Morgunblaðið - 06.11.1957, Síða 11

Morgunblaðið - 06.11.1957, Síða 11
Miðvikudagur 6. nóv. 1957 MOKCVISBI 4ÐIÐ 11 RæH við Einar í Sindra um járnbræðsluhugmyndir á Alþ framkvæmdir í þessu stórmáli hefjist, þar sem við máske gæt- um sparað okkur stóran hluta af svo dýrmætum innflutningi, sem járni og stáli. — Þetta virðist allt liggja beint við? Hvað um allan pappírinn? Hefilspænina, sagið, timbrið, sem fer til ónýtis? Hvað um full- komna niðursuðuverksmiðju til að gera verðmætari og hagnýta betur afurð'ir frá okkar höfuð- attvlhnugreinum? Hvað um landbúnaðarafurðirn- ar, skinnin, ullina, gærurnar, garnirnar, ostana, smjörið, kjöt- ið? Fiskiroð o.fl. Hvað um Faxa- verksmiðju og glerverksmiðju? I.M.S.f. telur það ekkert áhorfsmál Verkstjóri hreppti íhJð NÚ 1 NOKKUR undanfarin ár hefur töluvert verið rætt, ráð- gert og rannsakað hvort tiltæki- legt þætti að koma upp hér á landi járnbræðslu og völsun, og þá sérstaklega tál þess að hag- nýta það gamalt járn, sem til fell ur hér innanlands. Fyrirtækið Sindri hér í Reykja vík, hefur um nokkuð mörg und- anfarin ár verið það eina fyrir- tæki í landinu, sem hefur flutt út brotajárn reglulega. Það hefur gert þetta að sérgrein í starfsemi sinni jafnframt því að flyttja inn og hafa á lager stóran hluta af því járni sem notað er til smíða hér á landi. Tíðindamaður Mbl. hitti um daginn Einar Ásmundsson, for- stjóra og ræddi við hann um þessa hugmynd. Á Alþingi — Hvernig bar þetta mál að höndum? — Upphaf þessa máls mun vera, að Þjóðvarnarflokkurinn lagði fram tillögu á Alþingi um að það verði rannsakað hvort til- tækilegt sé að vinna hér nýtt járn úr því gamla járni sem hér á landi til fellur, og þá er átt við gömul járnskip, úrgang frá smiðjum o. fl. o. fl„ sagði Einar Ásmundsson. Þessi tillaga mun hafa verið borin fram á tveim eða þrem þingum. Síðast var mál inu vísað til rikisstjórnarinnar, eða iðnaðarmálaráðherra til at- hugunar. Eitthvað um þetta leyti skrifaði í tímarit grein um stál- gerð V-íslenzkur maður, Jón Ól- afsson, sem unnið hefur um ára- tugi í stálgerð í Ameríku með mjög góðum árangri að sagt er. Jón telur að hér geti þrifist stálbræðsla. Hvetur hann til þess að það verði hafizt handa í þess- ari tímaritsgrein sinni og svo ítrekar hann það nú fyrir nokkru í blaðaviðtali í Morgunblaðinu. Um tillögu þjóðvarnarmanna fór svo að fyrrv. iðnaðarmálaráð- herra, Ingólfur Jónsson, fól Iðn- aðarmálastofnuninni að rann- HIN FRÆGA ópera „Carmen“ eftir franska óperutónskáldið Bizet, hefur til þessa dags notið mikilla vinsælda, enda er efni óperunnar hádramatískt og tón- listin fögur. Vinsældir óperunnar má meðal annars marka á því, að kvikmyndaframleiðendur hafa lagt sig mjög fram um að gera kvikmyndir byggðar á óperunni. Eru þessar kvikmyndir nú orðnar ekki færri en 16 og er þá þessi síðasta mynd, Carmen Jones með talin. Mynd þessi er frábrugðin öðrum Carmen-myndum að því leyti, að efni hennar hefur verið flutt yfir í nútímann og eru ein- stök atriði myndarinnar í sam- saka málið. Gerði hún það og gaf út sitt álit á þessu máli sem svo var birt í tímariti íslenzks iðnað- ar og fleiri blöðum. Álit með meðfylgjandi áætlun frá I.M.S.