Morgunblaðið - 09.11.1957, Blaðsíða 3
Laugardagur 9. nóv. 1957
morarNnráðið
3
Vaxandi misbrestur á ab
fundarsköp bæjarstjórnar
séu virt
Ræba Sigurðar Sigurðssonar á fundi
bæjarstjórnar i fyrradag
Á BÆJARSTJÓRNARFUNDI í
gær komu fundarsköp bæjar-
stjóínar enn til umræðu. Hélt dr.
Sig. Sigurðsson ræðu um það mál
og fer hún hér á eftir í höfuð-
dráttum:
„Á síðasta fundi bæjarstjórnar-
innar þ. 31. f.m. leyfði ég mér,
utan dagskrár, að vekja máls á
því, hvernig ýmsir bæjarfull-
trúar leggja oft fyrirvaralaust
fram tillögur á fundum bæjar-
stjórnarinnar um mikil og merk
málefni, sem, að því er virðist,
er ætlazt til að séu ræddar og til
lykta leiddar á einum og sama
fundi. Er oft brugðizt miður vel
við af flutningsmönnum, ef slík-
um tillögum er vísa'ð til athug-
unar starfandi nefnda eða ann-
ara stofnana bæjarins. Virðist
þeim, er átt hafa sæti í bæjar-
stjórninni um skeið, sem slík
venja hafi fremur færzt í aukana
hin síðari ár.
Á fundinum gat ég þess, að
samkv. 8. gr. fundarskapa bæjar-
stjórnarinnar, sem eru frá árinu
1931, væri eigi gert ráð fyrir
slíkri málsmeðferð, enda bæri
borgarstjóra að taka á dagskrá
hvert það mál, er bæjarfulltrúi
óskaði eftir og bærist honum í
tæka tíð. Þó bæri að viðurkenna
það, að á síðari árum væri fjöldi
þeirra mála, er bæjarráð fjallaði
um og sem síðar kæmu með
bæjarráðsfundargerðum til úr-
skurðar bæjarstjórnar hverju
sinni, orðinn svo mikill og marg-
þættur, að oft væri hægt í skjóli
þess að skjóta tillögum um skyld
mál inn á fundi bæjarstjórnar-
innar, þegar bæjarráðsfundargerð
ir væru þar til umræðu. Hefðu
bæði núverandi og fyrrverandi
forsetar bæjarstjónarinnar leyft
slíkt, enda það eðlilegt, þegar
málaflokkar væru skyldir.
Því gerði ég þetta að umræðu-
efni á fundinum, að f jöldi tillagna
um yfirgripsmikil og óskyld mál,
M. A.nemandi hiut-
skarpastur í ritgerða
samkeppni
EINS og frá hefur verið skýrt,
efndi dagblaðið New York Her-
ald Tribune til ritgerðarsam-
keppni hér á landi fyrir unglinga
á aldrinum 16—19 ára. Ritgerð-
irnar áttu að fjalla um efni, sem
nefnt var „Veröldin eins og við
viljum að hún sé“. Er þetta í
fjórða .skiptið sem blaðið efnir
til slíkrar ritgerðasamkeppni
hér.
Verðlaunin eru ferð til Banda-
.ríkjanna og þriggja mánaða dvöl
þar, höfundinum að kostnaðar-
lausu.
Tveggja manna dómnefnd, til-
nefnd af menntamálaráðuneytinu
og sendiráði Bandaríkjanna,
dæmdi um ritgerðirnar. Varð
Björn Friðfinnsson, nemandi í 5.
bekk Menntaskólans á Akureyri,
hlutskarpastur. Fer hann vænt-
anlega til Bandaríkjanna í næsta
mánuði.
(Frá menntamálaráðuneytinu)
AKRANESI,
flutt 50 ára
Baldurshagi,
Verður það
grunn við
þangað hafa
mörg gömul
7. nóv. — 1 dag var
gamalt timburhús,
af Suðurgötunni. —
sett á nýsteyptan
Presthúsabraut, en
áður verið flutt
hús. —Oddur.
sem hefðu haft tug millj. króna
útgjöld í för með sér, ef sam-
þykktar hefðu verið, voru af
ýmsum bæjarfulltrúum, einkum
minni hluta flokkanna, lagðar
fyrir fundinn, án þess að þær
hefðu nokkuð verið boðaðar áður,
og að því er virðist var ætlast
til þess, að tillögurnar hlytu þar
afgreiðslu, nema þær hafi þá ver-
ið bornar fram í algeru sýndar-
skyni. Tel ég óþarft að rekja þess
ar tillögur hér nánar nú, þar sem
þær munu flestum í fersku minni.
