Morgunblaðið - 09.11.1957, Blaðsíða 12
12
MORGVTTBl AÐIÐ
Laugardagur 9. nóv. 1957
A
ustan
Edens
eftir
John
Steinbeck
177
8
I
ið og neytt hana til að tala við
mig. En ég vil ekki gera það“.
„Ef þú gætir bara brotið ísinn.
Oft þarf ekki nema eitt einasta
orð, til bes? að brjóta niður múr-
inn, sem á milli skilur. Farðu til
hennar og talaðu við hana. Segðu
henni að mig langi til að sjá
hana“_
„Nei, það geri ég ekki“.
„Þú þjáizt af voðalegri sektar-
tilfinningu, er það ekki?“
Cal svaraði ekki.
„Geðjast þér ekki að henni?“
Cal svaraði ekki.
J,Ef þú heldur þannig áfram,
þá versnar stöðugt liðan þín en
batnar ekki. Þú verður að reyna
að herða þig upp. Ég aðvara þig.
Þú verður að herða þig upp“.
„Viltu kannske að ég segi
pabba frá því sem ég gerði“, hróp
aði Cal æstur, „Ég skal gera það,
ef þú segir mér að gera það“.
„Nei, Cal. Ekki núna. En þú
verður að gera það, þegar honum
er batnað. Þú verður að gera það
sjálfs þíns vegna. Þú getur ekki
borið þetta einn. Það myndi gera
út af við þig, áður en lyki“.
„Kannske ætti ég það skilið".
„Hættu þessarri vitleysu", sagði
Lee kuldalega. — „Þetta gæti ver-
ið lítilmótlegasta tegund sjálfs-
tneðaumkunar. Þér sæmir alls
ekki slíkt“.
„Hvað viltu þá að ég geri?“
spurði Cal.
Lee vék sér hjá að svara spurn-
ingunni. — „Ég skil það ekki, að
Abra skuli ekki hafa komið hing-
að — ekki í eitt einasta skipti".
„Hvers vegna skyldi hún koma
hingað núnp?“
------------------□
Þýðing
Sverrir Haraldsson
□---------------------□
„Þetta er svo ólíkt henni. Það
hlýtur eitthvað að hafa komið fyr-
ir og hindrað hana, Hefurðu séð
hana?“
„Var ég ekki einmitt að enda
við að segja þér það?“ sagði Cal
önuglega. — „Ert þú nú líka að
verða vitlaus? Ég hef þrisvar
sinnum reynt að tala við hana, en
hún lét bara eins og hún sæi mig
ekki“.
„Eitthvað er öðru vísi en það
á að vera“, sagði Lee. — „Hún er
góð kona — sönn kona“.
„Hún er stúlka', sagði Cal. —
„Það hljómar skrítilega að heyra
þig kalla hana konu'.
„Nei“, sagði Lee stillilega. —
„Sumar eru konur, frá þeirri
stundu er þær fæðast. Abra er
gædd kvenlegri fegurð og yndis-
þokka, og kjarki — og þreki — og
skynsemi. Hún skilur allt og hún
þorir að horfast í augu við allt.
Ég þyrði að vinna eið að því, að
hún gæti ekki verið smámunasöm
eða huglaus — já, jafnvel ekki
hégómagjörn, nema þegar henni
fer vel að vera það“.
„Mér þykir þú gera þér háar
hugmyndir um hana“.
„Nógu háar til þess að trúa því
ekki, að hún snúi baki við okkur".
Og svo bætti hann við: — „Ég
sakna hennar. Biddu hana að
koma og heilsa upp á mig“.
„Ég er búinn að segja þér það,
að hún forðast mig eins og heitan
eldinn“.
„Jæja, eltu hana þá bara. Segðu
henni að ég vilji tala við hana.
Ég sakna hennar".
„Eigum við ekki heldur að tala
við pabba um augnveikina í hon-
um?“
„Nei“, sagði Lee.
„Eigum við að tala um Aron?“
„Nei‘.
3.
Allan næsta dag reyndi Cal að
ná taíi af Öbru og það var ekki
fyrr en að kennslustundum lokn-
um að hann sá hana á undan sér,
á leiðinni heim. Hann hljóp fyrir
horn og flýtti sér eftir samliggj-
andi götu, síðan sneri hann aft-
ur inn á sömu götu og kom á
'móti öbru.
„Halló', sagði l.ann.
„Halló, mé: sýndist ég sjá þig
langt á eftir mér“.
„Já, þú sást mig líka. Ég hljóp
bara fram fyrir þig. Ég þurfti
endilega að tala við þig“.
Hún horfði á hann með alvöru-
svip: — „Það hefðir þú getað gert
með miklu minni fyrirhöfn".
„Ja — ég reyndi að tala við þig
í skólanum. Þá léztu alltaf eins og
þú sæir mig ekki“.
„Þú varst alltaf svo reiður. Ég
vildi ekki ala við þig, þegar þú
varst reiður“.
