Morgunblaðið - 09.11.1957, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.11.1957, Blaðsíða 6
6 MORCVNBT 4ÐIÐ Laugardagur 9. nóv. 1957 A 1 i SKAK ÁHUGI skákunnenda á íslandi beinist þessa stundina að svæða- keppninni í Wageningen, þar sem Friðrik Ólafsson keppir fyrir hönd íslands við marga af beztu skákmönnum Evrópu. Nægir í því sambandi að nefna L. Szabo, B. Ivkov, B. Larsen og Trifono- vic, sem allir eru stórmeistarar. Eftir 7 umferðir leiðir hinn harðvítugi bardagamaður L. Szabo með 6V2 vinning, en þess ber að gæta að hann hefur teflt við 4 af veikustu andstæðingum sínum. Szabo hefur um margra ára skeið verið bezti skákmaður Ungverjalands, og oft og tíðum verið hættulegasti andstæðingur rússnesku skákmeistaranna. Szabo er nú fimmtugur. Donn- er kemur í öðru sæti með 5 vinn- inga. Hollendingar bundu miklar Skákþing SAUÐARKROKUR, 8. nóv. — Skákþing Norðurlands hefst á Sauðárkróki sunnudaginn 10. nóv. n.k. kl. 1 e.h. ’Skákþingið er helg- að minningu Sveins Þorvaldsson- ar, skákmeistara Sauðárkróks. Teflt verður alla daga vikunnar frá kl. 8 að kvöldi til miðnættis. Mótið verður háð í hinu glæsi- lega félagsheimili Bifröst. Teflt verður í tveimur flokkum í meist araflokki verða 6 keppendur: Jón Ingimarsson, Akureyri, Halldór Jónsson, Akureyri, Þráinn Sig- urðsson, Siglufirði, Steingrímur Bernhardsson, Dalvík, Jón Jóns- son, Húsavík og Hjálmar Theo- dórsson, Sauðárkróki. í fyrsta flokki verða 10 þátt- takendur, þar af 7 frá Sauðár- króki, tveir frá Blönduósi og einn frá Hofsósi. — jón. vonir við Donner á kandidata- keppninni 1955, en hann brást vonum þeirra með öllu, enda við ramman reip að draga, 3.—4. Tri- fonovic og Stálberg 4%. 5.-6. Larsen og Ulhmann 4. og tvær biðskákir. 7. Friðrik 3’A og tvær biðskákir. Hér kemur skák úr 1. umferð mótsins, en þar eigast við Donn er og Orbaan. Hvítt: H. Donner. Svart: Orbaan Sikileyjarleikur 1. e4 c5 2. Rf3 e6 1 d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 I. Rc3 Rc6 (Hér velur svartur afbrigði, er hefur ekki átt miklum vinsæld- um að fagna í seinni tíð, en er þó vel teflandi. 5. — d6 leiðir til Schewningen afbrigðisins). 6. Rd-b5 Bb4 7. a3 (Hvítur lendir einungis í vand- ræðum ef hann leikur 7. Rd6t vegna Ke 7!). 7. --------Bxc3t 8. Rxc3 d5 9. exd5 exd5 (Byrjunarkerfið mælir með 9. — Rxd5. 10. Rxd5, Dxd5. 11. Dxd5, exd5, en ekki er staðan álitleg þegar búið er að láta af hendi biskupaparið og þar að auki kom ið stakt peð á d5. Sama staða kom upp í skák Pilniks og Stál- bei-gs í Rvík 1957.) 10. Bd3 0—0 II. 0—0 Bg4 12. f3 Be6 13. Bg5 Db6t 14. Khl Rd7 (Svartur getur ekki leyft sér að leika 14. — Dxb2 vegna 15. Bxf6 gxf6. 16. Dd2 og hótar Hfbl og Dh6.) 15. £4! f6 16. Dh5 f5 17. DÍ3 Dc5 18. b4! Dd4 (Ekki 18. — Dxc 3 19. Bxf5, Dxf3. 20. Bxe6f og vinnur mann). 19. Rb5 Db6 20. Hael Bf7 21. Rc3 Rd4 (Peðstap verður ekki varið). 22. Df2 Re6 (Hvítur hótaði Ra4). 23. Rxd5 Dxf2 24. Hxf2 Rxg5 A B C B E F G H ffljrk i fafs É. t k i§fÉ^^íhp^ fHl ^ ... .. .. ABCDEFGH Stöðumynd: 26. Bxf5! (Snotur leikflétta, sem einfald- ar stöðuna og vinnur peð). 26. — Be8. 27. Bxd7 Bxd7 28. Hd2 Rf3 (Vonlaust var 28. — Hxf4). 