Í. gaf ótvírætt til kynna að hér mætti og ætti að stofna til járnbrennslu og völsunar að þeirra dómi með góðum árangri. — Höfuðgrundvöllurinn, hrá- efnið, sem allt á að byggjast á, er allt það gamalt járn, skip o.m. fl. sem til fellur í landinu, nokk- ur þúsund tonn árlega. — Hvað gerist nú? Það síðasta, sem hefur skeð í þessu járnbræðslumáli, sagði Einar, er að nú fyrir nokkru er að málið er á ný komið fram á Alþingi. Till. um rannsókn að hvort tiltækilegt þætti að stofna hér stálverksmiðju o.s.frv. Er þetta svipuð tillaga og sú sem þjóðvarnarmenn báru fram á sínum tíma og búið að afgreiða og athuga. Tillögumaðurinn er að þessu sinni Pétur Pétursson, alþm., fyrrv. verðlagsstjóri og fyrrum fjármálalegur ráðamaður Lands smiðjunnar um nokkur ár. Hér hlýtur að vera maður sem veit sínu viti í þessu máli, enda til- lagan sennilega borin fram til að ræmi við það. — Carmen vinnur nú í fallhlífarverksmiðju, Don José, sem Carmen verður fyrst hrifin af heitir nú blátt áfram Joe og er liðþjálfi og Escamillo nautabani hefur vikið fyrir hnefaleikamanninum Husky Mill er. — Allar þessar mörgu breyt- ingar draga síður en svo úr áhrif- um myndarinnar, enda er hún afbragðsvel gerð, og ágætlega sungin og leikin. Sérstaklega er athyglisverður leikur þeirra Dorothy Dandridge í hlutverki Carmen og Harry’s Belafonte í hlutverki Joe. Og Marilynu Horne og Le Vern Hutcherson syngja hlutverk þeirra frábæri- lega vel. — Leikstjórinn, Otto Preminger hefur sett myndina snilldarlega á svið og gefið henni hina réttu stemningu. — Sem sé: Afbragðsmynd, sem ég mæli eindregið með. — Ego. — Já, því þá ekki að hefjast handa? Þjóðvarnarflokkurinn telur að þetta sé hægt. Reyndur stálgerðarmaður Jón Ólafsson, hefur þá trú að þetta sé mögu legt hér á landi. Iðnaðarmála- stofnunin gefur út álit og áætlun sem ótvírætt bendir á að hún telji að stálvinnsla beri sig hér á landi, og síðast og ekki sízt, Pét- ur Pétursson, alþm., maður sem hefur unnið sem meðstjórnandi í stóru járniðnaðarfyrirtæki og jafnframt í járninnflutningi i árabil, víðförull og hefur margt séð af þessu tagi iðnaðar. Hann hlýtur að hafa athugað málið mjög gaumgæfilega svo sem hann hefur og haft aðstöðu til. Þá er það fjármagnið, sagði Einar Ásmundsson. Ef að það er rétt sem ofangreindir aðilar halda fram, þá á framkvæmd málsins að vera einföld, það eru ávallt til einstaklingar og rík fyrirtæki, sem vilja leggja pen- inga í arðvænleg fyrirtæki. Við skulum hugsa okkur að þetta yrði hlutafélag til að byrja með. Vestur-íslendingurinn mundi á- I iðanlega með sinni einlægu trú á fyrirtækinu getað safnað amerísku hlutafé og ef til vill lagt eitthvað fram sjálfur. Þjóð- varnarmenn og Pétur Pétursson geta brugðið sér til Ruhr og hitt þar að máli einhverja af þýzku stálkóngunum og bjóða þeim hluti. Ef þeir kynnu að vera með einhverjar efasemdir þá ættu þeir að muna eftir að sýna þeim plaggið frá Iðnaðármálastofnun íslands. — Gæti slík járnbræðsla byrj- að starfsemi sína fljótlega ef í þetta yrði ráðizt? — Þessu veit ég ekki hvernig ég á að svara svo tæmandi sé. Eitthvað hefur heyrzt talað um að nú sem stæði hefðum við ekki nóg hráefni. Það yrði ekki hægt að byrja strax að bræða. Safna yrði járni í nokkur ár og banna útflutning á gömlum skipum og jáni. Það eru til mörg þúsund ef ekki tug-þúsundir tonna af járni hér í landinu. T.d. liggur hér rétt við bæinn uppi í fjöru í Foss- voginum flak af togara. Það hef- ur verið boðið til. niðurrifs nú í nokkur ár. Flakið bíður þarna eftir að verða ef til vill brætt í íslenzki bræðslu. Það liggja tug- ir skipa allt í kringum landið. þar sem sæmileg aðstaða er til að brenna þau niður og flytja járn ið svo á sjó eða landi á þann stað, sem það yrði endanlega hagnýtt. í þessu sambandi ættu menn að muna Dynskógafjörujárnið. Því er sennilega ávallt hægt að 1 bjarga og yrði þá líklega ekki kostnaðarsamara miðað við verð mæti en að skera