Morgunblaðið - 09.11.1957, Page 15

Morgunblaðið - 09.11.1957, Page 15
Laugardagur 9. nóv. 1957 MORGVNBL4B1Ð 15 — Utan úr heími Framh. af bls. 8 inn á miðjan aldur. Þetta er eitt af því, sem gerir hann svo raun- verulegan í augum lesendanna. Nú eru svo margar bækur komnar út um Maigret lögreglu- foringja, að við vitum næstum allt um hann. Við vitum, hvar hann er fæddur, uppi í sveit. Við vitum, hvað faðir hans gerði: bústjóri á stórum búgarði. Við vit um, hvar hann fæddist: í þorp- inu Allier skammt frá Nantes á vesturströnd Frakklands. Við vitum, hvað hann ætlaði að verða: læknir. Við vitum, hvern- ig hann gerðist leynilögreglu- maður: hann var fyrst götulög- reglumaður, síðan skrifari lög- reglustjóra. Við vitum hvenær og hvernig hann varð ástfanginn konu og giftist henni. Við vit- um, hvernig hann hækkaði í tign og varð lögregluforingi, við þekkj um flesta siði hans, takta hans, við vitum hvernig táin á skóm hans er, hvaða tóbakstegund hann reykir, hvaða kaffi honum finnst bezt. Maigret er harðstjórinn Sumir segja, að Simenon hafi verið hinn mesti harðstjóri, þeg- ar hann skapaði persónuna. Mai- gret fékk ekki sjálfur að ráða því, hvaða kaffi honum þætti bezt, það var náttúrlega rithöf- undurinn sem ákvað það. En ef menn kynnast Simenon, þá kom- ast menn að annarri niðurstöðu, — það er sem sé Maigret sem er harðstjórinn. Eftir honum verð- ur Simenon að hegða sér. Sim- enon verður að reykja tóbakið hans Maigret og hann verður að tileinka sér alla takta hans. Maigret leynilögregluforingi er sögupersóna, en hann er orðinn ljóslifandi sögupersóna. Fyrir nokkrum árum gaf Maigret út sjálfsævisögu sína. Hún var nokkuð annars eðlis en leynilög- reglusögurnar, sem Simenon skrifar venjulega. Þetta voru minningar og í leiðinni leiðrétti Maigret ýmis konar misskilning, sem komið hefði fram hjá Simen- on varðandi ævi hans. Það er því engin furða, þótt starfsmönnum á skrifstofu frönsku leynilögreglunnar finn- ist stundum, að Maigret sé kom- inn ljóslifandi á meðal þeirra og seztur við skrifborðið sitt. — Jón Arason Framh. af bls. 9 Það hefur gengið prýðilega þennan áratug. Ég fékk ágæta konu og mér hefði ekki liðið svona vel, ef ég hefði ekki fengið hana. Hún heitir Hannveig Ein- arsdóttir, er Skaftfellingur að ætt. Áður bjó ég með konu í 30 ár og átti eina dóttur með henni og nú hefur hún eignazt 10 börn Það er óhætt að segja, að hún hafi bætt fyrir syndir feðranna! Jú, það er ágætt að gifta sig sjötugur. Það þarf að vanda vel til þess sem lengi á að standa. Það er ekki eins og þegar unglingarnir eru að hlaupa saman án lítillal kynna, en æskan er bráðlát, ég * ætti sízt að dæma um það, þar sem ég átti telpuna ekki 20 ára gamall. Ég má víst varlega dæma, en ég hætti þá líka. Það var voða- legur hlutur að lenda í almenn- ingsálitinu á þeim tímum. Að því leyti er betra að lifa núna. Þröng- sýnin ætlar ekki lengur allt að drepa, þó að hún loði við okkur ennþá. En við skulum ekki hafa þetta lengra, segir Jón Arason að lokum. Ég ætla bara að segja þér, hvernig ég vildi skilja við, en það verður að vera glænýtt eins og ýsan frá Steingrími: Þegar nálgast stundin stríð, stend ég fljóts á bökkum kveðja vil ég land og lýð og lífið sjálft með þökkum. Og nú mætti halda áfram fram á rauða nótt segir Jón og brosir um leið og hann gengur út og kveður mig: öngu kvíða eg