29. gxf3 Bh3 30. He4 g5 (Tímahrakið er nú í algleymi og allt er reynt til bjargar). 31. Kgl Hxf4 32. Hxf4 gxf4 33. Kf2 He8 34. Rd5 Hd8 35. Kel Hf8 36. Hd4 Hd8 37. c3 He8t 38. Kf2 a5 39. Rxf4 axb4 40. Rxh3 bxa3 41. Ha4 og svartur gaf. I. R. Jóhannsson. shrifar úr 1 daglega lífinu J Hreinlæti i brauðbúðum HÉR er bréf frá húsmóður: „Kæri Velvakandi. Okkur hættir oftar til þess að hripa þér línu um það sem miður fer, en það sem vel er gert. Þegar lömunarveikifaraldur- inn geisaði hér síðast, kvöddu ýmsar raddir sér hljóðs um brauð verzlanir bæjarins. Þótti mörgum húsmæðrum, að í þeim væri ekki gætt þrifnaðar sem skyldi, og var margt réttilega sagt í skrifum þessum. En nú hefi ég komizt í samband við bakarí, sem ég álít, að hafi térstöðu hér í borg, hvað þrifnað snertir. Þykir mér sjálfsagt, að því sé einnig haldið á lofti, sem til fyrirmyndar er. Fyrirtæki þetta er brauðgerðarhús Gísla Ólafssonar á Bergstaðastræti. Hvergi hefi ég séð nema þar tengur notaðar við afgreiðslu á jólakökum, smjörkökum, fransk- brauðum og öðrum brauðtegund- um. Ég hafði orð á því við hina prýðilegu stúlku, sem þar afgreið ir, hve mikill þrifnaðarauki væri að slíkri afgreiðslu, þvi að óneit- anlega væri óþrifalegt að snerta brauðin með höndunum, og jafn- framt taka á móti óhreinum pen- ingum. Stúlkan varð hálfundr- andi á athugasemd minni, og gat þess, að slíkur afgreiðslumáti væri svo sjálfsagður, að annað kæmi ekki til greina. Væru það hrein svik við neytendur, ef ekki væri gætt fyllsta hreinlætis í meðferð brauðanna. Ég sá á þessu svari, að stúlkan vildi í fyllsta máta hlíta settum reglum heilbrigðissamþykktar borgarinnar. En þar segir eitt- hvað á þessa leið, að nota verði sérstök áhöld við afgreiðslu á þeim matvælum, sem hvorki er hægt að hreinsa né sjóð«, Þjálfun afgreiðslufólks MÉR varð á að bera saman í huganum ágætis bakarí, sem ég hefi verzlað mikið við. Þar hafa verið notaðar tengur við afgreiðslu á kökum og brauð inn- pökkuð. Fyrir nokkrum vikum brá svo við, að hætt var við að nota tengurnar, og mátti sjá tvö slík áhöld brotin í einni hillunni. Spurði ég afgreiðslustúlkuna, hví tengur væru ekki notaðar nú eíns og áður. Svarið var: „Það er ekki gert lengur". Raddir hafa verið uppi um það, að þjálfa beri afgreiðslufólk í væntanlegu starfi áður en starfið hefst. Þessi þjálfun færi fram á námskeiðum, sem haldin væru öðru hverju fyrir þá, sem hugsa sér að sækja um slík störf. Þetta er mjög góð hugmynd, og ættu auðvitað stúlkur, sem starfa við mjólkur- og brauðbúðir, ekki að vera undanskildar þar. Fólk það, sem sækir aukna þekkingu til námskeiða þessara, ætti síðan að sitja í fyrirrúmi, þegar lausar stöður eru auglýstar. Það er mik- ið atriði fyrir bæði neytendur og seljendur, að afgreiðslufólk ræki starf sitt af kunnáttu og sam- vizkusemi. 