t. d. togaraflak- ið í Fossvoginum niður í ofna- stærð svokallaða. Áður en farið var að hagnýta brotajárn til útflutnings var það urðað. Til eru götur í þessum bæ, sem eru púkkaðar með brota járni! Síðan farið var að flytja reglulega út brotajárn hefur ekki nema helmingur af því brotajárni sem hér fellur til, komið fram. í sambandi við þessa hugmynd um járnbræðslu, er margt fleira sem hlýtur að koma í huga manns. f GÆR var dregið í 7. flokki Tappdrættis D.A.S., um 10 vinn- inga eins og vananlega. Stærsti vinningurinn í þessum flokki er fullgerð 3 herbergja íbúð í nýrri sambyggingu að Álfheimum 72 í Hálogalandshverfinu. Kom íbúð in á miða nr. 18799 og er eigand- inn Þorvaldur Brynjólfsson verk stjóri í Landsmiðjunni, til heim- ilis að Laugateig 58. Þessi miði er í aðalumboði DAS í Vestur- veri. Næsti vinningurinn Keilis- tindur, sem er 414 tonns bátur, eins og þeir bátar sem verið hafa í happdrættinu frá byrjun. Vand að skip og vel búið. Hann kom á miða 52311 og var eigandi mið- ans svo óheppinn að láta undir höfuð leggjast að endurnýja mið ann og því rennur þessi stóri vinningur aftur til DAS-happ- drættisins. Báturinn er metinn á um 100 þús. kr. Hann var líka í Vesturvers-umboðinu. 3. vinn- ingurinn er rússneskur Pobeda- bíll sem kom á 54500. Eigandinn er Jóhannes Jónsson Kópavogs- braut 6 A, prentnemi sem nýlega hefur fengið próf á bíl. Þessi miði er líka í Vesturveri. 4. vinn- ingurinn er Fiat 600 -— Múltipla, kom á miða 24103. Miðinn er í Vesturverumboðinu. Ekki hafði í gærkvöldi þegar þetta er skrif- að verið haft samband við eig- andann. Næsti vinningurinn eru húsgögn eftir eigin vali fyrir 25.000 kr. koma á miða nr. 55760. Ekki hafði náðst í eigandann, en hann er væntanlega héðan úr bænum því miðinn er í Vestur- veri. Píanó Simmerman kom á miða nr. 30348 og eigandinn er Júlía Ólafsdóttir Knoxbúðum E-23. Miðinn í Vesturveri. 7. vinningurinn er einnig píanó, Hornung & Möller og kom á miða 23435 og hreppti það Akur- nesingur, Karl Benediktsson, Bæ á Akranesi. 8. vinningurinn er heimilistæki eftir frjálsu vali fyrir 15,000 og kom á miða 35610 og er eigandinn Kristinn Óskars- son lögreglumaður, sem fékk að vita um vinninginn þar sem hann liggur í Landsspítalanum. Næsti vinningur er einnig heimilistæki eftir eigin vali fyrir 12.000 kr. og kom sá vinningur í hlut Sal- mans Kristjánssonar í Bolungar- vík og kom á miða nr. 47133 sem seldug er í umboðinu þar. 10. vinn. ingurinn voru húsgögn eftir eig- in vali fyrir 10.000 kr. og komu á miða 15431 og er eigandinn Halldór Bernódusson í Bolungar- vík og miðinn seldur í umboð- inu þar. Pípulagningamenn Tilboð óskast í að leggja hitalögn í húsið nr. 17 við Hoitsgötu. Uppdrátta og útboðslýsinga skal vitja í teiknistofu Bárðar Daníelssonar, verkfræðings, í húsi Slippfélagsins, (vesturdyr), gegn 100 kr. skila tryggingu. Tilboð verða opnuð kl. 14 laugardaginn 9. nóv. á Vesturvallagötu 1, fyrstu hæð. SHEAFFERS WH ITE D OT S N O R K E L P E N Enga hluti þarf að fjarlægja.. Aðeins eitt þrýstitak og penninn er fylltur, en þó hreinn að utan! Þessi nýjasta fylling ásamt skriftar- gæðum gera Sheaffer’s White Dot Snorkel Pen ákjósanlegasta penna heims. — Sannfærist um gæðin. Verð frá kr. 253.80 Fæst í helztu bóka- og ritfangaverzlunum. Einkaumboðsmaður: Egill Guttormsson, Reykjavík. Viðgerðir annast: Gleraugnaverzlun Ingólfs Gíslasonar, Skólavörðustíg 5 og Pennaviðgerðin, Vonarstræti 4, Reykjavik. KV I KMY N Dl R tCarmen Jones' i Nýja bíói

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.