeir
hugsa málið, hve fráleitt það er,
að setja rakar þurrkur, sem not-
aðar eru til að þerra matarílát,
á þ^nn stað þar sem þær hljóta
að draga í sig verulegan hluta af
því ryki, sem til fellur í eldhús-
inu.
Þeir, sem þegar hafa sett upp
slíka skápa, geta bjargað málinu,
með því að setja í þá þunnan
botn. En þá mun hitinn frá ofn-
inum flýta nokkuð fyrir þurrkun,
án þess að þurrkurnar óhreinkist.
Það skyldu menn muna að matar-
ílát hvers heimilis eru aldrei
hreinni, en þurrkurnar sem not-
aðar eru. Húsmóðir.“
Góð kvikmynd
LESANDI Morgunbiaðsins hefur
beðið fyrir orðsendingu til
forráðamanna Nýja Bíós um að
sýna aftur kvikmyndina Á Guðs
vegum, sem þar var sýnd í
nokkra daga fyrir skömmu. Tel-
ui hann, að sýningar hafi hætt
fyrr en fólk hafði gert ráð fyrir
og að margir myndu fagna því
að fá aftur tækifæri til að sjá
rriyndina.