„Hvernig vissirðu að ég væri
reiður?"
„Ég gat séð það á andlitinu og
göngulaginu. Núna ertu ekki reið-
ur“.
„Nei, ég er ekki reiður núna“.
„Viltu halda á bókunum mín-
um?“ Hún brosti.
Honum hlýnaði um hjartarætur:
— „Já-já, með ánægju“.
Hann tók bækurnar hennar und
ir handlegginn og gekk við hlið
hennar: — „Lee langar til að sjá
þig. Hann bað mig um að segja
þér það“.
Það hýrnaði yfir henni: — „Nei,
langar hann til þess? Segðu hon-
um að ég ætli að koma. Hvernig
líður pabba þínum?“
„Ekki sem bezt. Honum er illt
í augunum".
Þau gengu áfram þegjandi, þar
til Cal gat ekki þagað lengur: —
„Þú hefur auðvitað heyrt fréttirn
ar um Aron?“
„Já“. Hún þagði andartak. —
„Opnaðu stílabókina mína og
líttu á fremstu opnuna“.
Hann leitaði að stílabókinni og
fletti fremsta blaðinu. Milli
tveggja fyrstu blaðanna lá póst-
kort. — ,.Kæra Abra“, stóð þar.
„Ég finn að ég er ekki hreinn. Ég
er þér ekki samboðinn. Vertu ekki
leið. Ég er búinn að láta innrita
mig í herinn. Forðastu pabba eft-
ir megni. Vertu sæl. — Aron“.
Cal skellti bókinni aftur: —
„Bölvaður óþokkinn", tautaði
hann út á milli samanherptra var-
anna.
„Hvað sagðirðu?"
„Ekki neitt".
„Ég heyrði hvað þú sagðir".
„Veiztu hvers vegna hann fór?“
„Nei. En ég held að ég geti hugs
að mér ástæðuna — lagt saman
tvo og tvo. En ég kæri mig ekkert
um það. Mig langar ekki að vita
—- ekki nema þú hafir þörf fyrir
að segja mér það“.
Skyndilega sagði Cal: — „Abra
— hatarðu mig?“
„Nei, Cal. En þú hatar mig. —
Hvers vegna?“
„Ég — ég er hræddur við þig?“
„Það þarftu ekki að vera, Cal“.
„Ég hef gert þér meira illt, en
þú sjálf veizt. Og þú ert stúlka
bróður míns“.
„Hvað illt hefurðu gert mér?
Og svo er ég alls ekki stúlkart
hans — Arons, á ég við“.
„Þú skalt fá að heyra sannleik-
ann“, sagði hann biturt. „Fyrst
þú vilt það endilega. Móðir mín
var hóra. Hún átti og rak hóru-
hús hérna í borginni. Það er langt
síðan ég komst á snoðir um það..
Kvöldið, sem Aron fylgdi þér heim
fór ég með hann þangað niður
eftir og sýndi honum bæði hana
og húsið. Ég —- —“
Abra greip fram í fyrir honum,
eftirvæntingarfull: „Hvað gerði
hann?“
„Hann varð alveg bandóður. —
Hann æpti og jós skömmunum yf-
ir hana. Þegar við komum svo út,
barði hann mig til óbóta og þaut í
burtu. Okkar ástkæra móðir svifti
sjálfa sig líftórunni. Og pabbi —
pabbi fékk áfall sem hann nær sér
aldrei eftir. Nú veiztu hvernig ég
er. Nú hefurðu fulla ástæðu til að
fyrirlíta mig og forðast".
„Nú veit ég hvernig hann er“,
sagði hún rólega.
„Aron?“
„Já, Aron“.
„Hann var góður. Hvers vegna
sagði ég, hann var? Hann er góð-
ur. Hann er ekki vondur og ill-
kvittinn eins og ég“.
Þau höfðu gengið mjög hægt.
Abra nam staðar og Cal stansaði
líka og hún sneri sér að honum.
„Cal“, sagði hún — „ég er bú-
in að vita þetta allt um móður
ykkar í langan, langan tínia“.
„Ei tu að gera að gamni þínu?“
„Nei, ég get ekki sannara sagt.
j Ég heyrði pabba og mömmu tala
j um það, einu sinni þegar þau héldu
, að ég væri sofandi. Mig langar til
að segja þér dálítið. Það er ekki
auðvelt að segja það, en það verð-
ur gott að hafa sagt það“.
„Þér er alveg óhætt að segja
mér það“.
„Ég verð að segja þér það. Það
er ekki svo mjög langt síðan ég
varð fullorðin og ekki lengur nein
smátelpa. Skilurðu hvað ég á við?“
„Já“, sagði Cal.
„Ert» viss um það?“
»Já“.
„Jæja, þá segjum við það. Mér
þykir vænt um, ef þú veizt hvað
ég á við, því að það er svo erfitt
fyrir mig að koma orðum að því.
