Morgunblaðið - 09.11.1957, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.11.1957, Blaðsíða 2
MORGVWBLAÐIÐ Laugardagur 9. nóv. 1957 Raunhæfar tillögur um að auka enn byggingarframkvæmdir Reykjavíkur Frá umræbum á bæjarstjórnarfundi um tillögur Sjálfstæðismanna byggingarmálum i A FUNDI bæjarstjórnar Reykjavíkur í fyrrinótt var rætt um tillög- ur þær, sem Sjálfstæðismenn hafa lagt fram í byggingarmálum. Er hér um 3 tillögur að ræða, eins og frá var sagt í Mbl. í gær. Fjalla þær um byggingaframkvæmdir tH útrýmingar heilsuspillandi hús- næðis, um stofnun byggingarsjóðs Reykjavíkur og um endurbætur á husnæðismálalöggjöfinni til að tryggja, að ríkið leggi jafnmikið fé fram til útrýmingar heilsuspillandi húsnæðis og bæjarfélögin gera. Um þessi mál urðu miklar og harðar umræður og vakti það einkum athygli, að aðaltalsmaður kommúnista í bæjarstjórn, Guð- mundur Vigfússon, taldi öll tormerki á að ætlast til þess af ríkisvald inu, að það láti jafnmikið fé af hendi til þessara mála og bæjarfélög- in gera. — Tillögunum var að lokum visað til 2. umræðu. Fyrirkomulag .ánamála. Jóhann Hafstein bæjarfulltrúi fylgdi tillögum Sjálfstæðismanna úr hlaði. Jóhann minnti á ákvæði stjórn- arsamningsins frá 1953 um bætta skipan á lánveitingum til íbúða- bygginga. Árið eftir beindi bæj- arstjórn Reykjavíkur þeirri áskor un til ríkisstjórnar og Alþingis að gera sérstakar ráðstafanir til að útrýma öllum braggaíbúðum á 4—5 árum. Jafnframt gerðu Sjálfstæðismenn í bæjarstjórn Reykjavíkur tillögur um stofnun byggingarsjóðs. Er löggjöf um þessi mál var sett 1955 var ekki gert ráð fyrir stofnun slíkra sjóða heldur stofnun almenns veðlánakerfis og sérstökum rík- isframlögum til útrýmingar heilsuspillandi húsnæðis. Af þessu fyrirkomulagi hefur nú fengizt nokkur reynsla, og telja Sjálfstæðismenn í bæjar- stjórn rétt með tilliti til hennar að taka aftur upp tillöguna um sérstakan byggingarsjóð Reykja- víkurbæjar. Framlög írkis og Reykjavíkur Jóhann rakti síðan áætlun Reykjavíkur frá 1955 um bygg- ingu 600 íbúða, en hún er nú vel á veg komin. Hann minnti á, að íbúðir þessar hefði átt að byggja fyrir fólk er býr í herskálum og öðru slíku húsnæði og til þeirra hefðu átt að renna þessi lán: 1) Styrktarlán frá bæ og riki. Hingað til hefur Reykjavík lagt fram 34,5 millj. kr. í þessu skyni, en ríkið aðeins 10 millj. 2) Hin reglulegu lán almenna veðlánakerfisins (A og B lán). Miðað við 70.000 kr. á íbúð ætti að vera búið að veita 16,2 millj kr. í þessum lánum til íbúða, sem Reykjavíkurbær stendur að, en veitt lán munu ekki vera nema um 1,5 millj. kr. Sést af þessu að mikið vantar á, að ríkið hafi rækt sinn þátt sem skyldi. Því er 2. tillaga Sjálfstæðis- manna í bæjarstjórn um að skora á Alþingi að setja laga- ákvæði um að ríkið leggi fram jafnmikið á þessu sviði og bæj- arfélögin. Þriðja tillagan er um að auka byggingaáætlunina úr 600 í 800 íbúðir svo og um úthlutun íbúða í Gnoðarvogshúsunum og lóðum við Elliðavog. Framsöguræða Jóhanns Haf- steins var birt í heild í blaðinu í gær. Framkvæmd bygginga- áætlunarinnar. Gisli Halldórsson arkitekt, sem stjórnar byggingaframkvæmdum skv. áætluninni frá 