Á fyrrgreindum bæjarstjórnar-
fundi fordæmdi ég slíkan mál-
flutning. Ég skírskotaði til þess
virðingarleysis, er umbjóðendum
okkar, kjósendunum hér í bæn-
um, væri sýnt með slíkri máls-
meðferð og þeirri lítilsvirðingu,
sem bæjarstjórnin sjálf hlyti að
bíða við slíkt framferði.
Ýmis dagblöð minni hluta
flokkanna hafa undanfarna daga
haldið því fram, að ég hafi með
þessu á fundinum um daginn
gagnrýnt fundarsköp bæjarstjórn
arinnar og með þeim bæjarstjórn
armeirihlutann í heild. Þetta er
ekki rétt. Það, sem ég gagn-
rýndi, var meðferð fundarskap-
anna af ýmsum háttvirtum bæj-
arfulltrúum.
Eitt dagblaðanna var svo vin-
gjarnlegt og sannleiksfúst að
skýra frá því, að ég hefði „kvart-
að yfir fundarsköpum Gunnars
Thoroddsen". Það er ekki fátt,
sem Gunnar Thoroddsen
stundum látinn eiga. Jafnvel fund
arsköp, sem eru samþykkt í
bæjarstjórn og staðfest af stjórn-
arráðinu 7 árum áður en hann
kemst fyrst í bæjarstjórn, hljóta
nú að vera hans yfirlýsta eign.
Og hefur hann þó aldrei forseti
bæjarstjórnarinnar verið, en for-
seta varða fundarsköpin mest.
Það er skoðun mín, að vel hefði
mátt vinna enn á sómasamlegan
hátt við þau fundarsköp bæjar-
stjórnarinnar, sem nú eru Lgildi.
En til þess þurfa þau að vera virt
af öllum bæjarfulltrúum. Á því
hefur undanfarið verið vaxandi
misbrestur og er því illa farið.
Raddir hafa þess vegna all oft
komið fram um endurskoðun og
breytingu fundarskapanna. Hef-
ur bæjarfulltrúi Jóhann Hafstein
hvað eftir annað rætt nauðsyn
þessa máls hér í bæjarstjórninni
og einnig eftirminnanlega utan
hennar er 1500. fundur bæj-
arráðsins var hátíðlegur hald-
inn. Nú liggja hér fyrir til-
lögur þriggja bæjarfulltrúa um
þetta efni. Fagna ég því fyrir
mitt leyti, þar sem ég tel senni-
legt, að úr því sem komið er,
verði vart bætt úr þessu ástandi,
nema með gagngerðri endurskoð
un á fundarsköpum bæjarstjórn-
arinnar og þá um leið á samþykkt
unum um stjórn bæjarmálefn-
anna í heild“.
STAKStEINAR
Leíkfélag Reykjavikur irumsýnir
gamunleikinn „Grátsöngvorinn,,
Næsfkomandi mánudag
NÆSTKOMANDI mánudags-
kvöld frumsýnir Leikfélag
Reykjavíkur fyrsta nýja leikrit
vetrarins, sem er „Grátsöngvar-
inn“ eftir Vernon Sylvaine, í þýð-
ingu Ragnars Jóhannessonar
skólastjóra. Sýningin hefst kl. 8
síðdegis.
„Grátsöngvarinn“
Leikrit þetta er enskt og gerist
á vorum dögum. Það er gaman-
leikrit og fjallar um allt furðu-
legasta í fari nútímannsins, svo
sem raddlausa söngvara, ýmis
konar öfugstreymi svo eitthvað
sé tilnefnt. Jón Sigurbjörnsson
hefur sett leikinn á svið og stjórn
ar honum. Leiktjöld hefur málað
Magnús Pálsson og hafa búningar
verið valdir undir yfirumsjón
hans. Ljósameistari
Pálsson.
er Gissur
Leikendur
Aðalleikarar eru: Árni Tryggva
son, Brynjólfur Jóhannesson og
Helga Valtýsdóttir. Aðrir leik-
endur eru: Kristín Anna Þórar,-
insdóttir, Margrét Ólafsdóttir,
Steindór Hjörleifsson, Hólmfríð-
ur Pálsdóttir, Einar Ingi 'Sigurðs-
son, Knútur Magnússon og Mar-
grét Magnúsdóttir. Auk þessa
leikara koma tveir leikarar fram
í örlitlum hlutverkum.