því kann er ég mæli þanninn því yfir fljótið öruggan á ég ferjumanninn. M. Innilegar þakkir til allra, sem heiðruðu mig og glöddu á áttræðisafmæli mínu. Óskandi ykkur alls góðs. Jón Jónsson, frá Flatey. Ég vil af alhug þakka öllum þeim er glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og skeytum á sextugsafmæli mínu þann 30. okt. sl. Guð blessi ykkur öll. Lára Þórhannesdóttir, Blönduholti, Kjós. Hjartans þakkir fyrir gjafir og aðra vinsemd mér auð- sýnda á 85 ára afmælinu. Guð blessi ykkur öll. Guðbjörg Jóhannsdóttir, Kleppsmýrarveg 3. é^ncjlnn LúL ja^naót a vi apenm u ann ^ PARKER KÚLUPENNI Hinn nýi Farker kúlu penni er se eim. sem gefur yður kost á að velja um fjórar odd- breiddir . . . odd við yðar hæfi. Hinti nýi i 'arker kúlu penni er sá eini með haldgóðu, óbrjótan- legu nælon skapti og demantfægðum málmoddi. ^ Hinn nýi t-arker kúlu penni veitir yður fimm siniinm íengri skrrft en AL.LIR VENJULEGiR KÚI.UPEiNNAR . . sannað af öruggri reynslu. Hinn nýi Farker kúlu penni skriíar leik- andi létt og geíur allt af án þess að klessa. Skrnt með honum er tekm giid af bönkum. (LLncli. iát í áratucji ▼erS: Parker kúlupenni: Frá kr. 62.20 til kr. 276.00 — Fylling kr. 25.00. Einkaumboðsmaður Sigurður H. Egilsson, P. O. Box 283 Reykjavík Viðgerðir annast: Gxeraugnaverzlun ingólfs Gíslasonar, Skólavörðustig 5 Rvík BP2-24 Innileg þökk til þeirra er gerðu mér 60 ára aímselið ó- gleymanlegt. Lifið heil. Finnbogi H. Finnbogason. Lokaö allan daginn í dag vegna jarðarfarar Timburverzlunin Völundur hf. Móðir mín, tengdamóðir og amma ÁRNFRÍÐUR ÁRNADÓTTIR, Haðarstíg 22, lézt í Landsspítalanum föstudaginn 8. þ. m. Steingrímur Jónsson, Ragnheiður Ingibergsdóttir og synir. Hjartkær eiginmaður minn og faðir okkar KRISTJÁN TORFASON, bankafulltrúi, lézt á Bæjarsjúkrahúsinu 8. þ. mán. Sesselja Ottesen Jósafatsdóttir og synir. mmmmmmmmmmKmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmammmmmmmmmmmmammmmmmmmmmmmmm Maðurinn minn, JÓN SIGURÐSSON frá Kaldaðarnesi, lézt í Landsspítalanum 31. okt. — Útförin hefur farið fram í kyrrþey, eftir ósk hins látna. Fyrir hönd barna minna og annarra aðstandenda. Anna Guðmundsdóttir. Hjartkær dóttir okkar og systir JÓNA BJÖRG ÓSKARSDÓTTIR frá Fáskrúðsfirði andaðist í Lanc%.pítalanum aðfaranótt föstudags 8. nóvember. Oddný Þórormsdóttir, Óskar Jónsson og börn. Vinkona okkar LOVÍSA EIRÍKSDÓTTIR, andaðist á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 8. þ. m., 94 ára að aldri. María Júlíusdóttir, Halldóra Gísladóttir, Valgerður Jónsdóttir. KRISTÍN KRISTJÁNSDÓTTIR lézt sl. nótt í Elliheimilinu í Reykjavík. Jarðarförin auglýst síðar. Systkinin frá Mýrarhúsum. ÞORVARÐUR GUÐBRANDSSON Bakka á Kjalarnesi, sem lézt 3. þ.m. verður jarðsunginn frá Brautarholtskirkju mánudaginn 11. þ.m. kl. 2 síð- degis. Bílferð verður frá B.S.R. kl. 13.15. Blóm vinsamlegast afbeðin. Börn hins látna. MARÍA GUÐMUNDSDÓTTIR andaðist að heimili sínu Suðurlandsbraut 9, 1. nóv. — Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 12. nóvember kl. 10.30 árdegis. Fyrir mína hönd og annarra aðstandenda. Iljalti Einarsson, málarameistari. Jarðarför konunnar minnar GEIRFINNU JÓMUNDSDÓTTUR fer fram frá Hiíðardalsskóla þriðjud. 12. nóvember kl. 2 e.h. Jarðsett verður frá Hjalla. Ingibjartur BjarnasMi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.