1955, tók til máls á eftir Jóhanni Hafstein og skýrði frá því, sem gert hefur verið á þessu sviði. í raðhúsa- hverfinu við Bústaðaveg og Rétt- arholtsveg reisir bærinn 144 íbúð ir, við Gnoðarvog 120 íbúðir og undirbúningur að byggingu 100 íbúða við Elliðavog er kominn vel á veg. Ræða Gísla Halldórssonar birt- ist í Mbl. á morgun. Allt þetta hef ég áður sagt. Guðmundur Vigfússon (K) tók til máls að ræðu Gísla lokinni Minnti hann á tillögu, er hann flutti á s.l. vori ásamt Alfreð Gíslasyni um byggingarsjóð og einnig kvað hann þá Álfreð hafa lagt til að bæta 200 íbúðum við áætlunina frá 1955, er hún var lögð fram. Kvað hann tillögur Sjálfstæðismanna hina mestu sýndarmennsku, en lagði síðan fram tillögu um að hefja strax byggingu hinna 200 nýju íbúða og veita 70—80.000 þús. kr. til hverrar íbúðar auk þess, sem þegar er gert. Loks ræddi Guðmundur Vig- fússon nokkuð um framlög ríkis- ins til útrýmingar heilsuspill- andi húsnæðis. Taldi hann það „nokkra ofætlun" að ætlast til þess, að Alþingi afsalaði sér fjár- veitingavaldinu í hendur sveitar- félaga og tæki að sér að greiða var í upphafi kjörtímabilsins. Þá talaði Guðmundur ekki um samn- inga og viðræður við ríkisstjórn- ina, heldur taldi sjálfsagt að senda henni miklakröfulista. Geir minnti síðan á, að nokkur reynsla hefur fengizt af tilraunum til viðræðna við ríkisstjórnina. Bæj- arráð bað um viðtal við Hanni- bal Valdimarsson og Eystein Jónsson varðandi húsnæðismál- in á s.l. sumri en hefur ekki feng- ið svar ennþá. Geir sagði að lokum, að eins og ríkið býr nú að fjármálum bæjarfélaganna, ætti að vera lítil ástæða til að óttast að þau geti ofboðið greiðslugetu ríkisins, þó að því væri gert að skyldu að leggja fram fé til útrýmingar heilsuspillandi húsnæðis til jafns við þau. Jarðræktarstyrkur og byggingarstyrkur Jóhann Hafstein tók næstur til máls. Hann minntist fyrst á til- lögúr Guðmundar Vigfússonar og Alfreðs Gíslasonar. Kvað hann þær réttnefndar sýndartillögur, sem hefði verið kastað inn á bæjarstjórnarfund án undirbún- ings og án þess að fjárhagshlið þeirra hefði verið athuguð. Til- lögur Sjálfstæðismanna miðuð- ust hins vegar við hið raunveru- lega ástand. Jóhann vék síðan að þeirri full- yrðingu Guðmundar, að Sjálf- stæðismenn vildu, að Alþingi af- salaði sér fjárveitingarvaldinu í hendur bæjarfélögunum. Minnti hann á, að hér er ekki farið fram á annað en tíðkazt hefur alla tíð um jarðræktarstyrkinn, sem rík jafnháar upphæðir og þau legðu (jg greiðir eftir því sjónarmiði fram, hverjar sem þær væru. —j Væru engin dæmi til slíks og virt ist sér liklegast til árangurs að hefja samninga og viðræður við ríkisstjórnina um málið. Nýr tónn Geir Hallgrímsson benti á, að mjög væri nú annar tónn í ræð- um Guðmundar Vigfússonar en einu, hvað framkvæmdir verið miklar. hafa Húsnæðislöggjöf nýsköpunar- stjórnarinnar og afsal fjár- veitingavaldsins. Einnig tóku til máls þeir Magnús Ástmarsson, . Þórður Björnsson, Björgvin Frederik- sen og Ingi R. Helgason, og auk Reiði í Mosfellssveit út af ógeðslegu hundadrápi OFAN úr Mosfellssveit berast fréttir um það, að á mánudaginn var, hafi 10 lögreglumenn verið kallaðir með