Tengdamamma sýnd áfram
Leikfélag Reykjavíkur hefur
haust sýnt Tengdamömmu við
góða aðsókn. Eru sýningar á því
leikriti nú orðnar 13 í Reykjavík
og 9 utanbæjar. Verður haldið
áfram að sýna Tengdamömmu
fyrst um sinn.
Á landinu eru nú 66 sjúkraflugvellir
auk 20 stœrri valla
Birni Pálssyni fyakkab ómetanlegt og
fórnfúst starf
MERKTIR sjúkraflugvellir eru
nú 66 að tölu á landinu og braut-
ir þeirra samtals 97. Aðrir flug-
vellir — þ.e.a.s. flugvellir fyrir
stærri flugvélar — eru 20 talsins.
Agnar Kofoed Hansen gaf frétta-
mönnum þessar upplýsingar í
gær, er hann ræddi við þá um
sjúkraflugvelli og framkvæmdir
þar að lútandi á liðnu sumri.
Á fjárlögum síðustu tveggja
ára hefur 500 þúsund krónum
verið varið til byggingar sjúkra-
flugvalla og í ár var auk þess
varið 70 þúsund krónum til flug-
skýlis fyrir sjúkraflugvél við flug
völlinn á Akureyri.
'Á
Björn Pálsson og Haukur Claes
sen hafa í sumar farið um land-
ið og staðsett nýja sjúkraflug-
velli í samráði við flugmálastjóra
Agnar Kofoed-Hansen, og Guð-
mundur Guðmundsson, slökkvi-
liðsstjóri á Reykjavíkurflugvelli
hefur,tvö undanfarin sumur ferð
azt um landið á stórri bifreið,
er varnarliðið hefur lánað, merkt
sjúkraflugvelli, valtað og slóða-
dregið, sett upp vindpoka og ann-
azt annað viðhald vallanna, se,m
nauðsynlegt hefur talizt.
★
Flugmálastjóri sagði í þessu
sambandi, að fyrirhugað væri að
halda áfram merkingu og bygg-
ingu sjúkraflugvalla að svo
miklu leyti sem fjárhagur leyfði.
Hann bað fréttamenn að koma
því áleiðis til bænda, sem hefðu
í hyggju að brjóta nýtt land eða
slétta hún, að hafa í hyggju hvort
ekki væri hægt að haga fram-
kvæmdum þannig, að nota mætti
nýræktina síðar meir ef á lægi
til lendingar fyrir sjúkraflugvél.
Kvað hann flugmálastjórnina og
síðast en ekki sízt Björn Pálsson
alltaf vera reiðubúinn til þess
að leiðbeina bændum, ef þeir ósk-
uðu. Þetta hlyti að vera mikið
hagsmunamál fyrir bændur og
öryggisaukning í sveitum lands-
Þá vék flugmálastjóri að flug-
inu sjálfu og sagði, að fyrsta
sjúkraflugið hefði v.erið farið
1929 — upp í Hvalfjörð. Af og til
hefði síðan verið flogið, en það
hefði ekki verið fyrr en 1949, að
Björn Pálsson kom til sögunnar,
að sjúkraflugið hófst fyrir alvöru
og kvað hann meira um það hér-
lendis en í flestum löndum álf-
unnar. Sagði hann Björn hafa oft
á tíðum lagt sig í mikla hættu
í sjúkraflugi sínu og það væri
mesta guðsmildi, að aldrei hefði
honum hlekkst á, því að Oft hefði
hann teflt djarft. Sagði flugmála
stjóri, að Grænlandsflugi Björns
Pálssonar hefði verið veitt verð-
skulduð athygli, en að hans áliti
hefði það flug verið Birni mjög
auðvelt miðað við margar aðrar
ferðir, sem hann hefði farið út
á land við hin verstu skilyrði. —
Starf Björns Pálssonar væri ó-
metanlegt og ætti hann miklar
þakkir skilið fyrir fórnfýsi í
starfi.
★
Fréttamenn fengu tækifæri til
þess að ræða stuttlega við Björn
Pálsson við þetta tækifæri. Sagð-
ist hann hafa lent á 250—300 stöð
um á landinu og sjúkraflug hans
Björn Palsson
(Ljósm.: Á. Matthíass.)
væru nú prðin um 600. Þeim fjölg
aði sífellt við bætt skilyrði úti
á landi og á þessu ári hefði hann
farið um 100 ferðir út á land eftir
sjúklingum.