Ég vildi óska að ég hefði sagt
það þá. Mér þykir ekki vænt um
Aron lengur".
„Hvers vegna ekki?“
„Ég hef reynt að gera mér grein
fyrir því. Þegar við vorum börn,
þá lifðum við í ævintýraheimi sem
við sköpuðum okkur sjálf. En þeg-
ar ég óx upp, þá nægði þessi heim
ur mér ekki lengur. Ég þarfnað-
ist einhvers annars, vegna þess að
ævintýraheimur bernskunnar var
ekki sannur lengur".
„En------“
„Nei, leyfðu mér að tala út.
Aron varð aldrei fullorðinn. —
Kannske verður hann alltaf sama
barnið. Hann vildi ekki vita af
neinum öðrum heimi, en þessum,
ævintýraheimi okkar. Og ævintýrið
varð að hafa þann endi, er honum
þótti beztur. Hann gat ekki hugs-
að sér þann möguleika, að málalok
in yrðu öðru vísi“.
„En þú?“
„Ég vil ekki vita hver endirinn
verður. Ég vil bara taka þátt í því
sem fram fer. Og við — við vor-
um orðin ókunnug hvoru öðru. Við
héldum þessu bara áfram af göml
um vana. En ég ti'úði ekki lengur
á ævintýrið".
„En Aron?“
„Hann vildi láta ævintýrinu
ljúka eftir sinni vild, hvað sem
það kynni að kosta — jafnvel þótt
hann þyrfti að rífa allan heiminn
upp með rótum".
Cal stóð og starði til jarðar.
„Trúirðu mér?“ spurði Abra.
„Ég er að reyna að skilja ykk-
ur bæði“.
SHÍItvarpiö
Laugardagur 9. nóvember <
Fastir liðir eins og venjulega.
12,50 Óskalög sjúklinga (Bryndís
Sigurjónsdóttir). 14,00 „Laugar-
dagslögin". 16,30 Endurtekið efni.
17,15 Skákþáttur (Guðmundur
Arnlaugsson). — Tónleikar. 18,00
Tómstundaþáttur barna og ungl-
inga (Jón Pálsson). 18,30 Útvarps
saga barnanna: „Ævintýri úr
Eyjum“ eftir Nonna; V. (Cskar
Halldórsson k^nnari). 18,55 1
kvöldrökkrinu: Tónleikar af plöt-
um. 20,30 Markverðir söngvarar
af yngri 1 ynslóðinni. — Guð-
mundur Jónsson kynnir. 21,10
Leikrit: „Með lestinni að austan",
gamanleikur fyrir útvarp eftir
Wolfang Hildesheimer, í þýðingu
Gissurar Ó. Erlingssonar. — Leik
stjóri: Ævar Kvaran. Leikendur:
Inga Þórðardóttir, Arndís Björns-
dóttir, Ævar Kvaran, Lárus Páls
son, Indriði Waage, Jón Aðils,
Þorsteinn Ö. Stephensen, Valdi-
mar Helgason, Bessi Bjarnason o.
fl. 22,10 Danslög (plötur). 24,00
Dagskrárlok.
Fyrirtœki
Ungur maður óskar að gerast meðeigandi í fyrir-
tæki. Getur lagt fi*am peninga eftir samkomulagi.
Atvinna verður að fylgja. — Upplýsingar
í síma 19965 og 19611.
STULKA
óskast í vist. Hátt kaup og öll þægindi.
Uppl. í síma 22962.
Ú tgerðarmenn
Erum kaupendur að saltfiski og nýjum fiski á
komandi vetrarvertíð. Viljum komast í samband
við útgerðarmenn, sem gera út á línu og net, við
Faxaflóa.
Nánari uppl. hjá okkur. — Sími 12401.
Sænsk-íslenzka frystihúsið hf.
REYKJAVÍK
,01d English” DRIBRITE
dræ-bræt)
Fljótandi gljávax
— Léttir störfin! —
— Er mjög drjúgt! —
— Sparar dúkinn! —
Inniheldur undraefnið „Silicones", sem
bæði hreinsar, gljáir og sparar — tíma,
erfiði, dúk og gólf.
Fæst alls staðar
Sölub.örn óskast
til að selja merki Blindravinafélagsins á morgun.
Há sölulaun. Ulsölustaðir eru þessir: Dvalarheimili
ailciraðra sjómanna, Holtsapótek, Háagerðisskóli,
Hlíðaskóli, Austurbæjarskóli, Grundarstígur 11,
Melaskóli, Landakotsskóli og í báðum barnaskólun-
um í Kópavogi.
Foreldrar, búið börnin hlýlega og hvetjið þau til
aðstoðar við gott málefni.
Blindrafélagið.
Barnasýning Barnasýning
AA KABARETTI N N
Kl. 3 í dag verður barnasýning
Aðrar sýningar klukkan 7 og 11,15.
Pantanir í síma 11384.
Sala hefst klukkan 2.
A A -- kabarettinn.