skotvopn upp að Gufunesi, að boði Þorgeirs bónda þar. Skyldi þessi lögreglusveit drepa 6—8 hunda, sem þar voru á lóðaríi. Höfðu hnudarnir gert ónæði um nætur og talið senni- legt að þeir hafi eitthvað hlaupið í fé Gufunessbóndans. Þegar lögreglusveitin kom á vettvang höfðu heimamenn í Gufunesi króað hundana af á nesi sem liggur x lóni kippkorn frá bænum. Hundar þessir voru nær allir úr Mosfellssveit, fjárhundar bænda þar. Lögreglupxenn þrengdu að hundunum þar sem stóðu úti í nesoddanum og af færi hófu þeir skothríð á hundahópinn. Ekki einn einasti hundur féll við skot- hríðina í nesinu, heldur stukku veslings dýrin særð í sjóinn og þreyttu sund yfir álinn til lands. Þeir komust allir á land og hlupu sem fætur toguðu og stefndu upp í sveitina. Lögreglu- menn veitt hundunum nú eftir- för og komu á bæi og spurðust þar fyrir um særða hunda. Kom víða á fólk vegna þessarra fyrir- spurna lögreglumannanna. En ekki gengu hundamir þó úr greipum þeirra, því að nokkrir höfðu sýnilega hlaupið með tík- inni heim, en hún var frá búi Reykjavíkurbæjar að Korpúlfs- stöðum. Þar náðu lögreglumenn fjórum hundanna, sem undan höfðu komizt úr nesinu og tóku þá með sér. Stefán ráðsmaður sagði þeim hverjir ættu limrædda hunda. Hann gat bjargað tíkinni sinni. Dýravörzlumaður Reykjavíkur bæjar, Jónas Jónsson, stjórnaði þessari einstöku aðför, sem vak- ið hefir reiði um sveitina alla. — Hundarnir voru drepnir og skrokkarnir brenndir í tilrauna- stöðinni að Keldum. í gærdag símaði Mbl. til frétta- ritara síns í Mosfellsssveit, Jóns M, Guðmundssonar bónda að Reykjum. Hann kvað þessa frá- sögn blaðsins af atburðunum, vera í öllum aðalatriðum eins og hann hefði heyrt hana frá sjón- arvottum. Hann kvað þetta mál sér mjög skylt, því að fjárhundur hans hefði verið skotinn. Var hundur þessi hið mesta gersemi og kvað Jón tjón sitt við missi hans sér lítt óbætanlegt. Hefði þessi hundur verið sérlega vel þjálfaður til smalamennsku. „Það gat hver sem var smalað með Tjáa mínum“, sagði Jón á Reykjum. Var hundur þessi þeim kostum búinn, að Jón gat lánað hann hverjum sem var til smala- mennsku og var það höfuðkostur hundsins. Hann var frá írafelli, af góðu fjárhundakyni þar. þeirra þeir Jóhann Hafstein og Guðmundur Vigfússon aftur. í síðustu ræðu sinni benti Jó- hann á, að í lögum þeim um hús- næðismál, er sett voru á tíma nýsköpunarstjórnarinnar, er flokksmenn Guðmundar Vigfús- sonar voru í stjórn, voru ákvæði um að ríkið væri skylt til að leggja fram fé til móts við þau framlög er bæjarfélögin ákváðu. Minnti Jóhann á margendurtekn- ar tillögur Guðmundar í bæjar- stjórn um að þetta ákvæði lag- anna tæki gildi. Björgvin Frederiksen ræddi í ræðu sinni um þátt mannfjölg- unarinnar í Reykjavik í húsnæð- vandamálinu, en á sl. 5 árum hef- ur Reykvíkingum fjölgað um 7000 manns. Hann minnti einnig á, að fyrri fjárhagsáætlanir varð- andi byggingarmál yrðu að taka með varúð vegna vaxandi dýr- tíðar. Lóks fjallaði ræðumaður nokkuð um vandkvæðin, sem á því hafa verið að fá nægilegan mannafla til byggingarfram- kvæmda. Síld barst til Akraness AKRANESI 8. nóv. — Seint í gær kvöldi kom vélbáturinn Júlíus Björnsson