Hann sagðist hins vegar fljúga
mikið auk sjúkraflugsins, því að
í rauninni væri ekki hægt að reka
flugvélina, ef einungis ætti að
fljúga sjúklingum. Sem betur fer
væru slysin ekki það tíð að hann
hefði fulla atvinnu af sjúkraflug-
inu. Nú hefur Björn tvær flug
vélar til umráða — og þegar mik-
ið er að gera, hefur hann reynda
flugmenn sér til aðstoðar til þess
að anna fluginu.
Grundvöllur vinstri
stjórnarinnar
Sumarið 195« tóksi hinum svo-
kölluðu vinstrl flokkum að ná
undir sig stjórn landsins. Þett*
byggðist þó ekki á þvi að þeir
ynnu sigur í kosningum og ykju
traust sitt hjá islenzkum kjós-
endum. Þvert á móti minnkaði
fylgi þeirra meðal þjóðarinnar
verulega. Hræðslubandalagið
hríðtapaði atkvæðum á sama
tima sem Sjáifstæðismenn juku
atkvæðamagn sitt um 5 af hundr-
aði. En Framsókn og kratar voru
svo þyrstir i völd og stjórnarað-
stöðu að þeir hikuðu ekki við að
svíkja allar sinar fyrri yfirlýs-
ingar um að aldrei skyldi unnið
með kommúnlstum.
Þessi svlk eru grundvöllur
vinstri stjómarinnar.
Fær dollara fyrir vikið
Hin nýja ríkisstjórn hefur svo
brugðist öllum þeim loforðum,
sem hún gaf við myndun sína.
Hún lofaðl að reka burt herinn,
en herlnn sltur sem fastast, og
stjórnin fær meira að segja doll-
ara fyrlr vikið. Hún lofaði nýj-
um leiðlim í efnahagsmálunum,
lækkun skatta og minnkandi dýr-
tíð, en engin ný leið hefur fund-
ist, skattarnir hafa verið stór-
hækkaðlr og dýrtíðin aukizt að
miklum mun. Hún lofaði auknum
umbótum í húsnæðismálum og
lækkandi byggingarkostnaði.
Efndirnar hafa orðið stórminnk-
uð byggingalánastarfsemi og mik
il hækkun byggingarkostnaðar.
Þegar vinstri flokkarnir hafa
afrekað þetta, undir forystu Her-
manns Jónassonar, lýsa þeir því
yfir, að nú sé röðin komin að því
hjá þeim, að ná völdunum í
Reykjavík. Næst á höfuðborgin
sem sagt að verða „vinstri stjórn-
ar“ aðnjótandi.
Úrræða- og stefnulausir
Reykvíkingar hafa oft fengið
tilboð um vinstri stjórn áður.
Þeir hafa ávallt hafnað þeim.
Reynslan af samstarfi og úrræð-
um þessara flokka í rikisstjórn
blasir við. — Þar hafa þeir svikið
allt og staðið uppi úrræða- og
stefnulaúsir.
Hvergi finnur fólkið þetta eins
vel og í Reykjavík, undir hús-
vegg vinstri stjórnarinnar. Það
sætir þess vegna engri furðu þótt
almenningur í Reykjavík hafi
ríka og almenna andúð á þessari
stjórn skrumara og yfirborðs-
manna, sem alltaf eru með munn
inn fullan af loforðum, en reyn-
ast ófærir um að standa við nokk
urt þeirra, að því undanskildu
a® hrúga upp nefndum og ráðum
handa biltingahjörð sinni.
Árásirnar á borgar-
stjórann
Það hefur vakið athygli Reyk-
víkinga, að öll málgögn vinstri
flokkanna hafa hafið kosninga-
baráttuna við bæjarstjórnarkosn-
ingarnar í vetur með illkvittnum
árásum á borgarstjórann. Ekki
er það sigurstrangleg baráttuað-
ferð. Gunnar Thoroddsen nýtur
mikilla og verðskuldaðra vin-
sælda í Reykjavík, ekki aðeins
meðal flokksmanna sinna, heldur
fólks úr öllum stjórnmálaflokk-
um.
Allt bendir þess vegna til þess
að tilboði vinstri flokkanna um
stjórn höfuðborgarinnar verði
sízt betur tekið við þær kosn-
ingar, sem framundan eru en
þær, sem fram hafa farið á liðn-
uin árum.