1. persóna fleirtölu í miðmynd UNGUR hugverkamaður hér í bæ hringdi til Velvakanda fyrir skömmu og bað hann að benda mönnum á að gæta sín, þegar þeir nota sagnorðsmyndir, sem enda á -umst. Kvaðst hann nýlega hafa heyrt tvo af þekkt- ustu og reyndustu leikurum þjóð- arinnar gera sig seka um mistök í þessu sambandi. Var annar þeirra að tala í útvarpið en hinn stóð á sviði Þjóðleikhússins og hafði sig þar mikið í frammi. Rangt er að segja: Við sjáustum aftur. Rétt er auðvitað: Við sjá- umst aftur. Ásbjörn Ólafsson trésmiður M i rmingarorð MEÐ þessum fáu línum vildi ég minnast vinar míns, Ásbjarnar Ólafssonar, trésmiðs, er lézt í hárri elli þ. 31. f. m. Við vorum samstarfsmenn við sama fyrir- tækið um áratugi eða um 30 ára skeið. Verð á tékkheftum 11ÖLUSTENN skrifar: „Al- * veg nýlega hafa bankarnir gripið til þess að hækka gjald fyrir hvert útlátið tékkhefti úr kr. 1.00 í kr. 5.00. Ég veit ekki betur en að heldur hafi verið reynt að örva menn til að leggja peninga sína í banka og nota tékkhefti í stað þess að geyma peninga í kistlum og kommóð- um „til eignar einum þjófi“. Vextirnir eru litlir af ávísana- bókunum, þannig að svo hátt gjald fyrir tékkhefti skaðar þá verulega, ef ekki eru því hærri upphseðir að ræða og verður sennilega til þess að menn nota sér þessa þjónustu bankanna minna en annars. Það má að vísu segja að slík verðhækkun á tékkabókum hafi ekki áhrif á vísitöluna, sem nú er það heilag- asta í landi voru, að verkfalls- réttinum ekki undanteknum. Það er ef til vill smámunasemi að vera að tala um þetta. En nú spyr ég: Hefur verðlagsstjóri sam- þykkt þessa hækkun? Útilát tékkabóka er þjónusta, sem undir hana heyrir, eins og annað því- líkt. Þetta athugar verðlagsstjór- inn alveg vafalaust. Þess má geta að tékkhefti kosta aðeins 2 kr. í Verzlunarsparisjóðnum svo að verðlagið er nokkuð misjafnt". Ásbjörn var fæddur 15. októ- ber 1860 að Krosshúsi á Akranesi. Lærði hann trésmíði hjá Helga Helgasyni, tónskáldi. Þann 13. maí 1885 kvæntist hann Sigríði Björnsdóttur Stephensen frá Korpólfsstöðum í Mosfellssveit. Lézt hún árið 1939. Var mikil myndarkona. Eignuðust þau tvær mannvænlegar dætur, Sigur- björgu, er gift var Sigurjóni heitnum Péturssyni, verksmiðju- eiganda og íþróttamanni, og Mál- fríði er var gift Gísla heitnum Oddssyni, skipstjóra er fórst með skipi sínu „Leifi heppna“. Er hún nú búsett í Osló. Vann Ásbjörn að húsasmíði á Akranesi um skeið. Fluttist hann til Reykjavíkur ái'ið 1898 og keypti þá húsið nr. 22 við Þing- holtsstræti, sem hann bjó í til æviloka. Vann hann einnig að húsasmíði í Reykjavík. Var með meðal annars við byggingu Mið- bæjarbarnaskólans. Var hann hagur vel og hafði prýðisgóða rithönd. Var hann með í stofnun ýmissa félaga hér í bæ. Meðal annars var hann einn af stofn- endum Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík og var elsti meðlimur safnaðarins. Á langri lífsleið var hann ásjá- andi mikilla framfara og breyt- inga hér í bæ, bæði í iðnaði og á öðrum sviðum. Allar framfarir er þættu hag almennings glöddu hann mjög. Eins og sjá má var Ásbjörn orðinn háaldraður, því ekki nema eðlilegt að maðúrinn með ljáinn sækti hann heim, en þess hafði hann óskað, er hann varð að hætta störfum, að hann ekki yrði tilneyddur að lifa enn um lang- ann tíma og geta ekkert aðhafst sér og öðrum til gagns í lífinu. Ásbjörn var sérstakur persónu- leiki. Hann varaðist að tala illa eða misjafnt um nokkurn mann. Hann heyrðist aldrei blóta. Hinn háa aldur bar hann með þeirri rósemi, sem einkenndi hann allt líf. Ævikvöldið var bjart