frá Dalvík, hingað til Akraness með 12 tunnur af síld sem hann hafði íengið á Skerja- grunninu út af Eldey. Sennilega fer vélbáturinn Höfr ungur til síldveiða á morgun, ef á sjó gefur. Ungur listmólori opnnr sýningu í DAG opnar ungur Reykvíking- ur, Bjarni Jónsson, málverka- sýningu í sýningarsalnum í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu. Bjarni stundaði nám í Mynd- listarskólanum að Laugavegi 166 árið 1948 og ’49 og tók þá þátt í sýningum þar 14 ára gamall. Var hann síðan við nám í Handíða- og myndlistarskólanum, m.a. í höggmyndadeildinni hjá Ás- mundi Sveinssyni. Einnig hefir hann stundað nám hjá fleiri ís- lenzkum myndlistarmönnum. Árið 1955 brautskráðist Bjarni frá Kennaraskólanum og kenndi tvö næstu ár við barnaskólann og gagnfræðaskólann í Vest- mannaeyjum. Á meðan hann dvaldist í Eýjum stofnaði hann myndlistarskóla þar. Hann kenn- ir nú við Flensborgarskóla. Bjarni hefir tekið þátt í nokkr- um samsýningum með íslenzkum myndlistarmönnum. Þá má geta þess, að hann málaði leiktjöldin, sem notuð voru við gerð kvik- myndarinnar „Gilitrutt". Á þessari sýningu Bjarna eru bæði olíumálverk og teikningar *— Bandarikjamenn Framh. af bls. 1 upp árásartækjum, sem gætu valdið okkur alvarlegu tjóni ef þeir framkvæmdu árás gegn okk- ur. Þetta stafar af því að ekkert varnarkerfi getur verið fullkom- lega loftþétt, eða hindrað full- komlega að árásarflugvélar og tæki komist í gegn. Til þess að verjast árásum, þá höfum við lengi verið að byggja upp varnarkerfi í samstarfi við Kanada, sem nær langt utan af Kyrrahafi, eftir norðurstörnd Ameríku og út í Atlantshafið. Þetta er mjög flókið og marg- falt kerfi með fullkomnum rad- ar-tækjum, sj£#freiknandi vélum, hraðfleygum orrustuflugvélum. Þar höfum við líka komið fyrir fullkomnum lofvarnarflugskeyt- um, sem sum eru búin kjarnorku- sprengjum. Og það er stöðugt unnið að því að endurbæta þessa varnarlínu. Það er sannfæring mín, sagði Eisenhower, að enda þótt Rúss- ar standi okkur framar á sviði flugskeyta og á öðrum þröngum og afmörkuðum sviðum hernaðar tækni, þá er hernaðarstyrkur Vesturveldanna í heild, þó veru- lega meiri en styrkur kommún- istaríkjanna. Lelðrétting á fréff af ræðu Eisenhower f FRÉTT í blaðinu í gær af ræðu Eisenhowers voru ummæli hans rangfærð á einum stað. Stafaði þetta af því, að skeytasamband versnaði mjög er leið á fimmtu- dagskvöldið og voru loftskeytin, sem blaðinu bárust frá Reuter um miðnættið með lauslegum úr- drætti úr ræðu forsetans, mjög ógreinileg og ólæsileg á köflum. í fréttinni sagði, að Eisenhow- er hefði m.a. rætt um þau vanda- mál, er væru samfara því að ná flugskeytum og gervihnöttum aftur til jarðarinnar. Þá sagði í fréttinni, að þessi vandamál væru óleyst. Þetta var ranghermi. Eisenhower sagði, að bandarískir vísindamenn hefðu leyst þetta vandamál, en hins vegar sagði hann, að geimskeytin — á því þróunarstigi, sem þau væru í dag — skákuðu ekki fullkomnustu vopnum Bnadaríkjamanna. Er þetta vissulega mikilvægt atriði í ræðu forsetans og er hér með leiðrétt. Rjarni Jóns<?í>" Mynd af einu málverki Bjarna Jónssonar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.