og andlátið friðsælt eins og allt líf hans hafði verið. Hann hóf starfsferil sinn hjá Hlutafélaginu Völundur árið 1904 og starfaði við félagið og svo Tibmurverzlunina Völundur hf. óslitið til ársins 1946, er hann hætti störfum vegna vanheilsu og aldurs. Það má með sanni segja að Ásbjörn var alla tíð með beztu starfsmönnum, er félögin höfðu á að skipa. Fyrst starfaði hann sem smiður og svo lengst af, sem afgreiðslumaður. Iðni hans og ástundun var viðbrugðið. Hann var einhver sá gæflyndasti maður í öllu dagfari, sem ég hefi kynnst. Reglusamur með afbrigð- um og mátti í engu vamm sitt vita. Framkoman við viðskipta- vinina alla tíð jafnalúðleg, hver sem í hlut átti. Skapgerðin var sérstök. Var hann glaðvær í fram komu við alla, þó stundum kím- inn. Hann vann fyrirtækinu allt það gagn, er hann mátti. Það var oft sagt, og það með sanni að öllum sé hrósað eftir dauðann, en það sem ég hefi sagt um Ásbjörn er sannleikur, það er ekki hægt að hrósa honum um of, hann var svo sérstæður maður. Ég vil nú leyfa mér, að leiðar- lokum, í nafni Timburverzl. Völundur hf. og allra _ starfs- manna, að þakka þér Ásbjörn minn minnisstæða samveru og þitt góða og gifturíka starf í þágu félagsins. Sendum þér okkar inni- legustu kveðjur og góðar óskir yfir landamærin. í dag er hann til inoldar borinn. Öllum aðstandendum votta ég innilegustu sambúð. Jón Hafliðason. Sievert Sætran rennismiður í DAG verður jarðsettur í Foss- vogskirkjugarði Sievert Sætran rennismiður. Sætran var fæddur í Noregi 6. sept. 1882 á eyjunni Smölen við Þrándheimsfjörð. Hann stundaði fyrst sjómennsku en eftir her- þjónustu, nám og þjálfun í for- ingjaskóla starfaði hann sem j lögregluþjónn í Þrándheimi og fékkst þá jöfnum höndum við smíðar. Á þessum árum kynntist Sætr- an fyrri konu sinni, Kristínu Hansdóttur, og kvæntist henni árið 1908. Tveim árum síðar fluttist hann með konu sinni til íslands og vann hér, við málm- smíðar til ársins 1919, lengst af í Reykjavík, fluttist hann þá aftur til Noregs og settist að í Meldalen i Þrændalögum sem vélaviðgerðamaður við náma- verk. Árið 1926 fluttist Sætran síðan alfarinn til íslands með fjöl skylduna, konu og þrjá sonu. Sætran réðst þegar til fyrir- tækisins Bræðurnir Ormsson og vann þar óslitið til ársins 1956, er heilsan bilaði. Konu sína missti Sætran árið 1941. Þau hjón in eignuðust fjögur börn, og eru af þeim tveir synir á lífi. Árið 1949 kvæntist Sætrán í annað sinn Kristínu Sigurðardóttir, en missti hana árið 1956, dvaldist hann eftir það hér á Elliheim- ilinu og lézt þar 30. okt. sl. Sætran var að upplagi þjóð- hagasmiður og afbragðs verk- maður. Við bræðurnir minnumst þess alltaf, þegar hann kom fyrst til okkar í atvínnuleit og við spurðum hann, hvað hann gæti gert. Þá svaraði Sætran: „Sitt- -s n hvað get ég nú gert, og ég vil vinna“. Það reyndist líka svo, að Sætran vildi vinna. Stundvísi hans, starfsgleði og þrek var með þeim ágætum, að slíkt hefi ég ekki þekkt. Ég kveð þig að endingu, dyggi þjónn, með þökk fyrir langt og vel unnið starf. Ég trúi því, að þú fóir að launum starf við þitt hæfi guðs í geim. Eiríkur Ormsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.